Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2002, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2002, Side 13
13 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 DV Þetta helst ■aaamBHyjarai^i HEILDARVIÐSKIPTI 3.306 m.kr. Hlutabréf 822 m.kr. Húsbréf 926 m.kr. MEST VIÐSKIPTI O Jarðboranir 310 m.kr. 0 Eimskip 260 m.kr. 0 Baugur 118 m.kr. MESTA HÆKKUN © Jarðboranir 6,5% © Íslandssími 5,0% © Hl.br.sjóöur Búnb. 3,1% MESTA LÆKKUN © Sæplast 2,4% © Opin kerfi 1,6% © SH 1,3% ÚRVALSVÍSITALAN 1.323 - Breyting 0,04% Landsbankinn kaupir og selur í SP Formlega hefur verið gengið frá kaupum Landsbankans á 56% hlut í SP- Fjármögnun. Jafnframt hefur verið haldinn hluthafafundur í félaginu þar sem stjómarmenn voru kjömir: Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækja-, alþjóða- og fjármálasviðs Landsbankans, Hallgrimur Jónsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs vélstjóra, Ingimar Haraldsson, aðstoðarsparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Hafnaríjarðar, Stefán H. Stefánsson, framkvæmdastjóri þró- unarsviðs Landsbankans, og Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda hf. Þorgeir Baidm-sson, sem verið hefur stjómarfor- maður félagsins frá upphafi, var endur- kjörmn formaður á fymta fundi nýrrar stjómar. Landsbankinn seldi í gær sömuleiðis Sparisjóði vélstjóra 5% hlut í SP-Fjármögnun og mun eftir þá sölu eiga 51% hlut í félaginu á móti 49% hlut sparisjóða. Óbreytt atvinnuleysi frá því í apríl Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar í nóvember vora 3,2% vinnuaflsins án vinnu og í atvinnuleit. Þetta jafngildir þvi að um 5.200 einstak- lingar hafi verið atvinnulausir í nóv- ember 2002. í sams konar rannsókn í nóvember 2001 var atvinnuleysið 2,4%, eða um 3.900 manns. í byrjun apríl 2002 mældist atvinnuleysið 3,2%, eða um 5.300 manns. í tilkynningu frá Hagstof- unni kemur fram að í nóvember 2002 var atvmnuleysið 2,7% hjá konum en 3,6% hjá körlum. Atvinnuleysið var mest meðal yngstu aldurshópanna, eins og komið hefur fram í fyrri rann- sóknum Hagstofimnar, eða 7,1% meðal 16 til 24 ára. Atvinnuleysi karla í þess- um aldurshópi mældist 8,8% í nóvem- ber 2002 en 10,2% í apríl síðastliðnum. Á sama tíma reyndist atvinnuleysi meðal ungra kvenna vera 5,2% en var 3,4% í apríl 2002. Gengiö frá kaupum á Tali hf. Íslandssími keypti á miðvikudag öll hiutabréf í Tah hf. eins og samið var um við eiganda meirihluta hlutafjár í felag- inu 18. október síðastliðinn. Um er að ræða bréf Westem Wireless Intemational, Norðurljósa, T-Holding, Þórólfs Ámasonar og Ragnars Aðalsteins- sonar. íslandssimi á eftir kaupin öll hlutabréf í Tali. í framhaldi af þessum viðskiptum var kosin ný stjóm í Tali en hana skipa Stefán Héðinn Stefánsson stjómarformaður, Margeir Pétursson, Bjami K. Þorvarðarson, Friðrik Jóhanns- son og Kenneth D. Peterson, en jafriframt em þetta sömu aðilar og skipa stjóm ís- landssíma. Óskar Magnússon er því orð- inn forstjóri bæði Íslandssíma og Tals og mun verða forstjóri sameinaðs félags. Is- landssími og Tal lúta sameiginlegri stjóm frá og með deginum í gær þótt ekki verði gengið frá formlegum samruna fyrirtækj- anna fyrr en á næstu mánuðum. Félögin munu þjóna viðskiptavinum sínum sem sjálfstæðar einingar fyrst í stað en hafrn er margvísleg vinna meðal stjómenda og annars starfsfólks, m.a. við samruna kerfa og fjarskiptaneta félaganna, að þvi er kemur fram í fréttatilkynningu frá Is- landssíma. I Vióskiptaþœtti Viðskipta- blaðsins á útvarpi Sögu í gær kom fram að fengnir hafi veriö erlendir markaðs- sérfræðingar til þess að meta vörumerki sameinaðs félags. „Það mun engin tiifinn- ingasemi ráða ferðinni í tengslum við val á vörumerkjum heldur mun ákvörðunin byggjast á ítarlegum markaðsrannsókn- um,“ sagði Pétur Pétursson, upplýsinga- fulltrúi íslandssima. Viðskipti Umsjón: Viöskiptablaöið Þróunarfélagið með 44 milljónir króna í hagnað - fyrsta uppgjör sameinaðs félags EFA og Þróunarfélagsins Fyrstu níu mánuði ársins var hagnaður á rekstri Þróunarfélags Islands hf. og dótturfyrirtækja sam- kvæmt samstæðuuppgjöri 54 millj- ónir króna fyrir skatta og 44 millj- ónir króna eftir skatta. Sameining Þróunarfélags íslands hf. og Eignarhaldsfélagsins Alþýðu- bankinn hf. var staðfest á hluthafa- fundum beggja félaganna hinn 7. október síðastliðinn. Félögin voru sameinuð undir kennitölu Eignar- haldsfélagsins Alþýðubankinn hf. sem heldur þannig stöðu sem lána- stofnun en undir nafni Þróunarfé- lags íslands hf. I fyrsta uppgjöri hins sameinaða félags hafa reikningsskil Þróunarfé- lagsins eldra verið aðlöguð reglum lánastofnana og einnig samanburð- artölur fyrra árs. Árshlutauppgjörið er þannig samræmt og sýnir saman- lagðan rekstur félaganna beggja á þessu ári og fyrir sama timabil á síðasta ári. Hrein vaxtagjöld samstæðunnar voru 126 milljónir króna í stað 272 milljóna króna fyrstu níu mánuði siðasta árs. Aðrar rekstrartekjur voru 680 milljónir króna á tímabilinu, sam- anborið viö 2.914 milljóna króna rekstrargjöld árið á undan. Þessi niðurstaða skýrist í meginatriðum af þremur þáttum: Styrking krón- unnar skilar 325 milljóna króna gengishagnaði, hagstæð gengisþró- un á skráðum hlutabréfum gefur 304 milljóna króna gengishagnað og gengishagnaður af skuldabréfum nemur 48 milljónum króna. I kjölfar sameiningar Þróunarfé- lagsins og EFA hefur verið farið yfir eignasafn sameinaðs félags út frá varúðarsjónarmiði. Afskrifta- reikningur fjárfestingarhlutabréfa hefur verið myndaður til að mæta þeirri áhættu sem fylgir bréfunum en hér er ekki um endanlega af- skrift að ræða. Annars vegar er um að ræða niðurskrift, að teknu tilliti til fyrri niðurfærslu þar sem áætlað markaðsverðmæti fjárfestingar- hlutabréfanna er lægra en kostnað- arverð þeirra í heild samanlagt um 276 milljónir króna. Hins vegar er um að ræða niðurfærslu til að mæta almennri áhættu sem felst i eignum í slíkum bréfum og eru 150 milljón- ir króna gjaldfærðar vegna þeirrar áhættu. Samanlagt er mat óskráðra eigna þannig lækkað um 426 millj- ónir króna. Um þessar mundir vinnur stjórn félagsins að endurskoðun á stefnu og starfsháttum félagsins og mun niðurstaða þess starfs verða kynnt fyrir lok þessa árs. Hagstæð vöruskipti októbermánuði g Viðskipti með I erlend verð- bréf ekki meiri í tvö ár Vöruskiptin í október voru hag- stæðÝum 1,6 milljarða krónaÝen á sama tíma í fyrra voru þau hins vegar hagstæð um 2,2 milljarða. Hins vegar verður að hafa í huga að á sama tíma í fyrra voru skilyrði mun hagstæðari og stóð gengisvísi- tala krónunnar að meðaltali í 143 stigiun í október. Þannig voru öll skilyrði til útflutnings mun betri og innflutnings verri. 29. nóvember 2001 fór gengisvísi- tala krónunnar í hæsta skráða gildi sitt, eða 151,68 stig, en á milli 29. og 30. nóvember 2001 styrktist krónan svo um rúmlega 2%. í lok nóvember í fyrra tilkynnti Hagstofa íslands, flestum markaðsaðilum að óvörum, um hagstæð vöruskipti, en mánuð- ina þar á undan höfðu vöruskiptin verið óhagstæð. Þannig mörkuðu vöruskiptin í október í fyrra eins konar tímamót og hafa vöruskiptin verið jákvæð flesta mánuði síðan þá. Gengi krónunnar hefur sömu- leiðis styrkst mikið. Afgangur á vöruskiptunum við útlönd fyrstu tíu mánuði ársins nemur um 11,9 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 12,6 milljarða. 24,5 milljarða króna viðsnúningur hefur því orðið í vöruskiptum og munar þar mest um að útflutningsverð- mæti sjávarafurða hefur aukist um 11% en þau eru um 63% alls útflutn- ings. Gífurleg aukning hefur einnig orðið i útflutningi annarra iðnaðar- vara og hefur hann aukist um 42% en aukning í útflutningi þeirra or- sakast aðallega af auknum útflutn- ingi lyfja, lækningavara og annarra hátæknivara. Innflutningur hefur einnig dregist saman um 5% en það stafar fyrst og fremst af samdrætti í innflutningi á fjárfestingarvörum og flutningatækjum. Viðskipti með erlend hlutabréf hafa ekki verið meiri í einum mánuði frá september 2000. Hrein kaup erlendra verðbréfa í október námu tæplega 5.800 millj- ónum króna miðað við hreina sölu fyrir 240 milljónir króna i sama mánuði í fyrra. Þar af námu hrein kaup á erlendum hlutabréfum rúmum 2 milljörðum króna miðað við 375 milljónir í sama mánuði í fyrra. I Hálffimm fréttum Búnað- arbankans í gær kemur fram að hrein sala skuldabréfa í október var rúmar 200 milljónir króna, samanborið við 74 milljónir í októ- ber 2001. Nettókaup á erlendum verðbréfum frá janúar til október á þessu ári námu 21.800 milljónum króna en voru 5.686 frá janúar til október á siðasta ári. Undanfarið hafa erlendar hluta- bréfavísitölur tekið verulega við sér og lítur út fyrir að áhugi fiár- festa á erlendum verðbréfum sé að glæðast á ný, enda af mörgum talið að kauptækifæri sé víða að finna í erlendum félögum um þess- ar mundir. Erfiðleikar hjá bílaumboðum Eftir mikinn uppgang efna- hagslifsins á árunum á síðari hluta 10. áratugar síðustu ald- ar má segja að afar snögg um- skipti hafi orðið á árinu 2001 sem bílaumboðin á íslandi hafa ekki farið varhluta af. Eftir mikinn innflutning og sölu á nýjum bílum á upp- gangstímanum var sem fótunum væri kippt undan bilafyrirtækjun- um í fyrra og hefur sala nýrra bíla ekki verið svipur hjá sjón í tæp tvö ár. Innflutningur nam að meðaltali 1373 bílum á mánuði frá 1997 til 2000 en var einungis tæplega helmingur af því í fyrra, eða 752 bflar. Það sem af er þessu ári hefur sigið enn meira á ógæfuhliðina. BOaumboðin geta þó huggað sig við að neðar verður varla komist í núverandi niöur- sveiflu. Óhætt er að segja að einstaka bOaumboð hafi staðið afar höUum fæti þegar reksturinn í fyrra var gerður upp. Áframhald samdráttar í bOasölu á þessu ári hefur því ein- ungis gert þeim erfiðara fyrir. Það er ljóst að nokkur fyrirtæki hafa verið illa í stakk búin að taka við þeirri niðursveiflu sem riðið hefur yfir þennan markað á undanfömum tveimur árum. Þannig voru ein- staka fyrirtæki gerð upp með tapi á árinu 2000 þegar bOainnflutningur var sem mestur. Það veröur þó að segjast að mikO samkeppni, mun meiri en á mörgum öðrum sviðum á íslandi, gerir íslenskum bOaumboð- um erfitt um vik að hagnast vel á hverri krónu sem kemur í kassann. Þessi staðreynd sést ágætlega í framlegðarhlutfaOi þeirra. TO að mynda var meðalframlegð (hagnað- ar fyrir afskriftir og fiármagnsliði) Heklu, Ingvars Helgasonar, B&L og Brimborgar einungis 1,58% á árinu 2000 en á því ári voru fluttir inn 1426 bOar á mánuði og var innflutn- ingurinn einungis meiri árið á und- an sé horft aftur tO ársins 1990. Hekla hækkar þá tölu nokkuð enda með framlegð upp á 3,36%. Sé Heklu sleppt úr meðaltalinu fæst framlegð upp á tæplega 1%. V E I Ð I K L Æ R VEIEII-MATARGERÐ-NÁTTÚRA Jólagjöf matgœðingsins Myndbandsspólan VEIÐIKLÆR Fæst í Hagkaupum, Esso og betri veiðibúðum. “áhorfandinn ærist um stund af matariöngun" Sæbjörn Valdimarsson mbl. 31.10.02

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.