Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002
Fréttir
Skoðanakönnun DV um samband forsetans og Dorrit Moussaieff:
Tæp 70% telja tímabært
að Ólafur kvænist Dorrit
Þriggja ára svigrúm
Forsetinn greindi frá sambandi sínu og Dorritar í september 1999 og baö þá
þjóð sína um „tilfinningalegt svigrúm" eins og hann komst aö oröi.
Tæplega 7 af hverjum 10 Kjósendum
landsins svara því játandi þegar spurt
er hvort tímabært sé að Ólafur Ragn-
ar Grímsson, forseti íslands, kvænist
heitkonu sinni, Dorrit Moussaieff.
Könnun DV var gerð í gærkvöld.
Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt
milli höfuðborgarsvæðis og lands-
byggðar sem og kynja. Hringt var í
fólk eftir símaskrá og spurt: Finnst
þér tímabært að ðlafur Ragnar
Grímsson, forseti
íslands, kvænist
Dorrit Moussaieff?
Af öllu úrtakinu
svöruðu 47 prósent
spurningunni ját-
andi, 22,2 prósent
sögðu nei, 26,3 pró-
sent voru óákveð-
in og 4,5 prósent
neituðu að svara.
Afstöðu til spurn-
ingarinnar tóku
því 69,2 prósent
úrtaksins.
Sé aðeins litið
til þeirra sem af-
stöðu tóku svöruðu 68 prósent spurn-
ingunni játandi en 32 prósent neit-
andi.
Ekki er munur á þeim sem tóku af-
stöðu í hópi karla annars vegar og
kvenna hins vegar. Fleiri konur en
karlar sem afstöðu tóku svöruðu
spurningunni játandi eða 71,2 prósent
á móti 64,7 prósentum karlanna. Ekki
var marktækur munur á afstöðu fólks
eftir búsetu utan hvað fleiri íbúar höf-
uðbogarsvæðisins tóku afstöðu til
spumingarinnar eða 75 á móti 65 pró-
sentum.
Tilfinningalegt svigrúm
DV spyr þessarar spumingar nú
þegar rúm þrjú ár eru liðin síðan
Ólafur Ragnar bað þjóðina um tilfinn-
ingalegt svigrúm.
Það var í kjölfar
fyrstu fréttar um
ástir hans og Dor-
rit sem birtist á
forsíðu DV. For-
setinn lýsti því
síðan yfir í sjón-
varpsviðtali 23.
september 1999 að
hann hefði eignast
vinkonu og óskaði
eftir því að þjóðin
veitti sér tilfinn-
ingalegt svigrúm
Já - 68% til að þróa með sér
tilfinningar gagn-
vart annarri konu samfara óbreyttri
ást sinni á Guðrúnu Katrínu Þor-
bergsdóttur sem hafði látist tæpu ári
áður. Ástin hélt áfram að blómstra og
í lok maí 2000 var boðað til blaöa-
mannafundar á Bessastöðum og þar
tilkynntu Ólafur Ragnar og Dorrit um
trúlofun sina.
Síðastliðin þrjú ár hefur Dorrit
fylgt Ólafi Ragnari í opinberum ferð-
um bæði hér heima og erlendis, nú
síðast í opinberri heimsókn forsetans
til Húnavatnssýslu og við opnun verk-
smiðju Balkanpharma i Búlgaríu. Þá
er ónefndur fjöldi opinberra athafna
hér heima. Er ekki óvarlegt að full-
yrða að Dorrit sé orðin óaðskiljanleg-
ur hluti af ímynd forsetans enda vel
tekið hvar sem þau fara.
Fólk hlynnt sambandinu
í könnun DV í október 1999 var yf-
irgnæfandi meirihluti aðspurðra, um
90 prósent, hlynntur sambandi þeirra
Dorrit og Ólafs Ragnars Grímssonar
og rúm 78% þjóðarinnar vildu sjá
hana i stól forsetafrúar á Bessastöð-
um. f könnun DV ári síðar, í október
2000, voru enn fleiri sáttir við sam-
bandið eða 95 prósent.
-hlh
Er tímabært að Olafur
kvænist Dorrit?
Nei - 32%
Arthur Bogason gagnrýnir harðlega mæliaðferðir Hafró:
Segir togararallið
handónýta mælistiku
- nauðsynlegt til samanburðarrannsókna, segir Jóhann Sigurjónsson
Frá aðalfundi Landssambands smábátaútgerða
Hörö gagnrýni er á aöferöafræöi Hafrannsóknastofnunar varöandi stofnmæl-
ingar á þorski. Forsvarsmenn samtakanna telja sér í lagi aö svokallaö
togararall gefi alranga mynd af ástandinu í hafinu.
Varhugavert hús
á Grettisgötunni
Við Grettisgötu 45A, á horni Grettis-
götu og Vitastígs, stendur hús sem ekki
er neitt augnayndi enda hefur það sýni-
lega ekki verið málað áratugum saman.
Húsið getur verið stórhættulegt fyrir
vegfarendur þar sem þakkantur þess er
mjög illa farinn og úr honum hafa dott-
ið stórir steypuhlunkar.
Þórður Búason, yfirverkfræðingur
hjá byggingafulltrúa, segir að fyrsta
skrefið sé aö vekja athygli húseigenda
á hættuástandinu og ef þeir sinna því
ekki er þeim sendur svokallaður birt-
ingarpóstur, sem lögreglan tekur yfir-
leitt að sér að koma til viðkomandi. Ef
I harðbakkann slær eru starfsmenn
áhaldahúss bæjarins sendir á vettvang
strax ef málið þolir ekki bið, annars er
beðið samþykktar borgarstjórnar. -GG
Tófa veldur búsifjum:
Leggst á f é og
nagar granir
Tófa hefur verið aðgangshörð í
Hrútafirði í haust og hefur valdið
búsifjum. Á bænum Bálkastöðum fór
hún í tvær lifandi afvelta ær og nag-
aði þær svo að innyfli lágu úti. Þá beit
hún tvö lömb heimundir bæ með
þeim afleiðingum að aflífa varð annað
þeirra.
í birtingu nú á miðvikudaginn þeg-
ar bændur á bænum Bálkastaðir voru
að reka fé inn af heimatúnum fannst
svo nýbitið lamb að blóö draup. Við
nánari athugun kom í ljós að tófan
hafði nagað mestallt hold framan af
grönum lambsins.
Einar Bjarki Sigurjónsson tófubani
lá tvisvar við rolluhræin og náði tófu
i hvort skipti en lömbin voru bitin eft-
ir það svo dýrbíturinn illræmdi lifir
enn og hættan er enn til staðar. -sbs
„Ég tel eins og margir aðrir að togar-
arall Hafrannsóknastofnunar sem mæli-
stika til að mæla stærð þorskstofnsins
sé handónýt," segir
Arthur Bogason,
formaður Lands-
sambands smábáta-
útgerða, en aðal-
fundur samtak-
anna hófst á Grand
Hótel í Reykjavík í
gærmorgun. Jó-
hann Sigurjónsson,
forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar,
segir gagnrýni á
togararallið ekki
nýja af nálinni.
Hún sé þó stundum
á nokkrum mis-
skilningi byggð.
Arthur Boaga-
son sagði í samtali
við DV að fiskiríið
sem verið hefur hjá
smábátunum uppi
á grunninu væri
með þeim fádæmum að það sýni ljóslega
að togararallið gefur alranga mynd af
ástandi þorskstofhsins. „Meðalafli á
línu er langt umfram það sem nokkurn
tíma hefur heyrst. Slíkar aflatölur geta
eingöngu orðið til ef gifurlegt magn af
fiski er undir. Þetta er bara ekki í
nokkru samræmi við togararallið. Það
er búið að vera ótrúlegt fiskirí á mjög
stóru hafsvæði uppi á grunninu. Yfir
þessu sjá stórútgerðarmenn svo ofsjón-
um í staðinn fyrir að gleðjast yfir góð-
um feng.“
Brugðist við breyttum
aðstæðum
Jóhann Sigurjónsson segir togararall-
ið vera staðlaða aðferð og mjög mikil-
væga til samanburðarrannsókna milli
ára. Þar er sömu aðferðum beitt við
veiðar á sömu togslóðum ár eftir ár.
„Við erum þó með mælistöðvar jafnt
á grunnslóð sem djúpslóð. Við teljum
okkur því vera að mæla út um allt út-
breiðslusvæði þorsksins. Hins vegar er
það rétt að meginþyngdin í gagnasöfn-
uninni varðandi togararallið er kannski
ekki upp í harðalandi. Togararallið er
bara eitt af fjölmörgum þáttum okkar á
rannsóknum á þorskstofninum. Þetta er
samt mikilvægur þáttur með tilliti til
mælinga á nýliðun í stofninum. Við
erum líka með netarall sem að sjálf-
sögðu fer inn á grunnslóðina og beinist
sérstaklega að hrygningarfiskinum. Það
kann þó að vera að útbreiðsla þorsksins
hafi eitthvað verið að breytast nú á allra
síðustu árum og misserum. Það er mun
meira af ungfiski nú en oft áður og við
erum að fá upp nokkra miðlungssterka
árganga."
Jóhann segir að þá sé verið að athuga
með útvíkkun á reglubundnum mæling-
um á grunnslóð. Þar geta menn t.d. nýtt
sér reglubundnar mælingar á rækju
sem eru samanburðarhæfar milli ára.
Þá hafi humarathuganir úti fyrir Suður-
landi verið útvikkaðar með rannsóknir
á flatfiski í huga og vera kunni að það
verði líka yfirfært í rannsóknir á
þorski. Þannig sé stofnunin að bregðast
við hugsanlegum breyttum aðstæðum í
hafmu.
- Hvað með þá gagnrýni á hringnóta-
veiðar sem smábátasjómenn hafa komið
með og Guömundur Kjæmested, fyrrum
skipherra Gæslunnar, benti á í vikunni?
Hann sagði þessar veiðar hafa verið að
þróast út í hreinar togveiðar allt upp að
fjöruborði.
„Við höfum heyrt fullyrðingar i þessa
veru og höfum að undanfómu verið að
skoða þetta sérstaklega. í framhaldinu
munum við gera tillögur til sjávarút-
vegsráðuneytisins ef þurfa þykir,“ segir
Jóhann Siguijónsson. -HKr.
Arthur
Bogason.
*s*
'Mm
Jóhann
Slgurjónsson.
Kaupir í Grindavík
Hraðfrystihús Eskifjaröar hefur
keypt sjávarútvegsfyrirtækin Hóp ehf.
og Strýthól ehf. í Grindavík. Elfar Að-
alsteinsson, forstjóri Hraðfrystihúss-
ins, segir við Mbl. að markmið fyrir-
tækisins með kaupunum sé að efla
reksturinn.
Heimaslátruð folöld
Lögreglan í Borgamesi lagði hald á
tvö heimaslátruð folöld, samtals um 200
kg, sem fúndust í bifreið á Holtavörðu-
heiði í gær. Hafði hlutuðum skrokkun-
um verið raðað í farþegasæti bílsins.
Var kjötinu eytt.
Milljónir í markaðsstarf
Samgönguráðherra segir að i fjár-
lagafhunvarpi næsta árs sé gert ráð
fyrir aö eyða tæpum 700 milljónum
króna í markaðsstarf fyrir ferðaþjón-
ustuna á íslandi.
Fundar um löggæslu
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgar-
stjóri mun í næstu
viku eiga fund með
Sólveigu Pétursdótt-
ur dómsmálaráð-
herra um löggæslu í
Reykjavík. Borgar-
stjóri hefúr sagt að
framlög til löggæslu í Reykjavík hafi
nánast staðið í stað síðustu ár þrátt fyr-
ir fjölgun íbúa og hærri tíðni afbrota.
Mbl. sagði frá.
Dæmdur fyrir ofbeldi
Héraðsdómur Reykjavikur hefur
dæmt karlmann um fertugt i eins árs
fangelsi, þar af níu mánuði skilorðs-
bundið, og greiðslu 433 þúsund króna í
miskabætur fyrir alvarlega líkamsárás
gegn þáverandi eiginkonu sinni á
heimili þeirra.
Hafa ekki efni á löggum
Lögreglustjórinn á Hólmavik segir
að embættið á Hólmavík ráði ekki við
að greiða tveimur lögreglumönum á
þess vegum laun eftir nýja kjarasamn-
inga lögreglumanna frá í fyrra. Mun
lögreglustjórinn funda með dómsmála-
ráðherra vegna málsins. Mbl. greindi
frá.
Uggur unglækna
Félag ungra lækna lýsir þungum
áhyggjum vegna þróunar mála í heim-
Oislækningum á íslandi, segir að fáir
ungfr læknar sjái það sem spennandi
kost að leggja í sémám í heimilislækn-
ingum. -hlh
í frétt DV í gær um verðkönnun í
fjórum verslunum uröu mistök við út-
reikning á verði kóladrykks. Lítraverð
í meðfylgjandi töflu var því rangt. Hið
rétta er að lægsta lítraverð á kóladrykk
var í Bónus, 66 krónur. Þá kom Nettó
með 79 krónur, Europris með 82 krón-
ur og loks Krónan með 84 krónur.
Ekki gert að hækka
Ofsagt var í DV-Magasín í gær að
Halldóri Guðbjamasyni, nú forstjóra
Visa, hefði verið gert að hætta sem
bankastjóri Landsbankans árið 1998 í
kjölfar umdeildra laxveiði- og risnu-
mála sem þá komu upp. Hið rétta er að
bankastjóramir þrír hættu allir störf-
um en skýrsla Ríkisendurskoðunar um
málið hreinsaði Halldór hins vegar af
ásökunum í sambandi við þetta mál.
Beðist er velvirðingar á þessu.
I> •±+A\ helgarblaö
Pólitíkin ræður
I Helgarblaði DV
á morgim er rætt
við Loga Bergmann
Eiðsson, varafrétta-
stjóra RÚV, um
pólitíska stjórn út-
varpsráðs sem Logi
telur vinna gegn
stofnuninni. Logi
segir frá oki kynþokkans og dellun-
um í lífi sínu.
í blaöinu er einnig úttekt á kyn-
þokka landsmanna, viðtal við
Selmu Bjömsdóttur, Ara Alexander,
Óttar Felix Hauksson og rætt er við
Ólaf Maríusson, aldraðan kaup-
mann sem seldi föt fyrir málverk.