Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2003, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2003, Side 11
MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 DV 11 Fréttir ar. Hörður Einarsson hæstarrétt- arlögmaður hefur gefið hefur út bókina Tjáningarfrelsi og fjöl- miðlar. Þar kemur hann inn á umræðu um hvort bannákvæði áfengislaga standist lög. Hörður sagði við DV í ársbyrjun að það væru ekki auglýsingarnar sem spilltu heilsu manna, heldur væri neysla efnisins hættuleg heilsunni. Þá sagði Hörður: „Það er tvímælalaust innan valdsviðs ríkisvaldsins að banna sölu á áfengi hér á landi. Það lætur rík- isvaldið ógert, heldur stendur beinlínis fyrir sölu á áfengi með gríðarlegum fjárhagslegum hagnaði. Þrátt fyrir þá yfirlýstu trú handhafa ríkisvaldsins, að um skaðleg efni sé að ræða, sem ekki megi auglýsa. í þessu felst þvílíkur tvískinnungur af hálfu ríkisvaldsins, að til hans hlyti að verða litið, ef reyndi á gildi aug- lýsingabannsins fyrir dómstól- um samkvæmt núgildandi stjórnarskrá." Aukin neysla? Hörður sagði einnig að ekkert lægi fyrir um það að afnám aug- lýsingabanns, að hluta eða að öllu leyti, myndi auka sölu eða neyslu á áfengi ef auglýsingar væru ráðandi eða þýðingarmik- ill þáttur í sölu og neyslu áfengis ættu íslendingar löngú að vera orðnir bindindismenn. Friðrik Eysteinsson, fram- kvæmdastjóri markaðsdeildar hjá Vífilfelli og stundakennari í markaðsfræði við Háskóla ís- lands, er formaður Samtaka aug- lýsenda. Friðrik sagði í DV í febrúar að vínauglýsingar gerðu menn fráleitt að ofdrykkjumönn- um. „Ekki hefur ekki verið sýnt ótvírætt fram á að auglýsingar sem slíkar ykju misnotkun sem þá væri mæld í skorpulifur, um- ferðarslysum og ýmsum fylgi- kvillum ofneyslu áfengis. Núna síðast hefur því reyndar verið haldið fram af sérfræðingum að það að banna auglýsingar á áfengi auki neyslu áfengis en ekki öfugt. Ástæðan er sögð sú að hlutverk auglýsinga í mark- aðssetningu vöru eins og áfengis, sem hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára, sé fyrst og fremst að færa fólk á milli vörumerkja. Auglýsingamar gera vöruna dýr- ari og hærra verð dregur úr sölu og neyslu," sagði Friðrik. Eru þegar leyfðar „Ég er hlynntur þvi að áfengisaug- lýsingar verði leyfðar. Niður- staða könnun- arinnar er svo- lítið furðuleg því þessar aug- lýsingar eru þegar leyfðar. Hér má fá blöð og tímarit og sjá erlendar sjón- varpsstöðvar þar sem áfengis- auglýsingar eru birtar. Spyrja má hvort það felist í niðurstöð- unum að menn vilji banna inn- flutning á þessum blöðum og tímaritum eða banna útsending- ar erlendra sjónvarpsstöðva til íslands? Við erum að tala um vörur sem eru löglegar og ríkið stendur fyrir sölu á. Hvers vegna í ósköpunum ætti að setja íslenska auglýsendur og ís- lenska fjölmiðla í þetta bann? Bann við áfengisauglýsingum bitnar fyrst og fremst á þeim sem reka íslenska fjölmiðla og í því felst mikill tvískinnungur,“ sagði Sigurður Kári Kristjáns- son, lögmaður 0g frambjóðandi til Alþingis fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, um niðurstöður skoð- anakönnunar DV. Stöndum í lappirnar „Ég er fylgjandi banni við áfengisauglýs- ingum en það er erfitt að fylgja slíku banni eftir þar sem áfengis- auglýsingar í erlendum fjöl- miðlum berast hingað. En ég er stolt af okkur íslendingum fyrir að hafa stað- ið í lappimar í þessum efnum. Ég heyri sterkan orðróm er- lendis frá um að tóbaksauglýs- ingar og áfengisauglýsingar verði bannaðar. Evrópusam- bandið er að taka á tóbaksaug- lýsingunum og áfengisauglýs- ingarnar verða næstar. íslend- ingar hafa sýnt ákveðið áræði í þessum efnum sem fólk virðist þakklátt fyrir. Auglýsingarnar hafa slævandi áhrif, sérstak- lega á ungdóminn, og afstaða okkar er til fyrirmyndar," sagði Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður vegna niður- stöðu könnunar DV. -hlh ÞJÁLFUNAR OG ÆFINGARPUNKTAR Það er alveg sama hversu heitt við óskum þess þá duga engar skyndilausnir þegar kemur að því að halda þyngdinni í skefjum. Margar skyndilausnanna, sem eru á markaðnum, geta stuðlað að miklu þyngdartapi á skömmum tíma. Vandamálið er að flestir þeirra sem léttast með hjálp þessara skyndilausna bæta þyngdinni á sig aftur innan skamms og oftar en ekki bætast við nokkur "auka" kíló. Það er ekki til sá megrunarkúr sem hjálpar okkur að léttast og viðhalda þyngdartapinu um ókomna tíð. Það að léttast krefst skuldbindingar til lífstíðar og í því felst reglubundin líkamsþjálfun og breyttar matarvenjur sem byggjast á fjölbreytni, reglusemi og hófsemi. MATSEÐILL DAGSINS Dagur 25 Morgunverður: Fitness Léttmjólk Kíví 3 dl 2,5 dl 1 stk Hádegisverður: Ávaxtaskyr Brauð Létt viðbit Ostur, 26% feitur 200 g 1 sneið 1 tsk. 2 „ostskerasneiðar Miðdegisverður: Brauð Hnetusmjör Laxasalat 2 sneiðar 1 msk. 1 msk. Kvöldverður: Vorrúllur Trópí 2 stk. 1 glas Kvöldhressing: Epli 1 stk. Asplrín Getur komiö í veg fyrir alvarlega hjarta- og æöasjúkdóma og getur virkaö fyrir- byggandi fyrir nokkrar tegundir krabbameins. Aukefni eru notuð við framleiðslu matvæla til að lengja geymsluþol og viðhalda bragðgæðum og útliti. Aðeins lítill hluti þeirra aukefna sem leyfilegt er að nota í matvörur valda einkennum sem nefnd eru óþol. í einni rannsókn, þar sem tvíblint áreitispróf (fæðuþolspróf) var notað, kom í Ijós að einungis 0,2% einstaklinga mældust með óþol fyrir aukefnum. Rannsókn, sem gerð var á skólabörnum í Danmörku, staðfesti að 1 -2% barnanna var með óþol fyrir ákveðnum litarefnum og rotvarnarefninu bensósýru. Mjög strangar reglur gilda um það hvaða efni má setja í matvæli og í hvaða magni. Þegar aukefnin hafa verið viðurkennd af „vísindanefnd Evrópusambandsins um matvæli" fá þau ákveðið E-númer (sjá töflu). Stafurinn „E" stendur því fyrir Evrópusambandið en einhverra hluta vegna hafa sumirfengið þá flugu í höfuðið að „E" standi fyrir eitur! Tafla Helstu flokkar aukefna Efni E-númer Litarefni Rotvarnarefni Þrávarnarefni Bindiefni Bragðaukandi efni E100 - E199 E 200 - E 299 E 300 - E 399 E 400 - E 499 E 600 - E 699 Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur HReyrmG frítt f 3 daga HReyfinG Ef þú hefur ekki æft í Hreyfingu áður en langar til að prófa bjóðum við þér að koma og æfa frítt í þrjá daga til reynslu gegn framvísun þessa miða. Hringdu í síma 568-9915 og pantaðu tíma hjá ráðgjafa. Giidir til 1. aprn 2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.