Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2002, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2002, Page 2
e oru hvar? Mikill fjöldi gesta var samankominn um síðustu helgi þegar leiksýningin Tftus var sett upp f fyrsta og eina sinn. Hafði ein- hver á orði að hann hefði aldrei séð eins mikinn fjölda leikara og leikstjóra saman- kominn á einum stað. Það var kannski ekki svo skrýtið því uppfærsla þessi var einstakt framtak. Meðal gesta má nefna Sigrúnu Eddu Björnsdóttur leikkonu, Tinnu Gunnlaugsdóttur leikkonu, Sigrfði Hagalfn Björnsdóttur, fréttakonu Rfkis- sjónvarpsins, Viðar Eggertsson leikstjóra, Erling Gfslason leikara, Charlotte Böwing leikstjóra, leikarann Ingvar E. Sigurðsson, atþingiskonuna Kolbrúnu Halldórsdóttur, Hrafn Gunn- laugsson kvikmyndaleikstjóra og Jónsa í Sigur Rós. Það var nóg af fólki á Gauki á Stöng eins og venjulega, enda leggur popp- landsliðið gjarnan leið sfna þangað um helgar. Þeir Birgir Nielsen og Hreimur örn Heimisson úr Landi og sonum voru á svæðinu eins og popppörin Birgitta Haukdal og Jóhann Bach- mann úr írafári og fris Kristinsdóttir og Egill Rafnsson úr Ber. Þá mátti berja augum Einar og Júlla úr Dónd- urfréttum, Berg úr Buff og Hjalla frá Buttercup. % k Thorvaldsen Bar mátti á laugar- dagskvöldið meðal annars sjá plötu- snúðana Gutlfoss og Geysi sem dags daglega svara nöfnunum Reynir Lyngdal og Jói B. Þá mátti sjá höfuð- snillinginn Sverri Stormsker inni á Næsta bar sama kvöld. Dj Le Chef var í búrinu á Hverfis- barnum um sfðustu helgi og kunnu gestir staðarins ágætlega að meta hans framtak. Árni Þór Vigfússon og Marikó Mar- grét Ragnars- dóttir litu inn ásamt hinu „SkjásEins- parinu", Kristjáni Ra og Dóru Takefusa, stoltum foreldrum. Á svæðinu mátti ann- ars rekast á Val Heiðar Sævarsson í Butt- ercup, grínistann Svein Waage, Kalla Lú á FM957 með Lóu sinni, Birnu f 17, Ás- laugu sem var f Ungfrú ísland.is, og fyrr- verandi skemmtanalögguna Atla. Þá var margt fólk á Kaffibarnum um sfð ustu helgi eins og venja er orðin að nýju. Nokkrir af gestum staðarins voru Elva Dögg Melsted, fyrr- verandi fegurðar- drottning og núver- andi Lottókynnir, plötusnúðarnir Gull- foss og Geysir, kvik- myndagerðarmaður- inn Árni Sveinsson, plötusnúðurinn Allý og blaðamaðurinn Andrés Magnússon. Verslunarmanna- helgin: Bestu hatÍBirnar? Gis Johannsson: Kantrýið fann mig Kristfn Ninja: fEsandi a Hotel Sögu Um verslunarmannahelgina verður aðalrokkgleðin í bænum á Innipúkanum 2002 sem er rokk- og djammhátíð sem fer fram í Iðnó við Tjörnina laugardaginn 3. ágúst. Nýr rokkkvartett Dr. Gunna fer þar fyrir hópi sprækra hljómsveita og lofar höfuð sveitarinnar hörkuhátíð. Besta helgi dirsins gerð enn betri Dr. Gunni heitir nýja bandið hans Dr. Gunna. Sveitin er aðalnúmerið á Innipúkanum 2002 nú um helgina og segist Gunni ánægður með að vera ekki vaxinn upp úr rokkinu. „Við nenntum ekki að reyna að kom- ast á einhverja þessara útihátíða,11 segir Gunni, „enda fátt eins ömurlegt og að veltast um með hnökkum og gelgju í bleytu og matarleifum. Mín reynsla af því að spila á svona versló-dæmum er annars hálffyndin: Eg var í floppfestinu Viðey ‘84 og lék fyrir tvo, minnir mig, svo var ég á Húnaveri ‘91, sem var líka flopp en aðeins skárra en Viðey náttúr- lega, og svo lék ég á Uxa ‘95, sem var ágæt hátíð var mér sagt seinna. Affur á móti á ég ekkert nema unaðslegar minningar af veru minni í Reykjavík um verslunarmannahelgar enda hefur þá leiðinlegasta fólkið síast frá og ekkert nema eðalfólk í góðu stuði eftir í bæn- um. Það mætti jafnvel segja að hálfgerð útópíu-stemming myndist f Reykjavík á þessum tíma og tilgangur okkar með Innipúkanum var að gera bestu helgi ársins enn betri.“ Ekkert LOPAPEYSU-BAUL Innipúkinn 2002 verður settur kl. 17 á laugardaginn og segir Gunni að fólk eigi bara að vera í léttum fflingi og megi koma og fara eins og það lystir. „Rokkið byrjar strax með dúndrandi diskóteki þeirra Dj. Talnapúka og Phil Stadium. Um kl. 7 fer fyrsta band á svið, kassagítar-dúettinn Hellvar. Síðan rekur hver gæðasveit- in aðra - Theyer Theyer Thorsteins- son, Músikvatur, Trabant, Singapore Sling, Rúnk - og svo erum við, Dr. Gunni, á sviði svona um miðnættið,“ segir Gunni og bætir við: „Allar sveit- imar eru í toppformi og það þarf eng- inn að óttast að þetta verði eitthvert sing-a-long-kjaftæði og lopapeysu- baul. Við erum að tala um smart og svalt dæmi fyrir ffamagjama stuðrokk- ara í byrjun 21. aldar. Ekki má svo gleyma eðalveigunum sem Iðnó ætlar að bjóða upp á og svo verður grillað og allt — endumar sleppa þó alveg.“ Helvítis rokk „Við verðum hressir," segir Gunni, aðspurður um nýja bandið sitt. „Höfum spilað einu sinni (á „Viðey 2002“) og fúndum fyrir svakalega jákvæðum straumum. Við tökum nýtt efhi á Inni- púkanum, sem er áætlað að komi út á plötu á næsta ári, og svo tökum við helling af dóti með gömlu böndunum mínum, S.H.Draumi, Bless og Pop Kings. Það er heillangt sfðan ég hef spil- að þessi lög og ég vona að ég hljómi ekki eins og ellibelgur þótt ég segi að ég fíla alveg glimrandi vel að spila þetta dót. Maður ætlar bara ekkert að vaxa upp úr þessu helvítis rokki og djöfull er ég ánægður með það.“ „Það sem stendur upp úr eftir síðustu daga er að ég fékk mér laxatartarforrétt f Ostabúðinni á Skólavörðustíg en ég mæli sérstaklega með honum fyrir alla sælkera. Svo fór ég líka á sýningu með grafíkmyndum í Húsi Málarans þar sem Homo grafikus er að sýna og það var líka mjög skemmti- legt. Annars er bara nóg að gera hjá mér og ég reyni bara að njóta lífsins sem best. Ég er náttúrlega ófrfsk og það tek- ur frá mér talsverða orku en um leið er það mjög gaman. Vinkonumar eru búnar að eignast böm hver af annarri í sumar þannig að þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt sumar og fljótlega fer röðin að koma að mér. Fyrir vikið hef- ur kannski ekki gefist mikill tími til skemmtana auk þess sem mikið er að gera í vinnunni en ég er nú reyndar á leiðinni í vikulangt sumarfrí fljótlega og ég hlakka mikið til.“ Jóhanna Srnla Rafnsdóttir hönnuður Forsíðumyndina tók Teitur af Kristínu Ninju Guðmundsdóttur Höfundar efnis Ágúst Bogason agust@fokus.is Finnur Vilhjálmsson fin@fokus.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@fokus.is Snæfríður Ingadóttir snaeja@fokus.is FOKUS@FOKUS.IS WWW.FOKUS.IS 2 2. ágúst 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.