Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2003, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2003, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 5. Júní 2003 M, agasm DV Píkusögum í Borgarleikhúsinu lýkur eftir 130 sýningar: Um síðustu helgi lauk i Borgar- leikhúsinu sýningum á leikritinu Píkusögum. Verk þetta hefur verið á fjölunum nú í rúmlega tvö ár og notið fádæma vinsælda. Sýningarn- ar eru orðnar alls um 130 talsins og ef til vill verður þráðurinn tekinn upp að nýju, fyrr en síðar. Þess væntir Halldóra Geirharðsdóttir, ein þeirra þriggja leikkvenna sem tekið hafa þátt í sýningu þessa leik- rits eftir bandarísku skáldkonuna Eve Ensler. Hinar tvær eru Sóley Elíasdóttir og Jóhanna Vigdis Arn- ardóttir. Sú síðamefnda hefur raun- ar haft öðrum hnöppum að hneppa undanfarið og þá hljóp leikstjóri verksins, Sigrún Edda Björnsdóttir, í skarðið. Dyrnar að sjólfri sálinni „Mér hefur þótt einstaklega gam- an að taka þátt í þessari sýningu. Enda ekki á hverjum degi sem manni býðst að leika í verki sem fel- ur í sér boðskap sem á svona mikið erindi einmitt núna, eins og tímarn- ir eru,“ sagði Halldóra Geirharðs- dóttir þegar DV-Magasín ræddi við hana. Umræðuefnið var líf að lokn- um Píkusögum. „ Það er ekki ofsögum sagt af þvi að píkan hafi verið sveipuð ákveð- inni dulúð, en það er líka mikilvægt að svipta þessari hulu af henni, í þeim skilningi að ekki þrífist of- beldi og niðurlæging á bak við tjöld- in,“ segir Halldóra. „Ofbeldi gagn- vart píkum hefur nefnilega þrifist svo vel í þögninni. Píkan er dyrnar að sjálfri sálinni. Tenging við djúpsálina. Gleymum ekki að píkan fórnar sér í fæðingunni, út um hana koma börnin okkar og að henni hleypum við aðeins elskhugum okk- ar. Heilagur staður.“ Ekkert annab nafn Óhætt er að segja að ró margra hafi verið raskaö þegar leikritið var frumsýnt fyrir um tveimur árum. Píka er orð sem fólki er allajafna ekki á tungu tamt, allra síst sið- prúðum og ráðvöndum góðborgur- um. „Tepruskapurinn svo mikill að fyrst í stað átti að banna okkur að nota orðið píka i auglýsingum. En þegar leyfið kom, var eins og allir þyrftu að prófa að nota það. Ekki varð þverfótað fyrir pikuskotnum fyrirsögnum á síðum dagblaðanna næstu þrjár vikur eða svo. Allir þurftu að segja segja píka, píka, píka,“ segir Hall- Það er líf að loknum Píkusögum. „Ekkert annað nothæft orð er til yfir þetta þá,“ seglr Halldöra Geirharðsdóttir meðal líffæri, enda þótt sumum finnist það kannski of gróft, að minnsta kosti enn annars hér í viðtalinu. Magasín-mynd GVA dóra og heldur áfram: „Sannleikurinn er hins vegar sá að ekkert annað nothæft orð er til yfir þetta liffæri, enda þótt sumum fmnist það kannski of gróft, að minnsta kosti enn þá. En það mun venjast. Að vísu eru tO orð sem not- uð eru í hálfkæringi, eins og til dæmis budda eða pjalla. En það eru gælunöfn." Siðferðileg skylda í fláum og háskalegum heimi dagsins í dag bera margir áhyggjur af þeirri klámvæðingu sem nú á sér svo víða stað. Halldóra segist vera í þeim hópi. „Það er siðferðileg skylda okkar sem fullorðin erum orðin að vega upp á móti subbuskapnum sem nú veður svo víða uppi. Til dæmis á Netinu þar sem börn og unglingar hafa því sem næst ótakmarkaðan aðgang að alls konar klámefni. Og þið á DV megið alveg endurskoða léttklæddu forsíðustúlkurnar ykk- ar. Rétt eins og gert er í leikritinu þarf að setja píkuna í stærra sam- hengi en alla jafna er gert.“ Aö halda sér ferskri Sýningarnar á Píkusögum í Borg- Sími 550-5000 Útgefandl: Útgáfufélagiö DV ehf., Skaftahlíð 24. Ábyrg&armenn: Óli Björn Kárason og Jónas Har- aldsson. Umsjónarmaöur: Stefán Kristjánsson. s k@magasin.is Blaðamaður: Siguröur Bogi Sævarsson. slgbogl@magasin.is Auglýsingar: Katrín Theódórsdóttir - kata@dv.is og Inga Gísla - inga@dv.is Prentun: Árvakur hf. Upplag: 80.000 eintök. Drelfing: Póstdreifing ehf. Dreift ókeypis á höfuðborgarsvæöinu, Akureyri, Akranesi og til áskrifenda DV úti á landi. arleikhúsinu eru orðnar alls um 130. „Já, maður er farinn að kunna rulluna þokkalega vel. Mestur vand- inn liggur í því að halda sér alltaf ferskri í þessu verkefni. Eiga alltaf erindi við áhorfendur. Við höfuni líka þróast áfram í verkefninu eins og gengur í leikhúsi, hver sýning er alltaf einstök. Leikhús er stund og staður. Augnablikið. Samtal leikara og áhorfanda," segir Halldóra. Þannig var í vetur gerð styttri út- gáfa af verkinum sem sýnd var fyr- ir nemendur I Réttarholtsskóla sem fengu aukinheldur fræðslu um efni sýningarinnar. Afsvar hjá Olrich „Ég á mér þann draum að við get- um á næsta ári farið með þessa sýn- ingu út í tíundu bekki grunnskól- anna. Það er nauðsynlegt að tala um þessa hluti við þau af virðingu og án tepruskapar. Þau vilja meiri upp- lýsingar og það er okkar að veita þeim heilbrigöar upplýsingar, hjálpa þeim að taka ábyrgð á eigin líkama og bera virðingu hvert fyrir öðru,“ segir Halldóra. Hún segir að vegna þessarar hugmyndar hafi ver- ið sótt um styrk til menntamálaráð- herra svo hægt væri að fara með verkið út í skólana. „Við fengum synjun hjá Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra. Hann og samstarfsfólk hans gerir sér ekki grein fyrir nauðsyn þessa boðskapar. En við ætlum ekki að gefast upp í því mikilvæga starfi að komast með þessa sýningu út í skól- ana. Kannski þarf bara að útskýra þetta betur fyrir Tómasi." Allar píkur sameinist En nú er komið að kaflaskilum í Píkusögunum. Sýningum hefur ver- ið hætt, í bili að minnsta kosti. „Ég er að fara í fæðingarorlof, en Píku- sögur lifa þó svo að ég sé i fríi. Við hættum ekki að berjast gegn ofbeldi gegn konum og píkum. Þetta er ekki bara leiksýning, heldur lífið sjálft. Allar píkur sameinist til virðingar og vegsemdar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.