Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2002, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 275. TBL. - 92. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK Þaö var glatt á hjalla í heita pottinum í Laugardalnum í morgun, enda heitt báðum megin; ylurinn vænn í lauginni og lofthitinn sömuleiöis, rétt um tíu stig. Fastagestir í pottunum í Dalnum leggja það í vana sinn aö syngja á föstudögum, einkum íslensk dægurlög og er hraustlega tekiö undir. Sjá ejnnig fréttir af veöri bls. 2 r m 1 [ V Þingmenn í jólaskapi leggja til aukin ríkisútgjöld: Mörg hundr- uð milljónir í gæluverkefni Við lestur nýrra tillagna meirihluta fjárlaganefndar Al- þingis um aukin ríkisútgjöld kemur í ljós, að af 4.341 miújón króna eru um 729 milljónir framlög til verk- efna sem kaila má „gæluverkefni“. Vinsælasta gæluverkefnið eru hvers konar söfn; framlög tii þeirra hækka um á þriðja hundrað millj- óna króna. Skógrækt og endurbæt- ur á gömlum húsum eru einnig of- arlega á óskalista þingmanna. Ljóst er að lengi má deila um hvað skuli teljast gæluverkefni en listi DV er birtur í heild í blaðinu í dag. I nær öllum tilvikum er um að ræða viðbótarframlag upp á eina til sjö milljónir króna til tiltekins verk- efnis. Kannski má telja það visbend- ingu um að um gæluverkefni sé aö ræða, að í mörgum tilvikum fara þau í undirflokkinn „ýmis framlög" í yfirflokknum „Ýmislegt". Hjá landbúnaðarráðuneytinu fellur t.d. í þennan flokk hækkun á rekstrarframlagi til Skógræktar- félags íslands, þriggja milljóna króna framlag til „rannsókna á landslagi“ sem og 700 þúsund króna styrkur til manns nokkurs í Skagafirði vegna „viðgerða og viðhalds á gömlum bú- vélum" eins og segir í tillögunum. Hækkunin sem þingmenn hafa beitt sér fyrir nemur samtals 1,7% af útgjöldum sem fyrir voru í fjár- lagafrumvarpinu. Fyrir þetta fé mætti reka tvo Fjölbrautarskóla við Ármúla eða stofna nýtt embætti Ríkislögreglustjóra, svo að dæmi séu tekin af handahófi. Fjárlaga- nefnd mun leggja til enn meiri hækkun ríkisútgjalda við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið. ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 6 í DAG - smaauglysingar.is - DV er smáaug- lýsingablaðið - þjónustan stóraukin DV er smáauglýsingablaðið og hefur haft þann sess á íslenskum blaðamarkaði allt frá því blaðið hóf göngu sína. Þó að þjónustan í smá- auglýsingum hafi verið mikil þá á nú að auka hana enn frekar og munu lesendur sjá þess merki strax á morgun. Hluti af stóraukinni þjónustu og breyttum áherslum er að auglýsing- ar veröa mun meira áberandi en áður og flokkum auglýsinga verður fjölgað verulega. Mikið kapp verður lagt á að bæta þjónustuna við aug- lýsendur og er það m.a. gert með nýjum vef, smaauglysingar.is. Hægt er einnig að komast inn á vefinn í gegnum dv.is. Á þessum vef verður að finna allar smáauglýsingar DV og upplýsingar um þjónustuna. Hægt verður að panta og greiða smáauglýsingar í gegnum vefmn og er öryggi þessa greiðslumáta tryggt með krítarkortaöryggi VeriSign frá Skýrr. -HKr. í FORVARNARSTARFI GEGN FÍKNIEFNUM: Börnin mega ekki láta Ijúga að sér FÓKUS í MIÐJU BLAÐSINS: Hafíð bláa hafið- Stíll 2002 Greiðslubiónusta m Landsbankinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.