Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 PV_____________________________________" Útlönd Bush hunsaði tilraunir með efnavopn I írak Ríkisstjóm George W. Bush í Bandaríkjunum aöhafðist ekkert vegna frétta um aö herskár hópur með tengsl við al-Qaeda væri að gera tilraunir með efhavopn í byrj- un árs. Fyrr á árinu íhuguðu bandarísk stjómvöld aðgerðir gegn hópnum Ansar al-Islam vegna gmns um að hann gerði efnavopnatilraunir í Norður-írak undir vemdarvæng kúrdískra skæruliðasamtaka sem setja sig upp á móti stjóm Saddams Husseins. Um var að ræða efnið rísín, sem getur drepið fólk og dýr með því að hamla smíði prótína í líkamanum. Verkefhið var tiltölu- lega smátt í sniðum og fór það fram á lítilli rannsóknarstofú. Talið er að Bandaríkjamenn hafi ekki viljað hætta á að brjóta niður tilraimimar vegna eldfims ástands í heimsmálunum. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Bush forseta sem hefur heitið því að uppræta alla starfsemi tengda al-Qaeda og Stríð gegn krossförunum Osama biji-Laden lýsti yfir heilögu stríöi gegn krossförum og gyöingum í myndbandi frá maí 1998 sem sjónvarpsstöðin CNN frumsýndi í gær. Meðal þess sem sést á myndböndunum eru efnavopnatilraunir á litlum hundum. hreinsa heiminn af efnavopnum. Stjómvöld í Washington hafa til skoðunar 64 myndbönd sem sýna meðal annars efnavopnatilraunir al- Qaeda. Þar er gas látið leka í átt að þremur litlum hundum sem engjast um í krampakenndum kvölum og drepast. Önnur em kennslumynd- bönd þar sem sýnt er hvemig á að búa til sprengjur, ræna fólki, fremja launmorð og sprengja upp brýr. 1 myndbandi frá maí 1998 birtist Osama bin-Laden og gerir stríös- ákall gegn vestrænum „krossfórum og gyðingum", og lýsir því hvemig íslamskir hópar hafi sameinast í þeim tilgangi. Talið er að þama sé um að ræða lykilaugnablik í sögu al-Qaeda, þar sem samtökin opin- bera ásetning sinn. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN birti hluta myndbandanna, sem nánast öll eru gerð áratuginn fyrir hryðjuverkaárásina 11. september í fyrra. DV+1YND Vonir um inngöngu Vaire Vike-Freiberga, forseti Lett- lands, getur átt von á aö landinu veröi boöin aöild aö NATO og ESB. Styöja aðild Eystrasaltslanda að ESB og NATO Norðurlöndin öll styðja tilraunir Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eist- lands, Lettlands og Litháens, til að ganga í bæði Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið (NATO). Þetta kom fram að loknum tveggja daga leiðtogafundi rikjanna í Rígu í Lettlandi í gær. Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, sagði að fimdinum loknum að hann ætti ekki von á öðm en að Eystrasalts- löndin fengju endanlegt vilyrði fyrir aðild að þessum tveimur samtökum fyrir árslok. ESB ákveður á fundi í desember hvaða ríki fá næst inngöngu og NATO gerir slíkt hið sama á fundi sínum í Prag i nóvember. Ættingi grafinn íbúar í Kína hafa ekki fariö varhluta af öfgum í veöurfarinu undanfariö, ekki frekar en Evrópumenn. Þorpsbúar í fjall- lendi noröur af landamærunum viö Víetnam búa sig hér undir aö jaröa ættingja sem endaöi lif sitt í náttúruhamför- um. Síöustu daga hafa allt aö 150 manns látist vegna aurskriöa og fióöa i landinu. Rússnesk risaþyrla afgeröinni Mi-26 hrapaöi í Tsjetsjeníu i gær og meö henni fórust rúmlega 80 dátar. Skæurliðar grun- aðir um að hafa grandað þyrlunni Grunur leikur á að uppreisnar- menn í Tsjetsjeníu hafl skotið niður risastóra rússneska herþyrlu yfir landinu í gær með þeim afleiðing- um að rúmlega áttatíu hermenn létu lífið. Þyrlan, með rúmlega 130 her- menn um borð, hrapaði úr um tvö hundruð metra hæð og féll niður á jarðsprengjusvæði, við jaðar Khankala-herstöðvarinnar, skammt frá héraðshöfuðborginni Grosní. Þrjátíu og tveir menn komust lifs af úr slysinu, þar á meðal fímm manna áhöfn þyrlunnar. Þeir voru allir fluttir á sjúkrahús. Fyrst þurfti þó að hreinsa leið að þyrlunni til að hægt væri að flytja hina slösuðu á sjúkrahús. Talsmenn uppreisnarmanna vis- uðu á bug frásögn rússneska land- varnaráðuneytisins um að flug- menn þyrlunnar hefðu þurft að reyna nauðlendingu eftir að eldur kom upp í hreyflum hennar. Óljóst hvort Abu Nidal tók eigið líf eða var drepinn Palestínski skæruliðaforinginn Abu Nidal fannst látinn af völdum skotsára á heimili sínu í Bagdad. Háttsettur palestínskur embættis- maður sagði að hinn 65 ára gamli Nidal hefði dáið „á dularfullan hátt“ og að óljóst væri hvort hann hefði svipt sig lífi eða verið drepinn. Abu Nidal hafði lengi verið efstur á lista eftirlýstra hryðjuverkamanna úr Mið-Austurlöndum. HeimOdarmenn úr samtökum Nidals, Fatah-byltingarráðinu, sögðu að hann hefði skotið sig þar sem hann hefði þjáðst af krabba- meini og verið orðinn háður verkja- stillandi lyfjum. Ekki hefur verið hægt að fá það staðfest og yfírvöld í írak hafa þagað þunnu hljóði. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, sem kallaði Nidal „blauðan og viðurstyggilegan hryðjuverkamann", gat heldur ekki staðfest andlát hans. Abu Nidal var svarinn andstæðingur Yassers Arafats, forseta Palestínumanna. Samtökum hans hefur verið kennt um árásir í 20 löndum þar sem hundruð hafa farist. • MATVINNSLUVÉLAR• VÖFFLUJÁRN • HRAÐSUÐUKÖNNUR • • SAMLOKUGRILL • GRÆNMETISPRESSUR • KAFFIVÉLAR • • STRAUJÁRN • MÍNÚTUGRILL • DJÚPSTEIKINGAPOTTAR • meðsiqá PIONEER CS 3070 140 W HÁTALARAR 16.900.- IIIIITENDO LEIKIR FPÁ 990.- /^ioneer NÚ: 34.900.- BÍLA- HÁTALARAR 20% VERÐLÆKKUN NU:14.500.- NU: 42.900.- NU fró 29.900.- DVD-spilari fyrir öll kerfi- AC-3 DTS NU: 39.900.- NU: 59.000.- OLYMPUS DIGITAL SPARDAGAR EFTIR 'ÆLISKAPAR: I5%AFSLATTUR BRÆÐURNIR ©ORMSSON LAGMULA 8 • SÍMI 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.