Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2003, Page 12
12
FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003
FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003
13
DV
M.
agasm
Landsliðsþjálfarinn Helena Ölafsdóttir um
b^jtann, framtíáina, kennslu og sæta sigra:
A keppnisanda
kemst maður langt
„í allri keppni er mikilvægt -
eigi árangur að nást - að fólk
mæti viðfangsefninu með því að
hafa trú á sjálfu sér. SpOa hvem
leik af metnaði og hungri í að
bera sigur úr býtum. Leggja allt í
sölumar. En jafnframt vera gagn-
rýnin á sjálfa sig og vita að tapist
leikurinn beri maður þar nokkra
ábyrgð - ekki bara þjálfarinn eins
og sumir því miður telja," segir
Helena Ólafsdóttir sem fyrir
skömmu var ráðin þjálfari lands-
liðs kvenna í knattspymu. Hún
er gamalreynd sem knattspyrnu-
kona og hefur fengist viö þjálfun
hjá Val undanfarin ár. Því starfi
heldur hún áfram, jafnframt því
að annast landsliðið, sem hún
segir mestu viðurkenningu sem
nokkur þjálfari fær.
Boltinn rúlla&i
Helena býður blaðamanni upp
á kaffi og súkkulaðimola þar sem
við sitjum við eldhúsborðið á
heimili hennar í Grafarvogi. „Hér
er ég eins og úti á landi eða uppi
í sveit. Það er stutt út í náttúruna
í þessu góða hverfi,“ segir Hel-
ena, sem er fædd Reykvíkingur.
Hún ólst hins vegar upp austur
í Neskaupstað fram til ellefu ára
aldurs. Þar byrjaði hún i fótbolta
með strákunum og tók reyndar
þátt í flestum íþróttagreinum.
Þegar Helena flutti í bæinn hélt
hún áfram - og áfram rúllaði bolt-
inn í tvíeinni merkingu þess
orðatiltækis.
Keppnisandi helmingur
af dæminu
Fyrir fáeinum ámm fór Helena
svo að fást við þjálfun og hefur
þar getið sér gott orð. „Ég er svo
sem enginn reynslubolti við þjálf-
un en reyni að gera mitt besta.
Á fullu í boltanum. „Spila veröur hvern leik af metnaði og
hungri í aö bera sigur úr býtum. Leggja allt í sölurnar. En jafnframt
vera gagnrýnin á sjálfa sig og vita aö ef leikurinn tapast berí maður
þar nokkra ábyrgð. Ekki bara þjálfarinn."
Nýti það góða sem ég hef lært hjá
þeim þjálfurum sem ég hef haft.
Reyni að vera hvetjandi fremur
en hitt. Kann alltaf að meta þegar
leikmenn hafa áræði og sjálfstæð-
an stíl. Þannig fær hver leikmað-
ur best notið sín sem aftur skilar
sér i að liðsandinn verður já-
kvæður. Allt er þetta samspil.
Það er ekki nóg að standa og
öskra á leikmennina heldur verð-
ur líka að tala þá áfram og örva
keppnisandann sem alltaf er
helmingurinn af dæminu. Á hon-
um kemst maður langt.“
Það kom Helenu á óvart þegar
henni var snemma í síðasta mán-
uði boðið að taka að sér þjálfun
kvennalandsliðsins. Geflð hafði
verið út að Jörundur Áki Sveins-
son væri á förum úr starflnu og
segist Helena hafa, líkt og aðrir í
boltanum, tekið þátt í skrafl og
bollaleggingum um hver tæki við
hans starfi.
Hins vegar hafi komið
sér alveg í opna skjöldu
þegar Eggert Magnússon,
formaður KSÍ, hafði sam-
band og bauð henni starf-
ið.
Hlaut ab segja já
„Þetta var á laugar-
degi,“ segir Helena, „og
ég hafði helgina til að
hugsa mig um. Strax í
vikunni á eftir var fram
undan að landsliðið færi
vestur til Bandarikjanna í
keppnisferð og þangað
átti nýr þjálfari að fara
með. Ég ræddi þetta til-
boð við vini mína og fjöl-
skyldu. Okkur bar öllum
saman um að þetta væri
tækifæri sem enginn
möguleiki væri að sleppa.
Því hlaut ég að segja já.“
Bætir Helena við að í
þessari ferð hafi hún náð
að samsama sig landsliðs-
hópnum sem og að kynn-
ast vinnubrögðum Jör-
undar Áka. Á þeim ætli
hún að byggja enda hafl
liðið náð góðum árangri á
siðustu misserum og ekki
fjarri því að komast í röð
hinna allra bestu. Að því
verði áfram stefnt svo
sem í þeim landsleikjum
eru á sumri komanda.
Hér heima etur liðið
kappi við Ungverja í júní.
í ágúst verður farið aust-
ur til Rússlands og att
kappi við þarlendar fót-
boltakonur. í september
eru þrír landsleikir, úti-
leikur við Frakka og við
Pólverja verður keppt
bæði heima og heiman.
Stemningin skap-
ar baklandið
„Auðvitað er aht öðru-
vísi að þjálfa landsliðið en félags-
lið sem maður er með á æfmgum
aUt árið um kring,“ segir Helena.
„Landsliðið hefur maður aðeins
þrjá daga fyrir hvern leik og
verður að nýta tímann mjög vel.
Hins vegar verður hugurinn
aUtaf að vera við þetta því starf
mitt viðvíkjandi landsliðinu verð-
ur ekki síst að fara á leiki og
fylgjast með leikmönnum og velja
þá í liðið eftir frammistöðunni."
Sem fyrr segir hefur Helena
lengst af verið viðloðandi KR, eða
aUt þar tU hún tók við þjálfun hjá
Val fyrir tveimur árum.
„Ég hef afskaplega sterkar
taugar tU Vesturbæjarliðsins.
Engum ofsögmn er sagt að tryggð
fólks gagnvart því sé meiri en
flnnst í öðrum félögum. Þetta
merki ég af ýmsu, til dæmis get-
raunasamkomunum á laugar-
dagsmorgnunum. Þá er þetta
mjög fámennur kjarni sem mætir
hjá Val, en fuUt hús af fólki vest-
ur í Frostaskjóli og stemningin
mikU. En þessu mætti efalítið
breyta og ná stemningunni upp,
sem aftur skapar sterkara bak-
land í félögunum," segir Helena,
sem kveðst eftir árin á Hlíðar-
enda hafa vissulega líka orðið
Valsari.
Fyrirmyndarstelpur
Gjaman hefur verið sagt og
gagnrýnt að umfjöllun um
kvennaknattspyrnu sé lítil og
undir það kveðst Helena að
mörgu leyti taka. „Því er svo sem
ekki að leyna að sumir leikj-
annna eru ekkert spennandi né
vel spilaðir og verða fyrir vikið
ekki áhugaverðir fyrir áhorfend-
ur. Hins vegar trúi ég því að sú
verði tíðin að leikgæðin verði
meiri og þá aukist umfjöUunin.
Þetta eru einföld markaðslög-
mál," segir Helena.
Aðspurð segir hún að fráleit
umræða um samkynhneigð
sumra fótboltakvenna geti að ein-
hverju leyti skýrt litla umfjöllun
um greinina. „Að halda slíku
fram er beinlínis fáránlegt. Setji
einhverjir málið þannig upp þá
segir það kannski mest um við-
komandi. Jú, auðvitað heyrir
maður stundum klisjur eins og að
samkynhneigðar stelpur í boltan-
um séu alveg eins og trukkar úti
á veUinum. En það breytir ekki
því að þetta eru alveg fyrirmynd-
arstelpur og fyrir tilfmningar sín-
ar á enginn að gjalda."
Þau böldnu vilja aga
Helena segist strax sem ung
stúlka hafa einsett sér að verða
íþróttakennari. Það hafi enda leg-
ið nokkuð beint við hjá stúlku
eins og sér, sem unað hafi sér
best í íþróttum dagana langa.
Árið 1992 brautskráðist hún frá
íþróttakennaraskóla íslands að
Laugarvatni og hóf kennslu fljót-
lega eftir það. Starfar hún
nú við Hólabrekkuskóla i
Breiðholti þar sem hún
kennir nemendum sem eru
frá sex tU fimmtán ára.
„Lögmálin í íþrótta-
kennslunni og þjálfuninni
eru að miklu leyti þau
sömu; jákvæð hvatning,"
segir Helena. Hún segir að
góður agi sé einnig mikU-
vægur og það sem krakkarn-
ir vilji. Eftir honum kalli
þau, meira að segja líka þau
böldnu og þá stundum með
neikvæðri hegðun.“
Lífið er endalaus
keppni
„Stundum hefur verið
gagnrýnt að íþróttakennsla
gangi kannski um of út á
keppnina og að hver og einn
nemandi fái ekki notið sín
nægilega á eigin forsendum.
Sjálfsagt getur þetta sjónar-
mið átt nokkum rétt á sér.
Hins vegar er áhugi krakk-
anna fyrir hópgreinunum og
keppnisgreinunum alltaf
mestur. Sjálf trúi ég því
raunar að keppni í hófi geri
krökkum aðeins gott. Lífið er
endalaus keppni og sjálfsagt
ágætt fyrir krakkana að fá strax í
æsku innsýn í þann veruleika,
enda þótt enginn nemandi sé
neyddur til að taka þátt í keppn-
inni,“ segir Helena, og heldur
áfram:
„Annars held ég að vanmetið
sé að nokkru leyti hvert sé sam-
spil hreyfigetu bama og síðan
einbeitingar þeirra og námsár-
angurs. Oft á tíðum hygg ég að
þetta hangi á sömu spýtu. Því hef-
ur mér stundum gramist að ekk-
ert þykir sjálfsagðara, sé barn
slakt í til dæmis stærðfræði, en
það fái aukatíma í þeirri grein.
Hins vegar virðist ekki eins nauð-
synlegt að halda úti aukatímum
fyrir börn með slaka hreyfigetu
sem ég tel einnig nauðsynlegt.
Þessa forgangsröðun vil ég gjam-
an sjá breytast."
Leitandi eftir lcarlímynd
í Víkurhverfi í Grafarvogi hef-
ur Helena búið sér og syni sínum
Ólafi Daða faUegt heimili. „Stund-
um held ég að hlutskipti bama
einstæðra foreldra sé mjög erfitt.
Á þessum bömum sem ég kenni
uppi í Breiðholti finn ég stundum
að þau eru rótlaus. Það er slít-
andi fyrir þessa krakka að búa í
raun á tveimur heimilum. Oft eru
börnin líka mjög leitandi eftir
karlímynd enda búa þau flest hjá
mæðrum sínum og ganga í skóla
þar sem yfirgnæfandi hluti kenn-
ara er konur. Á hinn bóginn get-
ur það líka verið gefandi fyrir
börnin þegar þau alast upp ein
hjá öðru foreldrinu og fá óskerta
athygli þess. Þannig held ég að
horfa verði á þessi mál mjög ein-
staklingsmiðað og engar algildar
reglur í þessu eru til,“ segir Hel-
ena.
Mitt stærsta skor
Ekki er fráleitt að komast svo
að orði að lífið sé kappleik líkast.
Spurningin snúist um að skora
mörk og ná árangri. Sigra - og
stundum felst sigurinn helst i því
að vera með. Það segist Helena
svo sannarlega vera, segist mikil
félagsvera. En hver eru sætustu
mörkin á ferlinum, í óeiginlegri
sem eiginlegri merkingu þeirra
orða? Helena brosir.
„Það var óskaplega gaman að
vinna Islandsmeistaratitilinn
með KR árið 1993. Toppurinn var
þó þegar við unnum bæði íslands-
og bikarmeistaratitil árið 1999.
Það stendur kannski upp úr, þótt
mér fmnist hreinlega ekki hægt
að koma með neina svona upp-
talningu þegar ég er enn í miðj-
um leik og er á fullu með Val og
landsliðið. Því segi ég að mitt
stærsta skor hingað til hafi verið
að eignast drenginn minn sem er
einstaklega ljúfur og góður vin-
ur.“ -sbs
Heima i vikurhverfinu þar sem Helena og Olafur Daði
eiga sér notalegan samastað í tilverunni. „Mitt stærsta skor
hingaö til hefur veriö að eignast drenginn minn sem er ein-
staklega Ijúfur og góður vinur." segir Helena hér í viðtalinu.
í Víkur-
hverfi í Graf-
arvogi hefur
Helena búib
sér og syni
sínum Olafi
Daba fallegt
heimili.
„Stundum
held ég ab
hlutskipti
barna ein-
stæbra for-
eldra sé mjög
erfitt. Á þess-
um börnum
sem ég kenni
uppi i Breib-
holti finn ég
stundum ab
þau eru rót-
laus. Þab er
slítandi fyrir
þessa krakka
ab búa í raun
á tveimur
heimilum."
„Því er svo
sem ekki ab
leyna ab sum-
ir leikjannna
eru ekkert
spennandi né
vel spilabir og
verba fyrir
vikib ekki
áhugaverbir
fyrir áhorf-
endur. Hins
vegar trúi ég
því ab sú
verbi tíbin ab
leikgæbin
verbi meiri og
þá aukist um-
fjöllunin. Þetta
eru einföld
markabslög-
mál," segir
Helena.