Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 14
30 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 > » Konan sér um bókhaldið FeðgarnirTómas og Svanur voru að dytta að tækjakostinum þegar Ijósmynd- ara DV bar að garði. / Ólafsvík er rekið vinnu- vélafyrirtœkið Tómas Sig- urðsson ehf. Eigendur þess eru Tómas, eiginkona hans Birna Pétursdóttir og sonur þeirra Svanur. Fréttaritari DV í Ólafsvík heimsótti fyölskylduna og tók hana tali. „Ég byrjaði við þennan rekstur árið 1966 með því að ég keypti mér nýja Ferguson traktorsgröfu týpu 165 en þá var nýbyrjað að flytja þær til landsins," sagði Tómas er hann var beðinn að segja frá upphafi starfseminnar. „Ég hef frá byrjun unnið mest fyrir einstaklinga í bæj- arfélaginu en núna síðustu árin höfum við verið með samning við Snæfellsbæ um snjómokstur og aðra vélavinnu í Ólafsvik. Einnig er margs konar vinna fyrir Rarik stór hluti í okkar starfsemi," segir Tómas. Svanur, sonur Tómasar, fór snemma að vinna hjá foður sínum eða árið 1983. Hann kom inn f rekst- urinn árið 1996 en starfsemin jókst þá ár frá ári. Fyrirtækið hefur í langan tíma séð um alla sorphreins- un í bæjarfélaginu. Seinna kom svo allur Snæfellsbær inn er samein- ingin tók gildi árið 1996. „Við erum að keyra á annað hundrað tonn í hverjum mánuði í Fíflholt úr bæjar- félaginu auk annars sem til fellur,“ sagði Tómas. Fyrirtækið er vel tækjum búið, m.a. með þrjár traktorsgröfur, beltagröfu og jarðýtu. Þá er það með 20 rúmmetra sorpbíl og tvær vörubifreiðir auk lítillar beltagröfu sem er handhæg inni á litlum lóð- um. Einnig er fyrirtækið með stein- sögunarþjónustu sem er talsvert notuö. Eftirsóttir til allra verka Það er almannarómur í Snæfells- bæ að þeir feðgar séu mjög flinkir við sín verk og að þeir eru eftirsótt- ir til allrar vinnu sem þessum rekstri tengist. Sagt er að við gröfu- vinnu séu þeir svo nákvæmir að maður með skóflu gæti ekki gert betur hvort sem verið sé að grafa upp úr skurðum eða jafna úr efni. Hjá þeim feðgum er ekki spurt hvaö klukkan sé eða hvaða dagur þegar vinna þarf verkin því þeir eru boðnir og búnir nánast hvemig sem á stendur. Aðspurður hvemig reksturinn gengi sögðu Tómas og Svanur að reksturinn gengi með mikilli vinnu hjá þeim og þeirra starfsmönnum en alls hafa þeir verið sjö þegar mest er að gera. „Konan sér um bókhaldið og peningamálin og við gerum við nánast allt sem bilar hjá okkur því annars gengi þetta ekki,“ sagði Svanur. Og það er engin lygi því þegar fréttaritara DV bar að garði voru þeir feðgar að gera við stimpil í einum vörubUnum. Það er mikill samhugur í þessu fjölskyldu- fyrirtæki og allir greinUega sam- mála um að láta hlutina ganga. Stanslaus mokstur í þrjá mánuði Á ríflega 35 ára starfsferli er ör- ugglega eitthvað eftirminnUegt sem hægt er að segja frá. „Það hefur svo sem ekki margt gerst á ferlinum," sagði Tómas. „Ég man þó eftir vetr- inum 1985 en þá var svo mikUl snjór að það var nærri stanslaus mokstur í þrjá mánuði. Þennan vet- ur var ég beðinn að fara á jarðýt- unni minni á undan rútu frá sér- leyfi HP tU Grundarfjarðar með yfir 40 farþega," sagði Tómas. „í Bú- landshöfða höfðu faUið fjórar snjó- skriður og við fórum í gegnum þær aUar.“ Tómas og Svanur gera meira en að stjóma vinnuvélum því þeir feðgar hafa báðir starfað í Slökkvi- liði Ólafsvíkur og Tómas var þar stjóri í mörg ár. Svanur, sem nú er í SlökkvUiði SnæfeUsbæjar, er einn af virkustu liðsmönnum þess góða slökkvUiðs. „Við erum ekkert að leita eftir vinnu út fyrir bæjarfélagið," segja þeir feðgar. „Við látum okkur alveg nægja þá vinnu sem tU feUur hér í SnæfeUsbæ.“ Það eru líka fiestir bæjarbúar sammála um að þeir þjóni sínu svæði mjög vel og einnig er það mikUs virði fyrir hvert bæj- arfélag að hafa svona traust og gott fyrirtæki. PSJ ’mmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmwmmmsmmmMmm Söfnunaráráttan umdeild meðal bæjarbúa Bræðurnir stilla sér upp fyrir myndatöku. Þorgeir er nær okkur en Sigurberg- ur fjær. Sigurbergur og Þorgeir Sig- urðssynir búa á Seyðisfyrði og vinna með allar þœr vinnuvélar sem þeir komast í. Fréttaritari DV hitti þá á dögunum ogþeir sögðufrá breyttum tímum, söfnunar- áráttu og þátttöku sinni í pólitíkinni á Seyðisfirði. Á Seyðisfirði búa tveir bræður sem heita Sigurbergur og Þorgeir Sigurðssynir. Þeir vinna með aUs konar vinnuvélar, reka steypistöð, gera út, og eiga jafnvel nokkrar kind- ur. Venjulega sjást þeir hér á Seyðis- firði, klæddir lopapeysum á eUífum þeytingi úti um aUan bæ og vinnu- dagurinn er sjaldan stuttur. Þeir setja óneitanlega svip á bæinn bræð- urnir og oft hugsar maður þegar maður er þar á gangi hvar þeir séu eða hvort þeir séu að steypa í dag. Þeir hafa unnið við þetta i mörg ár og því liggur beint við að spyrja hvort margt hafi breyst á þessum árum. „Jú,“ svarar Sigurbergur. „Göturnar hafa breyst mikið. Það tíðkaðist að rykbinda þær með hráol- iu sem var dreift með sérstökum búnaði úr olíubU. í dag þætti það meiri háttar umhverfisslys. Og það var ýmislegt annað gert sem ekki þætti boðlegt í dag. TU dæmis kveikti fólk í ruslatunnunum heima við hús tU að ekki þyrfti að tæma þær og þeg- ar var snjóþungt var sorpinu sturtað í sjóinn. Svo voru héma líka ungir og kappsamir ýtumenn sem fóm stund- um í mat á ýtunni sinni þó um æði langan veg væri að fara. Það vom aUs kyns menn á Seyðisfirði hér áður fyrr sem settu svip á bæinn.“ „Þá er líka gaman að rifja upp þá tíma þegar eitthvert fyrirtækið kom meö einhverja nýjung sem þótti mjög fullkomin,“ bætir Sigurbergur við. Þessar græjur léttu ýmsu erfiði af fólki og jók hjá því bjartsýni. Ein dráttarvél er sérstaklega eftirminni- leg og hún er komin á tækniminja- safnið hér á Seyðisfirði. Hún er ár- gerð 1930 og hefur verið gerð upp af Gunnari EgUssyni á Reyðarfirði. Þá var hér Volvo rúta sem eitt sinn gekk milli Reykjavíkur og SnæfeUsness og var seinna í ferðum yfir Fjarðarheiði en var síðast notuð til að flytja fólk úr og í vinnu,“ segir Sigurbergm'. Þeir bræður eru þekktir á Seyðis- firði fyrir söfnunaráráttu og safna alls kyns hlutum, m.a. bUum, vélum og varahlutum. Það er ekki annað hægt en að taka eftir bUa- og tækja- safninu sem er orðið ansi fyrirferðar- mikið en þar má finna bæði nýjar sem gamlar vélar. „Söfnunaráráttan hefur verið nokkuð umdeUd," segir Sigurbergur. „Sumir sjá ekkert nema rusl sem öðrum finnst æði merkUegt, svo sem sambland af erlendri fjölda- framleiðslu og íslensku handverki." í framboð Það virðist oft líta þannig út að það sé einmanalegt að vera einn uppi í gröfuhúsi. Ég spyr Þorgeir hvort það sæki ekki margar hugsanir á þá. „Það fer nú eftir því hvað er verið að gera,“ svarar hann. „Ef maður á sífellt von á einhverju í jörðinni er áreitið það mikið að það kemst ekk- ert í huga manns nema vinnan. Það kemst frekar eitthvað í hugann þegar maður getur unnið eins og sjálfstýr- ing með slökkt á útvarpinu. Það er ekki einmanalegt nema maður nenni ekki að gera það sem maður er að vinna við.“ Bræðurnir hafa ekki einungis áhuga á tækjum og tólum því þeir buðu sig fram í bæjarstjórnarkosn- ingunum i vor og féU listinn þeirra á hlutkesti. Ég spyr þá hvort þeir hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum. Þorgeir svarar. „Auðvitað eru það vonbrigði þegar maður nær ekki settu marki. Þetta gerði kosningarn- ar meira spennandi, menn voru svo vanir að deUa með þremur aö menn urðu að hugsa sig um tU að deUa með fjórum. Það er að sjálfsögðu mikU vinna að stofna flokk og koma á framboði en þetta var skemmtUegur og jákvæður hópur sem stefnir ákveðið að því að láta eitthvað gott af sér leiða í framtíðinni." Þorgeir er mikiU hagyrðingur og mér finnst við hæfi að biðja hann um eina létta stöku og hann verður að sjálfsögðu við því. Hann hugsar sig um smástund en svo rennur upp úr honum: „Vísu þegar vUt þú fá víst ég mun ei kveina dreg þá saman orðin smá sama hvað þau meina." -KÞ Á myndinni sjást bræðurnir ásamt Jóni Guðmundssyni sem starfar hjá þeim. Þeir voru að mylja grjót þegar Ijósmyndara bar að. DV-mynd KÞ Þeir vinna yfirleitt langan vinnudag og hér sést Sigurbergur í fullu fjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.