Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Qupperneq 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 DV Þetta helst i HEILDARVIÐSKIPTI: 2776 mkr - Hlutabréf: 510 mkr - Húsbréf: 1387 mkr Mestu viöskipti: Sjóvá Almennar hf 196 mkr Þorbjörn Rskanes hf 60 mkr j f Össur hf 29 mkr MESTA HÆKKUN: j O Baugur hf 2,9% j o Tangi hf 1,5% © Einskipafélag íslands hf 1,0% MESTA LÆKKUN: i O Grandi hf 2,6% O Marel hf 2,1% © Samherji hf 1,9% ÚRVALSVÍSITALAN: 1,276 Breyting: 0,07% Góður hagnaður hjá Samherja „Við erum ánægð með þessa nið- urstöðu. Framlegð er þrátt fyrir styrkingu krónunnar í takt við áætlanir og má það m.a. rekja til þess að við höf- um verið að gera betur á ýmsum sviðum en áætl- anir gerðu ráð fyrir,“ segir Þor- steinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja, vegna afkomu félagsins fyrstu sex mán- uði ársins. Samherji var rekinn með 1.755 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins 2002. Heildareignir Samherja hf. í júní- lok voru bókfærðar á 21 milljarð króna. Þar af eru fastafjármunir tæplega 15,1 milljarður og veltufjár- munir tæpir 6 milljarðar. Skuldir félagsins námu rúmlega 13,2 milij- örðum króna og eigið fé var 7,8 milljarðar. Eiginíjárhlutfall var í lok júní 37,1% og veltuíjárhlutfall 1,2. Miklar fjárfestingar voru i eign- arhlutum í félögum á tímabilinu en Samherji fjárfesti m.a. í 30,4% eign- arhlut í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf., 16,3% eignarhlut í Síldarvinnsl- unni hf. og 12,9% eignarhlut í SR- mjöli hf. , auk annarra fjárfestinga. Samtals var nettófjárfesting í hluta- bréfum 3.073 miiljónir króna á tíma- bilinu. Auk þess var nettófjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum um 870 milijónir. -BÞ Góð afkoma vinnslustöðv- arinnar Afkoma Vinnslustöðvarinnar hf. á öðrum fjórðungi þessa árs var góð. Hagnaður félagsins var 398 m.kr. á tímabilinu og dróst saman um rúmar 100 m.kr. frá fyrsta fjórð- imgi ársins. Á öðrum fjórðungi gjaldfærði félagið 77 m.kr. tap vegna sölu á línubátnum Gandí. Velta fé- lagsins var 1.105 m.kr. og jókst um 38% frá sama tíma í fyrra. Framlegð hélst svipuð og á sama fjórðungi í fyrra eða 34,4%. Velta og framlegð drógust þó saman frá fyrsta fjórð- ungi sem jafnan er sá besti í rekstri félagsins. Veltufé frá rekstri annars ársfjórðungs var 377 m.kr., sem er 34,1% af veltu. Til samanburðar var veltufé frá rekstri fyrsta fjórðungs 37,8% af veltu en 16,9% af veltu á öðrum fjórðungi 2001. Þorsteinn Már Baldvinsson. Viðskipti Umsjón: Vi&skiptablaðið Mikil aukning heildar- afla landsmanna Heildarafli landsmanna á fyrstu sjö mánuðum ársins er orðinn 1.655.055 tonn sem þýðir að aflinn hefur aukist um tæplega 213 þúsund tonn frá fyrra ári. Heildarafli botn- fisktegunda er kominn yfir 281 þús- und tonn og nemur aflaaukningin tæplega 17 þúsund tonnum. Upp- sjávarafli árisins 2002 er orðinn 1.320.551 tonn, flatfiskaflinn 22.493 tonn, og skel- og krabbadýraaflinn 30.557 tonn. Þetta kemur fram í sam- antekt frá Hagstofu íslands. Fiskaflinn síðastliðinn júlímánuð var 245.731 tonn samanborið við 259.639 tonn í júlímánuði árið 2001 og nemrn- samdrátturinn alls 13.909 tonnum. Af botnfiski bárust 29.024 tonn á land, samanborið við 44.710 tonn í júnímánuði 2002, sem er munur upp á tæplega 15.700 tonn. Mestu munar um minni þorskafla, en hann var tæplega 7 þúsund tonn- um minni síðastliðinn júlímánuð, miðað við júlímánuð í fyrra. Út- hafskarfaafli var einnig minni en í fyrra og munar þar tæplega 5 þús- und tonnum. Þá dróst ýsuafli saman um 1.517 tonn og steinbítsafli mn 733 tonn. Af flatfiski barst 2.181 tonn á land sem er álíka mikill afli og í júlí í fyrra þegar 2.413 tonn veiddust, er þetta samdráttur um 232 tonn. Af einstökum tegundum flatfisks veiddust 1.459 tonn af grálúöu, 217 tonn af skarkola og um 120 tonn af sandkola og skrápflúru. Af kolmunna veiddust 64.348 tonn sem er 34 þúsund tonna minni afli samanborið við júlimánuð 2001. Nokkur aukning varð á loðnuafla milli ára og varð loðnuafli 123.520 tonn samanborið við 106.682 tonn júlímánaðar árið 2001. Alls veiddust rúm 20.000 tonn af síld og er það mun betri afli en i júlímánuði 2001 þegar einungis 1.036 tonn veiddust. Skel- og krabbadýraafli var 6.605 tonn, þar af var rækjuaflinn rúm 4.626 tonn, kúfiskur 1.703 tonn og humar 276 tonn. í júlí 2001 var skel- og krabbadýraaflinn 6.338 tonn og því 268 tonnum lakari þá en nú. Stjórn Arcadia hafnar yfir- tökutilboði Rífandi gangur á landsbyggðinni Samkvæmt morgunpunktum Kaupþings reyndist atvinnuleysi á landinu svipað í júlí og í mánuðin- um á undan eða um 2,3%. Raunar virðist atvinnuástand þannig fara versnandi því yfirleitt hefur dregið árstíðabundið úr atvinnuleysi á þessum tíma árs en þessa verður nánast ekkert vart að þessu sinni. Þá kemur fram í nýjustu skýrslu Vinnumálastofnunar að atvinnu- leysi hafi tvöfaldast frá sama tíma í fyrra. Athygli vekur hversu mis- skipt atvinnuástand er á landinu en þar hefm- landsbyggðin vinninginn yfir höfuðborgarsvæðið. Á lands- Samkvæmt morgunpunktum Kaup- þings féllu Dow Jones og S&P 500 hlutabréfavísitölumar á föstudag eftir að birtar voru tölur sem sýndu minnk- andi tiltrú neytenda í ágúst. Þannig fór vísitala tiltrúar, sem Háskólinn i Michigan reiknar út, úr 88,1 stigi i júlí i 87,9 stig. Dow Jones fór niður mn tæp 0,5% og S&P 500 lækkaði um tæp 0,2%. Nasdaq-tæknivísitalan hækkaði á hinn bóginn um 1,2% eftir að Dell tilkynnti um aukningu hagnaðar. Olía á uppleið Verð á hráolíu hækkaði sjöunda byggðinni mælist atvinnuleysi að- eins 1,4% og dró heldur úr því milli mánaða. Atvinnulausum fjölgaði hins veg- ar á höfuðborgarsvæðinu en þar er nú um 2,8% vinnuaflans án at- vinnu. Þegar heildartölur eru skoð- aðar kemur einnig í ljós að þrjá af hverjum fjórum atvinnulausra er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Best er hins vegar atvinnuástandið á Norðvesturlandi þar sem atvinnu- leysi mælist undir einum af hundraði. Þessi staða mun ekki breytast mikið ef marka má fram- boð af lausum störfum en aðeins skiptið í röð á fóstudaginn og náði þriggja mánaða hámarki. Ástæða hækkunarinnar má rekja til ótta um að Bandaríkin geri innrás í írak. Verð á hráolíutunnu til afhendingar í septem- ber fór í 29,33 dollara á New York Mercantile Exchange sem er hæsta lokaverð síðan 14. mai. Verð á hráolíu- tunnu hækkaði um 9,2% í vikunni sem er mesta hækkun í einni viku síðan í aprílmánuði. Dalur veikist Bandaríkjadalur lækkaði í fyrsta skipti í fjórar vikur gagnvart jeni af fjórðungur þeirra er í boði á höfuð- borgarsvæðinu þar sem ástandið er sýnu verst. Þá vekur og athygli að vinnumarkaður virðist bæði skipt- ast eftir búsetu og kyni. Þannig dró nokkuð úr atvinnuleysi karla milli mánaða en atvinnulausum konum fjölgaði hins vegar í júlí. Þetta kann að einhverju leyti að skýrast af árs- tímanum, sumarið einkennist jafnan af mikilli framkvæmdagleði þar sem kann að halla á konur. Samkvæmt skýrslu vinnumálastofnunar er at- vinnuástand því mun lakara en fyrir ári og eru konur á höfuðborgarsvæð- inu verst settar hvað þetta varðar. ótta við að bandaríska hagkerfið muni ekki ná sér á strik í bráð. Eft- irspum eftir dollar minnkaði eftir að opinber skýrsla gaf til kynna að húsnæðisframkvæmdir hefðu minnkaði í júlímánuði og að dregið hefði úr ffamleiðslu á Philadelphia- svæðinu. Doflarinn féll um 2,2% gagnvart jeni í síðustu viku og end- aði í 117,72 jenum. Dollarinn veikt- ist einnig gagnvart evru aðra vik- una í röð og var gengi evrunnar 98,35 sent við lokun markaða á föstudaginn. Samkvæmt morgunpunktum Kaupþings hækkuðu hlutabréf í Arcadia um rúm 16% í gær eftir að stjóm fyrirtækisins gerði grein fyrir yfirtökutilboði sem hún hef- ur þegar hafnað. Tilboðið er frá aðila að nafni Philip Green en Baugur mun einnig eiga aðild að því. Boðið er 365 pens á hlut sem er 21% hærra en markaðsgengi Arcadia á föstudag. í raun er til- boðið þó yflr 30% hærra en gengi bréfa í fyrirtækinu var um miðja síðustu viku. Síðan hækkaði geng- ið fram eftir viku og er það rúm 347 pens á hlut þegar þetta er rit- að. Tilboð þetta er um og yfir 20% hærra en Baugur gerði á sínum tíma í félagið en þá var rætt um 280-300 pens á hlut. Gengi Arcadia hefur sveiflast mikið á undanforn- um misserum. Það hækkaði jafnt og þétt þegar fjárfestingarfélag með Baug í broddi fylkingar keypti fimmtungshlut á skömmum tíma en meðalkaupverð var þá 191 pens. Hæst fór gengið i um 400 pens snemma í vor en hafði síðan lækkað eins og hlutabréf almennt í kauphöllinni í Lundúnum. Fram hefur komið að Baugur hafi gert sér vonir um að fá í sinn hlut þrjú þekkt vörumerki úr rekstri Arcadia, þ.e. Topshop, Topman og Miss Selfridge, en félagið hefur þegar tryggt sér umboð fyrir þess- ar verslanir á Norðurlöndum. Baugur á 20% hlut í Arcadia eða um 38 milljónir hluta. Miðað við yfirtökutilboðið yrði hlutur Baugs því um 18 milljarðar. Bók- fært virði þessa hlutar er í kring- um 10 mifljarðar króna og yrði söluhagnaður því um 8 milljarðar króna. Misjöfn þróun á hlutabréfa- markaði í Bandaríkjunum Hagnaður á hlut sem mælikvarði á afkomu Samkvæmt morgunpunktum Kaup- þings er hagnaður erlendis á hlut (e.EPS) sá mælikvarði sem hefur átt mestu fylgi að fagna þegar árangur fyrirtækja er metiim. Hagnaður á hlut, þ.e. hagnaöur deilt með útistand- andi hlutafé, sýnir hversu mikinn hagnað hluthafi fær fyrir hverja krónu nafnverðs I fyrirtæki. Ef stjóm- endur félaga bera hag hluthafa fyrir brjósti reyna þeir að hámarka hagnað á hlut að teknu tilliti til hversu mikla og hversu áhættusama fjárfestingu það þarf að leggja í til að afla tekn- anna en ekki heildarhagnað fyrirtæk- isins. Ef fýrirtæki hefur 100 útistand- andi hluti og hagnaður þess er 400 krónur fær fjárfestir sem á einn hlut 4 krónur í hagnað. Ef útistandandi hlutafé er hins vegar aukið í 200 krón- ur og fyrirtækið eykur hagnað sinn með því í 500 krónur fær hluthaftnn hins vegar minna í sinn hlut eða 2,5 krónur. Þá eru fleiri atriði sem hafa áhrif, eins og til dæmis skuldsetning en sami hagnaður með minna hlutafé eykur hagnað á hlut. Hérlendis hefur sjónum lítið verið beint að hagnaði á hlut. Þegar lítið er talað um hagnað á hlut dregur það að vissu leyti úr þrýstingi á stjórnendur þar sem hámörkun hagnaðar er oft á tiðum aðalmálið. Ýmsar ástæður kunna að liggja að baki þessum áherslumun. Þegar fjárfestar kaupa bréf hérlendis er jafnan talað um markaðsvirði hlutarins eða nafhverð en ekki hversu marga hluti fjárfestir- inn hefur keypt eins og til að mynda í Bandaríkjunum. Undanfarið hefur mikið verið ein- blínt á vöxt fyrirtækja hérlendis með mikifli útrás og oftar en ekki hefur hlutafé verið aukið samfara því. Þannig eykst hagnaður fyrirtækjanna en besta nálgunin við hagsmuni hlut- hafa er i raun hagnaður á hvern hlut. Það er þó ekki ein hlið á þessu en ef fyrirtækinu yrði haldið áfram í óbreyttri mynd gætu hluthafar fengið lægri hagnað á hlut með tímanum ef fyrirtækið hefði ekki vaxið með ytri vexti. Það er þó ljóst að hagnaður á hlut er einn mælikvarði yfir afkomu fyrir- tækja en auðvitað er hann ekki galla- laus. Hann kemur einna best að not- um þegar þróun afkomu fyrirtækja er metin en hentar síður sem mæli- kvarði milli fyrirtækja. Kennitalan er einfóld og hefur einfalda útkomu og hentar til að mynda vel þegar afkoma er borin saman við spár og áætlanir og til að reikna út V/H hlutfóll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.