Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 Fréttir j£y\fr Njarðvíkurprestur í ítrekuðum deilum frá því hann tók við embætti: Lét reka organista og skúringakonu 1995 ítrekaöar deil- ur séra Baldurs Rafns Sigurösson- ar, sóknarprests í Njarðvíkum, við starfsmenn sókn- anna ku aðeins vera eitt af mörg- um málum af þessum toga inn- an Þjóðkirkjunn- ar á umliðnum - starfar sjálfur áfram í skjóli æviráðningar uppnám i Njardvíkursóknum vcfjna samskiptaörðugleika við prest: Kirkjukórinn hættur og meðhjálparinn líka - organijninn fitrinn og söknarhöm siíta srokuarbönd Sr. Baldur Rafn Slgurðsson. árum. Kvartað er undan afskipta- leysi Biskupsstofu og biskups ís- lands þrátt fyrir augljósa mikla al- vöru málsins sem lýsir sér m.a. í því að sóknarböm slíta sóknarbönd. Greint var frá því í DV fyrir helg- ina að organistinn í Innri-Njarðvík, Steinar Guðmundsson, og Þórir Jónsson, meðhjálpari og kirkjuvörð- ur í Njarðvíkurkirkjum, væru hætt- ir, sem og kórinn í Innri-Njarðvíkur- kirkju sem áður var sameiginlegur í báðum sóknunum. Aðdragandinn að þessu er langur og hafa fleiri hætt eða verið reknir eftir að séra Baldur tók við embætti í Njarðvíkursóknum af séra Þorvaldi Karli Helgasyni, nú- verandi biskupsritara, í mars 1992. Lét reka organista og skúringakonu Árið 1995 blossuðu upp miklar ill- deilur er Gróa Hreinsdóttir organisti var flæmd frá kirkjunni fyrir tilstuðl- an prestsins. Gróa segist þó aldrei hafa vitað ástæðuna fyrir því að prestur vildi losna við hana. Gróa hafði þá verið viðriðin kirkjustarf i Njarðvíkum frá barnsaldri og starfar Varðveita fornar aðferðir: 400 metra grjót- og torfgarður við Miklabæ 1 sumar hefur verið unnið við að hlaða garð við Byggðasafnið í Glaumbæ og mun hann ná frá kirkjugarði og nið- ur undir Áshúsið. Garðurinn er hlaðinn úr torfi, en undirlagið er grjðt, og verð- ur hann um 400 metra langur. Hæðin verður um 120 cm og þykktin frá 110-180 cm. Við hleðsluna er notuð veggsnidda og strengur, sem hvort tveggja var þekkt hér áður þegar flest hús voru byggð úr torfl og grjóti, en þekkist nú tæpast lengur. Að sögn Sigríðar Sigurðardóttur, safnstjóra í Glaumbæ, verður gerð garðsins í samræmi við gamla bæinn í Glaumbæ. Heildarkostnaður við verkið er 4 milljónir króna og fékkst styrkur frá fjárlaganefnd Alþingis fyrir hluta af kostnaðinum. Mun hið opinbera þannig stuðla að því að viðhalda þessari alda- gömlu byggingaraðferð sem nú er nán- ast að hverfa. Það er Helgi Sigurðsson, hleðslumeistari frá Stóru-Ökrum, sem sér um byggingu garðsins. -ÖÞ Frétt DV föstudaginn 16. ágúst. nú sem organisti í Seljakirkju. Áður hafði prestur látið reka skúringa- konu Njarðvikursóknar sem var þá búin að þrífa fyrir söfnuðinn í 15 ár og þótti mjög samviskusöm. Prestakallinu í Keflavík og Njarð- vík var skipt í tvennt 1. janúar 1976. Geir Þórarinsson, þáverandi org- anisti í Keflavik, var þá að hætta sök- um aldurs og var Gróa þá kölluð til að spila í nýársmessu í Njarðvík. Var hún þá í tónlistarnámi og hélt síöan áfram að spila 1 Njarövíkum meira og minna ásamt fleiri organistum. Þá var veriö að byggja kirkjuna í Ytri- Njarðvík sem var vígð sumardaginn fyrsta 1979. Árið 1985 var óskað eftir því við Gróu að hún kæmi til starfa í kirkjunni hjá sr. Þorvaldi Karli Helgasyni. Þáði hún það og starfaði allt þar til hann hætti 1992. Gróa Hreinsdóttir byggði þá upp mikið kórastarf við Njarðvíkur- kirkju, m.a. öflugan bamakór við miklar vinsældir. Var bamakórinn samt lagður niður aðeins ári eftir að sr. Baldur tók til starfa. I kjölfarið dalaði messusókn ört og eru dæmi um að í kórlausum og organista- lausum lesmessum sóknarprestsins mæti jafnvel ekki nema tvö til þrjú sóknarbörn. Gróa óskaði eftir að sóknarnefnd endurskoðaði það að leggja niður kórstarfið en fékk mjög neikvæðar undirtektir. Rifist um peninga Tókst presturinn einnig hart á við kórfélaga og fyrrum gjaldkera og Gróu um peninga sem hópur kór- félaga áttu í sameiningu á banka- bók. Lét prestur þá kjósa eiginkonu sína sem gjaldkera kórsins. Ekki gat prestur og lögfræðingur sóknar- innar sannað tilkall til þeirra pen- inga og sofnaði málið á endanum eftir hótanir og mikil leiðindi um tveggja ára skeið. Meira að segja fermingarböm hafa á síðustu árum leitað í stórum stíl til Keflavíkur- prests um fermingarundirbúning og fermingu. Jafnvel það hefur valdið deilum sem virðast snúast fyrst og fremst um peninga. Torleyst vandamál Fleiri mál af þessum toga hafa ver- ið í hámæli innan kirkjunnar og nægir þar að nefna kvartanir vegna sr. Jóns ísleifssonar í Árneshreppi á Ströndum. Vandinn í þessum málum virðist liggja i æviráðningarsamn- ingum presta samkvæmt gömlum reglum um rikisstarfsmenn. Ekki fæst annað séð en mál þurfi að vera mjög alvarleg til að prestum verði haggað í sínum embættum. Dæmi eru um að söfnuðir hafi legið sundur- tættir í illdeilum jafnvel árum saman áður en tekið er á málum af festu. í dag eru nýráðningar presta með öðr- um hætti og þeir aðeins ráðnir til flmrn ára í senn. Séra Halldór Reynisson, blaða- fulltrúi Biskupsstofu, segist sjálfur ekki kannast náið við mál Njarðvík- urprests. „Biskupsstofu er kunnugt um samskiptaörðugleika en form- legt erindi hefur ekki borist," sagði Halldór. Hann gat því ekki upplýst um hvort eða hvemig tekið yrði á málinu á næstunni, en það mun þó fyrst og fremst hvíla á herðum pró- fastsins, dr. Gunnars Kristinssonar á Reynivöllum. -HKr. DVWYND ÖRN ÞÓRARINSSON Skoða garðinn Tveir ungir ferðalangar, þeir Ingi Þór úr Kópavogi tii vinstri og Bergsteinn frá Akureyri, viö garðinn í Glaumbæ. Ný Norræna kemur til Seyðisfjarðar í vor: 250 milljóna króna lokahnykkur Malarvinnslan hf. á Egilsstöðum varð hlutskörpust flmm verktáka í útboði Seyðisfjarðarkaupstaðar á byggingaframkvæmdum við hina nýju ferjuhöfn sem unnið er að fyr- ir nýja Norrænu sem hefur sigling- ar á næsta sumri. Undirritaður var á dögunum samningur aðilanna á bæjarskrifstofunni á Seyðisfirði. Það gerðu nýr bæjarstjóri Seyðis- íjarðar, Tryggvi Harðarson, og Sig- urþór Sigurðsson fyrir verktakana á Egilsstöðum. Verkið var boðið út í tvennu lagi. Annað útboðið er vegna 750 fer- metra þjónustuhúss og landgangs en hinn vegna ferjulægis, gatna, bílastæða og lóðafrágangs. Kostnað- ur við verkið er um 250 mifljónir króna og eru framkvæmdir hafnar við sökkla húsanna og fleira. Húsin eiga að vera fokheld 30. nóvember næstkomandi og verkinu öllu lokið í júlí á næsta ári. Nýja Norræna kemur í fyrsta sinn til landsins í maí en þá verða þjónustu- hús og landgangur til reiðu og stutt í verklokin. -KÞ/JBP DVJHYND KARÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR Mannvirk! fyrir Norrænu Malarvinnslan átti lægsta tilboóiö. Fyrir hönd Malarvinnslunnar undirritaöi Sigurþór Sigurösson samningana og fyrir hönd Seyöisfjaröarkaupstaöar Tryggvi Haröarson bæjarstjóri, til vinstri á myndinni. ffSgjJyfj zjíiJíitwW REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld 21.27 21.14 Sólarupprás á morgun 05.36 05.22 Síódeglsfló& 17.16 21.49 Árdegisflóð á morgun 05.34 10.07 mmm. ;’S e°o „<5$> 11Ö2) ö® % 11 S) 12° Suðaustlæg átt, 8-13 m/s og rigning, en hægari vindur um landið norðaustanvert og úrkomu- lítið. Víða þokuloft við austur- ströndina. Snýst í suðvestlæga átt 5-10 með skúrum suðvestan- og vestanlands í kvöld. a°63 <gö ^ ^ 03"° ^ unnan o s, en 5-; Sunnan og suðvestan átt, 3-8 m/s, en 5-10 m/s sunnan- og austantil. Viða skúrir, en skýjaö með köflum og yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast í innsveitum. Veðriö næ Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur o Hiti 9* Hiti 9-“ Hiti 9° tn»° til !$>> til 16° Vtndur: 5-10 Vindur: 10-15 "V* Víndur: 0_12m/s Suölægátt, skýjaö meö köflum. Stöku skúrir sunnarv og vestanlands. Hlýjast veröur á Noröur- og Austurlandi. Su&austan átt og rigning. einkum sunnantil. Suövestlæg átt og skúrir meö köflum. togn Andvari Kul Gola Stinnlngsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassvl&ri Stormur Rok Ofsave&ur Fárvi&ri m/s 0-0,2 0,3-l,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 : / ; AKUREYRI Alskýjað 12 BERGSSTAÐIR Alskýjað 10 B0LUNGARVÍK Rigning 10 EGILSSTAÐIR Hálfskýjaö 8 KIRKJUBÆJARKL. Alskýjað 10 KEFLAVÍK Rigning 10 RAUFARHÖFN Þoka 9 REYKJAVÍK Rigning 12 STÓRHÖFÐI Þokumóöa 11 BERGEN Skúr 19 HELSINKI Léttskýjaö 18 KAUPMANNAHÖFN Léttskýjaö 20 ÓSLÓ Skýjaö 19 STOKKHÓLMUR 17 ÞÓRSHÖFN Skýjað 10 ÞRÁNDHEIMUR Léttskýjaö 19 ALGARVE Heiðskírt 17 AMSTERDAM Rigning 20 BARCELONA Þokumóöa 21 BERLÍN Léttskýjaö 19 CHICAGO Léttskýjað 14 DUBLIN Rigning 13 HAUFAX Þokumóöa 17 FRANKFURT Léttskýjað 20 HAMBORG Léttskýjaö 19 JAN MAYEN Skýjaö 8 LONDON Mistur 17 LÚXEMBORG Skýjaö 18 MALLORCA Þokumóöa 19 MONTREAL Heiöskírt 16 NARSSARSSUAQ Léttskýjaö 6 NEW YORK Skýjaö 27 ORLANDO Skýjaö 24 PARÍS Rigning 20 VÍN Léttskýjað 19 WASHINGTON Skýjaö 26 WINNIPEG Heiöskírt 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.