Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2003, Blaðsíða 4
18 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR 10.JÚNÍ2003
Skoraði sigurmark íslendinga þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma og bji
íslenska landsliðið í knatt-
spyrnu er komið aftur á sigur-
braut eftir að hafa lagt það
færeyska, 2-1, í undankeppni
EM á Laugardalsvelli á laugar-
daginn. Sigurinn stóð tæpt
því að Tryggvi Guðmundsson
skoraði sigurmarkið með fal-
legum skalla þegar komið var
fram yfir venjulegan leiktíma.
Ásgeir Sigurvinsson stjórnaði ís-
lenska landsliðinu í fyrsta sinn á
laugardaginn og það var breytt
byrjunarlið sem mætti til leiks gegn
Færeyingum. Hann stillti upp í leik-
aðferðina 3:5:2 með Þórð Guðjóns-
son og Indriða Sigurðsson á könt-
unum og Helga Sigurðsson frammi
með Eiði Smára Guðjohnsen.
Færeyingar aftarlega
Það var ljóst frá byrjun hvernig
leikurinn myndi þróast. Færeyingar
lágu mjög aftarlega í fyrri hálfleik og
Þeirvoru hinsvegar
mjög þéttir fyrír og
eina svar íslendinga
var að nýta breidd vall-
arins og nota kantana.
leyfðu íslendingum að ráða ferð-
inni. Þeir voru hins vegar mjög þétt-
ir fyrir og eina svar íslendinga var
að nýta breidd vallarins og nota
kantana. Það gekk bærilega í fyrri
hálfleik, sérstaklega hægra megin
þar sem Þórður Guðjónsson var
mjög ógnandi en því miður tókst
honum ekki að koma boltanum
nógu oft fyrir markið - vandamál
sem hefur verið viðloðandi lands-
liðið undanfarið. íslenska liðið fékk
nokkur góð færi í hálfleiknum, það
besta fékk Helgi Sigurðsson á 27.
mínútu þegar hann komst einn í
gegnum vörn Færeyinganna en
Jakup Mikkelsen sá við honum. Eið-
ur Smári var einnig nálægt því að
skora í nokkur skipti en hafði ekki
heppnina með sér.
Ósýnilegur sóknarleikur
Sóknarleikur Færeyinga var nán-
ast ósýnilegur í fyrri hálfleik og ekki
var laust við að undirritaður
vorkenndi á köflum sóknarmönn-
um liðsins, John Petersen og
Andrew av Flotum, þar sem þeir
börðust gegn ofurefli í formi Guðna
Bergssonar, Lárusar Orra Sigurðs-
sonar og Hermanns Hreiðarssonar.
Síðari hálfleikur hófst á sama hátt
og sá fyrri. íslendingar sóttu og
Færeyingar vörðust. Uppskera erf-
iðsins kom þegar fimm mínútur
voru liðnar af hálfleiknum. Eiður
Smári Guðjohnsen átti þá frábæra
aukaspyrnu í þverslá færeyska
marksins, Helgi Sigurðsson fylgdi
vel á eftir og sendi boltann í netið.
Gjörbreyttur leikur
Eftir markið gjörbreyttist hins
vegar leikurinn. fslenska liðið bakk-
aði, varð hálfværukært og Færey-
ingar komust meira inn í leikinn.
Þeir sköpuðu sér þó engin mark-
tækifæri og virtust ekki vera líklegir
til að jafna leikinn þar til á 63. mín-
útu þegar gamall draugur úr fortíð-
inni, léleg dekkning í föstum
Ieikatriðum, dúkkaði enn eina ferð-
ina upp. Færeyingar fengu auka-
spyrnu úti hægra megin á miðjum
vallarhelmingi íslendinga, Jákup á
Borg tók spyrnuna og hana sendi
Rógvi Jacobsen, einn í heiminum á
markteig fslenska liðsins, með
hausnum í netið, óverjandi fyrir
Árna Gaut Arason.
Útlagar tryggðu sigurinn
Eftir markið jókst krafturinn enn
meira í Færeyingum. Þeir fóru að
halda boltanum innan liðsins,
nokkuð sem hafði ekki sést fram að
því, og frískir varamenn lífguðu upp
á liðið. íslenska Iiðið virtist hins
vegar vera í losti eftir jöfnunar-
markið og það var ekkert sem benti
til annars en að jafntefli yrði niður-
staðan. Tryggvi Guðmundsson var
þó á öðru máli. Hann hafði komið
inn á sem varamaður á 77. mínútu
og þakkaði traustið sem Ásgeir
sýndi honum með því að skalla frá-
bæra fyrirgjöf Þórðar Guðjónssonar
í netið þegar komið var fram yfir
venjulegan leiktíma og skora sigur-
mark íslands - útlagar Atla Eðvalds-
sonar höfðu bjargað andliti íslenska
liðsins.
íslenska liðið þurfti engan stór-
leik til að leggja Færeyinga að velli á
íslenska liðið virtist
vera ílosti og það var
ekkert sem benti til
annars en að jafntefli
yrði niðurstaðan.
laugardaginn. Það verður þó að
segjast mönnum til hróss að þeir
gáfust ekki upp og sigurmarkið í
lokin ber merki um karakter liðsins.
Boltinn gekk hins vegar mjög hægt
hjá liðinu sem gerði það að verkum
að Færeyingum varð ekki skotskuld
úr því að komast aftur fyrir hann og
skipuleggja varnarleik sinn.
Svart og hvítt
íslenska liðið réð ferðinni nánast
allan leikinn en það út af fyrir sig er
ekkert afrek þar sem Færeyingar
bökkuðu og leyfðu íslendingum að
spila pressulausum fram á miðjan
vallarhelming færeyska liðsins.
Kantarnir voru vel nýttir í fyrri hálf-
leik þótt fyrirgjafirnar hefðu mátt
vera betri en í þeim síðari var fátt
um fína drætti í þeim efnum, þar til
undir lokin, og yfirleitt völdu leik-
menn liðsins þá leið að reyna að
hnoðast í gegnum miðjuna - nokk-
uð sem gekk engan veginn upp.
Þriggja manna vörnin var mjög
Þeir virtust ekki vera
líklegir til að jafna leik-
inn þar til á 63. mínútu
er gamall draugur úr
fortíðinni, léleg dekkn-
ing í föstum leikatrið-
um, dúkkaði upp.
sterk en því miður fáum við aðeins
að njóta hennar í einn leik til við-
bótar.
Það er þó áhyggjuefni að
andstæðingarnir skuli ítrekað fá að
athafna sig óáreittir í föstum
leikatriðum og þarf Ásgeir að koma
lagi á þann þátt varnarleiksins.
Annað áhyggjuefni er hvernig leikur
íslenska liðsins hrundi í síðari
hálfleik eftir að liðið komst yfir - þá
hættu menn að gera það sem gekk
vel í fyrri hálfleik.
Þegar öllu er á botninn hvolft
geta Islendingar þakkað fyrir sigur-
inn - hann kom á síðustu stundu -
en það lýsir kannski best ástandinu
á liðinu að þjóðhátíðarstemning var
á vellinum að leik loknum. Sigur
gegn Færeyingum er ekki lengur
sjálfgefinn að mati þjóðarinnar -
honum bar að fagna eins og sjálfir
heimsmeistararnir hefðu verið
lagðir að veili.
Enginn dæmdur
Asgeir og hans menn verða hins
vegar ekki dæmdir af þessum leik.
Hið raunverulega próf bíður í Lit-
háen á morgun - þá kemur í ljós
hversu miklu Ásgeir hefur raun-
verulega breytt hjá liðinu.
Færeyska liðið náði ekki að heilla
Sú staðreynd að ís-
lenska liðið hafi marið
sigur á því færeyska er
eða tilþess fallinn að
sannfæra fólk um að
liðið hafi fundið tóninn
áný- til þess var fær-
eyska liðið ofslakt.
undirritaðan í þessum leik.
Leikmenn voru reyndar skipulagðir
varnarlega en þeir voru álíka ógn-
andi sóknarlega f fyrri hálfleik og
Andorramenn í frægum leik í ágúst
í fyrra. Sú staðreynd að íslenska lið-
ið marði sigur á því færeyska er ekki
traustvekjandi né til þess fallin að
sannfæra fólk um að liðið hafi fund-
ið tóninn á ný- til þess var færeyska
liðið of slakt. oskar@dvJs
GUÐNI KVEÐUR: Guðni Bergsson lék sinn síðasta landsleik á Laugardalsvelli gegn
Færeyingum á iaugardaginn og hér sést hann eftir að hafa skipt á treyju við
færeyska sóknarmanninn Hjalgrim Elttör. Guðni leikur sinn 80. og jafnframt síðasta
landsleik gegn Litháum á morgun. DV-myndHari