Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2003, Side 8
I Bílar 8 Laucardacur 12. APRÍL 2003 Skýrsla dómsmálaráöherra um umferðaröryggismál: Aðeins rúmlega 15% ökumanna aka löglega Skýrsla um stöðu umferðarörygg- ismála, sem lögð var fyrir nýafstaðiö Alþingi af dómsmálaráðherra, Sól- veigu Pétursdóttur, fjallaði m.a. um aukið umferðaröryggi. í skýrslunni segir m.a. að í þingsályktun sem Al- þingi samþykkti 20. apríl 2002 skuli stefnt að fækkun banaslysa og ann- arra alvarlegra umferðarslysa um 40% fyrir árslok 2012 þannig að þau verði færri en 120 á ári til loka tíma- bilsins. Þessu átaki verði náð með sameiginlegu átaki ríkis, sveitarfé- laga, fyrirtækja, áhugahópa um um- ferðaröryggismál og alls almennings. Einnig var það metnaðarfulla lang- tímamarkmið sett að fjöldi þeirra sem slasast alvarlega eða látast í um- ferðarslysum verði innan við 52 á ári fyrir árið 2025. Á árinu 2002 létust 29 manns í 22 umferðarslysum, 14 karl- ar, 10 konur og 5 böm og 174 eru tald- ir alvarlega slasaðir en þar er um áætlaða tölu að ræða. Flestir létust í slysum á Suðurlandi eða 8 manns. Flestir létust í mánuðunum janúar til mars áriö 2002, eða 9 manns, sem er 41% heildarfjöldans. Á þessu ári hafa 3 látist á sama tíma, allir á Reykjanesbraut. Á sl. ári létust 27 í dreifbýli en aöeins 2 í þéttbýli og í báðum tilfellum var ekið á staur. 41% látinna voru ökumenn, 55% far- þegar en einn hrnna látnu var gang- andi vegfarandi. 12 létust í árekstri, 8 við útafakstur, 4 er bifreið fauk, 2 er ekið var á staur, 2 í bílveltu og einn gangandi varð fyrir bifreið. Akstursmat og ofmat Nýjar reglur um akstursmat í um- ferðarlögum herða á ýmsum ákvæð- um. M.a. þarf ökumaður sem er með bráðabirgðaökuskírteini að fara í akstursmat áður en hann fær bráða- birgðaskírteinið endumýjað eða fær fullnaðarskírteini. Á undanfómum árum hefur oft verið rætt um að hækka aldursmörk til almennra öku- réttinda úr 17 í 18 ár. Tillaga starfs- hóps sem vann að endurskoðun um- ferðarlaga lagði til að í stað hækkun- ar á bílprófsaldri yrði farin sú leiö að gefa ökumönnum kost á sérstöku akstursmati undir handleiðslu öku- kennara. Mat starfshópsins var að sú leið væri vænlegri til árangurs og hefði þann höfuðkost að umbuna þeim ökumönnum sem sýndu þá ábyrgu hegðun í umferðinni fyrsta akstursárið að fá ekki refsipunkta vegna brota gegn umferðarlögum. Ein meginorsök umferðarslysa ungra ökumanna er ofmat á eigin getu eða vanmat á umferðaraðstæð- um. Samkvæmt reglum um ökuskír- teini nr. 3/2003 þarf ökumaður sem er með bráðabirgðaskírteini að fara í akstursmat áður en hann fær bráða- birgðaskírteini endurnýjaö eða fær fullnaðarskírteini. Aöeins 15% aka löglega Umferðarhraði á þjóövegum lands- ins er allt of mikill og er talið að skýringa geti m.a. verið að leita til þess að vikmörk frá leyfðum hraða eru rúm. Aðeins rúmlega 15% öku- manna aka löglega og 15% hraðar en 104 km/klst. Meðalhraði er 97 km/klst. Á höfuðborgarsvæðinu hef- ur tekist að halda hraða niðri á safii- vegum og tengibrautum. Á árinu 2002 voru 1.950 ökumenn kærðir, handteknir í ölvunarakstursbrotum, en 10,8% þeirra reyndust svo vera undir mörkum. 45,2% reyndust vera með 1,2 prómill áfengismagn í blóð- inu eöa meira. Á árinu 2001 voru grunaðir um ölvunarakstur alls 2.180 og 2.587 árið 2000 svo heldur hefur ástandið batnað. Árið 2001 slasaðist 51 í óhöppum þar sem grunur lék á um ölvun ökumanns en meðaltal síð- ustu ára hefur 31 til 35. Umferöarstofa Hinn 1. október 2002 tók Umferðar- stofa til starfa. Hún annast fræðslu og upplýsingamiðlun um umferðar- mál og styður aðgerðir sem stuölað geta að bættu umferðaröryggi. Eitt mikilvægasta verkefni hennar á ár- inu 2003 er að stemma stigu við hröð- um akstri með því að vekja athygli ökumanna á því hvaða afleiðingar hraðakstur getur haft og þannig að unnt verði að breyta viðhorfi öku- manna til ökuhraða. Ölvunarakstur er meðal stærstu orsakaþátta um- ferðarslysa á íslandi og mikilvægt að efla enn frekar löggæslu og fræðslu í þeim efnum og auka vitund öku- manna um hættuna sem af því stafar að aka þreyttur og að aka undir áhrifum áfengis eða lyfja. Ekki er síst ástæða til að finna betri leiöir en nú er kunnugt um til að greina og mæla neyslu flkniefna. Gert er ráð fyrir a.m.k. þremur stórum umferðaröryggisaðgerðum á árinu 2003 ef hægt verður að afla til þess nægs fjármagns. Stefnt er að ráðningu umferðarfulltrúa um allt land í samstarfi við Slysavamafélag- ið Landsbjörg og hefja á endurskoð- un á námsefni umferðarskólans „Ungir vegfarendur“. Verður efni fyrir einn árgang skoðað á ári þannig að verkinu ljúki árið 2007. Geir A. Guðsteinsson blaöamaöur Bílaljós Lagfæringar á „svartblettum“ Á árinu 2002 vora veittar 130 millj- ónir króna til lagfæringar á svart- blettum og til eftirlits með þunga ökutækja og hvíldartíma ökumanna ásamt almennri löggæslu í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Lagaðir voru 25 staðir í þjóövegakerfmu og vora aðgerðir breytilegar frá því að bæta merkingar til endurgerðar á gatna- mótum. Vegagerðin lætur skoða öll hönnunargögn af sérstökum vinnu- hópi í þeim tilgangi að koma eins og kostur er í veg fyrir aö vegir séu byggðir með annmörkum sem gætu leitt til slysa. Rannsóknarráð um- ferðarmála, sem er samstarfsvett- vangur Rauöa kross íslands, Umferð- arstofu, Landspítala háskólasjúkra- húss og 13 annarra aðila, veitti á ár- inu 2002 styrki til 23 fjölbreyttra verkefna að upphæð 24 milljónir króna sem varða m.a. unga ökumenn frá ýmsum sjónarhomum, um slysa- tíðni þar sem breyttir jeppar komu við sögu, um ýmsa þætti sem tengj- ast slysum og umferðaröryggi á þjóö- vegum o.fl. Rannsóknarráð umferð- armála starfar til ársins 2005, þá verður starfsemin metin og ákvörð- un um framhald tekin. Vaxandi fjöldi 30 km hverfa Dómsmálaráðherra sagði í skýrslu sinni um stöðu umferðaröryggismála að beðið hefði verið um upplýsingar frá 10 fjölmennustu sveitarfélögun- Vaxandi áhugi er á því ineðal stærri sveitarfélaganna að takmarka umferð í íbúðarhverfum við 30 km/klst. f Reykjanesbæ er stefnt að því að öll íbúðarhverfi verði 30 km hverfi en aðafgötur og götur í iðnaðarhverfum verði með 50 km/ldst. leyfðan hraða. um. Svar kom frá þeim öllum nema Akureyrarbæ. í Reykjavík voru helstu verkþættir á árinu 2002 endur- bygging og lagfæring á svartblettum, gerð 30 km svæöa, uppsetning um- ferðarljósa og gangbrautarljósa og ýmsar lagfæringar á aðalgatnakerf- inu, þ.á m. gerð mislægra gatnamóta. Á vegum Kópavogsbæjar var unn- ið að framkvæmdum vegna 30 km hverfa og samþykkt hefur verið framkvæmdaáætiun um hljóðvam- argerðir í bænum. Stefnt er að því að ný umferðaröryggisáætiun fyrir Kópavog verði tilbúin fyrri hluta árs 2004. í Garðabæ hefur veriö ákveðið að gera úttekt á hægri forgangi í bæn- um og úttekt á umferðarslysum eftir 1995 til viðbótar sambærilegri úttekt fyrir árin 1992 og 1995. Öll íbúðar- svæði í bænum hafa verið skilgreind sem 30 km svæði. í Hafiiarftrði, Árborg og Mosfells- bæ er unnið að uppbyggingu 30 km hverfa og í Reykjanesbæ er stefnt að því að öll íbúðarhverfi verði 30 km hverfi en aðalgötur og götur í iðnað- arhverfum verði meö 50 km/klst. leyfðan hraða. Framkvæmdir eru hafnar í Reykjanesbæ og er dreift á nokkur ár. Bindindisfélag ökumanna mun á árinu 2003 áfram beita sér fyrir áróðri gegn ölvunarakstri sem og notkun fíkniefna í akstri. Á sl. ári var Ökuleikni tileinkuð baráttunni gegn ölvunarakstri og m.a. fóra starfsmenn BFÖ, Sjóvá-AImennra og umferðarfulltrúar út í umferðina ásamt lögreglunni, stöðvuðu öku- menn og spjölluðu við þá um bilbelta- notkun og ölvunarakstur. Þeirri bar- áttu verður haldiö áfram á komandi sumri. BFÖ veröur 50 ára í haust og af því tilefni verður efiit til norrænn- ar ráöstefnu um umferöarmál dagana 12. til 14. september í haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.