Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Page 14
Fyrir viku fór fram í fjórða sinn fegurðarsamkeppnin Ungfrú ísland.is. í þetta sinn var það Kópavogsmær að nafni Rakel McMahon sem bar sigur úr býtum og er hún vel að þeim titli komin. Fókus hitti hana að máli og ræddi við hana um allt milli himins og jarðar. Gullkoronan bfður enn Fókus-myndir E.Ól. Förðun: Þórdís Þorleifsdóttir Rakel er hálf'írsk eins og eftirnafn hennar gef- ur til kynna. Pabbi hennar heitir Neil McMa- hon og er enskukennari við MK, þar sem Rakel stundar einmitt nám sitt. „Það hefur þó aldrei hitt þannig á að ég lenti í tíma hjá honum - sem betur fer,“ segir Rakel og hlær. Hún kemur reyndar úr mjög fjölþjóðlegri fjölskyldu þvf mamma hennar, Hjördfs Friðjónsdóttir, er hálfur Svíi. „Eg er þó fædd hér á Islandi og hef búið á Islandi alla mína ævi. Eg hef bara ferðast til Ir- lands á sumrin og hið sama má segja um Dan- mörku og Svíþjóð.“ Og kanntu þá öll þessi mál? „Nei, ekki alveg. Énskuna er ég með nokkurn veginn á hreinu og danskan er í ágætu standi. Ég kann hins vegar lítið í sænsku,“ útskýrir Rakel. Hún þvemeitar þó að tala enskuna með írskum hreim. „Eldri systir mín, Sara, fór reyndar í hálft ár til írlands þar sem hún bjó hjá ættingjum okkar og fór í skóla og hún kom til baka talandi eins og írskur bóndi. Þannig að það er aldrei að vita.“ Svo vill til að mamma hennar er einnig kenn- ari og kennir unglingum íslensku og þýsku í Hjallaskóla, sem Rakel sótti á sínum tíma. „Mað' ur býst eiginlega við því að þau flytji sig yfir í Há- skólann næst,“ segir hún og hlær. Rakel ráðgerir að útskrifast úr MK í vor. „Við emm reyndar ekki byrjuð í prófum enn þá en kennslunni fer að ljúka og það er reyndar dimittering á morgun. Við vinkonumar ætlum einmitt að klæða okkur upp sem klappstýrur og það er bara að vona að veðrið leyfi slíkan klæðaburð enda ekki mjög spennandi að vera f ullarbuxum við stutt pils.“ „Ég er reyndar frekar hlé- dræg að eðlisfari en þegar maður er kominn í eighties-búninginn með tónlistina frá þessu tíma- bili á fuilu er ekki annað hægt en að sleppa sér á sviðinu. Þetta var frekar eins og maður væri kom- inn í ákveðið hlutverk." Til Danmerkur Og hvað tekur svo við að útskrift lokinni? „Ég ætla að taka inntökupróf fyrir fornámið í Myndlistarskóla Reykjavíkur sem verða haldin um næstu mánaðamót. Ég er núna í Myndlistar- skóla Kópavogs og fæ góða hjálp þar til að undir- búa mig fyrir þau. Planið er að læra innanhúss- arkitektúr í listaháskóla í Danmörku en það er ekki hægt að komast inn í skóla þar án þess að vera með möppu sem maður getur sýnt. Vonandi get ég þá unnið í henni í Myndlistarskólanum á næsta ári. Svo fékk ég líka í vinning í keppninni námskeið hjá Tölvu- og viðskiptaháskólanum þannig að kannski maður geti skellt sér á það,“ segir Rakel. En hvemig kom það til að þú tókst þátt í feg- urðarsamkeppni ? „Það var skólasystir mín sem benti á mig og í framhaldi af því hringdi Kristín (Hafdfs Jóns- dóttir, skipuleggjandi Ungfrú Island.is) heim til mfn. Mamma svaraði í símann og sagði henni hreinlega að ég hefði ekki mikinn áhuga á slfkri keppni. Þegar mamma sagði mér svo frá sfmtal- inu fannst mér ég þurfa að kanna þetta mál að- eins betur og hringdi ég því í Kristínu. Þvf næst fór ég í prufu og fékk svo að vita að ég hefði kom- ist inn.“ Alltá rólecu nótunum „Undirbúningurinn fyrir þessa keppni var svo mjög skemmtilegur enda fengum við mikið að ráða okkur sjálfar. Ég fann aldrei fyrir því að ég væri í einhverri svaka keppni því að þetta var allt á rólegu nótunum." Og hvemig fannst þér til takast í sjálfri keppn- inni? „Bara vel. Ég er reyndar ffekar hlédræg að eðl- isfari en þegar maður er kominn í eightieS'bún- inginn með tónlistina frá þessu tímabili á fullu er 14 2. maf 2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.