Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Page 8
8 DVBlLAR LAUGARDAGUR 12. JÚLl2003 Jeppi kominn á sjötugsaldur Svissinn (kveikjulásinn) á herjeppunum var yfirleitt bara rofi þannig að menn þyrftu ekki að vera undir það seldir að lykill fyndist (eða fyndist ekki). (slendingar voru fljótir að setja lykil-sviss í sína jeppa til þess að bíllinn fyndist - en ekki gaeti hver sem væri gripið hann hvenær sem væri. Startarinn var upprunalega í gólfinu, liklega þar sem gatið er fram af gírstöngunum, en hér hefur hann verið fluttur í hnapp uppi í borðinu, niður af hand- bremsunni. Myndir.SHH Egilsstaðajeppinn er að mestu upprunalegur, þó eitthvað hafi verið átt við skúffuna og suðufar sé eftir endilöngum stuðaranum sem varla kemurfrá Ford. En hann stendur hér t.a.m. á dekkjum með uþprunalegu útliti. Munstrið var til þess hugsað að ekki væri hægt að sjá á slóðinni í hvora áttina ökutækið hefði verið að fara. - Blái MAN vörubíllinn, sem stendur aftan við jeppana, er nýuppgerður. Valdimar eyddi í hann fjórum „frístundaárum" eins og hann orðað það sjálfur og bíllinn er nú eins og nýr. Aðeins er eftir að setja á hann pallinn en hann til - og að verða tilbúinn. Á safni Valdimars er röð af jepp- um sem sýna þróunarferil jeppa að verulegu leyti allt fram að til- komu lúxusjeppanna, sem sum- ir vildu kalla trölljeppa á þeim tíma, og komu raunar ekki til sögu fyrr en á 8. áratugnum. Næst innkeyrslunni að Véltækni hf., fyrirtæki Valdimars, stendur Eg- ilsstaðajeppinn sem svo var nefnd- ur. Þetta er Ford GPW herjeppi, keyptur af Sölunefnd setuliðseigna í lok heimsstyrjaldarinnar síðar og einn fyrsti jeppinn í eigu íslendinga á Austurlandi. Að sögn Valdimars er þessi bíll að mestu upprunalegur, meira að segja skúffan, en þó hefur hún verið opnuð aftur úr en upp- runalega voru herjeppar með heilan og fastan afturgafl. Valdimar eignaðist Egilsstaða- jeppann árið 1965 en lét hann fljót- lega frá sér aftur. Hann hafði keypt frægan Cadillac ‘56 sem Haukur Hvannberg átti fyrst en SÍS eignaðist síðan og notaði fyrir gestabíl. Þegar Valdimar keypti hann af SÍS níu ára gamlan var hann keyrður tæplega 50 þúsund km. „En ég var þá að byggja hús og þurfti að losa peninga og maðurinn sem vildi kaupa hann fékk að prófa hann, “ sagði Vaidimar. „Hann skaust á honum til Akureyr- ar. Á leiðinni gerðist það að bíllinn skipti sér ekki upp úr öðrum gír svo þessi maður, þá komungur og óvan- ur, gaf honum bara nóg að drekka og ætlaði að spýta þessu úr honum en spýtti úr honum stimplunum í staðinn svo þeir stóðu alls staðar út úr blokkinni. Þá var bíllinn dreginn heim á sveitabæ einhvers staðar ekki langt frá Akureyri og þar var byrjað að mölva í honum rúður og þar frétti ég næst af honum þegar farið var að snjóa inn í hann.“ Fann kerruna í malargryfju „Ég tók hann með skipi á Reyðar- fjörð, þá voru nú ekki vetrarsam- göngurnar á landi. Ég gat fundið í hann vél og rúður og bíllinn var færður í form og seldur, en þá lét ég jeppann fylgja sem kaupbæti. Ég hafði aldrei mikinn áhuga á honum heldur var hann hálfþartinn neydd- ur upp á mig. Ég seldi Egilsstaðabú- inu pikkupp og varð að taka þennan upp í, en honum hafði verið lagt þegar búið fékk nýjan jeppa 1963.“ „En þó að ég seldi hann frá mér gerðist það 12-15 ámm seinna að eigandinn hringdi í mig og sagðist ætla að selja jeppann, það væm menn úr Reykjavík tilbúnir að taka hann á ansi háu verði. En ég kunni ekki við annað en ganga inn í kaup- in. Svoleiðis er hann hér. Kermna fann ég úti í malargryfjum nema ekki á hjólum, svo hún er ekki á réttu felgunum þar sem hún stend- ur. Þessar herjeppafelgur vom öðmvísi, skrúfaðar saman, og ég held að jeppinn sé á réttu felgunum en kerran ekki. Þær gætu sjálfsagt leynst einhvers staðar, ég hef bara ekki leitað eftir þeim.“ Egilsstaðajeppinn mun alla tíð hafa verið opinn og að hann skuli vera svo óskemmdur sem hann er enn í dag, kominn yfir sextugt, ber því glöggt vitni að veðurfar á Héraði mun vera bílum heldur hagstætt. auto@simnet.is Kominn ein- hver vottur af virðingu fyrir þessu „Ég er bara að reyna að bjarga þeim frá jarðarförinni," sagði Valdimar Benediktsson, vél- virki á Egiisstöðum, þegar DV- bílar ræddu við hann um forn- bílasafnið sem hann hefur sett upp við Véltækni hf., smiðju sína þar í bænum. „Sjálfur er ég orðinn gamall og heilsulaus og hef tekið það skýrt fram við alla sem láta bfla hingað að því fylgir ekkert loforð um að þeir verði gerðir upp. En ég ætla að reyna að halda um þá meðan ég ræð einhverju, því vonandi tekur einhver við að varðveita þá einhvers staðar, hvort sem það verður í Ameríku eða ísrael, en margir koma hér yfir sumarið til að skoða, þó þetta sé ekki betur umgengið en raun ber vitni." Þú ert búinn að raða nokkrum hluta af safninu nokkuð vel upp. „Nokkrum hluta, já. En það er farið að hrjá mig plássleysið og svo kostar þetta peninga. Ég er aðeins að reyna að vinna fyrir mér líka en eyði því sem ég get af tíma og peningum í þetta.“ Hefúr þú fengið að hafa þetta nokkurn veginn í friði þarna hjá þér? „Nei, ekki alveg, en það fer sí- fellt batnandi. Síðustu skemmd- arvargar sem hér komu voru hol- lenskir unglingar, ferðafólk sem var að mölva hérna rúður. En ég held að það sé kominn einhver vottur af virðingu fyrir þessu meðal almennings." Trúlega er það vegna þess að Valdimar hefur stillt megninu af þessu skipulega upp og merkt suma gripina með ágripi af sögu þeirra. „Það er örugglega jákvætt en ég hef ekki sinnt því sem skyldi. Sól og vindar hafa sitt að segja og ég hef ekki tíma né getu til að endur- nýja þetta og fullgera svo sem „Það er farið að hrjá mig plássleysið og svo kostar þetta peninga. Ég er að- eins að reyna að vinna fyrir mér líka en eyði því sem ég get aftíma og peningum í þetta." þörfværi." Þeir sem leið eiga um Egilsstaði í sumar og áhuga hafa á menn- ingarminjum af því tagi sem þarna er að sjá ættu að leggja smá-lykkju á leið sína. Fyrir okkur utanaðkomandi er gagnslaust að nefna götuheiti, en safn Valdi- mars stendur við næstu götu (Lyngás) austan við aðalgötuna (Fagradalsbraut) upp í gegnum þorpið, nokkurn veginn beint á móti bensín- og greiðasölu Skelj- ungs. auto@simnet.is Við innkeyrsluna að vélsmiðjunni hefurValdimar raðað upp jeppasögunni í hnotskurn frá upphafi jeppa á (slandi fram undir 1970. Fremst stendur herjeppi líklega árgerð 1942, Ford GPW. Þá kemur Willýs G2A, venjulega kallaður „landbúnaðarjeppinn". Næstur stendur (sraelsjeppi - svo kallaður vegna þess að þessir jeppar voru settir saman í ísrael, en Willy's-verksmiðjurnar voru þá komnar und- ir Kaiser sem barðist í bökkunum og greip meðal annars til þess úrræðis að setja verksmiðjur í Israel í vorvum næga sölu til að bjargast. - Gerðarheiti þessara jeppa var CJ3B og þeir voru fyrstu jepparnir með toppventlavél - Hurricanevélinni sem lengi síðan knúði jepp- ana. Israelsjepparnir komu hingað árið 1953. Síðastur í röð Willýsa er Willýs 05, stærri og breiðari en eldri gerðirnar og meira I líkingu við þann Jeep sem menn nú almennt þekkja. Yfirleitt voru smíðuð á þá hús hér á landi, likt og á landbúnaðar- og (sraelsjeppann, en 05 jeppinn er hér með innflutt hús, sennilega af Meyer-gerð. Næstur Willýsunum stendur Austin Gipsy sem fluttur var inn nokkur ár á sjöunda áratugnum. Fyrstu bílarnir voru á Flexitor snerilfjöðr- um og þóttu taka öðrum jeppum fram um mýkt. Þá kemur Land Rover með þriðja útlitinu sem fluttist til Islands, en við hlið hans er rússajeppinn svokallaði. Fiann hét raunar tegundarheitinu GAZ 69 og fyrstu bílarnir komu hingað samkvæmt vöruskiptasamningi - eins og reyndar ísraelsjeppinn líka - árið 1955 og síðan nokkur næstu ár, urðu talsvert vinsælirog eru jafnvel sumir í umferðenn. Vinstra megin við rússajeppann er annars rússneskur jeppi, UAZ, sem kom til (slands á seinni hluta sjöunda áratugarins. Þessir bílar náðu aldrei viðlíka vinsældum og „rússajeppinn" enda klossaðri og þá komnir í samkeppni við þægilegri jeppa frá ríkjum utan Sovét- ríkjanna. Síðasti bíllinn sem sést í þessari röð er Volvo Lapplander, eins konar herjeppi frá Volvo sem dálítið var af hér um miðjan síðari helming aldarinnar sem leið. Að sögn Valdimars er þetta „annar tveggja eða einn þriggja" fyrstu Lapplanderbílanna sem komu á Austfirði. Sveinn póstur var sá kallaður sem fékk bílinn nýjan, sennilega síðasti maður í röð landpóstanna svokölluðu austur þar. MyndinSHH Eftir heimsstyrjöldina síðari voru fluttir inn nokkrir herbílar frá Kanada með þessu útliti, flestir af Chevrolet-gerð en nokkrir Ford. Þenn- an bil eignaðist Valdimar árið 1965 og hafði hann þá staðið ónotaður nokkrar hríð. Valdimar gerði hann upp og breytti að nokkru og var enda ekki að sækjast eftir að gera hann upprunalegan heldur gera úr honum bíl eins og hann sjálfan vantaði. Hann setti hann á hjólastærð 1120 í staðinn fyrir 916 eins og hann kom á, setti f millikassa með háu og lágu drifi og 5 gíra alsamhæfðan gírkassa við 240 hestafla vél úr Chevrolet vörubíl. Á bílnum var 8 tonnmetra krani sem Valdimar notaði við ýmis störf. Við hliðina á honum sér á framenda á Dodge Karlól, eins og þessi bilar voru kallaðir hér á landi, en það nafn var dregið af 6-9 sæta far- þegayfirbyggingu sem notuð var á nokkrum útfærslum Dodgebíla og kölluð Carry All. Ameríkumenn kölluðu þessa grunngerð WC40 1/2-ton 4x4Trucken þar sem talsvert af WC40 Dodgunum sem hingað komu voru í þeirri útfærslu færðist Karíól-nafnið á þá alla. - Bill- inn i safni Valdimars er skúffubíll (pikkupp) en þeir munu ekki hafa verið algengir hér. Mjög lítið er eftir af Karíól á (slandi og eintakið á Egilsstöðum því einkaráhugavert. Fyrir innan Karíólinn sér aðeins á Chevrolet skúffubíl sem Ingimar Þórðarson, bílstjóri og bílútgerðarmaður á Egilsstöðum, mun hafa smíðað að verulegu leyti sjálfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.