Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 JQ’V' Fréttir Mál seinfæru foreldranna sem voru sviptir barni sínu: Allir eigi rétt á að stofna fjölskyldu - segir formaöur Þroskahjálpar sem telur brýna þörf á aukinni fræðslu „Við teljum, og vísum þar til ákvæðis í grundvallarreglum Sam- einuðu þjóðanna, að allir eigi rétt á því að stofna fjölskyldu, burtséð frá því hvort fólk er seinfært eður ei. Fólk á rétt á þeim stuðningi sem það þarf til þess,“ sagði Hall- dór Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar, vegna umfjöllunar DV í gær um seinfæra foreldra og atburðarásar sem rakin var í blað- inu þar til Bamaverndarnefnd Reykjavikur svipti þau forsjá bams síns. Af gögnum málsins virð- ist sem foreldramir og fjölskyldur þeirra hafi ekki verið búin undir sviptinguna. Þá kom fram að móð- ursystir ungu móðurinnar vildi taka bamið en fékk ekki. Frásögn blaðsins vakti mikla at- hygli og margir lesendur hringdu til þess að lýsa yfir stuðningi við ungu foreldrana. Jafnframt lýsti fólk undrun sinni á því hvemig staðið hefði verið að málinu, burt- séð frá niðurstöðu þess. Halldór kvaðst ekki geta tjáð sig um þetta einstaka mál þar sem hann þekkti ekki nógu vel til þess. „Almennt talað teljum við að þörf sé á meiri fræðslu," sagði hann, „bæði fræðslu til þessara einstaklinga og einnig fræðslu fyr- ir ýmsar fagstéttir. Ég tel til dæm- is að þörfin á aukinni fræðslu sé mest inni í heilbrigðiskerfinu. Eins og kemur fram i frásögn DV var fólk óömggt af því að það hafði aldrei unniö með þroska- skertum. Það er mín tilfinning að Allir elga rétt Guöbjörg Einarsdóttir og Magnús R. Magnússon, sem teljast seinfærir foretdrar vegna þroskaskeröingar voru svipt forsjá barns síns, Mikaels Daníels, aö undangengnu ótrúlegu ferli, eins og DV greindi frá í gær. þarna þurfi að leggja mikla áherslu á úrbætur." Halldór sagði enn fremur að Þroskahjálp hefði fyrir nokkru fengið gleðilega upphringingu frá fyrirtækinu Fálkanum um að það vildi styrkja eitthvert verkefni á vegum samtakanna. Fyrirtækið vildi leggja meira en milljón f verkefnið. „Við ákváðum að setja þá fjárhæð í að útbúa fræðslupakka í þessu skyni,“ sagði Halldór. Hann bætti við aö fræðslupakkinn yrði tilbúinn í haust ef áætlanir stæðust. Ekki náðist í formann né fram- kvæmdastjóra Barnavemdar- nefndar Reykjavíkur f gær þar sem báðir eru f sumarfríi. Ekki náðist heldur í fulltrúa fatlaðra sem hafði með þetta tiltekna mál að gera þar sem hann er einnig í sumarfríi. -JSS Gengi deCODE: Náði enn sögu- legu lágmarki Enn á ný slær deCODE sitt sögulega lágmark í verði hlutabréfa. Eftir lokun fjármálamarkaða í gær voru bréfi skráð á 2,66 dollara í viðskiptum dags- ins með 21.609 hluti. Hafa þau aldrei verið lægri frá því þau voru skráð á Nasdaq-markaði. Nemur lækkun dags- ins 6,67%. Við opnun markaða í gær var gengið skráð á 2,84 dollara en fór hæst í 2,9 dollara í viðskiptum dagsins. Hefur gengið fallið nær stöðugt, með fáum undantekningum, frá þvi er það reis hæst á umliðnum misserum um síðustu áramót í um 10,5 dollara. Við skráningu á Nasdaq-markaði í júlí 2000 var upphafsgengið skráð 18 dollarar. Komst það hæst eftir skráningu í 31,5 dollara, en fyrir skráninguna höfðu hlutir verið seldir á allt að 65 dollara á gráa markaðnum svokallaða. Síðan hefúr leiðin að mestu legiö niður á við, en þó með nokkrum sveiflum. Ekki liggur ljóst fyrir hvort kemur til ábyrgðar íslenska ríkisins upp á 200 milljónir dollara sem Alþingi sam- þykkti að heimila íjármálaráðherra að veita í vor. Olli það miklum deilum og þótti sumum þingmönnum áhættan of mikil, ekki síst í ljósi stöðugt versnandi hags fyrirtækisins á verðbréfamarkaði. Ja&ivel hörðustu fylgismenn ríkis- stjómarinnar töldu sértæka ákvörðun i þessa veru ekki samræmast markmið- um stjómarflokkanna. Var óskin um ríkisábyrgð studd þeim rökum að væntanlega yrði hægt að koma á fót deild úr hinu nýkeypta MediChem- lytjaþróunarfyrirtæki hér á landi. Greiningarfyrirtæki á borð við Morgan Stanley hafa þrátt fyrir lækk- andi gengi deCODE, fram til þessa spáð batnandi hag á þessu ári og síðan ört stígandi fram á árið 2005, er það nái að sýna hagnað. -HKr. Skipulagðri leit hætt að ítalanum á Látraströnd: Þetta er algjör ráðgáta - segir sýslumaðurinn á Akureyri - almenningur hvattur til samstarfs Davlde Paita. Bjöm Jósef Amviðarson, sýslumaður á Ak- ureyri, sagöi í samtali við DV í morgun að hvarf ítalans Davide Paita sem leitað hefur verið við Látraströnd á Norðurlandi und- anfarið væri ráð- gáta. Ákveðið hefur verið að hætta skipu- lagðri leit á svæðinu en lög- reglan rannsakar enn málið og ósk- ar samstarfs viö almenning. Sýslumaöur segir sérlega mikil- vægt að allir þeir sem tekið hafi upp útlending á Ak- ureyri að morgni 10. ágúst láti vita af því, burtséð hvert för hafi verið heitið. ítalinn skildi eftir farangur bæði í Grenivík og á umferðarmiðstöð- inni á Akureyri en sýslumaður neit- ar orðrómi um að vísbendingar hafi fundist um að ítalinn hafi hugsan- lega sviðsett hvarf sitt. Hann segir aðspurður að á hinn bóginn sé eng- an veginn samasemmerki milli þeirrar ákvörðunar að hætta skipu- lagðri leit á fyrmefndu svæði og að telja manninn af. Ótrúlega nákvæm- ar upplýsingar liggi fyrir um ferðir Bjöm Jósef Arnviðarson. AGFA^ fyriraugað FILMUR & FRAMKÖLLUN STÆKKUM SETJUM Á GEISLADISKA YFIRLITSMYND FYLGIR FRÍTT MEÐ Gæða framköllun HEIMSMYNDIR mm—mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm—rAQFA <$> SmiOjuvegi 11,- gulgata -, 200 Kópavogur, slmi 544 4131. ítalans frá 12. júlí. „En svo er eins og hann gufi hreinlega upp 10. ágúst. Við teljum enn langlíklegast að hann sé á þessu svæði og spurn- ingin er þá hvort hann hafi hrapað í sjó eða lent í skriðu. En það væri þá skrýtið að menn skuli ekki finna bakpokann hans eða tjaldið. Þetta er algjör ráðgáta,“ sagði Bjöm Jósef í morgim. „Okkur leikur mjög mikil forvitni á að vita hver keyrði hann 10. ágúst. Hann var hér fyrir utan umferðar- miðstöðina á Akureyri klukkan níu að morgni og það sem okkur vantar eru upplýsingar um hverjir tóku upp útlending í bíl sinn þennan laugardag," segir sýslumaöur. Maö- urinn vsir þá klæddur í bláar galla- buxur og í stormjakka með stóran bláan bakpoka og sýslumaður segir að ef útlendingar hafi tekið hann upp í sé enn ólíklegra að hann muni finnast. Upplýsingar hafa komið fram um að maðurinn hafi blandað geði við þá sem hann hefur hitt hérlendis og jafhvel skilið eftir símanúmer sitt.. Hann er ókvæntur og bamlaus og enn sem komið er hafa ættingjar hans ekki komið til íslands vegna málsins. Fjölmennt liö lögreglu á Akureyri og Húsavík hefur unnið að málinu auk hjálparsveitar- manna. -BÞ Fiktað við heimasíðu FÍB: Einkadans í stað- inn fyrir bensín - ekki skemmt, segir ritstjórinn Tölvuhakkarar komust inn á heimasíðu Félags íslenskra bifreiða- eigenda um helgina og færöu til ýmsar upplýsingar sem þar er að finna. Meðal annars breyttu þeir súluriti á síðunni en þar er tilgreint bensínverð í einstökum Evrópu- löndum, sem og Bandaríkjunum. í meðforam hakkaranna voru þar settar inn í staðinn upplýsingar um hvað einkadans kostar á nektar- dansstöðum víða um lönd. Kom þar fram að einkadansinn væri dýrast- ur í Bretlandi, rétt eins og bensínið. ísland var í tjórða sæti. Engar heim- ildir eru hins vegar fyrir því að einkasýningar nakinna kvenna séu ódýrastar á Bretlandseyjum og ís- land sé númer fjögur. „Mér sýndust þessar upplýsingar vera allar út úr kortinu þó ég hafi svo sem ekki kynnt mér það ná- kvæmlega. Þetta er efni sem FÍB leggur sig ekkert sérstaklega eftir. En almennt er mér er ekki skemmt yfir þessu fikti við heimasíðuna okkar,“ sagði Stefán Ásgrímsson, Dýr er dropinn - og dansinn Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB, viö tölvuna. Réttar upplýsingar um bensínverö færöar inn, en hvaö kostar einkadansinn? ritstjóri heimasíðunnar, í samtali við DV í gær. Upplýsingunum á síð- unni hefur nú aftur verið breytt í rétt horf - og geta fróðleiksfúsir nú séð þar hvar bensíndropinn er dýrastur - og ódýrastur. Verknaðurinn verður væntanlega ekki kærður til lögreglu.... enda væri það algjörlega þýðingarlaust," sagði Stefán. -sbs mmm&' i Styðja áform um ESB-aðild Davíð Oddsson forsætisráðherra sat í gær ráðherra- fund Norðurland- anna og Eystra- saltsríkjanna sem fram fór í Riga. Á fundinum kom fram að leiðtogar Norðurlandanna styðja áform Eist- lands, Litháens og Lettlands um að sækja um aðild að ESB og NATO. Forsætisráðherramir lýstu ánægju með áhuga ríkjanna á NATO. Aöild ríkjanna að ESB verður tekin fyrir í desember. Dani með hass Átján ára gamall Dani var hand- tekinn á Keflavíkurflugvelli á föstu- dagskvöld. Ungi maðurinn var með hálft kOó af hassi í skónum. Hann hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. íslendingur í höfn Víkingaskipið íslendingur kom til hafnar í Reykjavík í gær. Skipið var Qutt með Lagarfossi frá Nova Scotia. Ráðgert er að islendingur sigli til Keflavíkur á næstu dögum. Garðálfar flytja Garðálfar hafa horfið úr görðum í Keflavík undanfamar vikur. Hafa þeir síðan birst i göröum nágrann- anna öllum að óvörum. Lögreglan í Keflavíkur telur ekkert yfimáttúru- legt á ferðinni heldur séu þetta mann- anna verk. Hinir óprúttnu álfaþjófar eru ófundnir en lögreglan rannsakar málið. Vikuifréttir greindu frá. 39 milljóna heimsókn Kostnaður ís- lenska ríkisins vegna heimsóknar Kínaforseta, Jiang Zemin, í júní sl. nam tæpum 39 milljónum króna. Þessar upp- lýsingar komu fram í svari forsætisráðu- neytis til RÚV. Löggæsla vegna heim- sóknarinnar kostaði tæpar 18 milljón- ir, kvöldverðarboð og önnur risna tæpar 5 milljónir og þyrluflug rúmar 2 milljónir svo fátt eitt sé nefnt. Ferja til N-Ameríku Vestnorræna ráðið hefur ákveðið að láta kanna hagkvæmni feijusigl- inga á milli íslands og Norður-Amer- íku. Siglingamar, ef af yrði, myndu verða í anda feijunnar Norrænu sem árum saman hefur flutt farþega frá Seyöisfirði til meginlands Evrópu. Esjan smöluð Esjan verður smöluð í dag en það er Skógræktarfélag Reykjavikur sem stendur fyrir aðgerðunum vegna skemmda sem fé hefur valdið á gróðri í fjallinu í sumar. Fénu verður smalað i Kollafjarðarrétt. Gæsaveiðin hefst Gæsaveiðitímabil- ið hefst í dag. Bænd- ur munu hafa áhyggjur af því að veiöimenn fæli sauð- fé á afrétti og að þeirra mati hefst tímabilið of snemma. Sigurgeir Þorgeirs- son hjá Bændasamtökunum sagði í samtali við RÚV að fyrir tveimur árum heföu samtökin farið ffam á það við umhverfisráðherra að tímabilinu yrði seinkað þar sem ástæða væri til á afféttum bænda. -aþ Haldið til haga Afkoma Marels batnar Á föstudaginn var birtist grein um afkomu Marels. Þar kom ffam að afkoman heföi versnaö. Það er ekki rétt heldur batnaði afkoma Marels og biðjumst við velvirðingar á mistökum okkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.