Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2002, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2002, Síða 16
+t 16 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvœmdastjóri: Hjatti Jónsson Aöalritstjórí: Óli Björn Kárason Ritstjórí: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: augiysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrí: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plótugarö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Fólk í fátœktargildru Glöggt hefur komiö fram und- anfarna daga að talsveröur hópur fólks, einkum ungar, einstæöar mæöur meö eitt eöa fleiri börn, er fastur í fátæktargildru. Þær eru oftar en ekki atvinnulausar og gengur illa aö fá vinnu vegna reynsluleysis á vinnumarkaði. Þær eru nauöbeygðar til þess aö keppa viö aöra um dýrt leiguhúsnæði, skjól sem þó er þeim ofviða fjárhagslega. Þegar verst lætur veröa þær að leita til ættingja eöa stofnana um mat og klæði handa sér og sínum. Ólíöandi er í okkar velferöarþjóöfélagi aö fólk sem vill standa á eigin fótum og sjá sér farborða geti þaö ekki. Ung einstæð móöir í þessari stööu gekk fram fyrir skjöldu í DV fyrr í vikunni og lýsti aðstæðum sínum, áhyggjum og von- leysi. Hún geröi þaö í þeirri von aö þaö varpaði ljósi á stööu sem fjölmargar einstæöar mæöur eru í. Saga hennar er ákall um hjálp, ekki aðeins í eigin þágu, einnig annarra sem fastir eru í fátæktargildru. Unga móöirin er atvinnulaus en lifir í þeirri von aö fá vinnu. Fái hún hana þarf hún aö koma barni sínu á leik- skóla. Hún er í óvissu vegna þess að svör um vist þar hafa dregist. Konan leigir kjallaraíbúð fyrir sig og barnið. Fyrir þá íbúö ber henni aö greiða 70 þúsund krónur á mánuöi svo augljóst má vera aö hún nær endum ekki saman. Því er hún að missa íbúðina. Hún hefur leitað eftir félagslegri íbúö en er sagt að biðin þar sé 2 til 3 ár. Ódýrari leiguíbúð fær hún ekki og segir fólk ógjaman vilja leigja einstæðum mæörum. Hún hefur oröiö að leita til Mæðrastyrksnefndar um fatnað og mat. Þetta er vond staða ungrar konu sem er aö berjast við aö fóta sig í samfélaginu og er ákveðin aö standa sig, hvaö sem á dynur. Það er samstaða um þaö í þjóðfélaginu að allir eigi rétt á sómasamlegu húsaskjóli, fæði og klæðum. Þaö kom glöggt fram eftir aö DV birti viötalið viö ungu konuna. Viöbrögö almennings vom sterk og aðstoð var boðin. Lára Björnsdótt- ir, félagsmálastjóri Reykjavíkur, segir yfirvöld leggja ofur- kapp á að styöja fólk í þessari stööu enda sé þar um aö ræöa barnavernd í víötækum skilningi. Þjónusta okkar, sagöi Lára, miðar aö því aö rjúfa þá fátæktargildru sem allt of margir eru í. Félagsmálastjóri sagði þaö staðreynd aö margir þyrftu aö bíöa eftir félagslegum ibúöum. Framboöiö væri ekki nóg. Hins vegar væri átak áætlað á næsta ári, m.a. meö því að bjóöa einhverjum sem væru inni í kerfinu aðrar lausnir og losa þannig um íbúðir. Allar umsóknir væru metnar með tilliti til aðstæöna og þeim síöan forgangsraöaö. Félagsþjón- ustan mun og reyna aö fá sérstaka heimild til aö greiða fyr- ir leikskóla, skólamáltíöir og heilsdagsgæslu eða tómstund- ir fyrir böm fátækra foreldra. Sérstaklega er horft á fátæku börnin í ár, þ.e. böm fátækra foreldra sem hafa verið und- ir tekjumörkum sem miðað er viö. Gott er til þess aö vita aö Félagsþjónustan í Reykjavík beinir augum sínum sérstaklega aö þeim sem sannarlega era í neyð. Aögerðir þær sem boðaðar eru á næsta ári lofa góöu en leysa þó ekki í sviphending vanda þeirra sem eru í stööu einstæðu móðurinnar sem fyrr var lýst. í slíkum til- fellum þarf að koma til bráðaaðstoð. Félagsþjónustan í Reykjavík, og hliöstæðar stofnanir í öðrum sveitarfélögum, verða aö geta brugðist skjótt viö, beitt bráðabirgðaúrlausn- um þar til varanleg úrræöi finnast. Við þaö veröur ekki unað aö ungt fólk sé fast í fátæktar- gildru, fólk sem hefur fullan vilja til þess að bjarga sér en sér ekki fram úr vandanum, fólk sem býr við húsnæðis- og jafnvel matarskort í allsnægtasamfélaginu. Viö slíku þarf aö bregðast viö skjótt. Jónas Haraldsson 17 DV Skoðun Samstaða í réttindabaráttu Viðar Thorsteinsson ritari Féiagsins ís- land-Palestína Þann 29. nóvember á hverju ári er þess minnst aö á þessum degi árið 1947 var tillaga um skipt- ingu Paiestínu í ríki gyð- inga og ríki araba sam- þykkt í Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að tillagan hafi fallið í misjafnan jarðveg á sínum tíma er ljóst að í dag er það á henni sem all- ar friðarumleitanir á svæðinu verða að byggja. Friður á hemumdu svæð- unum og í ísrael verður ekki tryggð- ur nema með því að réttur beggja þjóða, ísraela og Palestínumanna, til að búa í eigin ríki verður tryggður. Allar ályktanir Sameinuðu þjóðanna seinustu hálfa öldina hafa kveðið á um það skýrum rómi að ísraelum sé óheimilt að halda Palestínumönnum fongnum á eigin landi, og að ílótta- menn fái að snúa aftur til heimiia sinna. Um hvað snýst baráttan? Auðvelt er að láta þá staðreynd fram hjá sér fara að deilan snýst í raun um sjálfsögðustu réttindi hverrar þjóðar. Moldrykið sem skap- ast hefur i kringum yfirstandandi átök beinir oft sjónum frá þessu grundvallaratriði. Ofstækismenn láta í veðri vaka að stríð þetta snúist um trúarbrögð, og harðlínumenn í ísrael láta svo heita að kúgunin á Palestínumönnum sé liður í striði gegn hryðjuverkum. í fjölmiðlum er stundum talað eins og átökin séu ein- hvers konar meinloka á milli þeirra „Fyrir Palestínumönnum snýst baráttan um að fá að lifa án ótta við stöðugar ofsóknir hers og landnema, og geta fengið vissu fyrir því að heimili þeirra verði ekki lögð í rúst og þeim gert að flýja til annarra landa. “ Arafats og Sharons. En deilan snýst alfarið um réttinn til að búa sem frjáls þegn í eigin landi, því Palest- inumenn geta ekki unað þvi að lifa undir járnhæl ísraelsks hemáms öllu lengur. Baráttan fyrir réttinum til að búa sem frjáls þegn í eigin landi er ekki bara barátta fyrir orðum á blaði. Fyrir Palestínumönnum snýst bar- áttan um að fá að lifa án ótta við stöðugar ofsóknir hers og landnema, og geta fengið vissu fyrir því að heimili þeirra verði ekki lögð í rúst og þeim gert að flýja til annarra landa. Baráttan snýst um að geta komist til vinnu svo að framfleyta megi fjölskyldunni, að börnin komist í skóla og að aldraðir geti notið sjálf- sagðrar heilbrigðisþjónustu. Sandkom Tómas m. Olrich Svo viröist sem Tómas I. Olrich menntamálaráðherra gæti þurft að sætta sig við að verða Tómas IH. og skipa þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í nýju Norðausturkjördæmi, en tiiiaga kjör- neöidar verður lögð fram og kosið um hana á kjördæmisþingi á laugardag. Halldór Blöndal verður örugglega í fyrsta sæti og Austfirðingar taka ekki í mál að Norðlendingar hirði tvö efstu sætin og krefjast þess að þing- maður þeirra, Ambjörg Sveinsdóttir, skipi annað sæti. Það er svolítið snúið fyrir ráðherra að sætta sig við slíkt og víst að það verður ekki gert möglunarlaust. Austanmenn gætu á endanum þurft að höfða til gáfna og vísdóms menntamála- ráðherra með því að benda honum á, að sá vægi sem vitið hefur meira... Hvað kjósa Kratar? Eins og glöggur fjölmiðlamaður benti á á dögunum lítur út fyrir að listi Samfylkingarinnar í suðurkjördæminu í Reykjavík verði mikill Þjóðvakalisti. Hann skipa Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Mörður Ummæli Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu „Við þurfum að flytja ákvörðunar- vald í velferðarkerfinu í auknum mæli til notenda. [...] fá notendunum kaupendahlutverkið og kalla þar með fram fjölbreytilegar lausnir og kröfur um gæði. Og í sama tilgangi auka vægi einkarekstrar, félagavæðingar og sjálfseignarstofnana í félags- og heil- brigðiskerfmu. Það er nefnilega misskilningur margra kynslóða velferðarstjómmálamanna að verkefnið sé að flytja völdin og verkefnin til hins opinbera." Helgi Hjörvar varaborgarfulltrúi í erindi á morgunveröarfundi Fjöl- skyldu- og þróunarsviös Reykjavíkurborgar um velferðarkerfiö. Tími slæðukvenna liðinn „Hinir almennu stuðningsmenn flokksins vilja að þingmenn hans og málsvarar séu fólk sem stendur sig í kappræðu gegn andstæðingum. Það er liðin tíð að sandkorn@dv.is Ámason, sem öll voru í þingflokki Þjóðvaka. Það var meðal annars vegna þessarar vinstri-slagsíðu sem fyrrverandi for- maður Sambands ungra jafhaðarmanna gekk í Sjálfstæðis- flokkinn á dögunum. Fullyrt er að hægrikratar í suðurkjör- dæminu kvíði orðið kosningunum og viti vart hvað þeir eigi að kjósa, en ögurstund rennur upp á laugardag þegar kastað verður upp á það í Valhöll í hvoru kjördæmanna listar Dav- íðs og Geirs verða. Þeim þykir listi Davíðs heldur hægrisinn- aður, en hinn skárri... Þeir verst settu Kjarasamningar opinberra starfsmanna eru ekki alltaf gagnsæir. Þegar samið var við Starfsmarmafélag ríkisstofnana síðast var gerð bókun um að bæta skyldi kjör þeirra sem væru á lægstum töxtum. Fjár- laganefnd hefur nú lagt til að gert verði ráð fyrir 263 milljónum króna í fjárlögum til að efiia þennan samning. Fjárlagaliður- inn heitir „Framlög samkvæmt kjarasamningum til að bæta kjör þeirra sem lakast eru settir." Efst á blaði á feiknarlega löngum lista stofnana sem skipta þessum framlögum með sér er sjálft embætti forseta íslands ... ' ' ' O Sjálfstæðisflokkurinn geti leyft sér að tefla fram hálf- gerðum dulum sem hafa sér það helst til ágætis, að því er virðist, að hafa verið duglegar við að færa til stóla í flokksstarfmu. Tími slæðukvennanna er liðinn. Kven- frambjóðendur flokksins verða héðan í frá að hafa munninn fyrir neðan neflð og standast karlframbjóð- endunum snúning í kappræðu." Jakob F. Ásgeirsson í grein í Viöskiptablaðinu. Hvenær tapar kona? „Ekki bar þó á þvi að ósigur Sigríðar [Stefánsdóttur fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni í formannskjöri í Al- þýðubandalaginu 1987] væri tekinn til marks um að Alþýðubandalagið „hafnaði konum“, en eins og menn vita er slíkt jafnan hrópað ef kona sigrar ekki í kosn- ingum í vissum öðrum stjómmálaflokkum. Slíkum hrópurum virðist ekki koma til hugar að kona geti tapaö kosningu af öðrum ástæðum en að hún sé kona.“ Vefþjóöviljinn á Andríki.is Réttindabaráttan Ástandið á hernumdu svæðunum er hræðilegt. Um þetta geta yfir nú tíu íslenskir sjálfboðaliðar vitnað sem dvalist hafa þar til lengri og skemmri tíma síðan í apríl á þessu ári. Stuðningur íslendinga við rétt- indabaráttu Palestínumanna fer nú ekki einungis fram með fjárframlög- um heldur líka með því að senda fólk á vettvang. Hlutverk þessara sjálf- boðaliða er að taka þátt í starfi sjúkraliða og pólitískum aðgerðum, auk þess að veita vemd með nær- veru sinni. Ekki síst skiptir máli að standa vörö um ólífuuppskeru palest- ínskra bænda, en þeir verða um þessar mundir fyrir miklu aðkasti hers og landnema. Á laugardaginn stendur Félagið ís- land-Palestina fyrir fundi undir slag- orðinu ‘Samstaða í verki’, þar sem 29. nóvember verður minnst og sjálf- boðaliðar segja frá reynslu sinni í Palestínu. Fundurinn, sem haldinn verður á Komhlöðuloftinu við Lækj- arbrekku og hefst klukkan 15.00, er kjörið tækifæri fyrir íslendinga að kynna sér hvemig styðja má í verki við réttindabaráttu Palestínumanna. Friöur er markmiðið Því miður er það oft svo að áhugi almennings og fjölmiðla á alþjóðleg- um deilum tekur að minnka eftir því sem þær standa lengur. Nú þegar uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum hefur staðið í á þriðja ár er hættan sú að eyru okk- ar dofni. Það má ekki gerast, því ástandið hríðversnar á hemumdu svæðunum með hverjum mánuði. Því lengur sem útgöngubönn og vegatálmar hefta palestínskt þjóðfé- lag, því ómögulegra verður að halda því starfhæfu. Atvinnuleysi, hungursneyð og ör- vænting blasa við hvert sem farið er á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu. Við megum því ekki missa sjónar á þvi markmiði að koma á friði - en það verður einungis gert með því að þrýsta á ísrael að fara að samþykkt- um Sameinuðu þjóðanna. Dansað í kringum lögin Sigríður Ásthildur Andersen lögfræöingur Kjaliari Þaö er ekki gott að átta sig á því hvort aðgerðir borgaryfirvalda, og ým- issa sveitarfélaga, í mál- efnum nektardansstaða einkennast af pólitískum rétttrúnaði eða bara hreinlega ofboðslegu stjórnlyndi. Það er þó í öllu falli Ijóst, að for- svarsmenn þessara sveit- arfélaga hafa lagt tölu- vert á sig til að gera hag þessara dansstaða sem minnstan. Það er auðvitað nærtækt að æfla, að um hið fyrmefiida sé að ræða, þar sem meðal þátttakenda i aðförinni að nekt- ardönsum virðast vera ýmsir sem reyna allajafha að telja öðrum trú um að þeir séu hreint ekki stjómlyndir. En þetta skiptir nú kannski ekki öllu máli því í raun er pólitiskur rétttrúnaður ekkert annað en tilraun til ægivalds yfir skoðunum manna. Allir nema einn Nú hefúr því þannig verið háttað, að þeir skemmtistaðir sem sérhæfa sig í nektardansi hafa starfað samkvæmt lögum um veitinga- og gististaði og hef- ur lítið verið efast um lögmæti rekst- ursins. Sérkennilegt hefúr því verið að fylgjast með borgaryfirvöldum fetta fingur út í einstaka þætti þessa rekst- urs. Nú síðast með setningu lögreglu- samþykktar sl. vor um bann við svokölluðum einkadansi. Þrátt fyrir að fyrir lægi, að slíkt bann, sett með þessum hætti, væri ekki í samræmi við lög um lögreglusam- þykktir og væri einnig mjög trúlega brot gegn stjómarskrárvörðum rétti manna til atvinnu að eigin vah, þá veigruðu borgarfuiltrúar sér ekki við því að samþykkja áðumefiida lögreglu- samþykkt. Að auki lá fyrir, að töluvert margir höfðu haft atvinnu af þessum einkadansi. Að vísu voru ekki allir borgarfulltrú- amir sannfærðir um réttmæti þessa stjómarskrárbrots, því einn borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokks sat hjá. Aðrir borgarfulltrúar töldu sér trú um það, að þeir sjálfir, miklu frekar en löggjafinn, væm þess umkomnir að vega og meta hvaða hegðun væri ósæmileg og um leið að skeröa efnhagslegt frelsi tiltek- inna einstaklinga. Ekkert hefur komið fram sem gæti varpað ljósi á þessa furðulegu afstöðu borgarfulltrúanna flórtán. Það lá meira að segja fyrir að sérlegur lögmaður borgarinnar mælti ekki með þessum nýstárlegu hugmynd- um borgarfulltrúanna um hlutverk þeirra í lagasetningu. Að vísu verður að virða það borgar- fultrúunum fjórtán til vorkunnar, að „Það er hins vegar ekki jafn sjálfgefið, eða eðlilegt, að opinberir aðilar hamist fyr- ir dómstólum, þvert ofan í ráð eigin lögmanna, til að berja í gegn íþyngjandi að- gerðirgegn borgurunum.“ dómsmálaráðuneytið var einhverra hluta vegna mjög reiðubúið til að taka þátt í þessari lagasetningu gegn starfs- mönnum nektarstaðanna. Með fyrir- framgefnu áliti sínu gaf ráðuneytið það út, að ráðherra myndi hiklaust stað- festa lögreglusamþykkt borgarfulltrú- anna. Kemur ekki á óvart Og nú hefur héraðsdómur kveðið upp úr um það, sem margir héldu nú fram i upphafi, að lögreglusamþykkt þessi stæðist ekki lög. Hvemig skyldu þá borgaryfirvöld bregðast við? „í sjálfu sér koma þessi úrslit mér ekki á óvart,“ sagði staðgengill borgarstjóra eftir uppkvaðningu dómsins. - Það var nefnilega það. Því skyldi maður nú æfla, að borgar- yfirvöld láti nú hér við sitja eða í versta falli vinna að því á réttum vettvangi að fá þessa dansskemmtun bannaða. En það er nú öðru nær. Borgin hefúr tekið ákvörðun um að áfrýja þessum dómi til Hæstaréttar, í þeirri von sjálfsagt, að pólitískur rétttrúnaður fái blindað þá sem þar sitja. Það er nú þaimig, að lögmönnum ber almennt að forðast það, að skjólstæð- ingar þeirra fari fyrir dómstóla með mál sem augljóslega eru töpuð. Auðvit- að sjá þó menn oft ástæðu til aö láta reyna á sinn málstað fyrir dómi, jafnvel þótt hann sé fyrirfram ekki talinn sig- urstranglegur. Það er mikilvægt að menn hiki ekki við það að fá úr ágreiningsmálum sín- um skorið fyrir dómstólum. Það er hins vegar ekki jafii sjálfgefið, eða eðlilegt, að opinberir aðilar hamist fyrir dóm- stólum, þvert ofan í ráð eigin lög- manna, til að berja í gegn íþyngjandi aðgerðir gegn borgurunum. Einkum og sér í lagi þegar fyrir liggur önnur og eðlilegri aðferð til þess ama. Villta vestrið Sigurður A. Magnússon rithöfundur Talsmaður Trygginga- stofnunar ríkisins hafði ekki alls fyrir löngu við orð, að framferði þriggja bæklunarlækna og tveggja augnlækna gagn- vart sjúklingum benti til, að í reynd værum við stödd í Villta vestrinu. Umræddir læknar höfðu þverbrotið iög og með svívirðilegum hætti fé- flett illa stadda skjól- stæðinga. Vissulega hafa læknar af ísjár- verðu kæruleysi fjarlægst hugsjón Hippókratesar og eiðinn sem við hann er kenndur, þegar fégræðgi er látin sitja í fyrirrúmi fyrir þjónustu viö þá sem um sárt eiga að binda. Getur það til dæmis talist eðlilegt eða æskilegt að einstakir læknar - jafnvel þó sérfróðir séu - hafi þrí- tug- til fertugföld árslaun okkar sem vinnum myrkranna á milli til að hafa fyrir nauðþurftum? Þeir skáka vitaskifld í því skálkaskjóli að flest þurfum við einhvemtíma á lífsleið- inni til þeirra að leita, og þá er eins gott að pyngjan sé ekki lauflétt! Tvö önnur dæmi En það er miklu víðar í íslensku þjóðfélagi sem andi Villta vestursins svífur yfir vötnum. Tökum til dæm- is nýafstaðið prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Þar lentu þeir tveir þingmenn flokksins, sem helst verða orðaðir við mannúðarsjónar- mið og félagslega ábyrgðarkennd, þær Katrín Fjeldsted og Lára Mar- grét Ragnarsdóttir, í ellefta og tólfta sæti, en ofar á listann voru valdir þrír einsýnir og ofstækisfullir post- ular nýfrjálshyggjunnar úr röðum yngri manna, og er ótvíræð bending um hvert stefnir á hægri væng stjórnmálanna. Og það sem var einna hlálegast: formaöur Lands- sambands sjálfstæðiskvenna tjáði sig hæstánægða með „sterkan lista“, en lét sér í léttu rúmi ligga, að í tíu efstu sætum listans voru einungis tvær konur, og ekki ýkjakvenlegar! Geri aðrir talsmenn kvenréttinda betur! Enn mætti nefna það frumhlaup ríkislögreglustjóra að láta handtaka og fangelsa Ástþór Magnússon og þverbrjóta þannig nýsett hryöju- verkalög. Hvað sem annars má um athafnir Ástþórs segja, þá gerði hann í þessu tilviki ekki annað en benda á það sem hverjum heilvita manni liggur í augum uppi: Þegar íslendingar afráða að taka virkan þátt í hemaðarbrölti Bandaríkjanna 1 .. /i |jð"V^: I ,4^ ‘ Uii'! • 1 ’ :■ Sr! . „Heilbrigt samfélag hefur að meginmarkmiði að skapa öllum þegnum viðunandi kjör. Þjónusta við þegnana er grundvallarþáttur í þeirri viðleitni að treysta og efla siðmenntað samfélag. “ eða NATO, þá eru þeir að bjóða heim hættunni á hryðjuverkum. Á sínum tíma orðfærði ég þann „rökstudda grun“, að meðan við værum með bandaríska herstöð í Keflavík, yrði ísland fyrsta skot- mark Sovétríkjanna, ef til kjam- orkustyrjaldar kæmi. Á þeim tima kom víst engum forráðamanni lög- gæslunnar til hugar aö draga mig fyrir dóm eða loka mig bakvið lás og slá! Gerræðið sem lýsir sé í hand- töku Ástþórs en enn eitt hrollvekj- andi dæmi um þann anda Villta vestursins sem óðfluga ryður sér til rúms hérlendis. Innanmein Samfélagi, sem lætur stjómast af blindri gróðafikn, má líkja við sjúk- ling sem þjáist af hægfara innan- meini og kann að draga hann til dauða. Heilbrigt samfélag hefur að meginmarkmiði að skapa öllum þegnum viðunandi kjör. Þjónusta við þegnana er grundvallarþáttur í þeirri viðleitni að treysta og efla sið- menntað samfélag. Það skildu Bandaríkjamenn á sínum tíma þeg- ar háttsemi Villta vestursins var að leiða þá í ógöngur, þó mjög hafi reyndar sigið á ógæfuhliðina undan- fama áratugi. Á síðustu tímum hef- ur þeim hugsunarhætti vaxið fiskur um hrygg í efri lögum íslensks sam- félags, að samvinna, samhjálp, sam- ábyrgð og jafnvel samviska séu hug- tök sem heyra til liðinni tíð. Nú eigi kjöroðið að vera allir gegn öllum og hver fyrir sjálfan sig! Þessi hugsunarháttur blasir við hvert sem litið er. Öryrkjar og elli- lifeyrisþegar lifa við skammarleg kjör í einu auðugasta ríki heims. Stjómvöld láta sem þau séu aö bæta kjör þeirra, en hrifsa jafnharðan bætumar til baka með lækkuöum skattleysismörkum, meðan réttmæt- um sköttum er létt af stóreigna- mönnum og fyrirtækjum. Að þessu standa fulltrúar þjóðarinnar sem tryggt hafa sjálfum sér himinháar eftirlaunagreiðslur þegar „þjón- ustu“ þeirra við landslýðinn lýkur. Þjónustustofnanir eru orðnar hrein fjárgróðafyrirtæki þarsem þörfum hluthafa, forstjóra, fram- kvæmdastjóra og annarra silki- húfna er veittur forgangur umfram þarfir viðskiptavina. Þetta á við um banka, tryggingafélög, olíufélög, póst, síma, verslunarkeðjur og nán- ast öll þau fyrirtæki sem í öndverðu áttu að þjóna almenningi. Yfirgang- ur Landsvirkjunar og LÍÚ (sægreif- anna) er líka nöturlegt dæmi um sömu öfugþróun, að ekki sé mhmst á glæfralegt fjárhættuspil íslenskrar erfðagreiningar. - Er nema von manni blöskri? +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.