Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2003, Qupperneq 10
10
FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003
M,
agasm
I>V
Nýfæddur Garðbæingur fær góba kennitölu:
Fæddist 03.03/03 kl. 00.33
Þau Helga Kristinsdóttir og Joes Alvarado með nýfæddan son sinn sem hefur verið nefndur Alexander Jósef.
„Elgum örugglega eftir að eignast fleiri börn. Foreldrahlutverkið er skemmtilegt." Magasín-mynd E.ÓI.
„Ég gekk viku fram yfir áætlaðan
tíma með barnið og var orðin
óþreyjufull eftir fæðingunni. Pabbinn
sagði alltaf að ég skyldi vera róleg og
draga andann djúpt því ég myndi
aldrei fæða fyrr en þann þriðja mars.
Það átti líka svo sannarlega eftir að
koma á daginn," segir Helga
Kristinsdóttir í Garðabæ. Hún og Joes
Alvarado, sem er frá Hondúras,
eignuðust sitt fyrsta bam sl.
mánudag. Myndarlegan dreng sem er
fimmtán merkur að þyngd og 53
sentímetrar. Hann hefur nú þegar
verið nefndur; Alexander Jósef skal
hann heita.
Ein kennslustund
Tilviljanir og timasetningar
viðvikjandi fæðingu hins unga drengs
í Garðabæ eru um margt einstæðar.
Hann fæddist þriðja daginn í þriðja
mánuði ársins árið 2003, og það
klukkan 00.33 um nóttina. Og eftir
fæðinguna voru foreldrarnir á
sjúkrastofu á fæðingardeild
Landspítalans háskólasjúkrahúss.
„Þrír hefur ekki verið nein sérstök
tala í okkar lífi eða verið nokkuð sem
fært hefur okkur gæfu. Ekki fyrr en
núna! Og það er alveg greinilegt að
litli drengurinn okkar hefur ætlað sér
að ná I góða kennitölu, en fyrstu sex
stafirnir í henni verða 030303. Héðan í
frá veröa þrír happatalan okkar,"
segir móðirin.
Hún segir fæðinguna hafa gengið
ljómandi vel. Aðdragandinn var að
vísu svolítið langur. En þegar til kom
tók fæðingin sjálf ekki nema 45
mínútur eða sama tíma og ein
kennslustund," segir Helga og hlær.
Hún hefur á síðustu misserum verið í
námi við Háskóla íslands en starfaði
áður meðal annars sem flugfreyja.
Jose er í dag i flugnámi og helgar sig
því.
Hann hefur dvalist hér á landi í
fimm ár og réttindi íslensks
ríkisborgara fékk hann 30. ágúst sl.
sumar. Helga og Joes kynntust
upphaflega þann sama mánaðardag og
þennan dag í ágúst kom Joes til
íslands fyrst á sínum tíma. Fleiri
dæmi í þessum dúr má nefna sem öll
eru til vitnis um að tölurnar 0 og 3 eru
yfir og allt um kring í lífi þeirra.
Sammóla um nafnið
Sonurinn hefur nú þegar verið
nefndur, Alexander Jósef skal hann
heita. Síðara nafnið hljómar lika
svipað og Joes. „Við vorum alveg
sammála um að gefa syni okkar þetta
nafn, það er sjáifsagt ekki oft sem
foreldrar eru sammála um svona
hluti,“ segir móðirin. Svipmót neöri
hluta andlits sonarins segir hún frá
sér komið en frá pabbanum sé
augnsvipur og hárlitur kominn.
Sem fyrr segir er þetta fyrsta harn
þeirra Helgu og Joes. Við vonum að
syni okkar eigi eftir að heilsast vel,
eins og raunin er til þessa. Og fari svo
eigum við örugglega eftir aö eignast
fleiri börn. Foreldrahlutverkið er
skemmtilegt."
-sbs
það besta
fyrir barnið
Babjfe
am
Skeifan 8 • sími 568 2200 • www.babysam.is
Leikkonan Renee Zellweger
fer ótrodnar slóðir:
Mætir í göml-
um kjól ó
Óskarinn
Afhendingu óskarsverð-
launanna er heðið með mik-
illi eftirvæntingu. Nú síðari
árin hefur eftirvænting
unnenda hátíðarinnar ekki
hvað síst beinst að klæða-
burði stjarnanna þegar þær
ganga í hús eftir rauða tepp-
inu.
Leikkonan Renee
Zellweger er tilnefnd í
flokknum „besta leikkona í
aðalhlutverki" fyrir hlut-
verk sitt í söngleiknum
Chicago. Hún hefur jafnan
farið ótroðnar slóðir og
mætt í glæsilegum fatnaði
frá gömlum hönnuðum þeg-
ar flestar skærustu stjörnu-
rnar mæta i þvi sem nýjast
er.
Sjálf segist Zellweger
hafa mikið dálæti á fata-
hönnuðum frá sjöunda ára-
tugnum. Á myndinni hér til
hliðar sést hún koma til
verðlaunahátíðar í Bret-
landi á dögunum í svörtum
chiffonkjól sem var hannað-
ur af James Galanos á sjö-
unda áratugnum en hann
var þekktastur fyrir að
hanna mikið af fötum á
Nancy Reagan, fyrrum for-
setafrú Bandaríkjanna.
Bíða nú margir spenntir eft-
ir að sjá hvernig Zellweger
muni líta út á Óskamum síð-
ar í þessum mánuði.
Bandaríska söngkonan Anastacia var lengi á skuröarboröinu og
var hætt komin aö mati lækna.
Anastacia var heppin
Læknar sem annast hafa bandarísku söngkonuna Anastaciu segja hana
mjög heppna. Ef hún hefði komið litlu seinna í krabbameinsskoðun hefði
varla verið hægt að bjarga lífi hennar.
Anastacia greindist með krabbamein í brjósti í janúar sl. Hún gekkst
undir sjö klukkustunda aðgerð 10. febrúar og síðar aðra þar sem reynt
var að bjarga brjósti hennar. „Anastacia var mjög heppin. Hefði hún
komið til okkar nokkrum mánuðum síðar hefði þetta verið illviðráðan-
legt,“ segir læknir hennar. Sjálf segist hin 29 ára söngkona hafa lært það
helst að konur eigi ekki að draga það deginum lengur að fara í skoðun.