Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Blaðsíða 16
30 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 Sport DV 1 Flat INUM i Loí JN€E | 1 JSaí LF€ )Rl D SUITES | ,mmmw j 1 ____ m\ , as I... Jim mÆ J Manchester-klúbburinn á Islandi fær hinar óvenjulegustu beiðnir: Hundurinn fékk ekki inngöngu - en að sögn formanns er fjölskyldufólk mest áberandi í starfi klúbbsins „Manchester United-klúbburinn á íslandi er nú á 11. ári. Hann var stofnaður i Grindavík í október 1991 af funm heimamönnum og var Jón Gauti Dagbjartsson ein aðaldrif- fjöðrin í þeirri vinnu. í kjölfarið kom síðan hópur manna sem vildu stofna klúbb í Reykjavík. Opinberi klúbburinn úti í Englandi neitaði því einfaldlega og sagöi að það ætti aðeins að vera einn starfandi klúbb- ur. Klúbburinn i Grindavík varð því að landsklúbbi," sagði Guðbjöm Ævarsson, formaður Manchester- klúbbsins á íslandi, þegar blaða- maður DV-Sports bað hann um að rifja upp hvemig klúbburinn varð til. Manchester United-klúbburinn er næstelsti stuðningsmannaklúbbur- inn af þeim sem eru starfandi í dag og aðeins Arsenal-klúbburinn er eldri. Á þessum ellefu árum hefur ýmislegt fariö fram innan klúbbsins og virðist ekkert vera að draga úr því starfi sem þar er unnið þótt meistaratitUlinn hafl gengið félag- inu úr greipum í fyrra. Mikið af fjölskyldum „Það voru tæplega 1400 manns sem borguöu félagsgjaldið í fyrra og ekki er búist viö að þeir verði færri í ár þó svo að þær tölur séu ekki al- veg komnar á hreint. Þetta er geysilega mikið af fjöl- skyldufólki og mikið af krökkum, enda þurfa þau að borga aðeins háift verð. En það em heilu fjöl- skyldumar í þessu, ailt frá ársgöml- um bömum upp í áttræða kven- menn. Einn reyndi meira að segja að skrá hundinn sinn í fyrra en varð að vonum ekki ágengt," segir Guðbjöm og skellihlær að uppátæk- inu. „Klúbburinn stendur fyrir tveimur til þremur ferðum til útlanda á ári og fáum við miðana á réttu verði. Þetta hafa verið um 100-150 manna ferðir og verða ein- faldlega að vera svo margir til að geta leigt flugvél og farið beint til Manchester. Við höfum átt gott samstarf við ferðaskrifstofuna Úr- val-Útsýn í mörg ár hvað þetta varð- ar og ég á ekki von á því að það breytist." Engin árshátíö Flestir stuðningsmannaklúbbar á íslandi reyna að hafa viðburði sem tengjast ekki því að horfa saman á leiki og ber þar mest á árshátíðinni hjá flestum. Manchester United-klúbburinn er sér á báti hvað þetta varðar þar sem hann hefur ekki haft það fyrir sið að hafa árshátíð. Þess í stað reyna stjómarmenn klúbbsins að standa fyrir hinum og þessum uppákomum sem mikið er varið í. „Eins og menn muna kannski fengum við meistarabikarinn heim fyrir tveimur árum og í kringum heimsókn hans vorum við með heil- mikla veislu á Grand Hóteli þar sem allir áhangendur Manchester United á íslandi gátu komið og litið gripinn augum. Ánnars stefnum við á að breyta aðeins til á þessu ári og halda árs- hátið, eins og hinir klúbbamir gera,“ segir Guðbjöm. Fá liðiö til landsins? ins segir Guðbjöm þau vera skýr. „Markmið klúbbsins og stefna er að reyna að fá liðið eða a.m.k. ein- hverja úr liðinu hingað heim til ís- lands. Það er stefnan, og við erum ekkert að leyna því. Það gerðist ár- ið 1983 og við höldum í vonina að það gerist aftur. Hvort það svo tekst getum við ekkert sagt til um. Það er bara að halda í vonina, það er það eina sem við getum gert. En það er svo margt annað sem flokkast undir dagleg störf klúbbs- ins. Við hittumst á veitingastaðnum Champions í Grafarvogi þegar leik- ir em i beinni útsendingu og þá er oft mikið líf og íjör; við reynum t.d. oft að vera með getraunir í kringum leikina hverju sinni til að skapa stemmningu og fá fleira fólk til að mæta. Við gefum líka út félagsskirteini, 2-4 fréttabréf á ári, og margt fleira. Félagsgjaldið fer allt i meðlimi, hver einasta króna. Ef það er einhver af- gangur sem má kalla þá fer það í nælur og fleiri muni sem tengjast United sem við gefum meðlimum í klúbbnum. Við erum einnig með glæsilega heimasíðu starfrækta, www.manu- td.is, sem hefur verið gríðarlega öfl- ug siðustu 3 árin. Miklum tíma og fjármunum hefur verið eytt í hana og er hún mjög aðgengileg. Þar er m.a. hægt að skrá sig í klúbbinn og finna allar upplýsingar sem fólk tel- ur sig þurfa á að halda,“ segir Guð- björn. Skiptir ekki um liö Eins og áður segir virðist spila- mennsku United hafa farið aftur og í upphafi tímabilsins spilaði liðið ekki vel. En svo náði það að vinna átta leiki í röð og var þar með aftur komið í bullandi meistarabaráttu. Timabilið í fyrra var það fyrsta í langan tíma þar sem félagið vinnur ekki einn einasta titil. Þrátt fyrir það segir Guðbjöm ekkert hik vera á stjómarmönnum klúbbsins né meðlimum. „Þótt á móti blási virðist ekkert vera að draga úr fólki sem borgar ársgjaldið. Menn virðast geta skipt um konur, föt, bila og hvaðeina en maður skiptir ekki um lið i enska boltanum, sama á hverju gengur. Það er grundvallaratriði," sagði Guðbjörn. -vig í boltanum Tinna Rós Steinsdóttir er 16 ára stuðningsmaður. Hún vinnur í Ástund sem er hin óop- inbera Manchester-búð á íslandi. Áhrif frá pabba „Herbergið mitt var mjög rautt en það hefur minnkað að- eins með aldrinum. Ég er 16 ára, á 1. ári í Versló og vinn þama í hlutastarfi. Ég byrjaði að halda með United þegar ég var 9 ára og var það aðallega vegna áhrifa pabba sem er mikill aðdáandi. Ég og tvær eldri systur mínar er- um allar mikið í þessu og höfum alltaf verið.” Beckham i uppáhaldi Stelpur á vissum aldri era oft- ast meira fyrir Barbie-dúkkur heldur en fótbolta. En Tinna hef- ur ekkert lagt þær til hliðar? „Nei, ég bjó bara til Barbie- leiki í kringum boltann og það er ótrúlega skemmtilegt. Ég hef líka skrifað grein í Fréttablað klúbbsins um Beckham sem er uppáhaldsleikmaðurinn minn. Ég veit nú eiginlega ekki af hverju hann en hann hefur bara alltaf verið það. Svo var það ekk- ert verra þegar hann giftist Vict- oriu. Það er mjög misjafnt hvort ég fer á pöbbinn eða er heima. Oft- ast er ég heima þar sem pabbi er og ég fer bara á pöbbinn þegar hann fer. Oftast er það bara öll fjölskyldan sem safnast saman í kringum sjónvarpið." Tvisvar á völlinn „Ég hef tvisvar farið á völlinn, 1999 og 2000, og voru báðir leik- imir sigurleikir. Þetta var æðis- legt. í fyrra skiptið ákváðum við að fara snemma á völlinn, ætluð- um bara að versla í búðinni og svona, en svo þegar við komum voru leikmennimir að fara úr rútunni inn á völlinn. Við fengum fullt af áritunum og myndum af okkur með leikmönnunum þá. Síðan í seinna skiptið gerðum við þetta aftur svo að ég á nú áritanir og myndir af mér með flestöllum leikmönnunum," segir Tinna. Um tilgang og markmið klúbbs- Margir meölimir Manchester United-klúbbsins voru aö koma á Old Trafford í fyrsta sinn og fannst mikið til vallarins koma, eins og sést á myndunum á síðunni. Myndir Eiríkur Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.