Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Síða 1
KYLIE MINOGUE OSATT VIÐ NÝJA VAXMYND. BLS. 25 DAGBLAÐIÐ VISIR 188. TBL. - 92. ARG. - ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST 2002 VERÐ í LAUSASOLU KR. 200 M/VSK r / / / / / / / / / DV-MYND GVA Skólatöskurnar mátaðar Grunnskólarnir helja senn vetrarstarfíð og mikið er að gera í ritfangaverslunum landsins. Áslaug Vignisdóttir var þeim Dagnýju Lenu og Nasimu Kristínu innan handar þar sem þær stöllur voru að máta nýjar skólatöskur í gær. Þrekraun skipbrotsmanns í Súgandafirði eftir strand undir Geltinum í gærkvöld: Gekk tíu kílómetra leið Skipstjóri fjögurra tonna trillu, Laxins EA, sem strandaði báti sínum við fjallið Gölt í Súgandafirði í gær- kvöld, komst í land af sjáifsdáðum og til að gera viðvart um strandið gekk hann um tíu kílómetra torfarna leið í Selárdal við ÁsfjaU innar í Súganda- firði. Þar er sumarhús og þar komst maðurinn í síma og gat gert viðvart um hvernig komið var. Skv. upplýsingum frá Slysavarna- félaginu Landsbjörg datt trillan út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu um sjöleytið í gærkvöld. Hófst eftir- grennslan þá þegar og var reynt að ná sambandi við hana i gegnum sima og talstöð. Það bar ekki árangur og því var björgunarsveitin Björg á Suð- ureyri kölluð út til leitar og var henni beint að þvi svæði þar sem trillan sást síðast. Þegar menn voru á leið á vettvang til leitar bárust frétt- ir af því að skipbrotsmaðurinn væri kominn fram heill á húfi við Selár- dal. Þá var björgunarsveitinni snúið við, enda svartamyrkur og ekkert hægt að gera á strandstað. „Við erum i þessum töluðum orð- um að sjósetja gúmmítuðruna okkar og ætlum á strandstað að kanna að- Gönguleið skipbrotsmanns stæður þarna. Við vitum ekki ná- kvæmlega hvemig þær era og hvert ástand trillunnar er sem þarna strandaði í stórgrýtisí]öru,“ sagði Valur Sæþór Valgeirsson, formaður björgunarsveitarinnar á Suðureyri, i samtali við DV á níunda tímanum í morgun. Hann sagði það hins vegar koma til með að auðvelda allar að- stæöur á strandstað að hægur vindur væri vestra og gott í sjóinn. Lögreglan á ísafirði fer með rann- sókn málsins og skipbrotsmaðurinn beið þess í morgun á lögreglustöð að verða yfirheyrður síðar í dag. -sbs Verðkönnun DV: 96% verð- munur á ritföngum fongum en verðmunur skóla- bóka er mun minni. Þetta kom fram í verðkönnun sem Neyt- endasiða DV gerði í gær í 6 verslunum á höfuðborgarsvæð- inu. Innkaupakarfan reyndist ódýrust í GrifEli, þar sem hún Skólabækur fyrir framhaldsskólanema eru þungur baggi á mörgum heimilum á þessum árstíma. kostaði 1309 kr. Með því verði nær Griffill enn og aftur að vera með ódýrustu körfuna en naum- lega þó því karfan í Hagkaupum var aðeins 22 kr. dýrari, eða á 1331 kr. Dýrasta karfan að þessu sinni var í Máli og menningu á Laugavegi. Kostaði hún 2.561 kr. sem er 94% hærra verð en á ódýrustu körfunni. Fjarðarkaup voru með næstdýrustu körfuna, en hún kostaði 1932 kr. þar, og Penninn-Eymundsson var með körfu sem kostaði 1581 kr. Skólabækur fyrir framhalds- skólanema eru þungur baggi á mörgum heimilum á þessum árstíma. Ekki reyndist eins af- gerandi munur á verði skóla- bókanna og ritföngum. Lægsta verðið á bókakörfunni var í Griffli, þar sem hún kostaði 39.854 kr. í Máli og menningu var verðið 41.102 kr., eða 3% hærra, og hjá Pennanum kost- aði karfan 41.775 kr., eða 5% meira en í Griffli. -ÓSB NANARI UMFJOLLUN Á BLS. 8 í DAG THOMAS CHRISTIANSEN FER MIKINN: Búinn að skora fimm mörk SAGAN AF BLAA HNETT- INUM VERÐLAUNUÐ: Fjársjóður bernsk- unnar BÍUSPBAUTUN OS RBTTINQAR AUÐUNS Bílaréttingar Bílamálun Nýbýlavegi 10 og 32 200 Kópavogi S: 554 2510 ar 550 5000 maau sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.