Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Page 2
2 DVBÍLAR LAUGARDAGUR 12.JÚLÍ2003 Irmlendar fréttír í? C2: Citroén C2 mun taka við af Saxo áður en langt um líður. Citroén fær góðar viðtökur Brimborg hefur nú afhent 399 Citroén-bíla frá því að hún endur- kynnti þetta franska merki 24. nóv- ember árið 2000. Brimborg hefur fylgt stefnu Citroén í Evrópu hvað varðar hagstætt verðlag á Citroén- bflum, mikinn staðalbúnað og gott verð á allri þjónustu. „Lykillinn að þessum frábæra árangri er góð endursala, margar og spennandi nýjungar sem settar hafa verið á markað og stórlega endurbætt þjónusta við Citroén-eigendur, bæði hvað varðar viðgerðir og vara- hluti, þar sem verðlag er einstak- lega hagstætt," sagði Egill Jóhanns- son, forstjóri Brimborgar. Brim- borg býst við áframhaldandi vexti Citroén enda margar skemmtilegar nýjungar á leiðinni. Má þar nefna Citroén C2 og Citroen C3 Pluriel blæjubíl en þetta eru bflar sem verða kynntir hérlendis í náinni framtíð. ÁSTAND FJALLVEGA: Fært er nú um hálendið þvert og endilangt. Hálendið er hins vegar viðkvæmt fyrir gróðurskemmdum. Það ættu ökumenn að hafa (huga. Fært um Sprengisand Hálendið er nú opið allri umferð og er það mun fyrr en í venjulegu árferði. Sprengisandsvegur opnað- ist um sl. mánaðamót, síðast Öskjuleið í Dreka, sem og Skaga- fjarðarleið frá Laugarfelli niður í Skagafjörð, auk vegarins frá Nýja- dal niður f Bárðardal. Vegaslóðar austur af Arnarvatnsheiðarleið eru þó enn lokaðir en gert er ráð fyrir að þeir verði opnaðir á allra næstu dögum. Hálendið En hvað er hálendi? Hálendi ís- lands telst það land sem er 300 metra yfir sjó. Veðurfar er þar rysj- ótt og venjulega er hálendið þakið snjó langt frain á sumar. Snjóalög ráða mestu um opnun fjallvega. Bleyta á vegum getur einnig ráðið því að vegir opnist seint. Þar sem fjallvegir liggja um friðlýst svæði er mögulegt að þeir séu ekki opnaðir fyrr en svæðið er talið hæft til þess að taka við ferðamönnum þrátt fyr- ir að vegirnir séu orðnir auðir og geti borið umferðina. Sumar á hálendinu er aðeins um einn og hálfur mánuður og vaxtar- tími gróðurs er að sama skapi stutt- ur. Gróður er því lágvaxinn og mjög viðkvæmur fyrir öllu raski. Jafnvef getur umferð gangandi fólks skilið eftir sig varanleg merki í gróðrin- um. Það ættu ökumenn sem og aðrir að hafa í huga á ferð um há- lendið. Góða ferð! gg@dv.is BMW heiðrar B&L BMW veitti nýlega B&L, umboðs- aðila sínum á Islandi, sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir fram- úrskarandi markaðs- og sölustörf í flokki lúxusbifreiða. Karl Óskars- son, sölustjóri BMW, tók við viður- kenningarskjalinum á árlegum fundi sölustjóra sem fram fór að þessu sinni í Lettíandi. Að sögn Karls eru aðeins örfáar viðurkenn- ingar veittar hverju sinni, að upp- fylltum ströngum skilyrðum og því afar ánægjulegt fýrir B&L að kom- ast í hóp viðurkenningarhafa. fí Honda Accord Tourer kominn til landsins Enn einn bfllinn hefúr bæst í flóruna hjá Bernhard ehf. Er það Honda Accord Tourer, sem er lang- baksútfærsla af Honda Accord sem nýlega var kjörinn bfll ársins á ís- landi 2003. Mikið er lagt upp úr ör- yggi og þægindum að ógleymdum þeim akstureiginleikum sem Accord er þekktur fyrir. Accord Tourer fæst bæði beinskiptur og sjálfskiptur, og vélarnar sem eru í boði eru tvær, 155 og 190 hestöfl. Accord Tourer er 4.72m að lengd, sem gerir hann einn þann rúmbesta í sínum flokki, en verðið er frá kr. 2.340.000 kr. Að sögn Gunnars Gunnarssonar, markaðs- stjóra Bernhard ehf. er nokkrum bflum úr fyrstu sendingu enn óráð- stafað. TOURER: Honda Accord er nú fáanlegur sem langbakurog heitir þáTourer. ÓDÝRAST: Bensín er ódýrast á Akureyri, a.m.k. stundum. Kannski þarf fleiri Polla- og Esso-mót til þess að halda verðinu niðri, en þessi landsfrægu knattspyrnumót fóru fram sömu helgi og bensínverðið lækkaði um 8 krónur lítrinn. Bensínstríð í al- gleymingi á Akureyri Bensínstöðvar allra olíufélag- anna þriggja á Akureyri buðu 8 króna afslátt af bensínlítranum, með eða án þjónustu, um síðustu helgi. Það er meira en hægt hefur verið að sjá á bensínstöðvunum á suðvesturhorninu. Bensínstríð hef- ur verið háð einna harðast á Akur- eyri, þar oftast veittur mestur af- slátturinn. Eftir helgina hækkaði svo bensínið aftur, og nú er veittur 5,30 króna afsláttur af bensínlítran- um, eða lítrinn af 95-oktana bens- íni á 92,30 krónur. Þrátt fyrir það er bensínverðið enn lægst á Akureyri hjá oiíufélögunum þremur. Það er þvf hrein bábilja að fylla ekki bensíntankinn áður en haldið er frá Akureyri „út á land!“. Á suð- vesturhominu má maður teljast heppinn ef maður fínnur bensín- stöð sem býður 4 króna afslátt, eða lítrann af 95-oktana bensíni á 93,60 krónur. Hjá Orkunni á höfuðborg- arsvæðinu er hægt að fá bensín á sama verði og á Akureyri, eða á 92,30 krónur en hjá ÓB-bensín- stöðvunum kostar bensínlítrinn 92,40 krónur. En auðvitað finnst bfleigendum bensínverð á íslandi allt of hátt, svo betur má ef duga skal. gg@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.