Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 12. JÚU2003 DVBlLAR 5
Samvinna Renault og Samsung
Renault-bílaframleiðandinn og
Samsung Motors Corporation
frá Suður-Kóreu skrifuðu á
mánudaginn undir samstarfs-
samning um þróun og fram-
leiðslu bíla í framtíðinni. Með
þessum samningi fær Sam-
sung tækifæri til að nýta þekk-
ingu Renault í bílaframleiðslu
og eykur möguleika sína til út-
flutnings. Renault fær líka betri
nálgun við markaðinn í Suð-
austur-Asíu sem er í miklum
blóma um þessar mundir og
möguleika á að selja bíla sína
þar undir merkjum Samsung.
Samsung framleiðir nú tvær
gerðir bíla í samstarfi við Niss-
an en næsti bíll, sem líklega
verður vel búinn fjölskyldubíll,
er væntanlegur á næsta ári.
Renault vill Volvo
Samkvæmt frétt frá Renault er
áhugi þar á bæ á að kaupa Vol-
vo bílaframleiðandann, það er
að segja ef Ford vill selja. Louis
Schweitzer, formaður stjórnar
Renault, sagði að verðið yrði
að vera rétt en engar viðræður
hafa átt sér stað enn þá. Þrátt
fyrir peningavandræði Ford
hafa forsvarsmenn Ford sagt
að Volvo sé ekki til sölu.
Renault hafði á árum áður
mjög gott og náið samstarf við
Volvo.
Sex stjörnur EuroNCAP
Standa mun til að bæta sjöttu
stjörnunni við árekstra- og ör-
yggispróf EuroNCAP á næst-
unni. Á þá að leggja mat á
fleiri þætti eins og bremsur,
stöðugleika, Ijósabúnað og
fleira. Þegar er búið að velja þá
fimm bíla sem munu fyrstir
gangast undir þessi strangari
próf EuroNCAP sem notast
verður við í framtíðinni.
CADILLAC Hefur lengi verið merki um
gæði amerískra bíla.
Evrópsk merki
standa illa
Samkvæmt nýútkominni árlegri
rannsókn JD Power í Bandarikjun-
um á áreiðanleika þriggja ára gam-
alla bíla, kemur í ljós að evrópskir
bflar hafa tapað forskoti sínu á am-
eríska og japanskir bflar tryggja enn
frekar stöðu sína sem áreiðanleg-
ustu bflarnir. Rannsóknin byggir á
svörum 55.000 eigenda bfla af
2000-módelinu og reynslu þeirra af
bflnum sfðustu þrjú ár.
Japanskir leiða
Þetta er mikill viðsnúningur frá
því árið 1990 þegar Mercedes-Benz
þóttu gæðalegustu bflarnir. Það
merki er nú neðarlega á lista ásamt
merkjum eins og Volvo og Audi.
Toyota er með níu bfla í efsta sæti í
einhverjum flokki og hefur foryst-
una þar. Ford og GM koma næstir
með þrjá bfla hver í efsta sæti.
Honda og Porsche ná líka efsta sæt-
inu einu sinni hvor. Lexus þykir
mesta gæðamerkið níunda árið í
röð en Porsche þykir besti ffam-
leiðandinn. önnur merki sem
stóðu sig vel í rannsókninni voru
Subaru og GMC.
Ending skiptir máli
Þau vandamál sem koma oftar
upp eftir því sem bfllinn eldist eru
örara slit á bremsum, dempurum
og fjöðrunarhlutum. Einnig ber
nokkuð á leka frá hinum ýmsu
vökvum bflsins auk lakks sem vill
flagna. Ending bfla virðist hafa
mikil áhrif á kaupendur bfla í
Bandarfkjunum en 52% segja það
mikilvægasta þáttinn þegar nýr bfll
er keyptur. Við kaup á notuðum
bflum segja 42% kaupenda frekar
kaupa notaðan ef þeir geta treyst
því að bíllinn sé eins og nýr.
njall@dv.is
FH16: Nýjasta viðbót Volvo er 610 hestöfl,
hvorki meira né minna.
Öflugasti Volvo
vörubíllinn
Volvo hefur sett á markað öflugri
vörubfl en nokkru sinni fyrr í nýrri
útgáfu FH16. Vélin í þeim bfl er 16
lítrar og skilar hvorki meira né
minna en 610 hestöflum. FH-línan
var fyrst kynnt árið 2001 en nýi bfll-
inn inniheldur tækni sem var ekki
fyrir hendi í bflunum þá. Má þar
nefna sjálfvirkan skriðstilli sem
heldur alltaf sama bili í næsta bfl
fyrir framan. Komin er fullkomin
ESP-skrikvöm í hann sem minnkar
til muna hættu á skriki afturhjól-
anna. Loks er nýtt kerfi, HSA, sem
auðveldar ökumanni að taka af
stað í brekku. Nýja 610 hestafla vél-
in er sex strokka og hefur mikið tog,
2800 Newtonmetra, við 950-1500
sn. mín.
lW’i Joppurjnn
Hjólafestingar á dráttarkúlu
Stilling
www.stilllng.is UBV
DALSHRAUN113 - SlMI 555 1019
EYRARVEGI 29 • SlMI 483 1800 SKEIFUNNI 11 • SÍMI 520 8000
SMIÐJUVEGI 68 • SlMI 544 8800 BlLDSHÖFÐA 16 ■ SlMI 577 1300
tómstundir
ingar
550 5000