Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 8
+
Það er um það bil ár síðan lagið Ég sjálf fór að heyrast á íslenskum útvarpsstöðvum og byrjað var að sýna myndband við lagið í sjónvarpi. Lagið náði strax miklum vinsældum en eflaust hefðu fáir getað gert sér í hug-
arlund hvað væri í vændum hjá hljómsveitinni írafári. Ég sjálf varð einkennislag sumarsins og fyrir jólin seldi írafár allra sveita mest af fyrstu plötu sinni. Birgitta Haukdal naut hylli hvar sem hún drap niður fæti, hvort
sem það var hjá ungum stúlkum sem fengu sér fléttur eins og hún, eða hjá eldri kynslóðinni sem dáðist að því hvað stúlkan var hrein og bein þrátt fyrir allt. Þar með er þó ekki allt upp talið því við hefur bæst fjöldi
auglýsinga og þátttaka í Evrovisjón svo eitthvað sé nefnt. íslendingar hafa varla átt aðra eins poppstjörnu. Höskuldur Daði Magnússon skoðar málið og veltir fyrir sér hvort þetta ævintýri taki einhvern tímann enda.
Faum við aldrei leið á Birgittu?
Árið 1999 benti ekki margt til þess að írafár ætti eftir
að verða vinsælasta hljómsveit landsins. Sveitin hafði
verið stofnuð ári áður og þegar einhver mynd komst á
mannaskipanina var Iris nokkur Kristinsdóttir ráðin
söngkona. Irafár spilaði og spilaði og gekk svo sem ágæt-
lega að harka á böllunum en ekkert meira en það. Seint
á árinu 1999 hætti Iris í bandinu og gekk til liðs við
kærastann og félaga í Buttercup. í staðinn var ráðin ung
stúlka frá Húsavík sem hafði sungið í Abba-sjóvi á Broa-
d-way í einhvem tíma.
Ekki tilbúin í Pocahontas-lúkkið
Segja má að við þetta hafi orðið kaflaskil hjá írafári.
Sveitin hélt áffam stíffi spilamennsku þegar Birgitta
Haukdal hafði tekið við söngkonuhlutverkinu og á sama
tíma fór sveitin að huga að því að vera eitthvað annað og
meira en koverband á böllum. Fyrsta lag sveitarinnar,
Hvar er ég, var sett í spilun sumarið 2000 og varð nokk-
uð vinsælt. Sumarið eftir átti írafár tvö lög á safnplöt-
unni Svona er sumarið, lögin Fingur og
Eldur í mér. Þau
juku mjög á vinsældir sveitarinnar sem var valin Fersk-
leiki ársins á Hlustendaverðlaunum FM957 það ár.
Birgitta sjálf hafði þó ekki enn slegið í gegn og í könnun
Fókuss það ár var hún í sjöunda sæti á lista yfir verst
klæddu konurnar. Pocahontas-lúkkið var svo sannar-
lega ekki komið í tísku. Nú var aftur á móti komin
pressa á að hljómsveitin færi að gefa út stóra plötu og í
árslok höfðu þau tekið upp fyrstu demóin fyrir hana.
Hlutirnir fara að gerast
Þegar árið 2002 gekk f garð fóm hlutimir að gerast
hjá Irafári og Birgittu. Hún var kosin söngkona árs-
ins og kynþokkafyllsti popparinn á Hlustendaverð-
laununum og var tilnefnd sem besta söngkonan á
íslensku tónlistarverðlaununum. Sveitin
skrifaði fljótlega undir plömsamn-
ing við Skífúna og stefnt var að
útgáfú fyrir jólin. Fyrir ári síðan,
eða á vordögum ársins 2002, fór svo
lagið Ég sjálf í spilun á útvarpsstöðvun-
um og síðan hefúr allt legið upp á við hjá
írafári. Ég sjálf óhemju vinsælt og varð án
alls efa lag sumarsins. I byrj-
un sumars spáði Fókus í spil-
in fyrir sumarið á sveitaball-
amarkaðinn. Þar var Irafár
spáð toppsætinu í vinsældum
og það gekk svo sannarlega eft-
ir. Ég sjálf hætti bara ekkert að verða vin-
sælt, bæði í útvarpi og í sjónvarpi, og það
var ekki fyrr en í sumarlok að írafár sendi frá
sér annað lag, Stórir hringir. Það féll í góðan
jarðveg og dugði vel til að halda fólki heitu
ffam að útgáfú plötunnar á haustmánuðum.
Birgitta kemst í tísku
Það sem var merkilegast við vinsældir íra-
fárs í fyrrasumar var að það var ekki bara tón-
listin sem höfðaði til fólks. Aðdáendur sveitar-
innar virtust hafa fúndið sér fyrirmynd í
Birgittu Haukdal. Hún hafði frá því hún kom
í bandið vakið eftirtekt fyrir sérstakan
fatasmekk sinn og var jafhan uppnefnd
indíánastelpan eða eitthvað þvíumlíkt. Nú
brá svo við að það var kappsmál hjá ungum
stelpum að fá sér fléttur í hárið eins og
Birgitta í írafári. Meira að segja rosknir fjöl-
miðlamenn landsins tóku eftir þessu og
þetta rataði inn á síður dagblaðanna og í
sjónvarpsfréttimar. Þetta hafði ekki gerst
lengi - ekki höfðu íslensk ungmenni verið
að apa eftir strákunum í Skítamóral eða
Helga Bjöms f útliti nýverið...
ÓVENJU GÓÐ PLATA HJÁ
SVEITABALLASVEIT
Á haustdögum sendi írafár frá sér fyrstu
plötuna sína sem var nefnd Allt sem ég sé. Seldist
hún vel frá fyrsta degi eins og við var að búast. Það
sem kannski kom mest á óvart var að gagnrýnendur
voru nokkuð sammála um ágæti plötunnar. Þannig hafa
plötur sveitaballasveita oftar en ekki fengið frekar
háðulega útreið hjá gagnrýnendum en nú var annað uppi
á teningnum. Þegar jólavertíðin var gerð upp kom í ljós
að platan hafði selst í um 16 þúsund eintökum og var sú
söluhæsta það árið. Hún er reyndar enn að seljast, sér-
staklega eftir að hún var endurútgefin nýlega með DVD-
diski í kaupbæti.
Auglýsir Pepsi og Rís og spilar í fermningar-
VEISLUM
Vinsældir hljómsveitarinnar og söngkonunn-
ar dyljast engum. Flestir gætu eflaust verið
sammála um að það séu nokkrar ástæður fyrir
þeim. Áður hafa verið nefnd hversu vin-
sæl lög þeirra og myndbönd hafa
verið og það er náttúrlega frum-
skilyrði fyrir hljómsveit til að kom-
ast áfram. Það eru hins vegar litlu
hlutimir sem telja nokkuð í tilfelli íra-
fárs og Birgittu Haukdal.
Frá þvf að frægðin bankaði á dymar hjá
henni hefúr hún án alls efa slegið út helstu
ráðamenn þjóðarinnar í því að koma ffam í
fjölmiðlum. Birgitta hefúr birst okkur f öll-
um blöðum og tímaritum auk allra mögu-
legra spjallþátta í sjónvarpi og þannig
mætti áfram telja. Þess utan starfar hún
sjálf við fjölmiðla, var lengi með útvarpsþátt á Steríó en
sér nú um tvo þætti á Popptíví. Þátttaka hennar f
Evrovisjón er nýjasta útspilið og eftir það hefur hún far-
ið annan rúnt í gegnum helstu fjölmiðla landsins. Veið-
ur án efa forvitnilegt að fylgjast með því hvort Birgitta
nær að skila persónutöfrunum sem brætt hafa Islend-
inga til milljóna dómenda í Evrópu þann 24. maf.
Þá eru ótaldar auglýsingamar sem hún hefúr komið
fram f. írafár er styrkt af Olgerðinni og lýsa því stolt yfir
að þau drekki Pepsi. Þau eru ein af hljómsveitunum sem
eru á Poppkortunum sem em mjög vinsæl meðal krakka
f dag. Þá vita allir sem vilja vita að þeir eiga alltaf skilið
að fá sér Rís súkkulaði eftir að Birgitta fór að auglýsa það.
Það allra nýjasta er svo að krakkar geta keppt um að fá
Irafár í fermingarveisluna sína.
Er þjóðin tilbúin í Birgittu?
Flestir em sammála um að við höfúm ekki átt aðra eins
poppstjömu og Birgittu í langan tíma, ef nokkum tím-
ann þá. Salan á plötunni og hversu áberandi stúlkan
hefúr verið bera því augljóst vitni. Erfitt er að segja
hvort írafár hafi farið of geyst og sé að ganga of langt í að
nýta sér frægðina, að blóðmjólka beljuna. Einhverjum
gæti fundist það á meðan aðrir álíta bandið duglegt fólk
á uppleið. Það mun ekki breytast í sumar því Irafár
hyggst vera áfram á fullu í spilamennsku. Til að halda
fólkinu volgu sendir sveitin frá sér tvö lög í sumar og
ætti það fyrra að byrja að heyrast um mánaðarmótin maí-
júní. Birgitta Haukdal er ekki nema 24 ára og á sam-
kvæmt því ffamtíðina fyrir sér. Framtíðin verður bara að
leiða það í ljós hvort þjóðin sé tilbúin í að eiga popp-
stjömu eins og Birgittu.
Js9H|b| Nj ,iu04
Birgitta Haukdal hefur verið aðalpoppstjarna okkar
íslendinga undanfarin misseri. Ganga sumir svo langt að
segja að við höfum aldrei átt aðra eins stjörnu. Hér að ofan
eru tvaer af þeim auglýsingum sem hún hefur birst í nýlega
og til hliðar veifar hún aðdáendum á tónleikum.
f ó k u s 2. maf 2003
I Æ 1 tf
mL Æfó %
JmÉ . !+
m
Hvað segja sérfræSingamir?
STJARNA OKKAR í 20 ÁR
er ekki frá því að þessar
vinsældir Birgittu séu eins-
dæmi. Það eina sem kemur
upp í hugann í líkingu við
þetta er Björgvin Hall-
dórsson, ég man nú
reyndar ekki neitt eftir
æðinu í kringum hann
en hef lesið um það, og
svo Bubbi. Ég myndi
segja að Birgitta Hauk-
dal væri stærsta stjaman
hér á landi í 20 ár. Aðdá-
endur hennar eru ungir
krakkar, varla unglingar, og
það eru þeir sem ráða vin-
sældarlistunum. Massinn kaup-
ir eiris þegar kemur að vinsælli
popptónlist og þetta er ekkert öðru-
vísi, litlir krakkar eru sammála því sem er
vinsælt. Það er reyndar þrennt sem ræður þessum vinsældum að
mínu mati. Hann (Vignir, gftarleikari írafárs) er ágætis lagahöf-
undur, þau eru með Þorvald Bjama sem pródúser og svo er það
Birgitta sem er bæði sæt og skemmtileg við aðdáenduma. Hún er
ekta poppstjarna."
Óía/ur Páll Gunnarsson, tónlistarstjóri á Rás 2 og poþþsérfræðing'
ur
Erfitt að láta sér líka illa við hana
„Ég hef enga haldbæra skýringu á þvf af hverju Birgitta er svona
vinsæl. Þetta er náttúrlega voða gott og vandað popp en ég átti
eiginlega ekki von á því að það yrði svona vinsælt. Ég hafði heldur
ekki trú á henni, fannst hún frekar hallærisleg í þessum loðnu
moonboots-skóm. Mér fannst það feigðarflan þegar Iris hætti í
hljómsveitinni en svo hefur það heldur betur snúist við. En ef mað-
ur hugsar út í það þá er erfitt að láta sér líka illa við hana, saklausa
og elskulega indíánastúlkuna. Það þarf ffekar hrottafenginn ein-
stakling til að láta hana fara í taugamar á sér.
Hvemig finnst þér hún í samanburði við aðrar íslenskar þopþstjöm-
ur!
„Bubbi hneykslaði mikið á sfnum tíma og það var ekki skrýtið að
hann færi í taugamar á fólki. Annars hafa þetta ekki verið svo
margir popparar á þessum status, Stebbi Hilmars - það er margt við
hann sem hægt er að hafa á móti, Skímó - það þarf ekki að leita
lengi að einhverju neikvæðu við þá, Stuðmenn eru náttúrlega
miklu meira flokkur heldur en einstaklingar. Það er kannski helst
Bó en ég man nú ekkert eftir honum.“
Hvað með framtíðina?
„Það gæti verið „meik it or breik it“ hvemig henni gengur í
Eurovisjón. Ef hún lendir í neðsta sæti þá er mjög líklegt að þjóð-
in snúi baki við henni. Sjáum bara Selmu, hún lenti f öðru sæti og
var mikið hampað án þess að hún væri með mikla persónutöfra. Ég
veit ekki með þessa súkkulaðiauglýsingu, ég
heyrði þó einhvers staðar að þetta væri
gamall díll og að hún hefði fengið 200
þúsund kall fyrir sem er ekki mik-
ið. Hún þarf auðvitað að passa sig
- það gengur ekki að vera alls
staðar. Eins og staðan er í dag
eru blikur á lofti með ffam-
tfðina hjá henni. Þetta er
mjög lítill markaður og lít-
ið land og það er auðveit að
gera of mikið þannig að það
gæti komið bakslag. En
hver veit, ef henni gengur
vel í Eurovisjón gæti hún
vel leikið í 20 auglýsingum í
viðbót!"
Dr. Gitnni, sérfræðingur í
þoppsögu Islands
2. mat 2003 f ó k u s
+