Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Síða 15
15 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 DV_____________________________________________________________________________________________Menning Hann er þvengmjór í svörtum kjól- fotum og hvítri skyrtu; hún er grönn og sveigjanleg eins og ungur viðar- teinungur, í hvítum dragsíöum kjól sem alsettur er löngum hárum sem bylgjast viö hverja hreyfingu henn- ar. Þau dansa á glœsilegri flisa- lagöri verönd og í dansinum sveigir hann hana aftur á bak og beygir sig yfir hana þannig að þau mynda mjúkan boga. Á bak viö þau er vœngjahliö á veröndinni (út í garö- inn) meö spegluöu, symmetrísku munstri og út frá hliöinu ganga háir steinveggir meö glœsilegum ávölum blómakerjum meö hnífjöfnu milli- bili. Allt stílfœrt af ítrustu ná- kvæmni. Senan er úr klassískum Hollywood- söngleik með Ginger Rogers og Fred Astaire frá fjórða áratug síðustu ald- ar, og hún er á einu myndbandinu sem sýnt er á nýrri sýningu í safni Victoriu og Alberts í London. Stíllinn sem þama má sjá svo gott dæmi um lifði lengi í söngleikjum þó að víðast hvar fjaraði hann út á árrnn seinni heimsstyrjaldar. Hann var of léttúð- ugur, of fallegur, of smart til að passa við vopn, þjáningar, dauða og enda- lausan skort. Hann átti sér ekkert sér- stakt yflrheiti meðan hann var og hét - oftast voru hlutir í þessum stíl ein- faldlega „modeme" - en um 1960 fékk hann nafnið Art Deco. Það vísar þó ekki til úrkynjunar (decadence) held- ur til skreytilistar (decorative). Gína með klukkuhatt frá Kllpin (1925) um og teppum á gólf og veggi, afrískar grímur urðu uppspretta hugmynda að styttum og öðru híbýlaskrauti. Ekki má heldur gleyma hinum kvenlegu formum sem teygðu sig löng og mjó upp eftir lampafótum eða vösum. Art Deco skilur sig frá eldri stílnum Art Nouveau að ýmsu leyti. Til dæmis lagði sá fyrri ekki áherslu á stílfærslu og samræmi í munstrum heldur kaus hann fjölskrúðugra og þar með flókn- ara útlit. Formalisminn ræður ríkjum í Art Deco þar sem lífræn form voru ráðandi í Art Nouveau. Hönnuðir Art Deco lögðu höfuðáherslu á að hægt væri að fjöldaframleiða vöruna í vél- um en gripir í Art Nouveau-stíl voru oftar sérhannaðir. Æði oft er þó erfitt fyrir leikmann að greina á milfi þess- ara stíltegunda. Hús og bílar og kjólar I byggingarlist hafði stíllinn áhrif á lögun háhýsa og skýjakljúfa sem urðu eins konar tákn Art Deco. Stóru far- þegaskipin sem sigldu með ríka fólkið heimsenda á milli voru líka í þessum stíl - að ekki sé minnst á bílana. Nýju heimilistækin úr plasti, stáli og áli fengu lögun sína frá Art Deco og fjöl- mörg dæmi eru um þau og líka leirtau og hnífapör á sýningunni sem enda- laust er hægt að skoða. Þar eru líka listaverk, meðal annars Grænklædda stúlkan eftir Tamara de Lempicka og eitt þekktasta listaverkið í þessum stU, „Páfagaukamir" eftir Jean Dupas. Það hangir í endurgerð- Art Deco lagöi heiminn undir sig á árunum milli heimsstyrjaldanna tveggja á 20. öld: Straumlínulöquö Iist Páfuglar, dádýr og konur Fyrir rúmri viku var opnuð í safni Victoriu og Alberts í London stærsta sjálfstæða sýningin sem þar hefur nokkru sinni verið sett upp. Hún heit- ir einfaldlega Art Deco 1910-1939 og breiðir úr sér í mörgum sölum þar sem hátt er tU lofts og vítt tU veggja - eins og nauðsyn krefur ef ætlunin er að ná glæsUeika efniviðarins. Meðal annars er sett upp i „heUu“ lagi and- dyri Strand Palace hótelsins sem for- svarsmenn V&A björguðu frá eyðUegg- ingu 1969 og hefur síðan verið i geymslu á safninu. Einkenni Art Deco eru fyrst og fremst langar og grannar línur og mjúkir bogar. Hönnuðir sóttu hug- myndir hvert sem var - í dýraríkið og jurtaríkið, til klassískra stUtegunda eins og Empire-stUsins, í eigin alþýðulist og list framandi þjóða, Egypta tU foma, Mexíkóa, Jap- ana, Afríkumanna. Helsta einkennið á úr- vinnslu þeirra var að þeir teygöu á formunum, stUfærðu þau, gerðu þau straumlinulöguð. Eftir- lætisfuglamir þeirra voru hinir háfættu storkar og páfuglarnir með sín löngu og skrautlegu stél, form þeirra má víða sjá á teppum, veggfóðri og hvers konar skrauti; dádýr með sína löngu og grönnu fætur gáfu hugmyndir að skrautborð- Arens og Brookhart: Kjöthnífur (1940) um, fagurlega formaðar skeljar og blóm eru líka algeng minni; bútasaumur alþýðukvenna gaf hugmyndir að sérstæðum og skrautlegum flík- um „Grand Salon“ frá heimssýning- unni í París árið 1925. Hana sóttu á sínum tíma 16 milljónir manna og það- an barst Art Deco-stíllinn eins og eld- ur í sinu um alla heimsbyggðina. Það frábæra við hann var nefnilega að hann nýttist hvarvetna, í listum jafnt sem hönnun á hversdagslegustu hlut- um. Mesta ánægju hafði blaðamaður DV af kvenfatnaðinum á sýningunni, dá- samlegum kjólum eftir Coco Chanel og Schiaperelli, síðum, flæðandi, úr sa- tíni og silki, glitrandi af perlum og pallíettum. Kvenformin eiga að vera löng og ávöl og flíkurnar draga þær línur fram eftir megni. Stelpan í stutta charleston-kjólnum, eins og perlu- saumaða kjólnum hennar Jeanne Paquin hér á síðunni, er líka ein af táknmyndum Art Deco - og klukkuhatturinn sem dreginn var næstum þvi niður fyrir augu... Art Deco féli í ónáð árið 1939 en nú til dags leita hönnuðir æ ofan í æ aftur tii miliistríösár- anna að hugmyndum og fyrirmyndum. Art Deco er afskaplega mikið með okkur í byrjun nýrrar þúsaldar. Sýningin í V&A stendur tii 20. júlí í sumar og er opin daglega kl. 10-17.45 og alveg til kl. 22 á miðvikudögum. Franz Hagenauer: Speglll (1925) Jeanne Paquin: Kvöldkjóll úr perlusaumuðu silki (1925) Tamara de Lempicka: Grænklædda stúlkan (1927) Keilað fyrir Kólumbínu hér Það er sérstök ánægja að segja frá því að óskarsverðlaunamyndin Bowling for Columbine eftir hinn djarfmælta Michael Moore verður opnunarmynd á 101 kvikmyndahátíð sem hefst 10. apríl (á fimmtudaginn) í Regnboganum og sagt er frá annars staðar í blaðinu. Hún stendur til 27. apríl og þar verður hægt að sjá fjölda kvikmynda frá ýmsum heimshomum sem allar eru nýjar af nálinni. Ekki ætti kvikmyndaunnend- um að leiðast um páskana. í stað Hilmis Snæs Leikhúsrottur hafa velt fyrir sér hvemig fari fyrir Veislunni í Þjóðleik- húsinu þegar Hilmir Snær hverfur það- an til Þýskalands í kvikmyndatökur og Hilmar Jónsson tekur við hlutverki Kristjáns. Flestir eru sammála um að Hilmir hafi einna mest aðdráttarafl í sýningunni þó að hún skarti rosalega fínum leikurum. Persóna hans er auð- vitað örlagavaldur í verkinu og Hilmir hefur haldið sterkri innlifun sinni í hlutverkið þrátt fyrir margar sýningar á löngum tíma. Þá sem eru ungir í veröldinni má þó minna á að Hilmar Jóns- son hefur ekki alltaf verið leikstjóri þó að hann sé þekkt- astur fyrir þau störf sín nú um stundir. Hann útskrif- aðist úr Leik- listarskóla ís- lands árið 1990 (ásamt Baltasar Kor- máki, Ingvari E., Hörpu, Bimi Inga o.fl.) og lék svo eftirminnilega vel gesta- hlutverk í uppsetningu Nemendaleik- hússins á Bensínstöðinni eftir Bourdet þremur árum eftir útskrift. Enn þá betri var hann i Seiði skugganna eftir Lars Norén sem Andrés Sigurvinsson stýrði í Þjóðleikhúsinu 1994. Það fjall- aði um bandaríska leikskáldið Eugene O’Neill og fjölskyldu hans og léku Helgi Skúlason og Helga Bachmann hjónin en Pálmi Gestsson og Hilmar syni þeirra tvo. Persóna Hilmars var eiturlyfjasjúk- lingur og er auðvelt að kalla fram mynd af honum, skjálfandi af frá- hvarfseinkennum, reynandi að leyna sína nánustu líðan sinni. Innan um þessa stórleikara tókst Hilmari hið óvænta: að verða senuþjófur. Það er viðbúið að hann verði æðislegur í hlut- verki Kristjáns. Umsjónarmaður menningarsíðu hef- ur enn ekki séð Rauða spjaldið og veit því ekki hvort Hilmir Snær er bráö- nauðsynlegur þar til að halda uppi fjör- inu. Kjartan Guðjónsson virkar í fljótu bragði ansi ólík persónugerð, en hann á ýmislegt til og þarf ekki að vera sá ólíklegasti til að tæla eiginkonu bróður síns. Þessi orð vísa þó eingöngu til hæfileika hans sem leikara. Menning fyrir alla Talandi um leikhús þá var umsjónar- maður menningarsíðu í London síðustu vikuna í mars eins og sjá má ummerki um í dag. Þar var vitaskuld farið í leik- hús (eins og vonandi gefst tækifæri til að segja betur frá síðar) og borgað vel fyrir, yfirleitt 5000 krónur og þar yfir fyrir miðann. En athygli vakti að miðar á góðum stað í Þjóðleikhúsinu breska kostuðu bara 10 pund þó að bestu sætin væru á 33 pund, og nú boðar nýr þjóðleikhús- stjóri, Nicholas Hytner, heila efnisskrá á stærsta sviðinu, Olivier, þar sem öll sæti munu kosta 10 pund. Hann hefur safnað saman hópi þekktra leikara, leikstjóra og leikmyndahönnuða sem eiga beinlínis að búa til sýningar sem eru nógu ódýrar til að þetta lága miða- verð standist. Bretar hafa vaxandi áhyggjur af áhugaleysi (ungs) fólks um menningu og eitt ráðið sem gripið er til er verð- lækkun. Nú er ókeypis inn á öll bresk söfn (gjald er þó tekið inn á sérsýning- ar) og hefur aðsókn að þeim stóraukist. Vænta má að fólk flykkist í stóra gráa húsið á suðurbakka Themsár þegar hægt verður að sitja í bestu sætum fyr- ir svona lítið og horfa á fina leikara leika úrvalsverk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.