Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ2003 DVBÍLAR 9 F Aldnir höfðingjar á hlaðinu Nú er aðeins tæpt ár þangað til bíllinn á 100 ára sögu á íslandi. Á þeim tíma hefur margt merki- legt gerst og óhætt að segja að bíllinn hafi gert sitt til að bylta og breyta íslensku samfélagi og ásýnd þess. Margt merkilegra bfla hefur runnið um gömr og mela landsins á þessum nærri hundrað ámm og vantar nokkuð á að við eigum sýn- ishorn af því öllu. Það hefur líka verið lenska hér að amast við þeim sem hafa haft vilja og sinnu til þess að halda þessum minjum til haga; það má varla skrúfa svo númera- plötur af bfl tímabundið, eða láta hann standa óhreyfðan einhverjar vikur með númerunum á, svo sam- félagið telji sér ekki skylt að fara að amast við „bflhræjunum". Forráðamenn ýmissa sveitarfé- laga, Reykjavíkurborgar þar með- talinnar hafa látið sér sæma að fara vaidshendi um héruð sín og fjar- lægja margar mikilsverðar menn- ingar- og tækniminjar af þessu tagi og eyðileggja varanlega. Þannig væri nú tæpast hægt að setja upp samfellda og ítarlega sögusýningu raunverulegra gripa sem spannaði öld bflsins á íslandi. Sem betur fer eru til og hafa ver- ið til nokkrir „sérvitringar" sem hafa séð lengra en fram að næstu kosningum hverju sinni og reynt að safna til sín eftir efnum og mætti því sem augljóslega verður að áhugaverðum fornminjum innan skemmri tíma en við gerum okkur grein fyrir á hverri stund. Flestir hafa verið á hrakhólum og jafnvel þurft að verjast nágrönnum og stofnunum sem hafa viljað „fegra landið" með því að koma þessum hluta menningarsögunnar sem best fyrir kattarnef. Samt þekkir alþjóð nafn heiðurs- mannsins Ingólfs á Ystafelli, sem féll frá nú í vor. Hvað sem líður þeirri lítilsvirðingu sem viðleitni hans til varðveislu sögunnar var Sem betur fer eru til og hafa verið til nokkrir „sérvitringar" sem hafa séð lengra en fram að næstu kosningum hverju sinni. lengst af sýnd er þó komin nokkur viðhorfsbreyting gagnvart því safni sem hann barðist fyrir að koma upp og þar sem Sverrir sonur hans Breskur Ford frá heimsstyrjöldinni síðari, Kklega eina heillega eintakið sem eftir er til á landinu, þó það láti nú mjög á sjá. Bíl- ar af þessu tagi voru kallaðir - offísérabílar - og einnig heyrðist nafnið „Ford Rotta" frá þeim sem þótti gripurinn eigi fagur. Þetta voru sumpart fjölnotabílar. Þeir voru með aftursæti sem ieggja mátti niður og eins var borðplata aftan á framsætum sem setja mátti upp þannig að hún nýttist fyrir aftursæti. Gerðarheiti var Ford WOA2A Fleavy Utility. Vélin var 8 strokka og gír- kassinn 3 gíra handskiptur - sá sem hér skrifar getur vottað að þetta var skemmti- legur bíll að aka miðað við sinn tíma. - Svipuð útfærsla vartil á Flumber-undir- vagni en ekki er vitað til að neinn þvílíkur bíll sé til lengur hérlendis. heldur nú uppi merkinu. Annað safn af þessu tagi sem smám saman er að vinna sér nokkurn sess er eins manns ffam- tak Valdimars Benediktssonar á Eg- ilsstöðum. Æ fleiri leggja nú ofur- litla lykkju á leið sína þegar þeir fara um Egilsstaði og skoða það sem hann hefur safnað og stillt upp af bflum ýmissa gerða og á marg- víslegum aldri við vélsmiðju sína, Véltækni hf., rétt við alfaraleiðina gegnum þorpið. Að þessu sinni staldra DV-bflar aðeins við á hlaðinu hjá Véltækni hf. á Egilsstöðum og líta á nokkra aldna höfðingja sem eiga sína sögu. auto@simnet.is Á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari barst hingað talsvert af breskum bílum. Meðal þeirra var Austin 10 sem hér má sjá með öðru dóti í safni Valdimars Benediktssonar á Eg- ilsstöðum. Að sögn Valdimars er allt til í þennan bíl nema gangverkið. Þessir bílar voru um sumt á eftir tímanum. M.a. voru þeir enn með teinabremsur þó komið væri fram undir 1950. Hins vegar voru þeir líka um sumt á undan amerískum bílum sem þó þóttu merki- legri, voru t.d. komnir með 12 volta rafkerfi og rafmagnsþurrkur, meðan amerískir bílar voru undantekningalítið með 6 volta rafmagn og loftsogsþurrkur (vacuum) - og svo voru þeir komnir með stefnuljós - og það var Austin raunar kominn með fyrir stríð. - Austin 10 er mjög fágæt sjón, jafnvel f ástandi sem þessi. Jólatréð má muna fífil sinn fegri. En hugsanlega er þetta einn athyglisverðasti hóp- ferðabíllinn sem enn er til í þeirri mynd að hægt væri að gera hann upp sem nýjan. Jólatréð Mynd:SHH Meðal áhugaverðra bfla sem er að finna í bflasafni Valdimars Bene- diktssonar er einn af merkilegri hópferðabflum sem til hafa verið á íslandi. Það var bfll sem Guðmund- ur Jónasson fjallabflstjóri bjó til á grind af GMC hertrukk á þeim tíma sem bflar voru háðir ströngum inn- flutningsleyfum og kannski var yfir- leitt ekki heldur auðhlaupið að því að fá undirvagn undir öflugan íjafla- bfl. Fyrir utan ágæti sitt til svaðilfara var hópferðabfll þessi vel skreyttur ljósum hátt og lágt og var því nefnd- ur Jólatréð. Valdimar segir okkur að bfllinn hafi verið í þokkalegu lagi þegar honum var lagt, að því und- anskildu að það brotnaði í honum framíjöður eða fjaðrahengsli með þeim afleiðingum að ijöður gekk inn í oh'upönnu vélarinnar sem mun hafa verið af Henschel-gerð. Eftir að númerin voru tekin af Jóla- trénu og það stóð eftirlits- og um- hirðulaust gekk skrfll í að brjóta rúður og ljós í þessum minnisverða bfl þannig að skemmdir af völdum vams og vinda voru fljótari en ella að gera honum ógagn. Enn er þó nógu mikið eftir til þess að hægt væri að bjarga þessum merkisgrip. auto@simnet.is Grand Vitara 3ja dyra verð frá 2.115.000 Grand.Vitara 5 dyra verð frá 2.435.000 Grand Vitara Xt-7 verð frá 3.090.000 Jeppi í besta skilningi þess orðs. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Simi 568 51 00. www.suzukibilar.is ^SUZUKI mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.