Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 7
r»±'á MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 23 Framtak/Blossi ehf.: Verkstæðið er kallað „Elliheimilið" - segir Björn Berg, verkstjóri dísilverkstæðisins Framtak rekur eina fremstu viðgerð- arþjónustu fyrir vélar og skip í land- inu. Þjónustan er fiölbreytt: „Líklega má segja að við getum gert við allt nema ílugvélar," segir Bjöm Berg, verkstjóri yfir dísiiverkstæðinu. Það er stærst á landinu og býr yfir fullkomn- um nýtísku tækjabúnaði til viðgerða á olíuverkum af öllum gerðum ásamt spíssum og afgastúrbinum í svo til öll- um bílum og tækjum. Við önnumst vélaviðgerðir, rennismíði, plötusmíði og dísOstillingar. Og ekki má gleyma þvi að við seljum allar efna- og rekstar- vörur, varahluti fyrir skip og iðnað.“ Saga fyrirtækisins er saga útþenslu. Framtak hóf starfsemi sína fyrsta júní árið 1988 þegar nokkrir starfsmenn Vélsmiðjunnar í Hafnarfirði ákváðu að stofna sitt eigið fyrirtæki. Þeir hófu starfsemina í hundrað og tuttugu fer- metra kjallarahúsnæði við Stapahraun í Hafnarfirði en fluttu tveimur árum síðar í núverandi húsnæði við Dranga- hraun lb og bættu nýlega við sig Drangahrauni 1. Húsnæðið sem fyrir- tækið notar nú er tvö þúsund og fimm hundruð fermetrar. Enginn rekinn sökum aldurs Bjöm Berg hefur unnið hjá Fram- taki í fjórtán ár eða allt frá þvi að þaö var stofhað. Hann er þrjátíu og níu ára gamali og segist kunna afskaplega vel við sig hjá fyrirtækinu. Hann segir að lykillinn að velgengni fyrirtækisins sé sú starfsmannastefha sem stjómendur fyrirtækisins reka en hjá Framtaki vinna um sextíu manns. „Verkstæðið er stundum kallað „Elliheimilið", segir Bjöm Berg hlæjandi en hann er næstyngsti starfsmaðurinn á dísilverk- stæðinu. „Það er stefna fyrirtækisins að halda í starfsmenn á meðan þeir treysta sér til að vinna. Stjómendur reka menn ekki þó þeir séu komnir á ákveðinn aldur. Þegar við sameinuð- umst Blossa árið 1998 kom eigandi hans, Runólfur R. Sæmundsson, og vann hér, þá orðinn áttræður, og hann kemur enn af og tiL“ Stjómendur Framtaks/Blossa leggja líka mikia áherslu á símenntun starfs- manna og hefur sent starfsmenn sína á námskeið hjá ýmsum framleiðendum, t.d. MAK Ibercisa Yanmar B&W, UK turbo, MKG, CJC Jensen, Bombas Itur og víðar. Fæ vonandi nýjan stól bráðlega „Auðvitað upplifir maður góða og slæma tíma rétt eins og allir aðrir,“ svarar Bjöm Berg þegar ég spyr hann hvort hann hafj ekki hugsað sér að söðla um eftir öll þess ár. „Ég lærði vél- virkjun. á sínum tíma og þetta er það sem ég kann best. Ef ég myndi ákveða að hætta yrði ég að fara að gera eitt- hvað allt annað en ég get ekki hugsað mér að vinna hjá öðra verkstæði," seg- ir Bjöm Berg. Til merkis um hve lengi hann hefur starfað hjá fyrirtækinu bendir hann á stólinn sinn. „Hann er orðinn ansi illa farinn, kannski fæ ég nýjan bráðlega," segir hann brosandi og blaðamaður er ekki frá því að orðin séu skilaboð til eigendanna. -JKÁ „í nýja húsnæðinu okkar getum við gert við bíla og vélar af öllum stærðum og gerðum,“ segir Björn Berg. Á myndinni eru Björn Berg og Gestur Pálsson. FRD Brothamrar og borvagna TOPCOIV M æ I i t æ k i ð BOART LONGYEAR Borbúnaður TORQUATO Borbúnaður Tjöru- og efnisdreifarar WARWICK BROS. Sturtuvagnar Vigtarkerfi ÞJONUSTA VID VERKTAKA & ISHLUTIR 1 w LEITIÐ UPPLYSINGA HJA OKKUR íshlutir ehf. • Súðarvogi 7 • 104 Reykjavík * Sími: 575 2400 • Fax: 575 2401 • Netfang: ishlutir@ishlutir.is • Heimasíða: www.ishlutir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.