Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2003, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2003, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 M agasm DV Hellisbúi Bjarna Hauks Þórssonar kominn ó fjalirnar ó nýjan leik: Að lesa í annarra Frjálshyggjumaöur „Ég er frjálshyggjumaður. Kannski er undarlegt ef ég væri eitt- hvað annað, því ég hef alla tíö starf- að sjáifstætt og þurft talsvert oln- bogarými," segir Bjarni sem fæst við rekstur veitingastaða og ýmis verkefni í afþreyingariðnaðinum; svo sem uppsetningu leikverka, sölu á höfundarrétti þeirra og fleira í þeim dúr. Eru verkefnin bæði heima og heiman. Stefnt er á ýmsa landvinn- inga - og eru þau á vegum Lífsstíls ehf., fyrirtækis Bjarna Hauks, Áma Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ra. Kristjánssonar en þeir síðarnefndu eru löngum kenndir við Skjá einn. Mæst á mi&ri leið hugarheim „í leiklist verður það aldrei að neinni klisju að fjalla um samskipti kynjanna því viðfangsefnið er al- gjörlega sígilt. Fólk hefur óskaplega mikla þörf fyrir og ánægju af því að spegla sig í persónunum á leiksvið- inu. Við sjáum líka að þau leikverk sem mestra vinsælda njóta eru um fólk og tilfinningar þess. Öll erum við líka mannleg og tilfmningaver- ur,“ segir Bjami Haukur Þórsson leikari. Fimm afmælissýningar Hið vinsæla leikverk, Hellisbú- inn, er nú að nýju komið á fjalirnar í íslensku óperanni en á sínum tíma naut það mikilla vinsælda og var fjölsótt. „Það var um þetta leyti árs 1998 sem ég framsýndi og verkið gekk í tvö ár. Alls urðu sýningamar í kringum 240 talsins og sýningar- gestir um 83 þúsund. Það er algjört met í íslensku leikhúsi. Ekkert leik- verk hefur orðið jafn fjölsótt. Og af því nú eru fimm ár liðin frá frum- sýningu ætlum við aö efna til fimm afmælissýninga," segir Bjami. Við sitjum á skrifstofu hans við Mýrargötu í Reykjavík. Önnum kaf- inn leikarinn og athafnamaðurinn situr við fartölvuna og drekkur kók úr flösku. Sjálfur sit ég í sófanum á móti og skrifa á blað minnispunkta úr samtali okkar. í Hellisbúanum er fjallað með gamansömum hætti um sýn karl- mannsins á jafnréttismálin og það að vera eiginmaður. Hlutimir eru skilgreindir upp á nýtt i þessu leik- verki sem er erlent að uppruna og var þýtt af Hallgrími Helgasyni rit- höfundi. Á sviðinu er þetta einleik- ur Bjarna Hauks. Hætt fyrir fullu húsi Óhætt er að segja að verk þar sem er fjallað um samskipti kynjanna með einum eða öðrum hætti njóti mikilla vinsælda nú um stundir. Sellófon, verk Bjarkar Jakobsdótt- ur, er í þessum dúr. Sömuleiðis Píkusögur í Borgarleikhúsinu og fleiri verk raunar. „Þegar við hættum sýningum á Hellisbúanum fyrir þremur árum,“ segir Bjami Haukur „gekk það enn fyrir troðfullu húsi. Annarra verk- efna vegna þurftum við hins vegar að hætta en viö vorum alltaf með í huga að taka upp þráðinn síðar eins og nú er gert.“ Ádeilan er áhugaverö „Samfélagsleg ádeila í gegnum listina er áhugaverð," segir Bjami Haukur og nefnir þar meðal annars sýningu Jóns Gnarr, Ég var einu sinni nörd. „Þessar stand-up sýning- ar eru amerískar að uppruna og partur af nútimaleikhúsinu; það er maður að segja sögu. Þetta getur verið óskaplega beitt þjóðfélagsrýni. Kannski vantar þetta hér á landi, þar sem skemmikraftar hafa eink- um og helst sótt sé efnivið í til dæm- is pólitíkina með þvi að herma eftir stjómmálamönnum. Þetta gerir Spaugstofan mjög vel en þetta gæti verið hvassara. Ég hef líka bent á leikarann Lenny Bruce sem á sin- um tima veitti mörgu í þjóðlífinu í Bandaríkjunum aðhald, það er með skopinu einu.“ Popparar á vissan hátt Samtíðin þarf ævinlega fyrir- myndir og tímamir breytast og mennimir með. Jafnréttismálin eru þar glöggt dæmi - sem og stjómmál- in. „Við sjáum þetta glöggt í dag þar sem Ingibjörg Sólrún er orðin helsta fyrirmynd karlanna - eins og gant- ast er með. Eftir henni taka allir mið en áður voru það popparamir sem réðu ferðinni. Bjöggi Halldórs með brotna framtönn var goð ungra íslendinga fyrir rúmum þrjátíu árum. Um 1980 voru þaö Sambýliskona Bjarna Hauks er Sif Gröndal lyfjafræðinemi og búa þau í Hafnarfirði. Mikið er umleikis í lífi þeirra beggja og kannski ekki alltaf mikill tími fyrir persónulega hluti. „Ég er rúmlega þrítugur og það er venjulega mikill annatími í lífi fólks. Er á meðan er, eins og hún amma mín segir,“ segir Bjarni og bætir við: „í sambandi karls og konu er virðing milli fólks grandvöllurinn. Gagnkvæmur skilningur og að fólk heimsæki huga hvað annars en ein- oki ekki. Mætist á miðri leið og sýni umburðarlyndi. Nákvæmlega sömu gildin ríkja í viðskiptum og í leik- listinni; ætli menn að ná árangri þar verða menn að geta lesið inn í hugarheim annarra. Allt er þetta spuming um innsæi og skilning á því hvað fólkið vill sera er þó auð- vitað síbreytilegt frá einum tima til annars." -sbs „Skemmikraftar hafa,“ segir Bjami Haukur „einkum og helst sótt sér efnivið í til dæmis pólítíkina með því að herma eftir stjórnmála- mönnum. Þetta gerir Spaugstofan mjög vel en þetta gæti verið hva&sara. Ég hef líka bent á leikarann Lenny Bruce sem á sínum tíma veittl mörgu í þjóðlífinu í Bandaríkjun- um aöhald með skoplnu einu.“ Ingibjörgu Sólrúnu skafið að hún er hún er hörkukvendi. Sterkur per- sónuleiki og manneskja lík því sem allir flokkar vilja hafa í sinni for- ystusveit. Kosningamar í vor trúi ég líka að verði óskaplega spenn- andi; þetta er í fyrsta sinn sem hægri öflunum á íslandi er sýnd raunveruleg samkeppni og veitt að- hald. Það er líka fínt,“ segir Bjarni Haukur sem skipar sér þó í raðir sjálfstæðismanna. Bjarni Haukur í hlutverki Hellisbuans. Verkið naut mikllla vinsælda og er líklega best sótta leikrit á Islandi fyrr og síöar. „I leiklist verður það aldrel að nelnni klisju að flalla um samskipti kynjanna því viðfangsefnið er algjöriega sígllt.“ Magasín ** Sími 550-5000 Útgefandi: Útgáfufélagiö DV ehf., Skaftahlíö 24. Ábyrgðarmenn: Óli Björn Kárason og Jónas Har- aldsson. Umsjónarmaöur: Stefán Krlstjánsson. sk@magasln.ls Blaðamaður: Siguröur Bogi Sævarsson. slgbogl@magasln.ls Auglýsingar: Katrín Theódórsdóttir - kata@dv.is og Inga Gísla - inga@dv.ls Prentun: Árvakur hf. Upplag: 80.000 eintök. Dreifing: Póstdreifing ehf. Dreift ókeypis á höfuöborgarsvæöinu, Akureyri, Akranesi og til áskrifenda DV úti á landi. Egill Ólafsson og Bubbi. Áratug síð- ar Páll Óskar. Þetta er merkileg þró- un og sem sýnir okkur kannski að ákveðin þörf hefur skapað að stjórn- málamenn séu leikarar eða poppar- ar á vissan hátt. Á sama hátt og til dæmis kóngafjölskyldan í Dan- mörku eöa leikararnir vestur í Hollywood," segir Bjarni. Hann bæt- ir við: „Á hinn bóginn verður ekki af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.