Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 Skoðun DV Störfum fækkar á Keflavíkurflugvelli Á Keflavíkurflugvelli - „Einu hertækin sem Bandaríkjamenn viröast vilja hafa á vellinum eru Orion-kafbátaleitarvéiar. “ Spurning dagsins Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á leikjanámskeiðinu? (Spurt var á leikjanámskeiði ÍTR, Miðbergi). Inga Rún Óskarsdóttlr: Aö mála, lita og leika sér á púöum. Jóhann Sigfús Guðmundsson: Aö fara í sund. Skemmtilegast aö vera í rennibrautinni og busla í vatninu. Lisa Margrét Sigurðardóttir: Mér finnst skemmtilegast aö vera í hundaleik á leikjanámskeiöinu. Sóley María Nótt Hafþórsdóttir: Aö klifra upp klifurvegginn og láta sig svo detta á púöa. Sandra Björk Jóhannsdóttir: Allt er skemmtilegt á leikjanámskeiöinu. Sigurður ívar Sölvason leiðbeinandl: Aö fara í sund meö krökkunum. Skarphéðinn Einarsson skrifar: í nýlegum fréttum hefur verið fjallað um uppsagnir á Keflavíkur- flugvefli og samdrátt þar. Nú eru 11 ár síðan kalda stríðinu lauk og Bandarikjamenn hafa lokað mörg- um herstöðvum bæði í heimaland- inu og erlendis. Ég las fyrir svo sem 10 árum í blaði tölur um fækkun stöðva þeirra (90 í Bandaríkjunum sjálfum, 13 í Bretlandi og 30 í Þýska- landi). Enn er fækkun slíkra stöðva á döfinni. Bandarískir þingmenn frá hinum ýmsu ríkjum þar vestra leggja kapp á að allur samdráttur verði sem mestur erlendis en ekki í heimalandinu þvi herinn er stór, at- vinnuleysi heima fyrir og margir smábæir byggja afkomu sína á þeirri vinnu sem skapast i herstöðv- unum og út frá þeim. íslendingar virðast ekki skilja að stöðin á Miðnesheiði hefur nú litla sem enga þýðingu. ísland er að verða afskekkt hemaöarlega séð. Mér dettur stundum í hug amerískt máltæki þegar málefni stöðvarinnar hér ber á góma: „Það er hægt að teyma hest að vatnsbóli en það er ekki hægt að neyða hann til að drekka." - Ef Bandarikjamenn vilja draga saman hér þá gera þeir það. Þeir era best dómbærir á þau mál sjálfir. Sú starfsemi sem nú er í gangi i stöðinni útheimtir ekki þau miklu umsvif og mannafla sem þar er en reksturinn kostar auðvitað mikið. íslendingar hafa aldrei viljað greiða krónu vegna veru vamarliös- ins hér - aðeins græða á henni. Sú tíð er nú liðin. Sé litið tfl langs tíma virðist fyrirkomulag á borð við það sem áður var hér, t.d. á árunum Asa skrifar. Ég var að lesa í DV í dag (mánud. 19. ágúst) um ólánsömu foreldrana sem berjast nú fyrir baminu sínu. Ég verð að viðurkenna að ég er stórhneyksluð vegna yfirgangs Bamavemdarnefndar. Mér finnst satt að segja að þetta unga par eigi þó að minnsta kosti rétt á því að sanna sig í foreldrahlutverkinu áður en bamið er tekið frá þeim. Að banna hinu unga pari að sjá barnið er hræðflega óforskammað. Þessi umrædda stofnun sannar það nú líkt og oft áður að hún er engan veginn starfi sinu vaxin. Ég get nefnt dæmi um móður sem „dópaði" sig (flestir vita víst hvað það merkir) frá sínum börnum, „íslensk fyrirtœki geta nú þegar tekið við rekstri deild- ar verklegra framkvæmda (P.W.D.) ogöðrum rekstri sem þama er um að rœða. Þannig má halda þeim fjölda íslensks verkafólks sem nú starfar í stöðinni. “ 1947-1951, vera besta lausnin. ís- lendingar reka nú ratsjárstofnun og hefur sú tilhögun gengið vel og fært ríkinu góðar tekjur. Það mætti t.d. setja á stofn um- sýslustofnun vamarstöðvarinnar sem væri í eigu íslendinga (ríkis- „Ogfrænka bamsins sem kom að málunum - hún mátti ekki fá að hafa barn- ið hjá sér, til þess þó að halda því innan fjölskyld- unnar! Maður áttar sig ekki á þessum aðgerðum. “ þetta vissi Bamaverndarnefnd vel af, svo og Félagsþjónustan en það var ekkert gert í málunum. Núna eru foreldrar, sem elska bam sitt mjög mikið og vilja aflt gera til að halda því, látin út í kuld- ann ef svo má að oröi komast og móðirrn með fufl brjóst af mjólk ins), líkt og Ratsjárstofnun. Störfum Islendinga þyrfti ekki að fækka viö breytt rekstrarform. íslensk fyrirtæki geta nú þegar tekið við rekstri deildar verklegra framkvæmda (P.W.D) og öðrum rekstri sem þama er um að ræða. Þannig má halda þeim fjölda ís- lensks verkafólks sem nú starfar í stöðinni. Það eina sem Bandaríkjamenn virðast vilja hafa af hertækjum á vellinum eru Orion-kafbátaleitar- vélar. Því má ekki gleyma að Hol- lendingar eru hér með flugvél og mannskap í kringum hana, sam- kvæmt samningi frá 1981. Utanríkis- ráðherra þarf að ná áttum og at- huga að nú er komið árið 2002 en ekki árið 1952. handa barni sínu og má ekki gefa því að drekka. Hvað er hér eiginlega á ferðinni? Ég á tvö böm og hef haldið mig við það sem sagt er að móðurmjólk- in sé það besta fyrir bömin. Það er varla neitt öðruvísi farið með þessa móður. Það er skömm og hneisa fyr- ir þessa stofnun hvemig að málum er hér staðið. Og frænka bamsins sem kom aö málunum - hún mátti ekki fá að hafa bamið hjá sér, til þess þó að halda því innan fjölskyld- unnar! Maður áttar sig ekki á þessum að- gerðum. Ég verð að segja að mér finnst vond lykt af þessu máli öllu. - Og spyr því eins og faðirinn: „Hver á barnið, foreldamir eða stofnunin? Barnið og kerfið - skömm og hneisa Mamma drekkur Garri hefur verið aðdáandi Menningamætur- innar. Hann hefur vanalega vaknað snemma þennan dag og lesið Perlur i skáldskap Halldórs Laxness sem hann hefur kvöldið áður komið haganlega fyrir á náttborðinu við hliðina á vekjaraklukkunni. Einungis þannig hefur hann talið sig geta mætt deginum á viðunandi menn- ingarlegan hátt. í þessum bókum kristallast líka íslenska bókasnobbmenningin. Svona bækur em konfektkassar sem hægt er að tína upp úr einn mola í einu án þess að fá heilaþembu því eins og frænka hans Garra segir alltaf þegar hún er spurð um eftirlætisbók sína eftir Laxness: „Æi, hann var nú ágætur í Sjáifstæðu fólki en mér finnst nú guflkornasafnið hans alltaf best.“ Garri elskar mömmu Þegar Garri hefur tint molana upp úr Laxness tekur morgunverðurinn við. Yfirleitt hefur það verið Cheerios en í ár var það Weetos með súkkulaði til að ná upp aukinni stemningu. Hann vakti móður sína um níu leytið með því að færa henni í rúmið tvær ristaðar brauðsneiðar. Gömlu konunni hefur alltaf þótt gott að fá morg- unverð í rúmið þótt Garra hafi stundum þótt það vandræðalegt, sérstaklega þegar hún hefur dreg- ið hálfþrítuga stráka með sér heim og gleymt að skila þeim til foreldra sinna fyrir fótaferðartíma. á Menningarnótt En Garri elskar móður sína og lætur sig hafa það. Þennan morgun var enginn drengur í bóli móðurinnar og því einfalt að servera brauðsneið- arnar. „Mamma, það er menningarnótt í kvöld,“ sagði Garri. „Já, yndislegt," sagði móðir hans og bruddi brauðið, „yndislegt, kannski gerum við eitthvaö saman“. Hún brosti og Garri brosti. Menningarsnobbarar! Dagurinn gekk sinn vanagang hjá þeim mæðginum. Þau hlustuðu á fagran söng og hlust- uðu á tilvistarkreppt skáld þylja verk sín. Þau veltu því fyrir sér hvað það er sem gerir það að verkum að fóik úr úthverfunum tekur vídeó- myndavélarnar með sér niður í bæ til að taka myndir af öðru fólki skemmta sér og horfa á flugelda. Móður Garra hefur alltaf þótt sopinn góður og fagnar hverju tækifæri sem gefst til að sturta í sig. Hún byrjaði óvenjusnemma þennan dag, kortér í tvö, og var orðin góðglöð um kaffi og átti í harðri samkeppni við ömmur sem vora svipað þenkjandi og hún i bindindismálum. Um átta leytið var hún orðin vægast sagt óþolandi og ofurölvi og farin að kasta glasamottum sem hún stal á Vitabar í fólk sem gekk fram hjá henni þar sem hún sat á tröppum í Bankastrætinu. „Helvítis menningarsnobbarar," öskraði hún að bömum og fullorðnum. „Af hverju erað þið ekki heima hjá ykkur að horfa á sjónvarpiö?" Daginn eftir fór mamma Garra seint á fætur: „Æi, veistu það Garri minn,“ sagði hún, „ég held að það hafi veri skemmtilegra hjá hommunum og lesbíunum um síðustu helgi. Þá er maður alla vega að prófa eitthvað nýtt. Þessar úthverfakerl- ingar eru svo íhaldssamar." C\Affi Álverin standa fyrir sínu - Lítil sem engin afleidd þjónusta hefur enn skapast. Efasemdir um ál Karl Sigurðsson skrifar: Ég er einn þeirra sem hafa verið hlynntir stóriðju, virkjunum og öll- um þeim iðnaði, innlendum sem er- lendum, sem hér er hægt að koma fyrir. Til þessa hefur þetta gengið nokkuð vel, t.d. bæði verksmiðjan í Straumsvík og á Grundartanga. Ég er hins vegar farinn að hafa efasemdir um að frekari uppbygging af þessu tagi borgi sig fyrir okkur íslendinga. Ég er ekki enn tilbúinn að mómæla Kárahnjúkavirkjun eða umsvifum við Þjórsárverin. Ég vil einfaldlega láta kanna og upplýsa þjóðina um hve mikið við fáum i aðra hönd af frekari umsvifum í virkjunarmálum eða hvort við erum að leggja út í verkefni sem engum arði skila. Erum við kannski of seint á ferðinni? Virkjanir liðin tíð og hugbúnaðarframleiðsla og afleidd þjónusta vænlegri til gjaldeyr- istekna. Enginn sýnilegur þjónustu- iðnaður hefúr tengst áðurnefndum stóriðjufyrirtækjum svo heitið geti. Var það ekki ein draumsýnin? Eigum við að staldra við og hugsa? íslendingar gangi fyrir Kristinn Sigurðsson skrifar: Fólk sem er eldra en 60 ára fær varla, og líklegast alls ekki, vinnu á spítölum hér og heldur ekki á dvalar- heimilum fyrir aldraða. Fólk frá Asíu gengur fyrir. Ég skil ekki hvers vegna stéttarfélögin, sem eiga að vera fyrir alla, líka þá sem em 60 ára og eldri, gera ekki eitthvað i málinu. Það er hreinn óþarfi að flytja inn fólk erlendis frá, kannski afla leið frá Asíu, til að vinna á spítölunum og á heimilum aldraðra. Margir 60 ára og eldri em enn í fullu fjöri til ýmissa starfa. Þeim á ekki aö vísa burt. Ég krefst þess að stéttarfélögin skoði málið niður í kjölinn, þ.e. innflutning á fólki erlendis frá á meðan íslend- ingum er bolað frá. Flugdólgar fái sinn dóm Guðrún Bjórnsdðttir skrifar: Ég sá sláandi frétt á banda- rísku sjón- varpsstöðinni CNN sl. sunnú- dagskvöld. Hún var um einn þessara svo- nefndu „flug- dólga" sem æs- ast upp í far- þegarými flug- véla, ýmist vegna ölvunar eða ann- arra vímuefna, eða einfaldlega að þeir vilja gera sér dælt við þjónustu- liðið, einkum flugfreyjur, sem þeir halda að séu til taks fyrir þá eina. Nú hafa flest flugfélög og ríki hert viður- lög gagnvart þessum dólgum, nema við íslendingar. Hér er tekið tiltölu- lega vægt á því að menn sýni af sér árásarhneigð og dólgshátt og er skemmst að minnast tveggja tilvika í íslenskum flugfórum. í hvomgt skipt- ið hafa dólgamir verið sektaðir eða dæmdir. Eina refsingin, mér vitan- lega, er að svona dólgur fær ekki að fljúga með viðkomandi flugfélagi eitt- hvað timabundið. Flugdólga á að dæma, einnig til fangelsisvistar, rétt eins og fyrir önnur alvarleg afbrot. ekki síst þar sem það kann að leiða tfl meiri háttar hörmunga sé ekki rétt við bmgðist og viðkomandi yfir- bugaður snarlega. ovi Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. I farþegarýminu - Flugdólgur getur sett ailt úr skoröum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.