Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Síða 12
12 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 DV Mórauð Dóná Búdapest í Ungverjalandi slapp vel þegar flóð náðu hápunkti þar í gær, en nú taka eftirköstin við. Sjúkdómahætta samfara flóðum Bæir í Norður-Þýskalandi bjuggu sig í morgun undir að flóð sem rið- ið hafa Mið-Evrópu að fullu kæmu til þeirra með ánni Saxelfi. Yfir 100 þúsund manns hafa unniö við flóö- vamir í borginni Magdeburg og þykjast yfirvöld þar vera undirbúin fyrir komu flóðanna. Slæmur fenafnykur er nú ríkj- andi á þeim svæðum í Austur- Þýskalandi og Tékklandi þar sem flóðin hafa farið yfir og hrifsað með sér matvæli úr búðum og húsgögn af heimilum. Vaxandi hætta er talin á því að þessar aðstæður hafi i fór með sér að smitsjúkdómar skjóti upp kollinum, þar sem sumarhitinn hraðar rotnun rusls og braks á víða- vangi. Milljónir manna og dýra í hættu Milljónir manna og dýra i Afríku verða í mikilli hættu ef ráðamenn, sem koma saman á umhverfisráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Jó- hannesarborg í næstu viku, grípa ekki til ráðstafana til að stemma stigu við kolefnismengun, að þvi er náttúruvemdarsamtökin WWF sögðu í gær. Samtökin hvöttu þjóðaleiðtogana sem sækja fundinn til að beina sjón- um sínum í auknum mæli að endur- nýjanlegri orku sem mengar ekki, eins og sólarorku. Hvíta húsið staðfesti í gær að Ge- orge W. Bush Bandaríkjaforseti myndi ekki sækja ráðstefnuna en þess í stað senda Colin Powell utan- rikisráðherra. Palestínumaður og ísraeli Sjaldan hefur lognmolla ríkt í sam- skiptum þjóðanna við botn Miöjarð- arhafs. í dag var tekiö skref í áttina. ísraelar yfirgáfu Betlehem í dag ísraelsmenn létu heimastjóm Palestinu eftir stjóm yfir borginni Betlehem í morgun og hefur herinn yfirgefið borgina, samkvæmt ný- gerðu samkomuiagi. Þetta er fyrsti votturinn af árangri viðræðna milli Palestínumanna og ísraela svo mán- uðum skiptir. Forsenda þess að ísraelsmenn yf- irgefa fæðingarborg Jesú er sú að Palestínumenn einbeiti sér að því að koma í veg fyrir hryðjuverk. Það vilja herskáir Palestínumenn hins vegar ekki fallast á og ísraelskar herdeildir liggja enn í kringum borgina. Löreglan í Soham fær meiri tíma til að yfirheyra grunaða: Húsverði fannst hann vera svikinn Breska lögreglan hefur fengið við- bótartíma til að yfirheyra parið sem grunað er um að hafa rænt og síðan myrt skólastúlkumar Jessicu Chapman og Holly Wells. Lögreglan getur nú yfirheyrt þau Ian Huntley skólahúsvörð og unn- ustu hans, skólaliðann Maxine Carr, til klukkan fimm í fyrramálið. Þá verður annaðhvort að ákæra þau Huntley og Ccirr eða láta þau laus. Framlengingin var veitt eftir að fimm klukkustunda löng krufning á líkum, sem talin eru vera af stúlk- unum tveimur, leiddi ekki til niður- stöðu um hvemig dauða þeirra bar að höndum. Lögreglan sagði að það gæti tekið meinafræðinga nokkrar vikur enn aö komast að dauðaorsök- inni. Stúlkumar hurfu frá heimilum sínum i smábænum Soham í Cambridgeskíri sunnudaginn 4. ágúst og var leitin að þeim hin um- fangsmesta sinnar tegundar. Bresk dagblöð beina nú sjónum REUTtRSMYND Á barmi taugaáfalls lan Huntley var lengi að jafna sig eft- ir aö eiginkona hans tók saman við yngri bróöur hans og móðir hans fór frá pabba hans og byrjaöi aö búa með annarri konu. sínum að þeim Huntley og Carr og hefur ýmislegt komið í ljós. Huntley var á barmi taugaáfalls fyrir sjö árum eftir að eiginkona hans yfirgaf hann og tók saman við yngri bróður hans. Skömmu síðar skildu foreldrar hans og móðir hans lýsti því yfir að hún væri lesbísk. Vinir Huntleys segja að honum hafi fundist hann vera svikinn. Maxine Carr hefur á hinn bóginn verið lýst sem eins konar ungfrú Jekyll og Hyde. „Maxine var með margklofinn persónuleika og maður vissi aldrei á hverju maður mátti eiga von. Hún var opin og krefjandi og villt eina stundina en mjög hlédræg þá næstu. Það var ómögulegt að átta sig á henni og ég var eiginlega dálítið hræddur við hana,“ segir Paul Sel- by, fyrrum kærasti hennar. Á meðan þau voru saman neitaði Maxine að segja honum hvar hún byggi og hann fékk aldrei leyfi til að heimsækja hana. Róttl að norðan 21 Norður-Kóreumaður flúöi á fiskibáti til suöursins í gær. Strandgæsla sunnanmanna kom til móts við bát þeirra og fylgdi þeim til hafnar. Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, er nú á lestarferð um Rússland, en hann er hræddur viö að fljúga, rétt eins og forveri hans og faöir, Kim il-Sung. Lofa bót og betrun eftir klúður 11. september Lögregla og slökkvilið í New York heita því að gera endurbætur á neyðarviðbrögðum í kjölfar svartrar opinberrar skýrslu sem gagnrýnir viðbrögð þeirra við hryðjuverkaárásunum þann 11. september á síðasta ári. Skýrslan, sem gerð var í umboði New York-borgar, leiddi í ljós aö samskipti milli lögreglu og slökkvi- liðs voru í molum í kjölfar hryðju- verkaárásarinnar og stjómleysi ríkjandi á viöbrögðum. Of margir lögregluþjónar og slökkviliðsmenn voru á vettvangi og höfðu sumir þeirra komið að eigin frumkvæði, án vitneskju yfirmanna þeirra. Vegna lélegs samskiptakerfis heyrðu slökkviliðsmenn ekki til- skipun yfirmanna irni að yfirgefa Tvíburatumana hálftíma áður en þeir hrundu. Um 400 neyðarstarfsmenn fómst í Mlchael Bloomberg Borgarstjóri New York fékk til sín svarta skýrslu um 11. september. árásunum og hafa slökkviliðsmenn nánast komist í heilagra manna tölu meðal Bandaríkjamanna í kjöl- farið. Svarta skýrslan um agaleysi og skipulagsleysi slökkviliðs og lögreglu kemur því eins og köld vatnsgusa framan í ibúa New York. Ray Kelly lögreglustjóri og Nicholas Scoppetta, slökkviliös- stjóri í New York, segja aðgerðir þegar komnar í gang til að bæta samvinnu milli liðanna tveggja. Yfirvofandi eru sérstakar neyðaræfingar bæði fyrir lögreglumenn og slökkviliösmenn. Michael Bloomberg borgarstjóri segir samkeppni milli lögreglu- og slökkviliðs eðlilega en að hún megi ekki skapa bresti í neyðarviðbrögð- um á ögurstundu. „Það er enginn vafi í huga mínum um aö við séum að gera það sem hetjumar frá 11. september hefðu viljað,“ segir hann. Stuttar fréttir Þokar í rétta átt í Kína Mary Robinson, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði í Kína í morgun að þar þok- aðist hægt og síg- andi í rétta átt í mannréttindamál- um. Kínverjar ættu þó enn langt í land með að gera ástandið viðunandi. Robinson er í lokaheimsókn sinni sem mannrétt- indastjóri SÞ þar sem hún lætur af störfum innan skamms. Fleiri bændur ákærðir Yfirvöld í Simbabve ákærðu 38 hvita bændur í gær fyrir að hlýða ekki skipunum um að yfirgefa jarð- ir sínar og afhenda þær svörtum landleysingjum. Skotið á Kanana Flugskeyti sem ókunnir menn skutu lenti skammt frá búðum bandarískra sérsveitarmanna í Afganistan í gær. Páfinn aftur til Rómar Jóhannes Páll páfi kom aftur til Rómar í gærkvöld úr fjögurra daga velheppnaðri ferð til heimaslóða í Krakow í Póllandi. Þar með batt hann enda á vangaveltur um aö hann yrði um kyrrt í Póllandi og settist þar í helgan stein. Skjálftar í S-Kyrrahafi Fjjöldi stórra jarðskjálfta skóku suðurhluta Kyrrahafsins í gær en ekki er vitað um skemmdir. Stærsti skjálftinn mældist 7,7 stig á Richter. Powell til olíuríkja Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja tvær ol- íuframleiðsluþjóðir, Angóla og Gabon, á meðan hann dvelur í álfunni vegna um- hverfisráðstefnu SÞ í Jóhannesarborg, í Suður-Afríku. Dauðsföll rannsökuð Bandaríkjamenn þrýsta nú á stjómvöld 1 Afganistan um að rann- saka sannleiksgildi fregna um að hundruð talibana hafi látist í norð- urhluta landsins þar sem þeir voru í haldi eftir að þeir gáfust upp. Archer vinnur í leikhúsi Breski metsölu- höfundurinn og lá- varðurinn Jeffrey Archer, sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í fyrra fyrir ljúgvitni, fékk leyfi til að yfirgefa fangelsið í gær til að vinna sem sviðsmaður í leikhúsi í borginni Lincoln. Archer mætti of seint, en var snyrtilega klæddur. Dæmd til að vera grýtt íslamskur dómstóll í norðan- verðri Nígeríu úrskurðaði í gær aö ung kona skyldi grýtt til bana, sam- kvæmt íslömskum lögum, fyrir að eignast bam utan hjónabands. Slobo á afmæli í dag Slobodan Milosevic, fyrrum Júgóslavíuforseti, fær að halda upp á 61 árs afmæli sitt í fangelsinu í Haag í Hollandi með eiginkonu sinni. Frúin mun koma færandi hendi, að sögn lögmanns hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.