Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2003, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2003, Side 9
Laugardagur 12. APRÍL 2003 9 Bílar Sumardekkin prófuð Næstkomandi þriðjudag, 15. apríl, er óheimilt að aka um á negldum hjólbörðum. í reglugerð um gerð og búnað ökjutækja segir að keðjur og neglda hjólbarða megi ekki nota á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október, nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Þannig gæti snjókoma í maímánuði falliö undir þá skilgreiningu eða akstur á hálku á heiðum, t.d. hjá ökumanni sem kemur frá ísafirði. Að sögn talsmanns umferðardeild- ar lögreglunnar í Reykjavík mun lög- reglan leyfa ökumönnum að njóta vissrar aðlögunar fyrstu vikuna eða svo, eða fram yfir sumardaginn fyrsta, 24. april. Eftir það verður far- ið að beita sektum sem eru 5000 krónur fyrir að vera á nagladekkj- um, en ef dekkin uppfylla ekki setta reglugerð, þ.e. að mynstur dekkj- anna nái ekki tilskUinni dýpt á þremur af fjórum hlutum slitílatar- ins sitt hvorum megin við miðju hans, er sektin 5000 krónur fyrir hvert dekk. Norska bílablaðið Motor reyndi ásamt nokkrum öðrum norrænum blöðum nýlega dekk frá 10 framleið- endum - 13 gerðir af stærðinni 185/65 R15 sem eru að vísu hönnuð fyrir hraðari akstur en hér er leyfð- ur en ættu að koma að notum. Reynsluakstm'inn fór fram á sér- hannaðri braut á Ítalíu. Gæði mælast í akstri í bleytu Þegar sólin skín og vegir eru þurr- ir er það niðurstaðan að ekki sé mik- ill munur á dekkjum en þegar rignir kemur mismunurinn betur í ljós, enda meira lagt upp úr reynsluakstri við slíkar aðstæður. Á Goodyear Eagle Ventura-dekkjum var bíllinn mjög stöðugur upp í 98 km/klst en á Bridgestone við 85 km/klst. Á öðrum dekkjum náðist síðri árangur. Við 80 km/klst. var hemlunarvega- lengdin á Pirelli P6-dekkjum 30 metr- ar en á Bridgestone-dekkjum 34 metrar áður en bíllinn stöövaðist. í snjó og ís var munurinn á bestu dekkjunum enn meiri en bíllinn stöðvaðist eftir 71 metra á Dunlop SP Sport-dekkjum en á Nokian NHR2- dekkjum eftir 102 metra. Einnig var mælt veghljóð frá dekkjum og kom í ljós að lág dekk með breiðum bana, sem oft eru á kraftmeiri bílum, eru hávaðasamari en „venjuleg" dekk, en dekk frá Continental, Goodyear og Pirelli voru hávaðasömust. í ljós kom að notuð dekk missa ótrúlega fljótt eiginleikana þegar dýpt mynsturs á þeim er á milli 3,2 mm og 1,7 mm. Dekk sem eru meö grynnra mynstur en 1,6 millímetra reyndust einfaldlega geta verið hættuleg. Sérstaklega var þetta áber- andi í rigningu. Við 98 km/klst. misstu Goodyear Eagle Ventura- dekk allt veggrip, Michelin við 75 km/klst, Nokia með 3,2 mm dýpt á munstri við 73 km/ldst en Nokia með 1,7 mm dýpt á munstri missti allt veggrip þegar við 68 km/klst. Ef beygja þarf skyndilega í bleytu geta þessi dekk hreinlega tekið völdin og bíllinn alls ekki beygt. Þar reyndust Goodyear-dekk einnig best, síðan Barum, Continental, Pirelli og Dun- lop. Ökumenn sem aka eftir Reykja- nesbrautinni ættu sérlega að hafa staðreyndir um veggrip í huga á vot- viðrisdögum þegar mikið vatn situr á veginum. Barum kom á óvart Barum-dekkin frá Tékklandi komu mest á óvart í þessum reynslu- akstri, gæði voru á við það besta sem reynt var, en verðið mun lægra en á öðrum sambærilegum dekkjum. Bar- um-dekk ættu samkvæmt því að vera góður kostur fyrir þá sem vilja góð dekk fyrir sem minnstan pening. Utan Barum voru þau dekk sem höfðu bestu sameiginlegu eiginleik- ana Continental Premium Contact og Goodyear Eagle Ventura en síðan þar skammt undan Pirelli P6. En hvaða dóm fékk hver og ein dekkjategund í prófinu? Continental Premium Contact Sigurvegarinn í ár ásamt Goodye- ar Eagle Ventura. Mesta dýpt munsturs 8,1 mm. Gott grip á blaut- um vegi, en bíll á það einstaka sinn- um til aö rása þegar beygt er snöggt í bleytu. Bíllinn sat vel á þessari teg- und og veghávaði frá þeim var í lág- marki. Goodyear Eagle Ventura Hefur best grip dekkja í beygju í bleytu og grípur vel þegar hemlað er snöggt. Mynstm-dýpt 7,8 mm. Þeir ökumenn sem óku í reynsluakstrin- um voru þó ekki eins hrifnir af því og Continental-dekkinu. Hávaði í lág- marki. Pirelli P6 Hefur mjög góða bremsueiginleika á blautum vegi og reyndist best á brautinni þar sem ekið var milli keilna. Mynsturdýpt 8,1 mm. Átti til að missa veggrip af og til þegar beygt var í bleytu og var veggrip ekki held- ur sem best á þurrum vegi. Reyndist fremur hljóðlátt. Michelin Energy Rennur mjög vel eftir þurrum vegi og veghávaði í lágmarki, sem auðvit- að er okrusparandi, en það kemur nokkuð niður á kostum þess þegar blautt er. Mynsturdýpt 7,4 mm. Á þurrmn asfaltvegi standast fá dekk Michelin-dekkjunum snúning. Barum Bravuris Áður var minnst á kosti Barum hvað varðar verð. Mynsturdýpt 8,1 mm. Dekkið hefur nokkuð jafna eig- inleika í þurru sem bleytu miðað við það besta, og slær mörg þekktari dekk út hvað varðar bremslueigin- leika, þ.e. bremsulengd. Þetta dekk hefur einna mesta mótstöðu viö veg, hefur hátt veghljóð, og þar með mest orkueyðandi. Nokian NRH2 Hefur gott grip í beygjum á blaut- um vegi, en langa hemlunarvega- lengd og fremur slæmt þegar kemur að því að beygja á blautum vegi. Mynsturdýpt 7,9 mm. Hefur ekki góða eiginleika í ís og snjó sem kom á óvart þar sem dekkið er framleitt í Finnlandi. Hefur þokkalegt grip á þurrum vegi. Dunlop Sp Sport 01 í meðallagi gott á blautum vegi, en grip við beygjur á blautum vegi er fremur lélegt. Mynsturdýpt 8,1 mm. Veghávaði fremur mikiÚ en dekkið stóð sig einna best á akstri milli keilna á þurrum vegi. Reyndist ekki mjög traustvekjandi á blautum vegi. Bridgestone B391 Kom slakast út af öllum dekkjun- um í samanlögðum árangri. Mynsturdýpt 7,7 mm. Þar vegur þyngst að eiginleikar dekksins á blautum vegi voru áberandi lélegast- ir. Það er auðvitað mjög „krítískt". Grip við bremsu á blautum vegi og við snöggar beygjur var ekki traust- vekjandi. Dekkið reyndist heldur ekki vel við akstur milli keilna en helstu kostir þess eru lágt veghljóð en gott veggrip. -GG MAZDA6 Mazda6 kom best út f skoðanakönnun Autocar hjá 25.000 breskum bíleigendum. Hundrað bíltegundir voru í úrtakinu og þar á meðal margfait dýrari lúxusbílar. Komdu, skoðaðu og reynsluaktu Mazda6 og þú munt skilja þessar niðurstöður. að dómi breskra bíleígenrd Mazda6 bíll ársins f Austurríki, Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Finnlandi, Litháen, frlandi, Skotlandi, Sviþjóð og annað sætið i kosningu á bíl ársins f Evrópu og Gullna stýrinu f Þýskalandi. RÆSIR HF skúisgðtu 59. simi 540 5400 www.rassir.it °Pið virka da9a frá kl- 9‘18 °9 laugardaga frá kl. 12-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.