Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003
19
Snæfell-Skallagr. 97-93
1-0, 5-4, 5-7, 16-12, 16-17, 21-19, (26-28),
28-28, 38-34, 38-39, 44-39, (49-44), 56-44,
54-50, 56-56, 66-65, 73-65, (76-70), 80-70,
89-78, 89-89, 92-91, 96-91, 97-93.
Stig Snœfells: Hlynur Bæringsson 27, 11
Clifton Bush 22, Lýöur Vignisson 12,
Sigurbjörn Þórðarson 10, Selwyn Reid 7, Helgi
Guðmundsson 6, Jón Ó. Jónsson 6, Atli R.
Sigurþórsson 5, Andrés Heiöarsson 2.
Stig Skallagrims: Donte Mathis 37, Pétur
M. Sigurðsson 14, Valur Ingimundarson 14,
Darko Ristic 10 Milosh Ristic 10, Pálmi
Sævarsson 6, Hafþór Gunnarsson 2.
Dómarar (1-10):
Einar Einarsson og
Bjami Gaukur
Þórmundsson (8).
Gϗi leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur: 370.
Maöur leiksins:
Clifton Bush, Snæfelli
Fráköst: Snæfell 34 (9 í sókn, 25 í vöm,
Bush 15), Skallagrímur 24 (13 í sókn, 11 í
vöm, Ristic 6, Mathis 6)
Stoösendingar: Snæfell 25 (Helgi 11),
Skallagrímur 14 (Valur 8).
Stolnir boltar: Snæfell 7 (Hlynur 3),
Skallagrímur 4 (Ristic, Mathis, Pétur,
Valur).
Tapadir boltar: Snæfell 6, Skallagr. 7.
Varin skot: Snæfell 6 (Hlynur 3),
Skallagrímur 0.
3ja stiga: Snæfell 21/8 (38%),
Skaílagrímur 23/9 (39%).
Víti: Snæfell 32/19 (59%), Skallagrímur
21/16 (76%).
Snæfell vann
í grannaslag
Heldur byijaði atið þunglama-
lega, þegar Skallamir sóttu
Hólmara heim í Intersport-deild-
irrni á föstudagskvöld en að lokum
unnu Snæfellingar 97-93 sigur.
Það var spenna í loftinu og hún
hafði þau áhrif á leikinn allan að
liðsvömin slaknaði og sóknimar
einkenndust af einstaklingsfram-
taki, en það eru sígild merki slíkra
fjandvinauppgjöra. Stemingin á
pöllunum var og mögnuð, þar átt-
ust félögin við af einurð, en stór
hópur áhangenda fylgdi sínum
mönnum úr Borgamesi.
350 manns sátu þétt saman og
glöddust og reiddust á víxl, í mesta
bróðerni. Leikmenn beggja fóm
sér hægt í byrjun og dómaramir
höfðu fost tök frá upphafi og héldu
sér við þau út í gegn, þannig að
góður heildarsvipur var á verkum
þeirra. Leikurinn var jafn allan
tímann, fyrsta hluta leiddi Skalla-
grímur 26-28, en svo tóku heima-
menn aðeins frumkvæði og höfðu
yflr í hálfleik, 49-44. Spennan jókst
eftir þvi sem á leið og í upphafi síð-
asta hluta jók Snæfell bilið í tíu
stig og náði mest ellefú stiga for-
ystu um hann miðjan, 89-78.
Þá spýttu Skallarnir í lófana og
jöfnuðu, 89-89. Þá lifðu u.þ.b. tvær
mínútur leiks og pumpan farin að
slá örar. Snæfell náði forystu strax
aftur meö 3ja stiga körfu Sigur-
bjarnar Þórðarson. í stöðunni
94-91 geystist sá nýi Skaili, Donte
Mathis, af örýggi upp völlinn með
knöttinn, en Sigurbjöm fiskaði
sóknarvillu á Mathis og gerði von-
ir gestanna um sigur að engu. Bak-
vörðurinn Mathis var yfirburða-
maður í liði gestanna. Valur þjálf-
ari var ólseigur og skilaði sínu.
Þeir Ristic-bræður af Balkanskaga
léku sinn fyrsta leik í Intersport-
deildinni og munu styrkja lið
Skailagríms þegar þeir ná áttum.
Hlynur Bæringsson og Clifton
Bush bám leik Snæfells uppi, Lýð-
ur Vignisson lék prýðilega, og Sig-
urbjöm var eins og grár köttur í
vöminni. Sá nýi hjá Snæfelli,
Selwyn Reid, sýndi ágæta takta á
köflum og mun nýtast liði sínu
innan skamms.
„Vörnin var ekki að mínu skapi,
en það er gott að landa sigri í
svona spennuleik,” sagði Bárður
Eyþórsson, þjálfari Snæfells.
„Mér finnst ofsalega gaman að
spila svona nágrannaleiki, sérstak-
lega héma á Islandi. Heiður leik-
manna er í veði og hjartað slær til
sigurs og stuðningsmennimir
hugsa alveg eins. Borgnesingar
mega vera stoltir af sinu liði. Nú
get ég ekki beðið eftir að mæta Kefl-
víkingum í bikarúrslitum,” sagði
Clifton Bush glaður í bragði. -HÞ
Sport
Hallarhátíð Keflvíkinga
- fram undan eftir að karlaliðið fylgdi konunum í bikaúrslitin
Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úr-
slitum Doritos-bikarkeppni karla
með góðum sigri á ÍR-ingum á laug-
ardag. Lokatölur urðu 95-81 eftir að
gestimir höfðu haft 45-46 forystu i
hálfleik.
ÍR-ingar byrjuðu leikinn með lát-
um og 1:2:1:1 pressa þeirra niður í 2:3
svæðisvörn gerði Keflvíkingum lífið
leitt framan af. ÍR náði mest 8 stiga
forystu en Keflvíkingar náðu að
minnka muninn í 22-23. Það var
einkum í sóknarfráköstunum sem ÍR
vann sér inn forystu og einnig leystu
leikmen pressuvörn Keflvíkur mjög
vel. En Keflvíkingar áttu þó
lokaorðið í hálfleiknum og Guðjón
Skúlason gerði 3ja stiga körfu á
lokasekúndu fyrri hálfleiks.
í síðari hálfleik snerist dæmið
hins vegar við. Keflvíkingar tóku
forystu og létu hana í raun aldrei af
hendi. Þeir náðu með sterkum varn-
arleik að snúa leikmjm sér í hag og
höfðu yfir, 60-52, þegar skammt var
eftir af þriðja leikhluta. Gestirnir
tóku sig þá taki, leiddir áfrcun af
Eugene Christopher, og gerðu 8 stig
í röð og leikurinn orðinn jafn að
nýju. Keflavík svaraði áhiaupinu
með 7 síðustu stigum leikhlutans og
staðan því 67-60 þegar fjórði leik-
hluti fór af stað.
Magnús snögghitnaði
Magnús Gunnarsson hafði gert 2
stig i fyrstu 3 leikhiutunum en
minnti á sig með 3ja stiga körfu sem
kom Keflvíkingum í 10 stiga forystu
í fyrstu sókninni. ÍR-ingar fóru að
flýta sér og töpuðu boltanum oft
klaufalega og munurinn var 12 stig,
77-65, þegar ÍR náði loks góöum
kafla og Eiríkur Önundarson minnk-
aði muninn í 77-72 með 3ja stiga
körfu þegar leikhlutinn var rétt
hálfnaður. En þá var komið að
Damon og Magnúsi sem gerðu sína
3ja stiga körfuna hvor og Keflviking-
ar aftur komnir yfir 10 stiga foryst-
una ^g hana létu þeir ekki af hendi
þótt ÍR-liðið berðist til loka leiks og
Magnús Gunnarsson kórónaði frá-
bæran leikhluta með 3ja stiga körfu
á lokasekúndunni.
Hjá Keflvíkingum átti Damon
Johnson finan leik. Sverrir Þór var
atkvæðamikill í fyrri hálfleik þegar
hann gerði 10 af 14 stigum sínum og
Magnús var frábær í lokaleikhlutan-
um þar sem hann gerði 14 stig og þar
af fjórar 3ja stiga körfur. Edmund
Saunders átti einnig finan alhliða
leik þó svo að hann væri ekki áber-
andi í stigaskoruninni.
ÍR-ingar spiluðu eflaust einn sinn
besta leik i vetur þó að uppskeran
væri ekki eins og til var sáð. Þeir
mættu grimmir til leiks og Keflvík-
ingar réðu ekkert við þá í fráköstun-
um í fyrri hálfleik. Eugene
Christopher átti mjög góðan leik fyr-
ir gestina. Fannar Helgason átti góð-
an fyrri hálfleik og Pavel Ermol-
inskij átti sömuleiðs góða innkomu í
fyrri hálfleikinn. Þá skilaði Ómar
Sævarsson einnig finum leik og
gerði hann miklum usla í fráköstun-
um.
Takmarkinu er náö
„Takmarkinu er náð. ÍR-liðið er
sprækt og spilar skemmtilega pressu
framarlega á vellinum og við lentmn
einmitt í vandræðum með þetta í
Seljaskólanum nýlega. ÍR-ingar hafa
líka stóra stráka sem eru duglegir í
lér viö ÍFMngana
leik liöanna á lau
(| sína meö Saun
nd Víkurfréttir
Edmund Saund
Pnnone Ch
ö þri
Ei
ndarson
eflavik
nborðs.
*
Snæfell í Höllina á ný
- eftir 82-76 sigur á Hamri í baráttuleik í Hólminum í gær
Það var feikna stemning í íþrótta-
miðstöðinni í gærkvöld þegar Snæ-
fell og Hamar áttust við í undanúr-
slitum Bikarkeppni KKÍ og Doritos.
Snæfellingar tryggðu sér með 82-76
sigri farseðill í Höllina tíu árum eftir
fyrri heimsókn sína þangað.
Áhorfendurnir 370 fengu svo sann-
arlega eitthvað fyrir sinn snúð, því
viðhöfð var amerísk kynnning með
myrkri og punktljósi í upphafi leiks
og þrír áhorfendur fengu að spreyta
sig á að hitta úr 3ja stiga skoti til að
vinna pitsu.
Það var því sannkallaður bikar-
andi sem fyllti húsið meðan liðin átt-
ust við. Skemmst er frá því að segja
að leikurinn var hnífjafn í fyrsta
hluta. Hamar spilaði 2:3 svæði lengst
af og hafði frumkvæðið og leiddi
25-26 í lok leikhlutans. Sama barátt-
an hélst i öðrum hluta, nema nú var
Snæfell skrefinu á undan. Þegar 3
mín. lifðu hiutans breyttu heima-
menn í 3:2 svæðisvörn og uppskáru
forystu 47-39 þegar leikmenn létu
líða úr sér í hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði líkt og sá
fyrri, en góður endasprettur Hólmara
í þriðja leikhluta tryggði þeim dýr-
mætt veganesti, 68-54, fyrir síðasta
spölinn. í byrjun lokahlutans var
eins og mönnum væri fyrirmunað að
skora, þó bráði fljótlega af gestun-
um, en Snæfellingar skoruðu ekki
fyrr en 4,5 mín. voru liðnar, 70-61.
Þegar góðar þrjár mín. lifðu leiks
fékk Helgi R. Guðmundsson, leik-
stjóri Snæfells, sína fimmtu villu í
stöðunni 76-64. Þá breyttu Hamram-
ir um stíl í vörn og léku maður gegn
manni allan völlinn. Það bar ljóm-
andi árangur og þeir komu munin-
um í 2 stig, 78-76, tæp mínúta eftir og
allt á suöupunkti á pöllunum. En
nær komust þeir ekki. Heimamenn
bættu við fjórum stigum úr vitum og
tryggðu sér sigur og úrslitaleik gegn
Keflavík í Höllinni.
Leikáætlunin gekk ekki
„Leikáætlun okkar gekk ekki upp,
þeir hittu vel fyrir utan og náðu held-
ur miklu forskoti, sem við náðum
ekki að brúa þótt möguleikarnir
væru fyrir hendi,“ sagöi Pétur Ingv-
arsson, þjálfari Hamars.
„Þetta var jafiit og spennandi og
feiknagaman að vinna. Við náðum
að loka á þá með svæðisvörninni, en
þótt þeir kæmust inn í leikinn i lok-
in var nægt púður í mínum mönn-
um tii þess ná sigri,“ sagði Bárður
þjálfari Eyþórsson, niðri á gangi.
Svæöisvömin skóp sigur
„3:2 svæðisvörnin okkar skóp
þennan sigur, þeir fundu aldrei svar
við henni. Við leystum þeirra vörn
vel og ég var hissa hvað þeir voru
lengi í svæðisvöm. Það var vont að
missa Helga út af í lokin, en við
kláruöum leikinn á seiglunni,” sagði
maður leiksins, Lýður Vignisson,
sem skoraði m.a. sex 3ja stiga körfur
og spfiaði öfluga vörn. Þeir Clifton
Bush, Hlynur Bæringsson, Helgi
Reynir og Sigurbjörn Þórðarson léku
vel, og liðsheildin var þétt hjá Snæ-
felli. Svavar Pálsson lék hvaö best
Hamranna og Keith Vassel og Svavar
Birgisson áttu þokkalegan dag.
-HÞ
fráköstunum og við vomm að vand-
ræðast með það í fyrri hálfleiknum.
En við náðum að setja pressu á þá i
seinni hálfleik og þeir töpuðu mörg-
um boltum og góður endasprettur
skilaði sigri. Nú emm við komnir í
Höllina og þangað ætluðum við okk-
ur og vonandi eigum við góðan leik
þar og forum með bikarinn heim,“
sagöi Falur Harðarson, leikmaður
Keflvíkinga, ánægður eftir leik.
Ekki spurt um spilamennsku
„Það er svekkjandi að hafa ekki
sigur þegar manni finnst liðið hafa
staðið sig vel. Við leystum pressu
þeirra vel í fyrri hálfleik en töpuðum
mörgum boltum í þeim síðari. Við
létum dómarana pirra okkur á köfl-
um og einbeittum okkur ekki nóg að
þvi sem við þurftmn að gera. Mér
fannst við virkilega spila vel lengst-
um en það er ekki spurt að þvi. Nú
þurfum við að snúa okkur að deild-
inni þar sem við ætlum að reyna að
vinna okkur heimavallarréttindi,"
sagði Eggert Garðarsson, þjálfari ÍR.
-EÁJ
Keflavík-ÍR 95-81
0-2, 10-7, 11-19, (22-23), 29-29, 35-34, 35-43,
(45-46), 50-50, 60-52, 60-60, (67-60), 75-63,
77-72, 83-72, 95-81.
Stig Keflavikur: Damon Johnson 27,
Magnús Gunnarsson 16, Guöjón Skúlason
15, Sverrir Þór Sverrisson 14, Edmund
Saunders 11, Gunnar Einarsson 6, Jón
Nordal Hafsteinsson 4, Falur Haröarson 2.
Stig ÍR: Eugene Christopher 26, Eiríkur
Önundarson 11, Ómar Sævarsson 10,
Siguröur Þorvaldsson 8, Hreggviöur
Magnússon 8, Ólafur Sigurðsson 7, Pavel
Ermolinskij 6, Fannar Helgason 5.
Dómarar (1-10):
Kristinn
Albertsson og
Bjarni G.
Þórmundsson (6).
Gϗi leiks
(1-10): 8.
Áhorfendur: 350.
Maöur leiksins:
Damon Johnson, Keflavík
Fráköst: Keflavík 40 (14 í sókn, 26 í vörn,
Saunders 15), ÍR 50 (24 í sókn, 26 í vörn,
Ómar 13).
Stoósendingar: Keflavík 27 (Johnson 7),
ÍR 14 (Christopher 4).
Stolnir boltar: Keflavík 13 (Magnús 4),
ÍR 12 (Eiríkur 3, Siguröur 3).
Tapaóir boltar: Keflavík 20, ÍR 23 (17
þeirra í seinni hálfleik).
Varin skot: Keflavík 2 (Johnson,
Saunders), ÍR 2 (Christipher, Fannar).
3ja stiga: Keflavík 31/12 (39%, 9/5 í 4.
leikhluta), ÍR 25/7 (28%).
Víti: Keflavík 27/21 (78%), ÍR 22/16
(73%).
Snæfell-Hamar 82-76
4-10, 15-15, 22-21, (25-26), 33-31, 38-35,
40-37, (47-39), 50-41, 56-45, 5947, (68-54),
68-61,76-64,78-76, 82-76.
Stig Snœfells: Lýður Vignisson 21
(hitti úr 7 af 13 skotum, þar af 6/11 i 3ja),
Hiynur Bæringsson 18, Clifton Bush 17,
Sigurbjöm Þórðarson 10, Helgi Guð-
mundsson 8, Selwyn Reid 6, Jón Ólafur
Jónsson 2.
Stig Hamars: Keith Vassell 18, Svavar
Páll Pálsson 16, Svavar Birgisson 14,
Lárus Jónsson 8, Pétur Ingvarsson 8,
Hjalti Pálsson 7, Hallgrímur Brynjólfs-
son 3, Marvin Valdimarsson 2.
Dómarar (1-10):
Kristinn
Óskarsson og
Rögnvaldur
Hreiðarsson (9).
Gϗi leiks
(1-10): 8.
Áhorfendur: 370.
Maður leiksins:
Lýður Vignisson, Snæfelli
Fráköst: Snæfell 39 (14 i sókn, 25 í vörn,
Bush 14), Hamar 41 (13 1 sókn, 28 í vörn,
Vassell 14, Svavar Páll 11)
Stoósendingar: Snæfell 4 (Helgi 3),
Hamar 12 (Lárus 7).
Stolnir boltar: Snæfell 8 (Bush 4),
Hamar 8 (Pétur 3).
Tapaðir boltar: Snæfell 10, Hamar 15.
Varin skot: Snæfell 1 (Jón Ólafur),
Hamar 2 (VasseU, Pétur).
3Ja stiga: Snæfell 36/13 (36%), Hamar
33/6 (18%).
Víti: SnæfeU 33/19 (58%), Hamar 9/6
(67%).