Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Síða 15
15 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 PV________________________________________________________________Menning Umsjón: Jón Knútur Ástnundsson jonknutur@dv.is Sagan af bláa hnettinum hlaut Vesturnorrænu barna- og unglingabókaverðlaunin: Fjársjóður bernskunnar DV-MYND ÞÖK Pylsa er ekki dýr „Ég var reyndar meö Grænlendinga og Grænlandsmarkaö í huga þegar ég ákvaö aö láta börnin á hnettinum éta seli,“ segir Andri Snær Magnason sem hlaut ásamt Áslaugu Jónsdóttur Vestnor- rænu barna- og unglingabókaverölaunin. „Þeir hafa átt sina Gleði-Glauma. Kannski helst brenni- víniö og Brigitte Bardot. Mér fannst selirnir nauösynlegir til aö vera með mótvægi viö tvískinnung- inn sem ríkir oft í barnabókum. Um daginn sá ég myndasögu. Tigri var aö veiöa fisk. Fiskurinn horföi framan i hann og baðst vægöar. Tigri sleppti fiskinum og fékk sér pylsu meö Kaninku. Pylsa er nefnilega ekki dýr. “ Andri Snær Magnason og Áslaug Jónsdótt- ir hlutu á laugardaginn Vestnorrænu bama- og unglingabókaverðlaunin, sem þá voru veitt í fyrsta skipti, fyrir Söguna af bláa hnettinum sem Andri Snær samdi og Áslaug myndlýsti. Af Grænlands hálfu var tilnefnt smásagna- safnið Sialuarannguaq (Litli regndropinn) eft- ir Jörgen Petersen og Færeyingar tilnefndu skáldsöguna Kuffi eftir Brynhild Andreassen. Verðlaunin nema 60.000 dönskum krónum sem skiptast milli Andra Snæs og Áslaugar. Ætlunin er að veita þessi verðlaun annað hvert ár héðan i frá. Tilnefndu bækurnar eru þýddar á vesturnorrænu málin og verðlauna- bókin verður að auki þýdd á dönsku, sænsku eða norsku. Eins og alkunna er hiaut Sagan af bláa hnettinum íslensku bókmenntaverðlaun- in árið 2000 og hefur þegar komið út í Færeyj- um og Danmörku, Júgóslavíu, Spáni og Eist- landi og á næstu misserum kemur hún út á ítaliu, Frakklandi, Græniandi og Svíþjóð. Bókmenntir í umsögn dómnefndar segir meðal annars: „Sagan af bláa hnettinum gerist á fjarlægum himinhnetti þar sem eingöngu búa böm og þar sem ekkert er eins og í heimi hinna full- orðnu. En paradís er sem kunnugt er ekki á jörðu og einnig þessari paradís er ógnað af óendanlegum léttleika vestrænna samfélaga og samviskuleysi. í sögunni um Huldu og Brimi og félaga þeirra hefur Andri Snær Magnason skapað bæði alvarlega og skemmti- lega sögu um eitt elsta bókmenntaefni heims- ins: syndafailið. Hann afhjúpar smám saman hve eigingjörn og sjálfselsk manneskjan er, hve auðvelt er að blekkja hana og hve mann- legir eiginleikar eiga erfitt uppdráttar í sið- menntuðum heimi nútímans. En þetta er líka sagan um visku bama og örlæti - og sagan um það að bemskan er stærsti fjársjóðurinn sem veröldin á. Sagan er vel skrifuð og spennandi, og myndir Áslaugar Jónsdóttur eru frábærar og hæfa textanum fullkomlega." Tvískinnungur Hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir þig? „Það var eitt skemmtilegt sem gaf þeim mjög persónulega vidd,“ segir Andri Snær. „Þau voru afhent í Stykkishólmi, Kristín langamma mín fæddist þar og þetta var af- mælisdagurinn hennar. Mér fannst eins og hún væri að senda mér kveðju enda voram við að skíra dóttur okkar í höfuðið á henni. Aðalpersóna Bláa hnattarins heitir Hulda eft- ir ömmu sem var dóttir Kristínar langömmu. Þannig að þetta er allt komið í hring. Verðlaunin era mikil hvatning og ég held að þau verði það fyrir bamabókahöfunda al- mennt í framtíðinni. Það skiptir auðvitað öllu máli fyrir þessar þjóðir að þær eigi góðar barnabókmenntir og það er ein forsendan fyr- ir því að tungumálin þríflst. Bókin var þýdd á grænlensku og verður gefin út í grænlandi, það er sérlega ánægjulegt. Það hafa ekki margar íslenskar bækur verið gefnar út á Grænlandi. Ég var reyndar með Grænlendinga og Grænlandsmarkað í huga þegar ég ákvað að láta börnin á hnettinum éta seli. Þeir hafa átt sina Gleði-Glauma. Kannski helst brennivínið og Brigitte Bardot. Mér fannst selirnir nauð- synlegir til að vera með mótvægi við tvískinn- unginn sem ríkir oft í barnabókum. Um dag- inn sá ég myndasögu. Tígri var að veiða flsk. Fiskurinn horfði framan í hann og baðst vægðar. Tígri sleppti flskinum og fékk sér pylsu með Kaninku. Pylsa er nefnilega ekki dýr. Danski umboðsmaðurinn minn spurði hvort ég gæti ekki skipt út selunum, þeir vildu festast í kokinu á útgefendum en mér flnnst það ekki rétt. Annars er mjög mikilvægt að styrkja tengsl þessara landa, Færeyja, íslands og Græn- lands. Það er einkennúegt að fréttir frá Græn- landi berast oftar en ekki til landsins með reutersskeytum og birtast í blöðunum með er- lendum furðufréttum frá Sri Lanka í stað þess aö vera nánast eins og innanlandsfréttir." Hvaða komment þykir þér vænst um að heyra? „Það er erfltt að segja. Ég hef fengið mjög góð og sterk viðbrögð við bókinni. Mér þykir auðvitað vænst um að heyra frá fjölskyldum sem hafa lesið hana upphátt saman. Það er auðvitað frábært þegar manni tekst að brjóta niður múrana sem aðskilja börn og full- orðna.“ Hvað ertu að skrifa núna? „Ég er að ganga frá miklu ævintýri um ást- ina, dauðann og guð sem ég vonast til að ljúka fyrir haustið. Ævintýrið gerist í vetnis- paradísinni Disney-íslandi sem er miðpunkt- ur ástar og dauða í heiminum." -sm ■ Kynvera - eiginkona - móðir Dansleikhúsverkið Eva3 er metnaðarfullt leikhúsverk. 1 því hafa aðstandendur dans- leikhópsins, Dansleikhús með Ekka, ráðist í það stóra verkefni að setja upp og túlka á ný- stárlegan hátt leikverk Guðmundar Steinsson- ar, Garðveisluna. Verk Guðmundar var frum- sýnt á fjölum Þjóðleikhússins haustið 1982. Það fjallar um sköpunarsöguna í nútímalegri mynd og hvemig hægt er að eyðileggja Para- dís með siðleysi og græðgi. í dansleikhúsverk- inu Eva3 er þáttur Evu skoðaður út frá hlut- verkum hennar sem kyntákn, eiginkona og móðh-. Grunnleikverkið er þannig krufið nið- ur í einingar sem settar eru saman á nýjan leik í nýja heild sem þjónar nýjum markmið- um og nýrri tjáningarleið. í fyrsta þætti er Eva ung og full af orku og áræðni en ekki siður saklaus og frjáls. And- rúmsloftið einkennist af forvitni og spennu gagnvart því óþekkta og forboðna. Efnið er að- allega tjáð í dansi og eru það Ema Ómarsdótt- ir og Margrét Sara Guðjónsdóttir sem dansa. Dansinn einkennist annars vegar af smáum nákvæmum hreyflngum við undirleik fugla- söngs, þagnarinnar eða rólegrar tónlistar en hins vegar af mikilli keyrslu bæði i tónlist og dansi. í hröðu köflunum þar sem dansaramir hendast og velta um gólfið nýtur dansstíll Emu sin sérstaklega enda minna þeir kaflar á sólóverkið „My movements are alone like streetdogs" sem hún hefur sýnt víðs vegar um heiminn. Margrét gefur henni aftur á móti ekkert eftir í hægu köflunum enda fær dans- ari. Þessi þáttur býr yfir sérlega áhugaverðum og ögrandi hreyfmgum, bæði rólegum og hröðum. Efnið kemst ágætlega til skila, sér- staklega i upphafi en þessi fyrsti þáttur verks- ins hefði mátt vera styttir og markvissari. f öðrum þætti er fjallað um innri baráttu Evu þegar hún reynir að uppfylla væntingar samfélagsins til hennar í hlutverki eiginkonu. Stemningin er i samræmi við þessa baráttu stíf, hæg og fálmkennd, allt andrúmsloftið uppfúllt af bælingu. í þessum þætti kemur leiklistin sterkar inn sem tjáningarform og er leikur Eddu Amljótsdóttur leikkonu og Karenar Maríu Jónsdóttur áhrifamikill. Dans- inn er þó ekki fjarri og er hlutverk Margrétar „Eva3 er verulega flott sýning sem ber þess öll merki aö aöstandendur hennar hafi næmi fyrir og þekkingu á möguleikum þeirra listforma sem þeir eru að vinna með, “ segir Sesselja G. Magnúsdóttir. Söra sem hin unga og þróttmikla Eva sem lýt- ur aö lokum í lægra haldi fyrir utanaðkom- andi kröfum um hegðun, ómissandi fyrir heildina. Þriðji þáttur fjallar um móðurhlutverkið. Hann er átakanlegur þó jafnframt séu brosleg- ir kaflar. í þessum kafla er veislan og neyslan í algleymingi og vitundin um skaparann, móð- irina eða upphafið horfin veg allrar veraldar. Listformin tvinnast hér í þögla heild og á táknrænan og listrænan hátt og segja það sem segja þarf. Unnið er með ótrúlega flottar hreyfingar í þessum hluta, ekki síst þegar veggimir eru notaðir í dansinn. Vísanir í fyrri hluta verksins eru mjög sterkar og lokar kaflinn á trúverðugan hátt heildarmynd verksins. Öll umgjörð verksins virkar vel. Búningarn- ir eru töff og sviðsmyndin, óteljandi epli, algjör- lega það sem vera skal þegar verk um Evu er annars vegar. Lýsingin var einfóld að því leyti að hún laut sömu lögmálum alla sýninguna. Áherslan var á sterka hvíta lýsingu sem skar í myrkrið. Skuggamyndir á veggjunum voru áberandi í fyrsta og þriðja hluta. Þetta er skemmtileg notkun á ljósum og rými þó ein- staka sinnum missti hún marks. Tónlistin þjón- aði verkinu vel. Sýningarformið, tveggja tíma sýning þriggja ólíkra þátta með tveimum hléum er erfitt sýningarform, sérstaklega hléin þvi þau brjóta upp stemninguna. Eva3 er verulega flott sýning sem ber þess öll merki að aðstandendur hennar hafi næmni fyrir og þekkingu á möguleikum þeirra list- forma sem þeir eru að vinna með. Sesselja G. Magnúsdóttir Dansleikhús meö Ekka sýnir í Tjarnarbíói dansleik- húsverkiö Eva3. Listrænn stjórnandi: Aino Freyja Járveiá, tónlist: Trabant, búningar: Rebekka A Ingi- mundardóttir, lelkmynd: þátttakendur uppfærslunn- ar, lýsing: Alfreö Sturla Böövarsson, leikgerð: Karen María Jónsdóttir, sýnendur: Erna Ómarsdóttir, Mar- grét Sara Guöjónsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Edda Arnljótsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.