Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 10
Benz170S semá engan sinn líka Jón Karl Snorrason, flugstjóri hjá Flugleiðum, keypti ásamt bróður sínum, Hauki Snorrasyni, og mág- konu Hauks, Önnu Fjólu, glæsileg- an Benz 170S árgerð 1950 fyrir nokkrum árum í Svíþjóð af gamalli konu. Bíllinn hefur verið á götun- um á sumrin, geymdur inni á vet- urna, en vinsælt er að nota hann við akstur á brúðhjónum og við önnur hátíðleg tækifæri. Jón Karl segist lengi hafa verið fornbíla- áhugamaður og eiga tvo gamla bfla, gamlaVolvo „kryppu“, árgerð 1963, sem talsvert sé á ferðinni í bænum og þann bfl segist Jón Karl keyra töluvert á sumrin. Einnig á hann Willys, árgerð 1948, sem hann not- ar í sumarbústaðnum, og þar er hann í fínu lagi, en er aðeins notað- ur innan girðingar, sem og tveir gamlir traktorar sem eru þar á svæðinu. Auk þess er Jón Karl að gera upp gamlan Willys-jeppa, 53- módel, en það verk er ekki langt komið. „Ég sá þennan Benz einu sinni í bráðskemmtilegu bflablaði í Stokk- hólmi þegar ég flaug til Stokk- hólms. Þetta blað birtir m.a. mikið af auglýsingum um gamla bfla. Við gengum bara í málið, en slíkan bfl er ekki að finna hérlendis, og hefur ekki verið hægt í áraraðir. Þessir bflar eru fyrirstríðshönnun. Ég veit hins vegar ekki nógu vel af hverju þessi gamla, sænska kona vildi selja þennan kostagrip. Hún talaði bara sænsku og var mjög á varðbergi gagnvart okkur, vildi alls ekki gefa okkur bankareikningsnúmerið sitt, hefur eflaust haldið að við mynd- um tæma reikninginn hennar í stað þess að leggja inn á hann. Það varð því að fara með greiðsluna til henn- ar í seðlum. Við vorum býsna ánægð með verðið, fengum hann fyrir 65 þús- und krónur sænskar, eða um 780 þúsund krónur íslenskar, en það voru settar á hann 85 þúsund krón- ur sænskar. Það er mun skemmti- legri og skynsamlegri fjárfesting en að kaupa nýjan jeppa, enda eru af- föllin af honum meiri á fyrstu tveimur árunum en verðið á Benzinum. Þessi Benz er eðalvagn, fallegur að innan sem utan og með „original" vél. Það er gaman að aka um götunar á honum og monta sig á góðviðrisdögum. Hann hefúr gengið mjög vel, það eru bara minni háttar atriði sem við höíúm þurft að fara í gegnum á honum. Það fæst eitthvað af varahlutum í Benz-umboðinu Ræsi, en það er einnig hægt að panta þá á Netinu. Það eru miklir Benz-áhugamenn hér í landi sem þekkja þessa bfla út og inn, og hafa verið okkur hjálp- legir," segir Jón Karl Snorrason. gg@dv.is Á TJARNARBRÚNNI: R-650 brunar eftir Tjarnarbrúnni. Hvítir dekkjahringir voru algengir á þessum tima. Á VESTURGÖTUNNI: Takið eftir hvernig afturhurðin opnast. Stíll yfir því. GRILL Grillin voru tilkomumeiri fyrir hálfri öld heldur en þau eru á nýjum bílum. GLÆSILEGT: Mælaborð og stýri hafa yfir sér stíl sem erfitt er að lýsa. Innri stýrishringurinn gegnir fjölþættu hlutverki sem algengt var með bíla á þessum tima. A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.