Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMIIMN SEM ALDREI Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sima 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. sefur 550 55 55 KútKhvnísicJcJ 03 Gefum betri heilsu því nudd gerir fólk hraustara og veitir betri líðan. t>ess vegna býður Kínverska nuddstofan í Hamraborg falleg gjafalcort. Það er tilvalið að gefa vinum og ættingjum sínum betri líðan í gjöf. Sanngjarnt verð og vönduð þjónusta f-yrsta flolclcs fagmanna. , >* „Eg þurfti að rífa af mér neglurnar á laugardagsmorgun áður en ég fór suður að keppa í glímunni," segir Inga Gerða Pétursdóttir, 18 ára Mývetningur, sem vann það einstæða afrek um helgina að hampa titlinum Ungfrú Norðurland á föstudagskvöld og síðan sigri í Sveitaglímu íslands sem fram fór á Laug- arvatni á laugardag. „Þetta var ansi viðburðarík helgi og það var afskaplega gaman að taka þátt í fegurðarsamkeppninni - skemmtilegra en ég bjóst við. Fegurðarkeppnin var ný fyrir mér en ég hef margoft keppt í glímu." Inga Gerða stundar nám á þriðja ári á málabraut Menntaskólans á Akureyri. Hún segir síðustu vikur hafa verið mjög annasamar en auk þess að æfa glímuna stíft þurfti hún að undirbúa sig fyrir feg- urðarsamkeppnina. „Ég er búin að æfa glímu í ellefu ár og hef haft mjög gaman af. Eg æfi hjá Hér- aðsambandi Þingeyinga sem er fámennt lið en mjög góðmennt," segir Inga Gerða. Fram undan er undirbúningur fyrir keppnina Ungfrú ísland. „Ég tek þessu með ró og einbeiti mér þessa dagana að skólanum," segir Inga Gerða Pétursdóttir, fegurðar- og glímudrottning. -aþ/æd Ingibjörg Sólrún: Fjölþrepakerfi raunhæft Ingibjörg Söl- rún Gísladóttir vísar því á bug að fjölþrepaskatt- kerfi feli í sér kerfi eftirá- greiddra skatta. „Ég vísa því al- gerlega á bug og finnst fáránlegt hvað mönnum hefur haldist uppi að tala um kerf- ið með þeim hætti. Við erum eitt af fáum rikjum OECD sem er ekki með fjölþrepaskattkerfi og alls staðar annars staðar tekst mönn- um að framkvæma þetta í stað- greiðslu. Því skyldi það ekki takast hér? Það þýöir einfaldlega að menn setja þessar forsendur inn í launabókhald í fyrirtækjum og þá eru skattar staðgreiddir." Hugmyndin um fjölþrepaskatt- kerfi, sem Ingibjörg Sólrún viðr- aði dagana fyrir vorþing Samfylk- ingarinnar, rataði ekki inn í kosn- ingaáherslur flokksins á vorþing- inu en hún segir þessa leið koma til greina við heildarendurskoðun á skattkerfinu sem flokkurinn boðar. -ÓTG UMFJÖLLUN BLS. 8-9 Söguleg Formúla Aðeins sjö bílar voru eftir í ökuhæfu ástandi þegar Formúlu 1 keppnin í Brasilíu var stöðvuð eftir aðeins 54 hringi. Kimi Raikkonen var dæmdur sigurinn en þegar keppni var stöövuð var Fischicella fremstur á Jordan-bíl. Þetta er annar sigur Raikkonens í röð en hann sigraði síðast í Malasíu. DV-SPORT BLS. 24-25 Broddi Þorsteinsson vann sinn 41. titil á Meistaramóti íslands i badminton um helgina. Broddi vann í tvíliðaleik ásamt félaga sínum Helga Jóhannes- syni. Helgi var að vinna sinn fyrsta titil. DV-SPORT BLS. 20-21 •:<&t < Eru rimlagardínurnar óhreinar? Fyrirtæki - stofnanir - heimili Hreinsum rimla,-, viðar-, strimla- og pliseruð gluggatjöld. Uf pj^ja Einnig sólarfiimur. ‘teékmljremsimm Sólheimar 35 • Simi: 533 3434 . G5M: (97 3434 Sími 897-3634 dgunnarsson@simnet.is Sjálfvírk slökkvitæki fyrir sjónvörp Sími 517-2121 H. Blöndol ehf. Audbrekku 2 • Kúpavogi Innflutnlngur og sala - www.hblondal.com EINN EINN TVEIR NEYÐARLlNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRAUÐ j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.