Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Blaðsíða 17
16
FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003
FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003
4
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aéalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Stríð
Bandaríkin, Bretland og bandamenn þeirra
áttu ekki annan kost en að hefja stríð á hendur
Saddam Hussein og fámennri valdakliku hans i
írak. Öll önnur sund voru í raun lokuð eftir tólf
ára tilraunir til að koma viti fyrir vitstola morð-
inga - villimann sem fer sínu fram.
Klofningur og ístöðuleysi Öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna gerði fælingarmáttinn sem fólst
í samstöðu þjóða heims eftir hroðaverkin 11. september 2001 að
engu. Grunnhyggni þeirra sem í góðsemi sinni trúðu að valds-
maður hins illa myndi að lokum hlusta á rök skynseminnar og
gera hið góða, gerði harðstjóranum kleift að fara sínu fram.
Baráttan gegn Saddam Hussein er ekki aðeins spurning um
örlög fámennrar valdaklíku eða framtíð irösku þjóðarinnar
sem mátt hefur þola harðræði, sult og skipuleg morð, pynting-
ar og nauðganir. Átökin við Persaflóa eru spurningin um það
hvernig hinn frjálsi heimur ætlar að tryggja öryggi almennings
á nýrri ógnaröld hryðjuverka og trylltra harðstjóra. Tony
Blair, forsætisráðherra Breta, benti á það í þingræðu síðastlið-
inn þriðjudag að hernaðaraðgerðirnar væru spurning um það
hvernig Sameinuðu þjóðirnar þróuðust; um samstarf og sam-
skipti Evrópu og Bandaríkjanna; um samstarfið innan Evrópu-
sambandsins og spurning um það hvernig Bandaríkin höguðu
samskiptum sínum við aðrar þjóðir.
í nær tólf ár hefur Saddam Hussein haft Sameinuðu þjóðirn-
ar að fíflum - gefið þeim langt nef og farið sínu fram. í tólf ár
hefur illmennið í írak, sem ber ábyrgð á dauða fleiri múslima
en nokkur annar maður, komið sér undan afvopnun og byggt
upp efna- og eiturvopnabúr og skipulega reynt að koma sér upp
kjarnorkuvopnum. í tólf ár hefur samfélag þjóðanna reynt með
friði og vanmáttugum þvingunum að tryggja að gereyðingar-
vopn verði aldrei í höndum geðveiks glæpamanns sem heldur
írösku þjóðinni í helgreipum ótta og morða. Þær tilraunir hafa
engu skilað.
Þjóðir heims hafa orðið fórnarlömb löngunar til að sefa hinn
ósáttfúsa harðstjóra, hafa blekkt sjálfar sig til að beita rökum
gagnvart óskynsemi illmennis. Alltof lengi báru draumóra-
menn í brjósti vonir um að ríkisstjóm hins illa gerði hið rétta.
Alþjóðlegar samþykktir um afvopnun harðstjóra skipta engu
ef samfélag þjóðanna er ekki tilbúið að fylgja þeim eftir af full-
um krafti og, ef nauðsynlegt er, með hervaldi. Hafi þjóðir heims
ekki siðferðilegt þrek til að grípa til hernaðaraðgerða þegar og
ef alþjóðlegar samþykktir eru ár eftir ár virtar að vettugi,
munu harðstjórar fara sínu fram. Heimurinn verður ekki frið-
vænlegri og betri, heldur mun óttinn taka við. Og allur hinn
frjálsi heimur mun aldrei verða samur.
Grimmdarseggir og morðingjar fara sínu fram þangað til
þeim er veitt raunveruleg mótspyrna. Kaffíhúsaspjall, þrúgað-
ir og formfastir fundir rikisstjóra eða alþjóðastofhana, skipta
harðstjóra engu.
Vaxandi velsæld Vesturlanda, með tilheyrandi firringu, hef-
ur orðið til þess að þau hafa veigrað sér við að taka á harðstjór-
um heimsins sem drottna í skjóli ógnana, pyntinga og morða.
Vesturlandabúum finnst óþægilegt að horfast í augu við kald-
an veruleikann í huggulegheitum vellystinga. Miklu þægilegra
er að snúa blinda auganu að vandanum og reyna að gleyma því
að helgustu réttindi einstaklingsins eru svívirt á hverjum degi
í fjarlægu landi. Og jafnvel þótt harðstjórinn vígbúist með ger-
eyðingarvopnum reyna vestrænar þjóðir í firringu sinni að
leiða það hjá sér í þeirri von að gjalddaginn renni aldrei upp.
Þó kennir sagan annað.
Besta og öruggasta leiðin - eina leiðin - til að kljást við ógn-
ir framtíðarinnar er að horfast í augu við ógnir samtímans,
takast á við þær og grípa til nauðsynlegra ráðstafana. Aðgerða-
leysi í samtímanum kallar aðeins á ógnun og ótta í framtíðinni.
Enginn frjálsborinn maður hefur siðferðilegan rétt til að
standa hjá í baráttunni við illmenni eða leiða hjá sér þá ógn
sem heimsbyggðinni stafar af harðstjórum og illþýðum þeirra.
Óli Björn Kárason
17
Skoðun
Hallgrímur Helgason rithöf-
undur smíöaöi hugtakiö
Bláu höndina til aö lýsa
Davíð Oddssyni og stjórn-
arháttum hans. Nafnið er
ekki fráleitt.
Davíö hefur jafnan tekiö mynd-
arlega til hendi, þar sem hann hef-
ur gegnt trúnaðarstörfum. Hann
var í níu ár borgarstjóri. Þá einka-
væddi hann Bæjarútgerð Reykja-
víkur, sem áður hafði verið baggi á
borgarsjóði. Sparnaðurinn af þessu
nam kostnaði við ráðhús, sem reis
við Tjörnina. Davið lét líka smíða
Perluna í Öskjuhlíð, gera við Við-
eyjarstofu og reisa Borgarleikhús.
Hann útrýmdi lóðaskorti í Reykja-
vík og reisti Grafarvogshverfið.
Hann keypti Nesjavelli og hóf
framkvæmdir við Nesjavallavirkj-
un. Þannig má lengi telja.
Blá hönd og þæfður vettlingur
Þegar Davíð varð forsætisráð-
herra 1991, hélt hann áfram að taka
til hendi. Hann lagði niður ýmsa
skömmtunarsjóði í vörslu stjórn-
málamanna og tæmdi þannig hjá
sér biðstofuna. í stjómartíð hans
breyttist þrálátur halli á fjárlögum
í afgang, sem notaður var til að
greiða niður skuldir ríkisins. Verð-
bólga fór niður í það sem hún er í
grannlöndunum en íslendingar
losnuðu við stórfellt atvinnuleysi
þeirra landa. Sett voru upplýsinga-
lög og stjómsýslulög til að tryggja
aukin réttindi einstaklinga. Fjöldi
fyrirtækja var seldur og munaði
mest um Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins, SR-Mjöl, Landsbank-
ann og Búnaðarbankann. Ýmsir
skattar lækkuðu. Allt atvinnulíf
varð frjálsara og heilbrigðara og
árangurinn eftir því: Samfellt góð-
æri frá 1994.
Ef ímynd Davíðs Oddssonar er
styrk og blá hönd við stjórnvöl, þá
er ímynd Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur þæfður vettlingur.
Ingibjörg Sólrún hafði vissulega
hugsjónir, þegar hún var ung. Þá
var hún andvíg keppnisíþróttum
og greiddi því atkvæði á móti
gervigrasi í Laugardal. Þá varaði
hún við neysluhyggju og greiddi
því atkvæði á móti smíði Kringl-
unnar. Þá efaðist hún um stóriðju
og barðist því á móti álveri í Keil-
isnesi. En hún fórnaði öllum fyrri
hugsjónum fyrir borgarstjórastól-
inn 1994. Nú aöhyllist hún sósíal-
isma auglýsingastofunnar, sem
kalla má, en kjörorð hans er að
hafa það jafnan heldur sem betur
hljómar. Hún þorir ekki að hafa
neina skoðun á því sem hún heldur
að sé umdeilt og óvinsælt, eins og
afgreiðsla hennar á flugvallarmál-
inu sýndi. Er engin hönd inni í
vettlingnum?
Kista full af plágum
Ingibjörg Sólrún tók stjórn borg-
arinnar sannkölluðum vettlinga-
tökum. Ekkert liggur eftir hana
þar annað en fjáraustur í Linu.net,
skattahækkanir og skuldasöfnun.
Þegar hún var spurð um þessi mál,
svaraði hún jafnan þóttafull, að
hún væri í pólitík, ekki bókhaldi.
Hún hefur reynt að fela auknar
skuldir borgarinnar með því að
flytja þær út í dótturfyrirtæki borg-
arsjóðs.
Hún sveik líka loforð við sam-
Datt henni ekki í hug að það gœti veríð sjálfstœtt tilefni skattrannsóknar á Jóni
Ólafssyni, að hann greiddi vinnukonuútsvar, um leið og hann var alls ófeiminn að
sýna alþjóð hversu mikinn munað hann lifði við? - Ingibjörg Sólrún á tali við
Jón Ólafsson framkvcemdamann.
starfsfólk sitt úr Framsóknarflokki
og Vinstri hreyfingunni, þótt Dag-
ur B. Eggertsson segði í Morgun-
blaðinu 7. september 2002: „Ástæöa
þess að ég tel nær útilokað að Ingi-
björg Sólrún fari fram til Alþingis
er einfóld. Skýrar yfirlýsingar
hennar um hið gagnstæða í borgar-
stjórakosningunum í vor. Það eru
ekki aðeins pólitískir andstæðing-
ar sem vilja höggva í trúverðug-
leika hennar sem spyrja hvort þær
yfirlýsingar standi ekki heldur
einnig margt af harðasta stuðn-
ingsfólki hennar. Þessi spurning
skiptir lykilmáli þar sem pólitískur
styrkur Ingibjargar Sólrúnar bygg-
ist ekki síst á trúverðugleika."
Ingibjörg Sólrún hefur ekkert
gert síðan til að auka trúverðug-
leika sinn. Hún sagðist í Kastljós-
þætti fyrir áramót ætla að opna sitt
pólitíska Pandórubox og hló við.
Hún reyndist sannspá, því aö sam-
kvæmt grísku goðsögunni var kist-
an, sem Pandóra opnaði af forvitni,
full af hvers kyns plágum.
Rösk hönd eða vettlingatök?
Ein slík plága hefur þegar riðið
yfir þjóðina - dylgjur og getsakir
Ingibjargar Sólrúnar um Davíð
Oddsson. Hún hóf kosningabaráttu
sína í Borgarnesi með dylgjum um
það, að Davíð hefði sigað lögregl-
unni á Baugsfeðga og Jón Ólafsson,
en þessir ríku menn sæta nú allir
opinberri rannsókn. Datt henni
ekki í hug, að það gæti verið sjálf-
stætt tilefni skattrannsóknar á
Jóni Ólafssyni að hann greiddi
vinnukonuútsvar, um leið og hann
var alls ófeiminn að sýna alþjóð,
hversu mikinn munað hann lifði
við? Hvers vegna var hún að væna
lögreglumenn landsins um óeðlileg
vinnubrögð í Baugsmálinu? Þetta
var ekki gæfuleg byrjun á kosn-
ingabaráttu.
í kosningunum í vor verður kos-
iö um það, hvort Davíð fær að taka
rösklega til hendi í skattalækkun-
um eða Ingibjörg Sólrún að nota
sín venjulegu vettlingatök.
■
i
Sandkom
sandkorn@dv.is
Kynlífið best í kuldanum fyrip vestan
Á hjónanám-
skeiði, sem sr. Þór-
hallur Heimisson
stóö að vestur á
Suðureyri við Súg-
andafjörð fyrir
skömmu, spurði
hann þátttakendur
eins og venjulega
hvað það væri sem fólk teldi mik-
ilvægast í hjónabandinu. Meiri-
hluti viðstaddra nefndi þegar kyn-
lífið! Sr. Þórhallur mun hafa undr-
ast þetta mjög því víðast hvar
annars staðar setti fólk kynlífíð
einna neðst á listann. En þessi
merkilega niðurstaða fyrir vestan
varð Snorra Sturlusyni, skipstjóra
og útgerðarmanni á Suðureyri,
kveikja að svolátandi vísu:
Að elska og treysta í einlœgni vel
er inntak í mannanna gjöröum.
En kœrast af öllu ég kynlífið tel
í kuldanum vestur á fjörðum.
Ummæli
Linkind við harðstjóra
„Það er nánast ótrúlegt hvað
harðstjórar allra tíma geta lengi
aflað sér fjöldafylgis."
Leiöarahöfundur Morgunblaösins.
Undir högg að sækja
„Ég tel [...] að á
þessum fjölmiöli
ríki neikvæð við-
horf í garð atvinnu-
lífsins."
Þorsteinn Már Baldvins-
son um fréttastofu
Sjónvarpsins I grein í
Morgunblaöinu.
KæriTony
„Ég einfaldlega hef miklar efa-
semdir um þetta stríð. Sá á hins
vegar kvölina sem á völina; og ég
er sannarlega feginn að vera ekki í
þínum sporum, Tony minn.“
DavíB Logi Sigurösson í opnu bréfi til
Tony Blairs í Morgunblaöinu.
Ekkibjartsýnn
„Ég á kannski ekki von á því að
Samfylkingin boði beinar skatta-
hækkanir nú fyrir kosningar, en
líklegt er að boðaðar verði breyt-
ingar á skattþrepum sem væntan-
lega eiga að koma hinum efna-
minni til góða, skattahækkanimar
kæmu svo seinna."
Halldðr Lárusson á Hriflu.is.
Engum treystandi
Saddam Hussein lýg-
Jm ur hratt, en fáir átta
E, j ^ sýnir, aö vestræn
ÍHtf'*- jé* \ enn llraöar-“
Jónas Kristjánsson
á vef slnum.
Fyrstur með íréttlrnar
„Það kom fram rétt í þessu í
breska sjónvarpinu að fresturinn
er liðinn ... eins og reyndar flestum
er kunnugt."
Borgþór Arngrímsson byrjar eina af
þýöingarsyrpum sínum í útsendingu
BBC World I Sjónvarpinu klukkan
2.12 aöfaranótt föstudags, rúmri
klukkustund eftir aö frestur Saddams
Husseins til þess aö yfirgefa
írak rann út.
Með okkar blessun
„í augum Saddams Hussein er Osama bin Laden óútreiknanlegt trúfífl sem stefnir
að miðaldasamfélagi Allah til dýrðar, en að mati bin Ladens er Hussein trúleysingi
og sósíalisti sem vill byggja upp veraldlegt ríki sjálfum sér til dýrðar. “
Guömundur Andri fri
Thorsson 1 l
rithöfundur mm
Bandaríkjamenn hafa ekki
bara klofið Nató og grafið
undan Sameinuðu þjóðun-
um með óbiigjörnum
kröfum um skilyrðislausa
undirgefni við stríðs-
æsingar sínar - ráða-
mönnum í Washington
hefur að auki með
stjórnvisku sinni tekist
að sameina óvini
Bandaríkjanna í stað
þess að sundra þeim,
magna þá upp í stað
þess að veikja þá.
Eins og bandaríski rithöfundur-
inn Norman Mailer bendir á í ný-
legri grein sem l$sa má á vef the
New York Review of Books þá
höfðu ráðamenn breska heims-
veldisins á 19. öld ævinlega vit á
því að etja saman hættulegum
andstæðingum sínum og láta svo
til skarar skríða þegar báðir lágu
óvígir hvor af annars völdum. Þeg-
ar sú atburðarás hófst sem leiddi
til stríðsins á hendur írak áttu
þeir Osama bin Laden og Saddam
Hussein fátt annað sameiginlegt
en að hafa verið á sínum tíma
magnaðir upp af Bandaríkjamönn-
um til að berja á þáverandi óvin-
um þins vestræna heims - annars
vegar kommúnistum í Rússlandi
o% hins vegar trúræðisstjórninni í
íran.
Holdgervingar
Þetta voru ekki eðlilegir banda-
menn. Þeir höfðu þeim mun meiri
ástæðu til að tortryggja hvor ann-
an. í augum Saddams Hussein er
Osama bin Laden óútreiknanlegt
trúfifl sem stefnir aö miðaldasam-
félagi Allah til dýrðar, en að mati
bin Ladens er Hussein trúleysingi
og sósíalisti sem vill byggja upp
veraldlegt ríki sjálfum sér til dýrð-
ar; þeir eru holdgervingar tveggja
gagnólíkra hugmynda um framtíð
hins múslimska heims. Hvor um
sig hefur fullan hug á því að ráða
þeirra framtíð. Og í þeim framtíð-
arhugmyndum hefur til þessa ekki
veriö gert ráð fyrir að hinn leið-
toginn hafi hlutverki að gegna.
Herför Bandarikjamanna á
hendur Afganistan mistókst í
þeim skilningi að þar tókst ekki að
hafa upp á sjálfum Osama bin
Laden eða mönnum hans, heldur
voru þar einhverjir menn hand-
teknir, nánast af handahófi, og
fluttir til Kúbu þar sem þeir eru
hafðir í haldi utan við lög og rétt
og án þess að borið sé viö að reyna
að færa sönnur á sekt þeirra.
Þar til fyrir skemmstu vissu
Bandaríkjamenn ekki einu sinni
hvort bin Laden væri lífs eða lið-
inn. Hann dúkkaði ekki upp fyrr
en dró að því að ráðast inn í írak
- þá lét hann vita af sér og mátti í
gegnum trúarvaðalinn greina ein-
hvers konar stuðningsyfirlýsingu
við íraka. Bandaríkjamenn sögðu
að þetta sannaði tengsl þarna á
milli - þó að ræða bin Ladens
sannaði ekki annað en að Banda-
ríkjamönnum heföi nú tekist að
færa þessa tvo erkifjendur nær
hvor öðrum.'
Vald hjá stórveldi
Bandaríkjamenn hafa þennan
risaher sem þarf náttúrlega að
nota af og til því annars ryðgar
hann; ríkisstjómin virðist líka sjá
þau ráð vænlegust til úrbóta á bág-
um efnahag að hressa upp á hann
með snörpu stríði og loks þarf að
berja á einhverjum úr því að
Osama bin Laden og hans nótar
finnast hvergi. Til að ná fram því
markmiði að fara í stríð hafa ráða-
menn í Washington eins og fyrr
segir lamað Sameinuðu þjóðirnar,
brotið niður samstöðu vestrænna
ríkja, klofið Evrópu (þar sem ís-
lenskir ráðamenn taka sér stöðu
með stríðæsingaþjóðum) og bakað
Bandaríkjunum óvild um allan
heim í stað þeirrar ríku samúðar
sem þjóðin naut í kjölfar ellefta
september þegar við skynjuðum
öll að þetta voru bræður okkar og
systur.
Þegar allt kemur til alls hafa
bandarískir ráðamenn dregið úr
eigin mætti, því að þegar kemur að
völdum og áhrifum snýst málið
ekki einvörðungu um hemaðaryfir-
burði, heldur líka virðingu, trú-
verðugleika og gagnkvæmt sam-
komulag um að allt þetta vald sé vel
komiö hjá viðkomandi stórveldi.
Skuldbinding íslendinga?
Afrekaskráin er óneitanlega
orðin allnokkur hjá veikum og
ótrúverðugum forseta sem kosinn
var af minnihluta þeirra kjósenda
sem á annað borð ómökuðu sig á
kjörstað á sínum tíma - sem var
innan við helmingur landsmanna.
Það skiptir máli hvernig við kjós-
um. Alls staðar.
Því að nú hefur íslenska ríkis-
stjórnin gengið í berhögg við vilja
yfir níutíu prósent þjóðarinnar og
lagt blessun sína yfir þetta fráleita
stríð og gerst aðili að því, þótt svo
sé látið heita að íslendingar hafi
skuldbundið sig til að taka þátt í
„uppbyggingu íraks“. - Davíð
Oddsson hefur valið fyrir okkur
hvar í sveit við skipum okkur.
Eigum við áfram að velja hann til
að hafa vit fyrir okkur?
+