Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 DV Fréttir w * Wy •-* , 1 ;•'• • mi' ‘ ■ i r -j Gassprenging: Þrjú ungmenni töluvert slösuö DV MYNDIR HARI Mlklar skemmdlr af gassprenglngu Þrjú ungmenni slösuöust ígærkvöld þegar gassprenging varö í húsi í Garöabæ í gærkvöld. Fjögur ungmenni höföu veriö aö fikta viö gaskúta meö þessum afieiöingum. Gluggar þeyttust út úr sólhúsi meö körmum og bílskúrshurðin fór út á hlaö. Heilsugæslan á Suðurnesjum: Heilsugæslulæknar í Reykja- vík leysi vandann tímabundið Yfirlæknar heilsugæslustöðv- anna í Reykjavík hafa kynnt til- lögur um aö heilsugæslulæknar í Reykjavík leysi vandamál Heil- brigðisstofnunar Suðumesja tíma- bundið. Hugmyndir þeirra eru að Heilsugæslan i Reykjavík taki al- farið aö sér stjórn heilsugæslunn- ar og aöÝstjórn hennar verði ekki undir stjórn núverandiÝ fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofnun- ar Suöurnesja. Frá því að heilsu- gæslulæknarÝ á Suðurnesjum gengu út 1 í haust hefur ríkt ófremdarástand á Suðumesjum og mjög erfiðlega hefur gengið að ráða lækna. Flestir eru sammála um að nú sé svo komið að læknar sniðgangi Suðurnesin og vilji hreinlega ekki ráða sig til stafa á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja, Sigríður Snæbjömsdóttir, er eiginkona Sig- urðar Guðmundssonar landlæknis ogÝí því ljósi var Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Heilsugæslunn- ar ÍÝ Reykjavík, nýverið skipaður sérstakur landlæknir á Suðurnesj- um af Jóni Kristjánssyni heil- brigðisráðherra og falið að reyna að leysaÝ vanda heilsugæslunnar þar. Honum varÝfalið að ræða við yfirlækna heilsugæslunnar í Reykjavík um hvernig og hvort þeir gætu komiö til aðstoðar. Framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunar Suöurnesja veröur sam- kvæmt tillögunum áfram yfirmaö- ur sjúkrahússins í Keflavík. Heil- brigðisráðuneytiö endurskoðar nú hversu margir læknar eigi að starfa í Reykjanesbæ þar sem um 17.000 manns búa. í bígerð mun vera að halda borgarafund á Suðurnesjum næsta miðvikudag, 9. apríl, um heilsugæslumálin. -GG Hvalvelöl á Hornafirði DVWYND JÚUlA IMSLAND Garöey SF fékk þennan hnúfubak í netin vestur viö Hálsa á föstudaginn og var hann dreginn til Hafnar. Örn Þorbjörns- son skipstjóri sagöi aö hnúfubakurinn væri um 11 metra langur og aö hann yröi allur nýttur. Tilkynnt var um eld í raðhúsi í Garðabæ á tólfta tímanum í gær- kvöld. Þegar slökkviðliðið kom á staðinn kom í ljós að mikil gas- sprenging hafði orðið í bílskúr hússins. Fjögur ungmenni höfðu verið að fikta við gaskúta úr gas- grilli með þeim afleiðingum að sprengingin varð. Voru þrjú þeirra flutt á spítala töluvert slös- uð. Eitt þeirra hlaut minni háttar meiðsl en þurfti á áfallahjálp aö halda. Að sögn vaktmanns hjá slökkviliðinu er raðhúsið, sem er tveggja hæöa, nánast ónýtt. Bíl- skúrshurðin þeyttist út á hlað í heilu lagi, rúður í húsinu sprungu, gluggakarmarnir rifn- uðu af og loftklæöning hússins hrundi niður. -EKÁ Bílskúrshuröin út Sprengingin var svo öflug aö bílskúrshuröin þeyttist út. Stuttar fréttir Hættulegar beygjur Meö notkun Sögu, nýjum hug- búnaöi frá ND á Islandi, hafa 30 beygjur á hringveginum mælst yfir hættumörkum, þar af sex stór- hættulegar. Fram kemur í skýrslu um rannsóknina að varhugaverð- ar og hættulegar beygjur séu oft illa merktar eða jafnvel alveg ómerktar. Mbl. sagði frá. Undirbúa göng og stíflu Verktakafyrirtækið Arnarfell hefur náð samkomulagi við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo um að annast undirbúningsfram- kvæmdir við göng og stíflu við Kárahnjúkavirkjun. Mbl. sagði frá. Meö stjórnarskrána Danski forsætis- ráðherrann, And- ers Fogh Rasmus- sen, kemur í opin- bera heimsókn til íslands í vikunni. Mun hann afhenda íslendingum fyrstu stjórnarskrá ís- lands frá árinu 1874. Einar bestur Einar Geirsson, matreiðslumað- ur á veitingastaðnum Tveir Fiskar í Reykjavík, var útnefndur mat- reiðslumeistari ársins 2003 á ís- landsmóti matreiðslumeistara á Akureyri. Farfuglar koma Fyrstu brandendurnar eru komnar og Lóan hefur sést frá Höfn í Hornafirði og vestur um að Sel- tjamamesi. RÚV greindi frá. Óvissa á fundi Óvíst er hvort draga muni til tíð- inda á fundi í dag vegna viðræðna Evrópusambandsins og íslands, Noregs og Liechtenstein um stækk- un Evrópska efnahagssvæðisins. Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra kveðst vera bjartsýnni en áður um niðurstööuna. Hópslagsmál Til hópslagsmála kom á Horna- firði aðfaranótt sunnudags. Hópur ungmenna réöst að fimm mönnum Rólegt hjá lögreglunni: Nokkup Innbpot og slys um helgina Slökkviliöið var kallað út á ní- unda tímanum í morgun þar sem stúlka hafði slasast er hún var að hlaða öskutunnum á öskubíl. Hafði hún klemmst á milli og var færð á slysadeildina til aðhlynn- ingar. Bílvelta varð í morgun á Garðsvegi á milli Keflavíkur og Garðs. Snjóað hafði í nótt og því var töluverð hálka á veginum en ekki er enn vitað hvort einhver slasaðist við óhappið. Þá var tölu- vert um innbrot í bíla í Reykjavík um helgina og hljómflutningstækj- um stolið. Lögreglan hefur upplýst nokkur innbrotanna. -EKÁ Ölfusið skelfur Um níuleytið í gærkvöld varö jarðskjálfti sem mældist þrjú stig á Richter í Ölfusinu. í kjölfarið komu tveir minni skjálftar. Upp- tök skjálftanna voru um 5 km suður af Skálafelli. Þetta er þekkt jarðskjálftasvæði og munu jarð- vísindamenn fylgjast með frekari framvindu mála, eins og ástæða þykir til. -sbs DVJYIYND GYLFl GUÐJÓNSSON Dælustööin á Reykjum Hluti af Dælustööinni í Mosfellsbæ þar sem heita vatniö rann út. Mengunarslys í Varmá: Sjóðheitt hita- veituvatn Ióp í ána og dpap silunga Á sunnudag flæddi sjóðheitt vatn út í Varmá úr Dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Reyki í Mosfellsbæ. Þarna munu hafa farið út milli 100 og 200 rúmmetr- ar af heitu vatni úr tanki og fundust dauðir silungar á svæð- inu, en þetta slys mun hafa áhrif á um eins kílómetra svæði. Enn verra slys varð þarna á sama stað fyrir nærri tveim árum en þá runnu út um 400 rúmmetrar af 82 stiga heitu vatni. Rannsóknir hafa sýnt aö lífríkið jafnar sig nokkurn veginn á einu ári, en auk botndýra er silungur í ánni, áll leitar þangað og mikið er um endur á ánni. Slík óhöpp munu hafa gerst áður. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hefur gert alvarlegar athugasemd- ir við þessi óhöpp, en Orkuveitan mun leita leiða til að þetta endur- taki sig ekki. Varmá í Mosfellsbæ rennur gegnum bæinn og er á Náttúruminjaskrá sem eitt fárra varmavatna á landinu. -GYG sem allir eru skipverjar á aðkomu- báti. Rússland vænlegt Björgólfur Thor Björgólfsson segir að nú sé rétti tím- inn tO að fjárfesta í Rússlandi. Hann segir að þar sé mik- 01 vöxtur í efna- hagslífinu. Hvatningarverðlaun Ögmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, fékk um helgina hvatningarverðlaun FENÚR, Fagráðs um endumýtingu og úrgang, úr hendi Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra. Mbl. greindi frá. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.