Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2002, Blaðsíða 12
Hagkaup auglýstu nýlega eftir nýjum módelum fyrir hinn geysivinsæla Hagkaupabækling. Fjöldi manns svaraði kallinu og skilaði inn umsókn, enda ekki amalegt að fá að pósa við hlið feg- urðardrottninga og kvennaljóma á borð við Fjölni Þorgeirs og Manúelu. Fókus fylgdi Beturokk í gegnum prósessinn en hún er at- vinnulaus þessa dagana og hefði því ekkert á móti því að fá starfið. Posað Manúe Þorgei með lu og rssyn Fjölni i **»•« «»dast Hæð: 165 cm Brjóstmál: 36 C mm ■•«■* Úl W. m tða tneðan _ Hagkaup óska eftir nýjum módelum; jsjmt upplywisw mékinlwtllí mwkt „Auðvitað hefur mig dreymt um það. Allar stúlkur dreymir um það að verða fyrirsæta en þær hörðu þykjast bara ekki gera það. Þær eru að ljúga,“ segir Betarokk þar sem hún situr og setur saman umsókn sem hún er í þann mund að fara að skila inn á skrifstofú Hagkaupa. Ekki hefur Beta þó mikla reynslu af módelstörfum en neyðin kenn- ir naktri konu að spinna og einhvern tímann verður allt fyrst. „Eg er semsagt atvinnulaus og er að fara í bókmenntafræði í haust í Háskóla Islands. Á milli þess sem ég sæki um hina og þessa vinnu nota ég tímann minn í að skrifa bók byggða á ári mínu sem au pair úti í Brussel 1998-1999,“ segir Beta sem er m.a. þekkt fyrir skrif sfn á Reykjavfk.com og þáttagerð á Rad- íó X. „Eg fékk pikkbakteríuna í Brussel og vistaði póstinn minn áður en ég kom heim og það voru heilar 500 blaðsíður með smáu letri þannig að ég er bara að vinna smám saman úr þeim. Þetta verður jólabókin í ár. Tilvalin gjöf fyrir allar ung- ar stúlkur sem hafa passað böm, dottið í það, verið grúppíur eða átt ömurlega kærasta," segir Beta. Buxna- stærð: 44 Skóstærð: 39 Elísabet Ólafsdóttir, betur þekkt sem Betarokk, freist- aði gæfunnar á föstudaginn og sótti um starf sem Hag- kaupamódel. Fókus ætlar að fylgjast með því hvort hún fær starfið. Frá vinnslu Hagkaupabæklingsins. Hér pósa Kolla, Fjölnir og Iris Björk en þau voru í tökum fyrir bæklinginn ívikunni. Vantar karlmódel Bæklingur Hagkaupa er gefinn út í 90 þúsund eintökum og kemur hann út á hálfsmánaðar fresti. Bæklingnum er dreiff um allt land og er hans víða beðið með mikilli óþreyju. „Vð erum svo að segja með fasta áskrifendur að bæklingnum úti á landi sem hringja og kvarta ef þeir fá hann ekki,“ upplýsir Ragnheiður Á. Sigþórsdóttir, rit- stjóri bæklingsins. Hún staðfestir einnig að ástæðan fyrir því að Hag- kaup leita nú að nýjum módelum sé ekki sú að fegurðardrottningamar séu að fara að hætta hjá þeim, síð- ur en svo. „Við höfum áður aug- lýst eftir módelum í bæklinging- inn meðal almennings með góðum árangri. Nú þurfum við aftur að endumýja," segir Ragnheiður sem er nú þegar komin með fúllan Hagkaupspoka af umsóknum. Þó segir hún að það vanti enn fleiri stráka og hvetur hún karlmenn, 25 ára og eldri, til þess að sækja um. Ekki með silíkon „Eg myndi vilja auglýsa húfur, trefla og sólgleraugu og kraftgalla. Svo myndi ég náttúrlega líka vilja auglýsa pæjuföt- in ... fá módelin að eiga fötin? Það skiptir samt eiginlega ekki máli, svo lengi sem ég er módel,“ segir Beta vongóð þar sem hún útbýr umsókn á bleikan pappír. Hún hefur heyrt að starf- ið sé vel launað þannig að það er ekki spuming að láta á þetta reyna. Er eitthvað af Hagkaupsmódelunum í meira Upþáhaldi hjá þér en önnur? „Auðvitað Manúela. Mér finnst hún langflottust og svo er hún líka svo falleg að innan og það er það sem skiptir meira máli. Ekki það að ég sé neitt að monta mig en ég hef fengið sms ffá henni,“ segir Beta. Hún segist ekki versla í Hagkaupum að staðaldri en hafi þó oft hitt á góðar flíkur í kringum 2000-kall- inn þar. Spáirðu mikið í tískuna? „Eg vil gera það og þykist gera það en samt er ég einhvern veginn aldrei í tísku. Mjög pirrandi því ég vil ofsalega mikið vera í tísku," segir Beta og leggur lokahönd á umsóknina og sýnir hana stolt. Umsóknin hennar er bleik, með tveimur myndum af henni teknum af atvinnuljósmyndurum og eink- ar huggulegri ilmvamslykt. „Þó ég sé hvorki mjó né með si- líkon þá held ég að ég sé fullkomin í Hagkaupsbæklinginn. Eg er fullkominn kandídat í þetta eðalrusl. Eg verð Ungfrú Hag- kaup. Vonandi," segir Beta hnarreist þar sem hún heldur af stað upp í Skeifu til þess að skila inn umsókninni. Samkvæmt upplýsingum Fókuss tekur tíma að fara í gegnum umsóknim- ar þannig að það er ekki víst að Beta fái svar strax en Fókus mun að sjálfsögðu fylgjast með framvindu mála. Þær hafa verið Hagkaupamódel: 1 v I Kolbrún Pálína. Clohé Ophelia. Manúela. íris Björk Ragnheiður Unnur Steinsson Guðfinna. Atli og Leó I Undralandi heitir ný íslensk plata sem kom út í byrjun mánað- arins. Þar gefst fólki kostur á að heyra það sem félagarnir Atli og Leó voru að fást við síðasta mánuðinn og skiptir þá litlu hvort lögin eru fullunnin eða ekki því allt-fer á plötuna. Næstu tvenn mánaðamót er svo von á tveimur plötum til viðbótar frá piltunum. Okláraðir álfar í Undralandi „Pælingin á bak við þetta er að gefa út allt það sem við eigum til hverju sinni. Þá skiptir engu máli hvort við erum búnir að klára lög- in eða ekki,“ segir Atli Bollason, ungur og memaðarfullur tónlistar- maður, sem hefur ásamt félaga sfnum, Leó Stefánssyni, gefið út plöt- una Atli og Leó í Undralandi. Hún er sú fyrsta f röð þriggja platna sem koma út f sumar en á þeim verður að finna allt það efhi sem pilt- amir ná að búa til á einum mánuði. Tímabundin cóðmenni „Þetta er mestmegnis raffónlist sem við erum að fást við en það heyrist alveg í gíturum og fleiri hljóðfærum líka. Mikið af þessu er undir mínútu á lengd og svo er annað sem er nokkurn veginn full- klárað. En það liggja alltaf einhverjar pælingar þama á bak við,“ seg- ir Atli og Leó bætir við: „Þegar alvöru plötur eru búnar til eru kannski samin eitthvað á bilinu 40-60 lög en svo eru kannski ekki nema 12 sem enda á plötunni. Við hins vegar gefum bara út allt sem við náum að gera á einum mánuði.“ Drengimir hafa einnig tekið upp þá nýbreytni að leyfa öllum sem vilja að breyta, remixa, endurvinna eða gera það sem þeim sjálfúm dettur í hug við lögin. Þetta segjast piltamir gera vegna tímaskorts og góðmennsku. „Stundum þegar maður er að gera tónlist rekst maður bara á vegg og nær ekki að klára lagið, fyrir utan allan tímaskortinn sem við þjá- umst af. Þess vegna er þetta hugsað þannig að aðrir geti notað þetta við sína eigin tónlistarsköpun eða bara hreinlega klárað lögin fyrir okkur. Fólki er þess vegna frjálst að nota þetta eins og það vill, svo ffamarlega sem það minnist á okkar þátt í því sambandi." Hiphop, tilraunafönk oc fleiri plötur Þeir Atli og Leó hafa ekkert verið að reyna að koma tónlist sinni í spilun hjá útvarpsstöðvum landsins enda segjast þeir ekki gera sér miklar vonir um ffægð á sviði tónlistarinnar eins og staðan er í dag. Samt sem áður eru þeir báðir í fj'ölda hljómsveita sem allar virðast stefha að því að koma út plötu á næstunni. „Það væri svo sem ekkert vitlaust að reyna að koma einhverju af þessu í spilun en við höfum ekkert reynt á það enn þá. Annars erum við báðir búnir að vera að fást við tónlist lengi og erum báðir í nokkrum hljómsveitum. Þetta sem við erum að gera núna er eigin- lega bara svona sideprójekt," segir Atli og Leó reynir að útskýra þetta betur: „Við stefnum líka að því að gefa út hip hop-plötu fljótlega en við höfúm verið að vinna með strák sem heitir Georg og er rappari og líka Bjarti bola sem var í Rottweiler á sínum tfma. En stærsta prójektið okkar er án efa hljómsveitin Norton sem stefnir á breið- skífú 2003. Þar förum við félagamir hamförum á orgeli og hljómborði en svo er líka básúnuleikarinn Kári Hólmar með okkur. Þeirri tónlist verður best lýst sem raf- eða tilraunafönki en svo er fúllt af öðrum verkefhum í gangi líka sem er kannski óþarfi að minnast á núna.“ Fyrir þá sem áhuga hafa er hægt að nálgast plötuna Atli og Leó í Undralandi í verslununum 12 tónum, Hljómalind og Þrumunni fyrir lítinn 500kall. Atli og Leó senda frá sér þrjár plötur á þremur mánuðum nú í sumar. Sú fyrsta er þegar komin út og inniheldur bæði fultunnin lög og nokkrar hugmyndir að lög- um sem þeir leyfa svo öðrum að vinna betur úr. Hinar tvær koma út í byrjun næstu mánaða. fókus 12. júlf 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.