Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 19
I» l*l MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 35 Svaf undir bílnum - segir Svavar Cesar Kristmundsson flutningabílstjóri Svavar segist vera lítið gefinn fyrir viðtöl þegar blaðamaður DV ber það undir hann hvort hann sé ekki til í smá spjall. Hann keyrir flutningabíl landshorna á milli og er síður en svo orðinn þreyttur á starfinu. Á endanum gefur hann eftir og segir: „Ég er búinn að keyra flötningabíl í töttugu og femm ár,“ svarar Svavar Cesar Kristmundsson, flámæltur eins og leigubílstjórinn í Spaugstof- unni, þegar ég spyr hann hvenær hann hafi byrjað að keyra. „Ég segi þetta við ungu mennina þeg- ar við erum eitthvað að gantast á stöðinni," segir Svavar en hann byrjaði að keyra árið 1973, þá tuttugu og sex ára gamall, fyrir Kaupfélag Þingeyinga, búsettur í Húsavík. Hann fór til sjós áður en langt um leið og hóf ekki akstur aftur fyrr en 1983 þegar hann keypti sér Scaniu sem hann á enn og kallar Gullmolann. Nú ekur Svavar Cesar fyrir Alla Geira en hefur aðstöðu hjá Flytjanda hf. Hann segir að starfiö hafi breyst mikið og segir skýringuna vera þá að reglugerðir sunnan frá Evrópu setji á þá hömlur hvað varðar vinnutíma. „Ég man þá daga þegar ég lagði af stað frá Húsavík til Raufarhafnar klukk- an sjö á morgnana. Ég var kom- inn heim aftur um fjögurleytið ef vel gekk og þá tók við níu tíma akstur til Reykjavíkur. Svona lag- að væri ekki liðið í dag og núna megum við bara keyra í fjóra og hálfan tíma og þá verðum við að hvíla okkur. Ungu mennirnir eru oft óánægðirt með þetta en ég segi þeim að okkur veir ekkert af hvíldinni. Það var ekkert sniðugt fyrirkomulag á þessu héma áður fyrr.“ Lífsglöð stétt „Flutningabilstjórar eru lífs- glöð stétt," segir Svavar Cesar og minnist áranna þegar þeir gistu margir á sama stað og skemmtu sér fram á nótt. „Ég hef gist alls staðar á landinu, í Borgamesi, Staðarskála, á Hvammstanga, f Varmahlíð og Fornahvammi. Þeg- ar veðrið var gott þá svaf ég stundum úti í móa og þegar rigndi skreið ég undir bílinn og lagði mig þar.“ Hann á von á nýjum bíl i haust og hlakkar mikið til en það er MAN 26513 FDLS (6x4) dráttarbíll með flmm hundruð og tíu hest- afla vél, þriggja öxla og á tveimur drifum. Svavar Cesar segir að nýi bíllinn muni gjörbreyta starfinu. Meira pláss, meiri kraftur. -JKA Gamli bíllinn hans Svavars á leiðinni yfir Kjöl þann tuttugasta og fjórða ágúst síðastliðinn. „Þegar veðrið var gott þá svaf ég stundum úti í móa og þegar rigndi skreið ég undir bílinn.“ DV-mynd Hari n'i. Bila- Borgarnesi S. 437-1200 fl Við seijum fólksbfla, jeppa, trukka, hjól, skóflur, gröfur, ýtur, hefla, vagna, kerrur, sendla, lyftara o.m.fl. vélasala Gott útisvæði, mikil hreyfing, verðmat.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.