Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 41 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlið 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöi viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Saddam og þjóðin Enda þótt fólskuverk Saddams Husseins á hendur fólki sínu séu vel þekkt i löndunum vestur i heimi og grimmd hans fái takmarkalaust pláss á síðum vestrænna blaða er ekki eins víst að alþýða manna í írak hugsi jafn illa til þessa manns og æði margir útlendingar gera. Saddam er vitaskuld slyngari stjórnmálamaður en svo að hann safni aðeins óvinum í eigin heimalandi. í huga æði margra íraka er hann lifandi goðsögn, bjargvættur þjóðar sinnar á bágum tímum. Saddam hefur ríkt í írak í hálfan fjórða áratug. Meiri- hluti írösku þjóðarinnar þekkir vart eða ekki annan vald- hafa i landinu. Hann stóð fyrir stjómarbyltingu Baath- flokksins 1968 og varð upp frá þvi aðalvaldhafi landsins og síðar forseti og einráður frá 1979. Þrátt fyrir að vera trú- laus maður hefur honum tekist að halda saman ólíkum trúflokkum i landinu og reyndar gott betur; með kænsku sinni hefur honum smám saman tekist að verða tákn- mynd trúfesti og þjóðrækni! Saddam hefur verið lýst sem pragmatískum tækifæris- sinna, sjúkum í völd og þverum með afbrigðum. Föður- landsást hans verður einna helst líkt við þráhyggju en á löngum valdaferli hefur hann ætlað þjóð sinni svo stóra hluti í arabaheiminum að líkja verður við stórmennsku- brjálæði. Fyrir utan hernað gegn eigin þjóð í suðri og norðri hefur hann tvisvar farið með ófriði á hendur ná- grönnum sinum og jafnoft þurft að hörfa en sagt að í bæði skiptin hafi hann sigrað. Saddam er af sovéska skólanum. Áhrifa gamla Moskvu- valdsins gætir enn með einkar áberandi hætti í stjórn- sýslu landsins. Sovétmenn léðu Saddam og þjóð hans margvislega ráðgjöf og aðstoð á meðan gamla stórveldið var og hét og margt í innra skipulagi íraks minnir á ráð- stjóm síðustu aldar. Þar á meðal er öflugt menntakerfi i landinu og ekki siður háþróað flutningskerfi sem hefur komið flestum landsmönnum afskaplega vel á seinni tim- um hafta og skömmtunar. Það hefur verið pólitík Saddams að koma gæðum lands- ins út til fólksins - i litlum skömmtum. Fyrir tima Persaflóastriðsins 1991var hagsæld nokkuð almenn meðal almennings í írak. Oliugróði landsins var meðal annars notaður til að greiða rikisstarfsmönnum ágætislaun og flytja inn mikið úrval af mat fyrir mörg hundruð millj- arða króna á ári. Matvörunni var dreift fritt til kaup- manna og þeir fengu að selja hana á niðurgreiddu verði. Rikið borgaði mismuninn. Á tímum mannskæðra átaka við írana á niunda áratug síðustu aldar er sagt að Saddam hefði blásið þjóð sinni kjarki í brjóst með því að dæla matvælum og munaðar- vöru inn i hagkerfið á vægu verði, allt frá argentínsku úr- valskjöti til indversks tes, frá frönskum ostum til hálanda- viskís þó að áfengi hafi átt að heita bannvara í landinu. „Maður gat fengið allan mat og drykki eins og maður gat i sig látið,“ hefur The Washington Post eftir íröskum kennara í nýlegri úttekt á sögu íraks. Saddam hefur sumsé alltaf verið upptekinn af þvi að brauðfæða þjóð sína. Hann hefur alltaf vitað að vísasta leiðin til að friða fólk er að færa því mat. Fæstir biðja um meira. Á tímum viðskiptabannsins, sem sett var á landið eftir Persaflóastriðið, hefur hann haldið sinu striki og brauðfætt þjóðina með miðstýrðu skömmtunarkerfi sem vakið hefur aðdáun víða í arabaheiminum. Það er af þess- um sökum sem Saddam er ekki alveg sami skrattinn heima fyrir og erlendis. Sigmundur Emir Skoðun „Maaaamma! Ég vil ekki sona ógislegan fisk, ég vil piiiitsu!" öskrar ungur strákur úr barnasæti í inn- kaupavagni í Bónus. Ég stend í stórinnkaupum og hef gert þau afdrifaríku mistök aö halda í leiðang- ur á föstudagseftirmið- degi. Heimili mitt var vita- matariaust og ég gat ekki annað, morgunmaturinn var Weetabix með vatni. Barnið er farið að háorga og ég hrökklast frá frystiborðinu. Þar sem ég sigli að morgunkorninu heyri ég að mamman lofar stráksa bæði sleikjó og frostpinna, haldi hann sér saman. Öngþveiti í mjólkurkælinum Ég vafra um búðina og reyni að muna allt sem mig vantaði. Inn- kaupavagninn fyllist jafnt og þétt en mig grunar að ég sé að gleyma helmingnum af því sem ég raun- verulega þurfti. Þegar allt kemur til alls er hins vegar ágætt að hafa ekki of fyrir fram mótaðar hug- myndir um hvaö átti að kaupa. „Endar bara í svekkelsi yfir því varan fáist ekki,“ tauta ég. Soja- mjólkin er búin og bara til bómullarhnoðrar en ekki bómullarskífur. í sárabætur gríp ég kartöfluflögur og kók. „Af þvi ég spara svo á að versla hér.“ í mjólkurkælinum er um- ferðaröngþveiti innkaupa- vagna og hjá grænmetinu og ávöxtunum rétt næ ég að af- stýra hörðum árekstri við aðra kerru. Maðurinn sem varð þess næstum valdandi að ég endaði inni í miðjum mandarínukassa, sýnir eng- in svipbrigði. Hann horfir daufum augum út í fjarsk- ann og ruslar tveimur kart- öflupokum ofan i innkaupa- kerruna. Síðan heldur hann áfram út ganginn í þessari einkennnilegu leiðslu sem fólk dettur gjaman í við matarinnkaup. Þetta er svona haltu-þig-í-burtu-frá- mér-leiðsla, sem stundum birtist hreinlega sem aðrir-í- kringum-mig-eru-ekki-til- leiðsla. Hún kristallast í röðinni að búðarkassanum. Þá er eins og fólk hætti skyndi- lega aö kunna að tjá sig og tala, það er eins og hálf- slokkni á því. Hver húkir hjá sínum vagni, mænir þögull út í fjarskann og tek- ur skrefin í átt að af- greiðslumanninum vélrænt. Samskipti undir þessum kringumstæðum eru ekki inni í myndinni og allar til- raunir til slíks eru litnar hornauga. í súkkulaðileit Röðin þennan fóstudag er sérlega löng. Loksins er komið aö mér. „Gó’dag’“ IjlHlHj ■ ”i/j mrnM .7- .. ÆÉ- ■' ;l§§7^j f .>0, jclDf':/* . Swjglji ,%\ v. ' iii f, „Innkaupavagninn fyllist jafnt og þétt, en mig grunar að ég sé að gleyma helmingnum af því sem ég raunverulega þurfti. Þegar allt kemur til alls er hins vegar ágætt að hafa ekki of fyrir fram mótaðar hugmyndir um hvað átti að kaupa. “ segir afgreiðslu- maðurinn án þess að líta upp. Áður en ég get svo mikið sem tekið undir kveðjuna er hann búinn að renna bæði seríóspakkan- um mínum og mat- arkexinu í gegnum skannerinn. Banan- amir fara næst á vigtina og ég styn upp kveðju á móti. Skyndilega man ég eftir því að mig vantaði suðusúkkulaði, er með saumaklúbb um kvöldið og ætl- aði að baka köku. „Andskotinn," segi ég og tvístíg. Ég sé röðina lengjast en fyrir hugskotssjón- um mér birtist mynd af vonsvikn- um vinkonum. Nei, súkkulaðið verð ég að fá. Leiftursnöggt tek ég ákvörðun. Ég ætla að freista þess aö skjótast eftir súkkulaðinu meðan strákurinn rennir afgangnum af vör- unum í gegn. Nú ríður á að vera snöggur. Ég stekk af stað og treðst fram hjá mállausu fólki sem starir út í tómið. Hægri eða vinstri? Hvar er suðusúkkulaðið geymt? Hjá bök- unarvörunum? Sælgætinu?! Ég sé glitta í súkkulaðikex og tek á sek- úndubroti ákvörðun um að halda til vinstri. Kannski súkkulaðið sé í nágrenninu. Ágiskun mín reynist röng og hvergi er starfsmaður sjá- anlegur fyrir utan þá þrjá sem eru á kössunum. Einmana sál Á harðahlaupum um ganga og ranghala, fram hjá fólki og inn- kaupavögnum, finn ég hvað ég er í slæmu formi. Ég er líka í hæla- skóm og með hliðartösku og hlaupastíllinn er því ekki sérlega glæsilegur. Lafmóð kem ég loks hlaupandi að búðarkassanum og skelli súkkulaðipakkanum á færi- bandið. „Afsakið, ég bara fann þetta hvergi en gat ekki farið án þess - saumókvöld, sjáiði til!“ segi ég hátt og snjallt. „Þið vitið hvernig þetta er,“ bæti ég við. Síðan svelgist mér á. Það hálfhryglir í mér, hlaupin hafa tekið á. Afgreiðslumaðurinn horfir furðulega á mig og ég sé að unglingsstúlkan, sem er fyrir aftan mig í röðinni, dettur úr leiðslunni. Hún lítur á mig og ranghvolfir í sér augunum. Samstundis man ég að samskipti í íslenskum matvörubúð- um og strætisvögnum eru bara fyr- ir skrýtið fólk, einmana sálir sem vantar félagsskap. Það kemur á mig og þvert ofan í það sem ég ætti að gera tek ég að útskýra mál mitt aftur og í enn lengri tölu. Við það verð ég enn furðulegri. Ég er skrýtna konan. Poka?! Afgreiðslustrákurinn þrusar súkkulaðinu í gegnum skannerinn og spyr eldsnöggt: „Poka?“ Er af- greiðslufólki kennt að segja ná- kvæmlega þetta orð og á þennan hátt? flýgur í gegnum huga mér um leið og ég jánka spurningunni. Það er náttúrlega miklu fljótlegra en að spyrja hvort bjóða megi manni plastpoka eða hvort maður vilji kaupa hann. Og tími er peningar. Ég skýt fram visakortinu, þurrka svitann af enninu, gríp tvo poka og hendist að haugnum með vörunum mínum. Nú er komð að versta hluta búðarferðarinnar: Að vera nógu snöggur að troða dótinu í poka og koma sér í burtu áður en búið er að afgreiða næsta við- skiptavin. Þessi partur gerir mig alltaf stressaða. Mér gengur illa að koma vörun- um í pokann og missi appelsínu í gólfið. „Obbobobb," segi ég með rassinn út í loftið meðan ég beygi mig eftir henni. Unglingsstúlkan horfir á mig og finnst ég greinilega hálfgert frík. Úff, best að halda kjafti og hundska sér út. Móð og másandi rogast ég með pokana að bílnum og skelli mér út í fostudagsumferðina. Á ljósum á Miklubrautinni geri ég uppgötvun og bitur sannleikurinn hríslast um mig. Ég gleymdi súkkulaðinu á búðarkassanum. Ummæli Heldup bagalegt „Mun- urinn á okkur og þjóð eins og Skot- um er sá að við eigum í vandræð- um með að full- manna allar stöð- ur.“ Ásgeir Sigurvinsson I viötali viö Morgunblaöiö um stööu íslenska landsliösins I knattspyrnu. Kalt mat „Framsóknarmenn hafa nú kynnt kosningastefnuskrá sína og ekki verður annað sagt en að þar ráði skynsemin fór.“ Björgmundur Órn Guömundsson á Maddömunni.is. Mistök Úskars-akademíunnar „í lokaatriði myndarinnar er sýnt frá heimsókn [Michaels] Moores til [Charltons] Hestons, sem þá var farinn að sýna merki Alzheimersjúkdómsins sem hann er þjakaður af. í því atriði er Heston látinn lita út fyrir að vera hinn versti kynþáttahatari og mannhundur. Þetta er sami Heston og gekk við hlið Sr. Martins Luthers Kings árið 1963 til Wash- ington, sami Heston og vann ötul- lega að þvi að brjóta niður kyn- þáttamúrana í Hollywood á sjötta og sjöunda áratugnum, sami Heston og árið 2001 hlaut heið- ursverðlaun samtakanna Congress of Racial Equality, sem kennd eru við Sr. King, fyrir þátt hans í rétt- indabaráttu svartra í Bandaríkjun- um. [...] Þetta eru ekki vinnubrögð heimildarmyndagerðarmanna, heldur vinnubrögð siðlausra áróð- ursmeistara. Þau á ekki að verð- launa.“ Bjarni Ólafsson á Deiglunni.is um það, að heimildarmynd Michaels Moores, Bowling for Columbine, skyldi fá óskarsverölaun sem besta heimildarmyndin. Framkvæmdum frestaö? „Þessa heima- síðu er verið að uppfæra. Prófaðu aftur eftir nokkrar mínútur." Skilaboö sem í nokkra daga hafa verið eina Sverrisdóttur. Skattalækkanir „Ég held að það sé aðeins ein leið fær. Það er sama leið og for- eldrar fara þegar þeir þurfa að hemja eyðslu barna sinna. Þeir minnka við þau vasapeninginn. Þegar ríkið er annars vegar þýðir þetta einfaldlega að lækka þarf skatta.“ Milton Friedman, nóbelsverölaunahafi I hagfræöi, í The Wall Street Journal 15. janúar 2003. Tilvitnun fengin I Vefþjóöviljanum. No a la guerra „Því fleiri fréttir sem ég heyrði og varð vör við skuggalegri hliðar mótmælanna, s.s. eyðileggingu og þjófnað hörðustu „friðarsinnanna“, þá blöskraði mér nú eigin- lega og sjarminn fór af samstöðu þjóðarinnar. “ Margrét ^" Leósdóttir > læknir Kjallari Þaö mátti hvergi iíta án þess að sjá boröa, plaköt, skilti eða barmmerki með þessu slagorði - Nei við stríði! - í búðargluggum, hangandi utan á svölum íbúðarhúsa eða úðað með úðabrúsa á veggi eða gangstéttir. Ég var stödd í Barcelona um næstsíðustu helgi og þrátt fyrir plön um skoðunarferðir, búöaráp og að njóta vorveðurblíðunnar þá verð ég að segja að mótmæli Kata- lóníubúa gegn stríðinu í írak voru það sem fangaði athygli mína einna mest í þessari heimsókn. Andstaða í verki Spánn er meðal þeirra landa sem stutt hafa ákvörðun Banda- ríkjamanna um að ráðast inn í írak. Réttara er þó að segja að meirihluti spænsku ríkisstjómar- innar styðji ákvörðun Bandaríkja- manna, með Joze Maria Aznar for- sætisráðherra í broddi fylkingar. Sköðanakannanir sýna hins vegar að u.þ.b. 90% spænsku þjóðarinn- ar eru mótfallin stríði. Hinir blóð- heitu Spánverjar eru augsýnilega duglegir að sýna andstöðu sína í verki. Á hverju götuhomi voru stríðsandstæðingar að safna und- irskriftum, auk þess mátti sjá plaköt og merki í gluggum versl- ana í bænum og fjöldasamkomur voru haldnar gegn stríði á götum úti. Fyrsta tilfinning mín þegar ég varð vör við þessi mótmæli var á þá leið að ég bar mikla virðingu fyrir fólki aö sýna skoðanir sínar og andstöðu gegn ríkisstjóminni með svo afdráttarlausum hætti. Því fleiri fréttir sem ég heyrði og varð vör við skuggalegri hliðar mótmælanna, s.s. eyðileggingu og þjófnað hörðustu „friðarsinn- anna“, þá blöskraði mér nú eigin- lega og sjarminn fór af samstöðu þjóðarinnar. Ófriöur Mótmælin hafa nefnilega síður en svo alltaf veriö friðsamleg. Upp úr sauð í næstsíðustu viku en þá réðust flokkar reiðra stríðsand- stæðinga inn í verslanir í miðbæn- um, brutu allt og brömluðu og stálu úr verslunum. Bandarísk fyrirtæki urðu verst fyrir barðinu á mótmælendunum, s.s. MacDon- ald’s, Burger King og KFC. Það var dapurlegt um að litast á þess- um stöðum um helgina: kossvið- arplötur fyrir gluggum, rauöar málningarslettur upp um veggi og slagorð höfðu verið skrifuð með svörtum eða rauðum úðabrúsum yfir hurðir og veggi. Meira að segja var ráðist inn í E1 Corte Inglés, sem er nokkurs konar spænsk Hagkaupskeðja, bara fyrir það eitt að vera „alþjóðahyggj- andi“, hvaö sem það nú þýðir. Á nokkrum torgum í borginni höfðu höröustu stríösandstæðingarnir komið sér fyrir í tjöldum eða und- ir berum himni á skítugum svampdýnum eða teppalörfum. Þar voru víðast hvar haugar af drasli og óþrifnaður, svo ekki sé talað um megna hasslykt sem lá yfir tjaldborgunum. Víða var búið að mála slagorð og kasta rauðri málningu á gamlar byggingar og minnismerki og valda þannig víð- tækum eigna- og menningarspjöll- um. Hvaða skilaboð eru andstæðing- ar stríðs að senda með því að valda eignatjóni, stela og skemma? Fólk sem gefur sig út fyrir að vera friðarsinnar er ekki sérstaklega sannfærandi þegar það fer sjálft um með valdi og yfirgangi. Sjálf- sagt er það þó í þessu eins og svo mörgu öðru að það eru nokkrir svartir sauðir sem skemma fyrir heildinni. Það verður forvitnilegt að sjá hvort flokkur Aznars mimi gjalda fyrir afstöðu sína í næstu kosning- um sem verða á Spáni í lok maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.