Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Blaðsíða 15
15 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 PV__________________________________________________________________________________________________Menning Egóisminn á undanhaldi - segir Þóra Þórisdóttir, ein úr hópi unga fólksins sem nú sýnir í Gerðarsafni „Heimilissamstæða" (5 músaheimlll), verk eftir Þóru Þórisdóttur Unga fólkinu þótti tilboö Geröarsafns spennandi vegna þess aö söfn draga aö öðruvísi gesti en þau eru vön. Á sunnudaginn lýkur sýningum sem staðið hafa undanfarnar vikur á verkum yngstu kynslóðar myndlistarmanna í Gerðarsafni í Kópavogi. Þetta eru tvœr sýningar, önnur ber heitið Gallerí Hlemmur og hin Unnar og Egill / Ný verk sem komið er fyrir á neðri hœð safnsins. Á sýningunni Gallerí Hlemmur í austur- og vestursal safnsins er úrval verka eftir sextán myndlistarmenn sem allir hafa haldið einka- sýningu á samnefndum sýningarstað. Gallerí Hlemmur tók til starfa fyrir þremur árum og leggur áherslu á að sýna verk eftir unga og framsækna listamenn, og það var einmitt í til- efni af þriggja ára afmælinu sem Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, bauð sali sína undir samsýningu úrvals lista- manna frá þessum þremur árum. „Hér eru ekki allir sem hafa sýnt á Hlemmi þessi ár,“ segir Þóra Þórisdóttir, ein hinna sextán, „heldur valdi Guðbjörg þá sem henni fannst ganga vel saman. Okkur fannst afar mikilvægt að fá tækifæri til að sjá verk okkar á samsýningu af þessu tagi og líka þótti okk- ur tilboðið spennandi vegna þess að söfn draga að öðruvísi gesti en við erum vön.“ Sterk vakning - Hannes Sigurðsson sagði í viðtali hér í DV fyrir viku að honum fyndist margt í nú- tímalist lítið annað en prívat sálgreining lista- mannsins sem enginn annar hefur forsendur til að skilja - ertu sammála þessu? „Já, ég get að vissu leyti verið sammála honum,“ segir Þóra, „en ég held að þetta sé að breytast. Ég verð æ oftar vör við að ungir listamenn sakni áhorf- enda og ég held að egóisminn sé á undan- haldi. Þó að enn eimi eftir af naflaskoðun er áhuginn að aukast á viðbrögðum annarra og sifellt fleiri hafa átt- að sig á að þeir ráða yfir ákveðnum miðli og eiga að nota hann til að miðla til ann- arra. En ákveðin sjálfs- skoðun getur verið áhugaverð, bæði fyrir listamanninn sjálfan og áhorfendur, því listamaðurinn er ekki ólíkur öðrum mönn- um. Innan hvers manns rúmast alheim- urinn, eins og alls- herjargoðinn segir svo skemmtilega í verki Elsu D. Gísladóttur. Mér finnst sterk vakning í þessa veru meðal ungra listamanna, og sýningin í Gerðarsafni sannar það - betur en einkasýningamar i Gallerí Hlemmi gerðu hver um sig. Saman sýna þær líka vel fjölbreytnina i sýningmn Gallerís Hlemms og margir gestimir hafa orðið hissa á að sjá hér hefðbundið handverk við gerð margra verkanna, ásamt notkun á nýjum miðlum. Sýningin ber með sér metnað í hug- myndum og útfærslu og sættir í raun og veru ólík viðhorf í myndlistarheiminum." Með Þóru í Gerðarsafni sýna Birgir Snæ- bjöm Birgisson, Bjarni Sigurbjörnsson, Eirún Sigurðardóttir, Elsa Dóróthea Gísladóttir, Erla S. Haraldsdóttir ásamt Bo Melin, Erling Þ.V. Klingenberg, Guðrún Vera Hjartardóttir, Heimir Björgúlfsson, Hildur Jónsdóttir, Magnús Sigurðsson, Markmið (Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Pétur Örn Friðriksson), Olga Berg- mann, Ransu og Valgerður Guðlaugsdóttir. Verk eftir Heimi Björgúlfsson Sífellt fieiri ungir listamenn hafa áttaö sig á að þeir ráöa yfir ákveönum miöli og eiga aö nota hann til aö miöla til annarra. BORGARLEIKHUSIÐ Letkféteg Reykjavtkur STÓRA SVIÐ SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Frumsýnmg fö. 25/10 kl. 20 - UPPSELT. 2. sýn. Gul kort - su. 27/10 kl. 20. HONKl UÓTIANDARUNGINN e. George Stiles ogAnthony Drewe Gamansöngleikurfyrir alla jjölskylduna. Su. 20. okt. kl. 14. Su. 27. okt. kl. 14. KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau. 19. okt. kl. 20. Lau. 26. okt. kl. 20. ATH. Fáar sýningar eftir. MEÐ VÍFIÐ í LÚKUNUM e. Ray Cooney í kvöld kl. 20 - aukasýning Fi. 24. okt. kl. 20 - næstsíöasta sýning Fi. 31. okt. kl. 20 - síðasta sýning NÝJA SVIÐ JÓN OG HÓLMFRÍÐUR Frekar erótískt leikrit íprem þáttum e. Gabor Rassov f kvöld kl. 20. Lau. 19/10 kl. 20 Fi. 24/10 kl. 20 Fö. 25/10 kl. 20. Lau. 26/10 kl. 20. Föstudagur 18. október kl. 20.00 TÍBRÁ: Píanótónleikar Barry Snyder leikur Sónötu í A-dúr eftir Beethoven, Ruralia Hungarica eftir Dohnányi, Vals úr Coppeliu eftir Dohnányi-Delibes, Gaspard de la Nuit eftir Ravel, North American Ballad- Dreadful Memories eftir Rzewski og Sónötu í h- moll eftir Chopin. Miðasala hafin. Verð kr. 1.500/1.200 Laugardagur 19. október kl. 20.30 RfÓ TRÍÓ: Skást af öllu AUKATÓNLEIKAR vegna fjölda áskorana. Miðasala hafin. Verð kr. 2.000 Mánudagur 21. október kt. 20.00 ATH.Í Breyting frá prentaðri tónleikaskrá! TÍBRÁ: Selló og píanó Bryndís Halla Gylfadóttir og Steinunn Bima Ragnarsdóttir leika Sónötu fyrir píanó og selló op. 102 nr. 2 í D-dúr eftir Beethoven, Sónötu nr. 1 í d-moll eftir Debussy, Sónötu fyrir píanó og selló op. 38 í e-moll eftir Brahms og Polonaise brillante eftir Chopin. Miðasala hafin. Verð kr. 1.500/1.200 I :____ -j í I m '■ 1 ■ Miðasala 5 700 400 ATH.: SÍÐASTA SÖLUVIKA ÁSKRIFTAR- OG AFSLÁTTARKORTA ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐÍVETUR 7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin. 10 miða kort á 16.400. Frjáls notkun. Nýja sviðið - Komið á kortið! 4 miðar á 6.000. Gísla Rúnars Jonssonar (icmfíiti hina fulloiðnu tuífo Vcltast um af hlátri... “ ^ „... falleg táknsága um það „ að vera öðruvísi en f fjöldinn..." Soífia AUður Birgisdóttir, Mbl. . þau syngja hvert öðru betur..." . endalaus uppspretta hláturs..." . HONK! Ljóti andarunginn er vel heppnaður söngleikur...“ Halldóra Friðjorisdótlir, DV Rakarinn í Sevilla - eftir Rossini Næstu sýningar: laugardaginn 19. október kl. 19 laugardaginn 26. október kl. 19 föstudaginn 1. nóvember kl. 20 laugardaginn 2. nóvember kl. 19 Vmr/ 'iir www.opera.is Miöapantanir í síma: 511 4200 íslenska óperan Miðasala opin kl.15-19 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Simasala kl. 10-19 virka daga. Hádegistónleikaröð á haustmisseri þriöjud. 29. okL kl. 12.15 Síðasta lag fyrir fréttir - íslensk sönglög Daviö Ólafsson bassi Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór Clive Pollard píanó þriöjud. 12. nóv. kl. 12.15 Úr lausu lofti - ameriskir sönglaga- og söngleikjahöfundar þriöjud. 26. nóv. kl. 12.15 Ljón í hádeginu - sönglög og ballööur eftir Carl Loewe WONKl AND BJÖRK, OF COURSE .. e. Þorvald Þorsteinsson Su 20. okt kl. 20. Síðasta sýning. 15.15 TÓNLEIKAR Ferðalög.Jcan Francaix Lau. 19/10 Karólína Eiríksdóttir - CAPUT LEIKFERÐ PÍKUSÖGUR Á Ísafirði Má. 21. okt. kl. 17 og 21 í Edinborgarhúsinu o ~ CNJ JU BORGARLEIKHUSIÐ i( Felix, Edda Heiðrún og fleiri frábærir leikarar í gamansöngleik fyrir alla GRETTISSAGA www.hhh.is Saga Grettis. Leikrit byggt á Grettissögu ejtir HilmarJónsson fös. 18. okt kl. 20, lau. 19. oktkl.20, mið. 23. okt kl. 14 fös. 25. okt kl. 20, lau. 26. okt kl. 20. fös. 1. nóv. kl. 20. lau. 2. nóv. kl. 20. Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur sun. 20. okt., uppselt þri. 22. okt., uppselt mið. 23. okt., uppselt sun. 27. okt., uppselt þri. 29. okt., uppselt mið. 30. okt., uppselt sun. 3. nóv., uppselt mið. 6. nóv., uppselt sun. 10. nóv., uppsclt þri. 12. nóv, nokkur sæti mið. 13, nóv, nokkur sæti Mióasala 568 8000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.