Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2003, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003
V
M
agasm
DV
r
Hvað ætlar þú ab gera
um helgina:
Horfi
framan í
fjölskyld-
una
„Helgin verður öll í mjög hefð-
bundnum stíl. Það er ekkert alveg
sérstakt sem ég geri alltaf um helg-
ar,“ segir Óðinn Jónsson, útvarps-
maður hjá Ríkisútvarpinu. Hann er
umsjónarmaður fréttaþáttarins
Morgunvaktarinnar sem hóf göngu
sína í vikubyrjun - og hefur fengið
mikla athygli og hlustun.
Meðal liðsmanna Morgunvaktar-
innar eru fréttamennirnir Sveinn
Helgason, Pálmi Jónasson og Þórdís
Amljótsdóttir - auk þess sem fleiri
starfsmenn Útvarpsins leggja í
púkkið.
„Við starfsfólkið á Morgunvakt-
inni ætlum að gleðjast saman á
fostudagskvöld. Þá er fyrsta vikan
búin og mér finnst hún hafa tekist
mjög vel. Mikill undirbúningur og
vinna hefur verið lögð í þessa þátta-
gerð og ætlum við
samstarfsfólkið að
fagna því hvað allt
hefur gengið vel.
Við höfum fengið
mjög góðar viðtök-
ur og viðtalið sem
við fengum við
Davíð Oddsson,
sem var í fyrsta
þættinum á mánu-
dagsmorgun, er
ein allra besta
auglýsing sem við
hefðum getað feng-
ið.“
Á laugardaginn
segist Óðinn ætla
að „horfa framan í
fjölskylduna," eins
og hann kemst að
orði.
„Við reynum að
hreyfa okkur, för-
um t.d. út að
ganga. Svo reynir
maður að nota
helgina til að
heimsækja vini og
ættingja. Á sunnu-
daginn bý ég mig
undir komandi
viku sem vonandi
verður lifleg og
skemmtileg á
morgunvaktinni."
-lrb
Morgunvaktarfólkið ætlar að gleðjast saman á föstu-
dagskvöldið. Óðinn Jónsson er einn af mönnum vik-
unnar eftir viðtal sitt við forsætisráðherra á mánudag-
Inn og var myndin tekin við það tilefni.
>
„Eg hlusta nú á allt mllli hlmins og
jarðar. Þungarokk, óperur og rapp
hefur þó að mestu fengið frlð fyrir
mér,“ segir Helgl Már Barðason, verk-
efnisstjóri við Akureyrarkirkju.
Tónlistin í hlustunum:
Nýtt í því gamla
„Ég hlusta nú á allt miili himins og jarðar. Þungarokk, óperur og rapp
hafa þó að mestu fengið frið fyrir mér. Börnin min litlu hafa mikið dálæti á
Gylfa Ægissyni og ég hlusta því býsna oft óbeint á hann. Gylfí er ágætur og
vanmetinn," segir Helgi Már Barðason, verkefnasfjóri við Akureyrarkirkju,
kennari og þýðandi. Hann kveðst einnig hafa gaman af djassi, ekki síst
sungnum, og hlusta oft á Ellu Fitzgerald, Rosemary Clooney og Söruh Vaug-
han. Lengi segist hann hafa fylgst vel með poppheiminum og vinsældalist-
unum en hætt því á tíunda áratugnum og hafa nú mest dálæti á tónlist frá
1960 til 1990.
„Elton John er í sérstöku uppáhaldi - og Debbie Harry var drauma-
prinsessan. Diskóið rifjar líka upp ágætar minningar. Annars útbý ég gjam-
an mína eigin safndiska og snældur, enda gamall útvarpsrefur og plötusnúð-
ur. Ég á mikið safh vínylplatná og platan sem ég spilaði síðast er Simplicity
með Tim Curry, en mér áskotnaðist hún nýlega. Curry er alltaf skemmtileg-
ur, hvort sem hann er að syngja eða leika,“ segir Helgi, sem hefur verið að
vinna að útvarpsþáttum um tónlistarmenn sem ekki eru lengur í tísku.
„Þá fór ég að hlusta á ýmislegt skemmtilegt frá 7. og 8. áratugnum sem ég
hafði annaðhvort ekki heyrt lengi eða hreinlega aldrei hlustað á,“ bætir
hann við.
Helgi kveðst vera lítið fyrir sígilda tónlist, en njóti þess þó stundum að
hlusta á Mozart eða Liszt. „íslensk tónlist hefur heldur ekki náð að heilla
mig, en ég skelli þó stundum á fóninn meisturum á borð við Vilhjálm VO-
hjálmsson, Bjöm Thoroddsen eða Ingimar Eydal. Kannski er ekki hægt að
kaUa mig alætu á tónlist en fæðið er fjölbreytt og ég er alltaf að uppgötva
eitthvað nýtt i því gamla.“ -sbs
Bækurnar á náttborbinu:
Sonja og Hvíta
kanínan
„Ég er alltaf með margar bækur í takinu en núna er á borðinu hjá mér
bókin Umkomulausi drengurinn eftir Dave Pelzer. Ég las bók hans sem
kom út í fyrra og heitir Hann var kallaður þetta. Fannst mér sú bók
ágæt og ákvað að lesa meira um þennan umkomulausa dreng,“ segir
Jóna Hilmarsdóttir læknaritari.
Hún segist vera nýbyijuð á bókinni Nafhlausum vegum eftir Einar
Má Guðmundsson. „Ég er eiginlega bara rétt byrjuð á þeirri bók en hún
lofar góðu,“ segir Jóna. Hún segir bókina Lif og leyndardóma Sonju
Zorilla, sem Reynir Traustason skráði, einnig vera nálægt. Það sé
áhugaverð bók sem gefi innsýn f sérstæðan menningarkima og líf
merkOegrar konu.
„Svo er ég með þijár enskar bækur í takinu. Það er alltaf gott að æfa
sig í enskunni og gengur vel,“ segir Jóna. „Fyrst skal nefha The Simm-
ons eftir John Grisham sem er frábær bók - líka One for my baby eftir
Tony Parson. Að síðustu er ég að lesa bók eftir Noru Roberts, The V01a.“
Jóna segir að Halldór Laxness sé alltaf í úppáhaldi hjá sér. „Nú er ég
að lesa Sölku Völku í annað eða þriðja skiptið. Ein spennubók verður
þó aö fylgja og ég reyni afttaf að ná mér í eina spennubók fyrir helgar.
Fór á bókasafnið í dag og fékk mér Hvítu kanínuna eftir Árna Þórarins-
son. Bókin lofar ljómandi góðu og ég hlakka tO að glugga í hana næstu
kvöld.“ -sbs
„Svo er ég meó þijár enskar bækur í
takinu. Þaö er alltaf gott aö æfa sig í
enskunnl," seglr Jóna Hllmarsdóttlr.
Magasín-mynd Slguröur Jökull
Nicole Kidman leikur í The Hours:
Á hátindi
ferilsins
Þó svo að margir hafi kynnst
henni sem frú Tom Cruise verður
ekki hjá því komist að hún stendur
flestum öðrum leikkonum heimsins
framar um þessar mundir. Þó svo að
skilnaðurinn við sykurpúðann Cru-
ise árið 2001 hafl vakið mikið umtal
virðist svo sem hann hafi ekkert gert
henni nema gott, enda hefur hver
stórmyndin fylgt annarri síðan þá.
Fyrir þá nýjustu, The Hours, hefur
hún verið tilnefnd tO óskarsverð-
launanna og er ekki ólíklegt að í
þetta sinn fái hún að taka styttuna
heim með sér.
í The Hours leikur Kidman breska
rithöfundinn Virginiu Woolf sem var
uppi fyrri hluta 20. aldarinnar. Sag-
an er nokkuð sérstæð, en henni er
skipt í þrjá hluta sem áftir tengjast
sín á mOli þrátt fyrir að eiga sér stað
á mismunandi tíma. Aftar sögurnar
gerast yfir einn dag, en í einni sög-
unni leikur Julianne Moore ófríska
húsmóður á árinu 1951 sem er að
undirbúa afmælisveislu fyrir eigin-
mann sinn. Hún getur þó ekki slitið
sig frá bók einni sem hún er að lesa,
Mrs. Dalloway eftir fyrrnefnda
Woolf. Árið 2001 er Clarissa Vaughn,
leikin af Meryl Streep, að undirbúa
veislu fyrir vin sinn, rithöfund sem
er að deyja úr eyðni. Þá er fylgst með
sjálfri Woolf árið 1929 þegar hún
skrifar söguna, undir ströngu eftir-
liti lækna og fjölskyldumeðlima.
Þriggja ára í ballett
Nicole Kidman fæddist 20. júní
árið 1967 í Honolulu á Hawaii í
Bandaríkjunum. Hún á ástralska for-
eldra og bjó að mestu á uppvaxtarár-
um sínum þar en hún er þó með tvö-
falt ríkisfang, ástralskt og banda-
rískt.
Strax þegar Nicole var þriggja ára
gömul hóf hún að æfa ballett og átta
ára gömul lagöi hún stund á lát-
bragðsleik. Hún skipti yfir í leiklist
10 ára gömul en hennar fyrsta hlut-
verk á leiksviðinu hafði þó komið
fjórum árum fyrr. Þar var aðeins um
skólasýningu að ræða en greinilegt
að þessari stúlku héldu engin bönd
og þótti hún óvenju einbeitt svona
ung að aldri. Foreldrar hennar voru
báðir virkir í þjóðfélagsumræöunni,
móðirin Janelle var femínisti og
Anthony verkalýðsfulltrúi og voru
þau dugleg að ræða mál líðandi
stundar við bömin sín yfir kvöld-
matnum.
Hún skar sig einnig úr vegna hæð-
ar sinnar, en snemma aldurs óx hún
upp í 180 cm sem hæð hennar er í
dag. Hún hafði ekki áhuga á að
stunda það sem skólastöllur hennar
gerðu í frítíma sínum, heldur varði
hún helgunum í Philip Street leik-
húsinu þar sem hún fylgdist með og
lærði af. Hún vildi verða leikkona og
voru fyrirmyndir hennar Jane
Fonda, Vanessa Redgrave og um-
fram allt Katharine Hepburn. 14 ára
gömul var hún farin að vekja athygli
á sér vegna leik síns á fjölunum og
eftir eina sýninguna fékk hún orð-
sendingu frá einum áhorfendanna
þar sem henni var hrósað fyrir
frammistöðuna og fylgdi með beiðni
um að leika í stuttmynd sem var út-
skriftarverkefni viðkomandi úr
kvikmyndaskóla. Hún varð að hafna
því, þar sem tökuáætlunin skaraðist
við prófln hennar í skólanum. Það
var mikil synd, því téður áhorfandi
var Jane Campion, sem síðar meir
átti eftir að leikstýra óskarsverð-
launamyndinni The Piano. Þær
fengu þó loks tækifæri til að starfa
saman árið 1996 í Portrait of a Lady.
11 árum of ung
Önnur verkefni fylgdu í kjölfarið,
meðal annars í sjónvarpi, og var
frægðin ekki langt undan. 16 ára
gömul lék hún í sinni fyrstu kvik-
mynd, Bush Christmas, sem strax
vann sér stóran sess í hjörtum Ástr-
ala. Fleiri hlutverk fylgdu, aðallega í
sjónvarpsmyndum og -þáttum og var
hún þá orðin þó nokkuð þekkt í sinu
heimalandi.
Hún tók að sér hlutverk í sjón-
varpsþáttaröð um þátttöku Ástrala í
Víetnam-stríðinu og þótti hún þar
sýna framúrskarandi leik. Handrits-
höfundur þáttaraðarinnar, Terry
Hayes, var svo hrifinn að hann sá
þarna tækifæri til að demba sér í
annað verkefni, að skrifa handrit
byggt á skáldsögu, Dead Calm, og
með Nicole í huga fyrir aðalhlut-
verkið. Leikstjórinn Orson Welles
hafði reyndar 20 árum áður hafið að
gera mynd byggða á umræddri sögu
en þar sem aðalleikari myndarinnar,
Laurence Harvey, dó skömmu eftir
að tökur hófust var hætt við gerð
myndarinnar.
Nlcole Kidman sem Virginia Woolf I The Hours.