Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2003, Side 4
4 Laugardagur 12. APRfL 2003 nsa b ÍLAR Þaö er óhætt aö segja að nýr Clio V6 sé kraftmikill pakki í litlum umbúöum en bíllinn er nægilega aflmikill tfl aö keppa við BMW M3 ef út í það er farið því aö upptakið er 5,8 sekúndur í hundraðið. Und- irvagn bílsins hefur fengið alveg nýja hönnun og í fyrsta skipti eru komin Michelin Pilot Sport-dekk undir hann. Þriggja lítra 24 ventla V6-vélin skilar 250 hestöflum við 7150 snúninga og er með sérhann- aðan sex gíra kassa. Þrátt fyrir mikið afl á háum snúningi er vélin samt togmikil og nær hún há- markstogi upp á 300 Nm við 4650 snúninga. BOlinn er aðeins tveggja sæta, enda er vélin fyrir aftan sæt- in, fyrir framan afturöxul, enda er bíllinn afturhjóladrifinn. Nýi bíll- inn er með útlitið frá nýjustu kyn- slóð smábílsins Clio en stuöari, grill, húdd og Xenon-ljós eru alveg ný. Undir honum eru svo 18 tommu álfelgur sem setja sterkan svip á bílinn. -NG Hliðaröryggispúðar eru settir í bíla til að verja höfuð og efri búk fullorð- inna í árekstri. Hliðaröryggispúðar hættulegir bömum samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn eru böm sem sitja við hlið eða fyrir aftan öryggispúða sem þenst út tvöfalt líklegri til að hljóta alvar- leg meiðsl í árekstri heldur en börn sem em aðeins með bílbelti. Eitt af hverjum sjö börnum sem fengu á sig öryggispúöa í árekstri hlaut alvarleg meiðsl samkvæmt rannsókninni og eru þau í mestri hættu í framsætum. Aðalniður- staða rannsóknarinnar er að börn eru mun öruggari í aftursætum bíla. Rannsóknin renndi einnig stoöum undir þá kenningu að eldri börn eru öruggari með ör- yggissessu undir sér. Ekkert 4-8 ára barn í rannsókninni, sem not- aði sessu, fékk til dæmis áverka á maga. Böm á sama aldri, sem not- uðu ekki sessu í beltunum, voru 3,5 sinnum líklegri til að verða fyrir áverkum á magasvæði. Það er Barnaspítalinn í Fíladelfíu í Bandaríkjunum sem framkvæmdi rannsóknina og voru notuö rann- sóknargögn sem ná til síðustu fimm ára. Hliðaröryggispúðum fjölgar Fjöldi þeirra barna sem urðu fyrir öryggispúðum tvöfaldaðist á árinu 2002, miðað við árið 1999. Þetta mun aðallega vera vegna þess hvað bílum með hliðarör- yggispúða í aftursætum hefur fjölgað. Böm í hliðarsætum aftur- sæta bíla með hliöaröryggispúða eru í aukinni áhættu að verða fyr- ir brotum á handlegg, fingrum, hendi eða viðbeini. Árið 1999 var helmingur þeirra ökutækja sem lentu í árekstri með börn innan- borðs búinn hliðaröryggispúðum. Fyrir hver 10.000 börn sem lentu í árekstri lentu 73 í snertingu viö öryggispúða sem blés út. Árið 2002 voru 82% þeirra ökutækja sem lentu í árekstri með böm innan- borðs búin hliðaröryggispúðum. Af hveijum 10.000 börnum árið 2002 vom 148 sem lentu í snert- ingu viö öryggispúða í árekstri. Hliðaröryggispúðar í framsætum eru hannaðir með fullorðna í huga og ætti því ekki að koma bömum fyrir þar sem þá er að finna ef marka má niðurstöður rannsókn- arinnar. Gardínupúðar, sem margir bílar era einnig búnir, eru ekki það sama og hliðaröryggis- púðar þótt þeir séu á hliöum bíls- ins. Þeir blásast upp fyrir glugga bílanna og geta komið í veg fyrir að farþegi kastist út þegar bíll veltur. -NG Astra VRX gæti fengið mikið af innmat úr OPC Xtreme-keppnisútgáf- unni. Útlit VRX verður þó líklega fengið að láni frá GTC-tilraunabílnum sem sýndur var í Genf. Opel í VRX-útgáfum 20 bestu bílarnir að mati flutoBild Um þessar mundir má víða sjá niðurstöður um rannsóknir og skoðanakannanir á því hverjir séu bestu bílarnir. Þýska bílablaðið AutoBild er með i leiknum og fékk 14 rit- stjóra stórblaða til að velja bestu bílana miðað við árið 2002. Þetta reyndust 20 efnileg- ustu bílamir: 1. Audi A8 2. Citroén C3 3. Daewoo Kalos 4. Ford Fiesta 5. Honda Jazz 6. Hyundai Getz 7. Lancia Thesis 8. Ranqe Rover 9. Mazda 6 10. Mercedes Benz E 11. Nissan Primera 12. Opel Vectra 13. Porsche Cavenne 14. Renault Méqane 15. Renault Vel Satis 16. Seat Ibiza 17. Skoda Superb 18. Toyota Corolla 19. VW Phaeton 20. VW Touareq Heimild: Motormagasinet.dk Opel ætlar að kynna nýjar og heitari útgáfur bíla sinna sem fá munu VRX-merkingar ef marka má orðróm þar að lútandi. VRX- bílar yrðu þá fyrir ofan GSi- sporttýpurnar sem verða þá meiri lúxusútgáfur, líkt og RS hjá Ford eru öflugri útgáfur ST-bílanna. Búist er viö að VRX-merkið fari á bíla eins og Corsa, líklega þá með forþjöppu, alla leið upp í heita út- gáfu af Zafira-fjölnotabílnum. Einnig verður Astra smíðuð, svip- uð OPC Xtreme sem smíðuð var í takmörkuðu upplagi árið 2001 og fékk undirvagn sinn frá GTC- keppnisbílnum. Sá bíll gæti hins vegar fengið útlit sitt frá GTC-til- raunabílnum sem sýndur var í Genf á dögunum. Fyrst kemur þó líklega VRX-útgáfa þegar nýr VX220 kemur á markað á næsta ári. Sá bíll er byggður á tilrauna- bílnum Pontiac Solstice sem fyrst var sýndur á bílasýningunni í Detroit í fyrra. Vélamar verða lík- lega þær sömu til að byrja með og eru í núverandi útgáfu, tveggja lítra vél með forþjöppu og 2,2 lítra án hennar. Þær koma með nýjum sex gíra beinskiptum gírkassa. -NG Nýr tilraunabíll frá Lexus Lexus œtlar að frumsýna alveg nýj- an tilraunabíl á bílasýningunni í New York sem hefst 16. april nœstkom- andi. Bíllinn kallast HPX (High Perfor- mance Crossover) og er fjórhjóla- drifinn lúxusbíll með jeppaelginleika. Lexus hefur ekki viljað láta hafa mik- ið eftir sér um nýja bílinn en hann mun líkjast nokkuð Mercedes GST til- raunabílnum sem áœtlað er að fari á markað árið 2005 sem R-línu fjöl- notavagn. Ekkert hefur heldur verið látlð uppi um hvort bíllinn verður seldur í Evrópu. Vírus hefur áhrif á bíla- framleiðslu SARS-lungnabólguvírusinn hefur valdið fyrirtœkjum með míkll við- skipti í Suðaustur-Asíu miklum vand- rœðum og er bílaheimurinn engin undantekning þar á. Margir fram- lelðendur og birgjar hafa þurft að banna starfsmönnum sínum að ferðast til heimshlutans, framleið- endur eins og GM, Ford, Toyota, Nissan, Honda, Denso, Delphi, Hino, Isuzu og DaimlerChrysler. Ekki hefur þurft að hœtta við bílasýningar í Taílandi eða Shanghai ennþá en það gœti þó verið í spilunum í Ijósi ferðabannsins. Vandamálið er þó helst það að margir framleiðendur eru með verksmiðjur 1 Kína þar sem vírussins varð fyrst vart. Alvöru-keppnishjól frá BMW? BMW er þekkt sem framleiðand! al- vöru-sportbíla en hefur hins vegar hingað til ekki gert garðinn frœgan þegar kemur að sportlegum mótor- hjólum, þar sem BMW hefur helst verið þekkt fyrir ferðahjól. BMW hef- ur hins vegar forðast samkeppnina í léttu keppnlshjólunum elns og heit- an eldinn en það gceti þó verið að breytast ef orðrómur um alveg nýtt sporthjól frá BMW á nœsta ári er sannur. Opel Vectra verðlaun- aour fyrir bílsæti Opel hefur fengið viðurkenningu fyr- ir sœtin í Vectra-bifreiðunum en hönnun þeirra þykir framúrskarandi hvað varðar þœgindi og kröfur vinnuvistfrœðinnar. Viðurkenningin er vettt af samtökum óháðra sér- frœðinga sem nefnast AGR en þar er um að rœða vinnuvistfrœðinga og aðra sérfrœðinga úr heilbrigðis- geiranum. Opel hefur lengi lagt mlkla áherslu á að búa vel að ökumanni og far- þegum í bifreiðum fyrirtœkisins og má nefna að fyrirtœkið varði 75 mllljónum evra í hönnun sœtanna í Opel Vectra. Fyrirtœkið hefur það markmið að búa alla sína bíla sœt- um sem uppfylla ýtrustu kröfur um þœgindl. Að sögn Ulrich Strauss, talsmanns UGR, eru þess ekki dœmi að aðrir en Opel geri svo miklar kröfur til hönnunar sœta í bílum sem œtlaðir eru almenningi. Um 80% fullorðinna finna til í bakinu og um þriðjungur þeirra þjáist af krónískum verkjum. Fólk sem situr mikið undir stýri er sérstaklega við- kvœmt fyrir bakverkjum og þess vegna skiptir hönnun bílsœta miklu máll. Þrátt fyrir sífellt fleiri tœkninýj- ungar í bílaiðnaðinum bjóða aðeins fáir lúxusbílaframleiðendur upp á sœti sem uppfylla ýtrustu kröfur. Ný torfæruhjól frá Kawasaki Kawasaki œttar sér stóra hluti á nœsta ári í torfœruhjólunum þar sem það hefur verlð að dragast aft- ur úr keppinautum sínum. Þegar hefur verið tilkynnt um það sam- vinnuverkerfni Kawasakl og Suzuki að smíða 250 rúmsentímetra fiór- gengishjól. Uppi er orðrómur um að 450 rúmsentímetra flórgengishjól sé á leiðinni og að von sé á alveg nýrri vél í 250 tvígengishjólið á nœsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.