Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Page 6
6 DVBlLAR LAUGARDAGUR12.JÚLÍ2003 + LAUGARDAGUR 12.JÚLÍ2003 DVBÍLAR 7 * REYNSLUAKSTUR Njáll Gunnlaugsson njall&dv.is Sem fjölnotabíll kemur þessi bíll sérlega vel út Reynsluakstur nr. 778 RENAULT MÉGANE SCENIC II 1,9 DYNAMIQUE Vél: 1,9 lítra dlsllvél Rúmtak: 1870 rúmsentímetrar Ventlan 8 Þjöppun: 18,3:1 Girkassi: Sex gíra, beinskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun ffaman: MacPherson FJöörun aftan: H-laga vindufjöörun Bremsur Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD, ESP Dekkjastærö: 205/60 R16 YTRITÖLUR: Lengd/breidd/hæð: 4259/1805/1620 mm Hjólahaf/veghæö: 2685/130 mm Beygjuradíus: 10,7 metrar INNRI TÖLUR: Farþegar m. ökumanni: 5 Fjöldl höfuöpúða/öryggispúöa: 5/6 Farangursrými: 430-1840 lítrar HAGKVÆMNI: Eyðslaá 100 km: 5,8 lítrar Eldsneytisgeymlr. 60 litrar Ábyrgð/ryövörn: 3/8 ár Grunnverö: Ekki fyrirliggjandi Umboð: B&L Staöalbúnaður: 6 öryggispúðar, Isofix-festingar fyrir barnabílstól, loftþrýstinemar í hjólbörðum, velti- og að- dráttarstýri, fjarstýrðar samlæsingar með ræsivörn, hand- frjálst lykilkort, aksturstölva, rafdrifnir útispeglar, hæðar- stilling á framsætum, færanlegur miðjustokkur með armpúðum, gasfyllt HID-lágljós, þokuljós, 16 tomma álfelgur, hitastýrð miðstöð með loftkælingu, fjarstýrður geislaspilari og útvarp, skriðstillir með hraðatakmarkara, sjálfvirk handbremsa________________________________ SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: Snúningsvægi/sn.: Hröðun 0-100 km: Hámarkshraði: Eigin þyngd: Heildarþyngd: 120/4000 300 Nm/2000 12,1 sek. 188 km/klst. 1430 kg 2010 kg Frísklegur fímm manna fjölnotabíll Renault kynnti aðra kynslóð hins vel heppnaða Scenic á bílasýningunni í Genf í vor. Um síðustu helgi gafst svo blaða- mönnum fyrst tækifæri að reyna bílinn í Stokkhólmi í Sví- þjóð. Staðarvalið var vel til fundið á þessum tíma enda allir Svíar farnir í sumarfrí og umferðin því lítil. Eknir voru um 500 kílómetrar við ýmiss konar aðstæður, jafnvel á möl stuttan spotta. Einnig voru fjölnotamöguleikar bílsins nýttir vel með fjóra á stundum í bflnum með allt sitt hafurtask. Hefur alla kosti fjölnotabíls Scenic II er hluti af Mégane-fjöl- skyldunni sem nú inniheldur sex bfla. Útliti hans svipar mikið til hins sérstaka Mégane II og er hann eins og teygð og toguð útgáfa af honum. Heildarsvipurinn kemur vel út að mati undirritaðs þar sem þessi köntuðu form henta bflum með þessu lagi betur. Sem fjöl- notabfll kemur þessi bfll sérlega vel út og hefúr alla þá kosti sem prýða mega slíkan bfl. Hann er þægilegur í umgengni og innstig gott í báðar sætaraðir. Utsýni er gott úr honum og plássið einnig. Athygli vekur að allir mælar eru fyrir miðju í ljósaborði, svipað og í stærri fjölnotabflnum Espace. Ekki truflaði það við aksturinn en þó var frekar langt að teygja sig í leið- sögukerfið fyrir vikið. Allt annað var vel innan seilingar og vel fyrir komið. Þægilegur innandyra Bfllinn var búinn skriðstilli sem einnig var með innbyggðum hraðatakmarkara þannig að hægt var að velja sinn hámarkshraða á einfaldan hátt. Gírstöng er fyrir miðju mælaborði og ekki á gólftnu og einnig er búið að gera hand- bremsu sjálfvirka þannig að hún fer á þegar bfllinn stoppar. Þetta sparar einnig pláss fyrir miðju og því var hægt að koma þar fyrir stórum og þægilegum miðjustokki með stóru hólfi og armpúðum, auk glasastatífs. Handbremsan var þó stundum treg til að sleppa helj- artaki sínu nema tekið væri ákveð- ið af stað og þegar staðið var utan við bflinn virkaði hún hávær. Ann- ars er bfllinn mjög hljóðlátur inn- andyra og veghljóð aðeins 71 dB. Bfllinn er vel búinn hólfum og hirslum, 91 lítri í það heila, og Kostir Gallar Aðgengi, sæti, pláss, dísilvél Tilfinning fyrir stýri, handbremsa hægt er að fá aukahluti eins og kælibox sém hægt er að setja í stað miðjusætisins og skúffu undir gluggasyllu aftur í. Fjölhæfur sætisbúnaður Einn af aðalkostum bflsins er sætauppsetning sem er skemmti- leg en um leið einföld í Scenic II. Framsæti eru hæðarstillanleg og einnig með mjóbaksstuðningi. Hægt er að færa til aftursæti um 300 mm á sleða, öll í einu eða hvert um sig og þá einnig miðju- sætið. Gott er að hafa þann mögu- leika fyrir fólk með ungt barn f barnabflstól sem er þá í seilingar- fjarlægð. f öllum farþegasætum eru líka Isofix-festingar fyrir barnabflstóla sem hafa þannig festingar. Hægt er að leggja niður bak miðju- og farþegasætis frammi í og nota þau sem borð og einnig er hægt að leggja aftursæti fram eða taka þau úr með einföld- um hætti. Við það verður flutn- ingsrými bflsins sérlega gott eða allt að 1840 lítrar. Góð dísilvél I akstri kemur bfllinn að mörgu leyti vel út og þá sérstaklega dísil- bfllinn sem við reyndum mest að þessu sinni. Vélin er 1,9 lítra og 120 hestöfl og gefur mikið og gott tog upp á 300 Newtonmetra. Við hana er svo sex gíra beinskipting sem kemur frá Nissan. Þessi sam- setning hentaði bflnum mjög vel en vegna óhagstæðra laga um vörugjald dísilbfla er ekki von á bflnum með þessari vél nema í litlu magni. Bfllinn liggur vel á vegi og hefur gott veggrip miðað við bfl með þessu lagi. Stýrið er með rafaðstoð og þyngist með meiri hraða og er ekki laust við að mað- ur missi aðeins tilfinninguna fyrir því, eins og tftt er um þess háttar búnað. Það er hins vegar til þæg- inda innanbæjar þar sem að létt- leikinn nýtur sín og lítill beygju- radíusinn. Kemur í september Von er á bflnum hingað til lands í september en ekki er vitað þegar þetta er skrifað hvað bfllinn mun kosta. Mest mun koma af bflnum með 1,6 og tveggja lítra bensínvél- unum en miklu minna af dísilvél- inni sem er besta vélin að mati undirritaðs. Scenic II kemur svo sjálfskiptur með 1,6 og tveggja lítra vélunum á næsta ári og þá einnig sjö sæta. Sá bfll er 270 mm lengri með 22 meira hliðarrými og 26 mm meira höfuðrými. Að sögn talsmanna Renault mun þó ekki koma RX4 útgáfa af Scenic heldur er Renault að þróa jeppling sem kemur líklega á markað eftir 3 ár. Öll farþegasæti eru búin Isofix-festingum fyrir barnabílstóla. 2| Öllu er vel fyrir komið [ mælaborði og hægt er að stýra flestu nema útvarpi og miðstöð án þess að taka hendur af stýri. 1,9 lítra dísilvélin er togmikil og ræður því vel við bílinn fullhlaðinn. 2 Afturrúðan er með sama lagi og á systurbilnum Mégane II og því er aftur- rúðuþurrka lítil. Q Innstig er gott enda opnast hurðir vel og sætin í mátulegri hæð. U Gírstöng er í mælaborði og er þægilega staðsett. Q Miðjustokkur er rúmgóður og ofan á honum eru tveir armpúðar. Hann er færanlegur og framan á honum er glasastatíf og færanlegur öskubakki. J1 Eldsneytislok er sérstakt og engin þörf á skrúftappa lengur sem allt of oft gleymist. [I Hægt er að koma fyrir DVD-spilara aftur í til að halda börnunum upptekn- um. Q Farangursrými er rúmgott og aðgengilegt. □ Hægt er að setja kælibox í stað miðjusætis aftur í. Qj I dýrari útfærslum er bíllinn búinn gasfylltum HlD-ljósum. E| 16 tomma álfelgur gefa bílnum sterkan svip. Fullkomnaðu bflinn, þú ferð lengri leiðina heim! NýP#o/»eer bíltæki með D4Q móttökutækni* ST0P PIONEER DEH 1500R 4 x 45 W magnari • D4Q Digital RDS Móttakari • FM / AM / LW 18 stöðva minni • Laus framhlið • 3 Banda tónjafnari EEQ forstilltur tónjafnari • RCA útgangur I I PIONEER DEH-P3500 4 X 50 W magnari- Spiiar MP3 • Útvarp með RDS FM/AM/LW • 24 stöðva minni • Laus framhlið • 3 Banda tónjafnari • EEQ forstilltur tónjafnari • 2 x RCA útgangar • Tengi fyrir magasln ...minna suð, meira stuð! ORMSSON LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800 PðDIONAUST FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI 461 5000 ■ Ný gerð útvarpsmóttakara í Pioneer bíltækjum! i D4Q (Diqital for Quality) er besta móttökutækni sem völ er , á í biítækjum. Nýi Pioneer útvarpsmóttakarinn er miklu , næmari en áður nefur þekkst. Tónninn er nú hreinni og tærari , (minna suð) þegar ekið er um þéttbýli eða úti á þjóovegum þar sem skilyrði eru síbreytileg. Með D4Q tækninni er hátt i viðnám við truflunum þar sem útvarpsrásir liggja þétt saman. ■ Nýju Pioneer bíltækin eru ekki aðeins afbragðs útvarps- i viðtæki, suðminni en áður, heldur eru þau einnig ryrsta flofcks ■ hljómflutningstæki með úrvals (M0SFET) hljómgæðum. , ♦

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.