Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2003, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2003, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 JOV húð afnýjum vörum Funkis-stólar með kálfs-, tígrisdýra-, sebra- og krókódílaskinni A horni Laugavegar o'g Klapparstígs Skoðið heimasíðuna okkar og kikið d tilboðin Sjávarréttadagar Sjávarréttahiaðborð 6.-16. mars Við komum þér á óvart með sérlega girnilegu og gómsætu sjávarréttahlaðborði. Matreiðslumenn Perlunnar hafa tileinkað sér hina einstöku matargerð Miðjarðarhafsins á sjávarréttum ásamt hefðbundinni niatreiðslu. Með matnum verður að sjálfsögðu boðið upp á eðalvín. M agasm Veiðiþáttur í DV-Magasíni: Gott úrvol of hnýtingorefni Hnýtingarkrókar Mörkin 6 • 108 Reykjavík • Sími (354) 568 7090 • Fax (354) 588 8122 ** varBSTUV£B? Umsjón: Stefán Krlstjánsson Tvíkrækjur Gull 390 kr. 10 stk. Silfur 370 kr. 10 stk. Svart 370 kr. 10 stk. Áhugamaður um laxveiði sendi mér póst á dögunum. Taldi hann að ég hefði dregið taum fluguveiði á kostnað maðkaveiði í þessum pistlum. Þetta kann að vera rétt en ég virði að sjáif- sögðu skoðanir veiðimannsins. Ekki skal það dregið í efa hér að ég er meiri unnandi flugu- veiði en maðkaveiði. Ekki ber þó að skilja orð mín svo að mér sé illa við maðkaveiði. Stór hluti veiðimanna kýs að veiða á maðk og skemmtir sér vel við þá iðju. Það er vel. Hér er um ótrúlega ólíkan veiðiskap að ræða eins og menn vita sem reynt hafa. Vissulega er það kúnst að veiða vel á maðk. Og það er alls ekki sama hvern- ig það er gert. Ég tel hins vegar að þaö sé mun erfiðara að veiða á flugu og kannski þess vegna finnst mér það skemmtilegra. Annars er það ekki stórmál hvað mér finnst í þessum efnum. Að- alatriðið er að menn hafi gaman af því að renna fyrir fisk, hvort sem þeir beita fýrir sig maðki eða hnýta flugur á tauminn. V hvimleiðara en að ganga fram á tómar bjórdósir og annað rusl á árbakkanum eða koma að veiði- stöðum þar sem fiskar eru viti sínu fjær af hræðslu. Það er oft auðvelt að sjá það á veiðistað hvernig veiðimenn sem á undan fóru gengu um og hvaða aðferð- um þeir beittu. Veiðimenn ættu að hafa það hugfast að skiija við veiðistaði eins og þeir vilja sjálfír koma að þeim. árátta með flugumar. Þrátt fyrir að menn eigi birgðir af flugum til lífstíðar og hafi í fórum sín- um margar flugur sem gáfú vel á síðustu vertið, þarf alltaf aö bæta nokkrum við og freista þess að búa til eina eða tvær nýj- ar fyrir næsta sumar. Oftar en ekki er líftími flugna sem slegið hafa í gegn og sannað sig rækilega mjög stuttur. Ég hef gert svolítið að því undanfarin A<b bera vir&ingu fyrir fiskinum og náttúrunni Ég byrjaði ungur að veiða. Naut reyndar þeirra forréttinda að alast upp við hlið einstakra veiðimanna af gamla skólanum. Veiðimanna sem gengu um veiðilendur af einstakri um- hyggjusemi og báru taumlausa virðingu fyrir flskum og náttúr- unni. Því miður fer ekkert alltof mikið fyrir þessari umhyggju- semi og virðingu í dag. Því til staðfestingar gæti ég nefnt mörg dæmi en læt það vera - í bili að minnsta kosti. Mér flnnst hins vegar rétt að hvetja veiðimenn til að ganga vel um náttúruna og ána sem þeir veiða í hverju sinni, nú þeg- ar daginn er að lengja verulega og veiðitími nálgast. Það er fátt Hafa skal það sem sannara reynist. Þessir fallegu smálaxar voru sagðir falleglr flugufiskar í síðasta blaði en rétt er að þelr tóku báðir maðk. Er veiðimaðurinn beðinn velvlrðingar á mlstökunum. Menn hnýta og hnýta og telja aagana Tæpur mánuður er í að fyrstu veiðimennirnir fari á stjá og renni fyrir sjóbirting. Veiði hefst síðan í Elliðavatni 1. maí og margir veiðimenn bíða spenntir eftir því að sá dagur renni upp. Um þetta leyti eru menn að fara yfir fluguboxin og hnýta flugur fyrir sumarið. Panta sér leyfi hér og þar, skipuleggja ver- tíðina fram undan. Biðin er löng og ströng og ekki laust við að einstakt góðviðri síðustu vikur geri mönnum eilítið erflðara fyr- ir. Annars er þetta undarleg sumur að „vekja til lífsins" flugur sem gáfu ágæta veiði fyrir 20-30 árum. Gefið þeim tækifæri á ný og þær hafa ekki brugðist. Hér gæti ég nefnt flugur eins og Garp og Krumlu ef einhver þekkir þær flugur sem alls ekki er víst. Held ég að ekki væri vitlaust fyrir veiðimenn að prófa að hnýta gamlar flugur sem ekki hafa fengiö tækifæri lengi og kynna fyrir fiskum á ný. í næsta þætti snúum við okkur á ný að bleikjuveiðinni og veltum fyrir okkur mikilvægi þess að velja réttu græjurnar. skfííimagasin.is Þrílcrækjur Gull 530 kr. 10 stk. Silfur 470 kr. 10 stk. Svart 470 kr. 10 stk. ALLT FYRIR VEIÐIMANNINN Stmi: 562 0200 • www.perlan.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.