Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003
frumkvöðlafræðum
Nýr fulltrúi
FORVARNIR: Geir Bjarnason
hefur verið ráðinn forvarnarfull-
trúi hjá Hafnarfjarðarbæ.
Starfar hann jafnframt sem for-
stöðumaður miðstöðvar fyrir
ungt fólk í Gamla bókasafninu.
Geir hefur hafið störf og er með
aðsetur í Mjósundi 10. Geir hef-
ur starfað hjá Hafnarfjarðarbæ í
15 ár. Síðustu ár gegndi hann
starfi æskuiýðsfulltrúa.
Diplómanám í
MENNTUN: í undirbúningi er
formlegt þriggja anna
diplómanám í frumkvöðla-
fræðum við HA. Námið
verður byggt upp á hefð-
bundnum rekstrargreinum
s.s. vöruþróun, fjármálum,
markaðsmálum, stefnumót-
un auk námskeiða í frum-
kvöðlafræðum í samráði við
Nýsköpunarmiðstöð Impru.
Ottó Biering Ottósson, vél-
fræðingur og rekstrarfræð-
ingur og er að Ijúka M.Sc.
námi í hagfræði, hefur verið
ráðinn nýr forstöðumaður
hjá Frumkvöðlasetri Norð-
urlands ásamt því að sinna
kennslu við Háskólann á Ak-
ureyri. Á næstu misserum
verður unnið að stefnumót-
un og áætlunum fyrir starf-
semi FN innan HA - sam-
hliða kynningu á frum-
kvöðlanámi og þeim mögu-
leikum sem felast í þessari
breytingu fyrir nemendur
HA og nánasta umhverfi.
Mun skólinn reka setrið til
loka árs 2005 þegar forsend-
ur um áframhaldandi rekst-
ur verða skoðaðar með hlið-
sjón af árangri setursins.
Eimskip
VERÐLAUN: Eimskip ehf., dótt-
urfélag Hf. Eimskipfélags ís-
lands, hlaut Starfsmenntaverð-
launin 2003. Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti (slands, af-
henti verðlaunin. Eimskip fékk
verðlaunin m.a. fyrir að starfs-
menn hafi almennt gott að-
gengi að fræðslu og starfsþró-
un innan fyrirtækisins í sam-
ræmi við starfsmannastefnu.
Meirihluti umhverfisnefndar um skipulag midhálendisins:
Hagsmunamál
allra landsmanna
Ákvæði um sérstakt svæðis-
skipulag fyrir miðhálendið var
bætt inn í skipulagslög
snemma árs 1999. Ljóst er að
tilgangurinn var að tekið yrði
tillit til hagsmuna fleiri en
heimamanna einna við skipu-
lag svæðisins.
Tólf fulltrúar af öllu landinu
skipa nefnd sem vinnur svæðis-
skipulag miðhálendisins: einn til-
nefndur úr hverju kjördæmi [sem
þá voru 8j, einn af félagasamtökum
um útivist, einn af félagsmálaráð-
herra og tveir án tilnefningar.
Varðar landsmenn alla
í eldri samvinnunefnd um mið-
hálendið, sem starfað hafði frá
1993, áttu sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu, Suðurnesjum og Vest-
fjörðum engan fulltrúa. Þetta var
gagnrýnt „þar sem um er að ræða
svæði sem að stórum hluta er ekki í
einstaklingseign og hlýtur að skipta
alla landsmenn máli“, eins og sagði
í greinargerð umhverfisráðherra
með lagafrumvarpinu 1999. f
nefndaráliti meirihluta umhverfis-
nefndar var tekið undir þetta sjón-
armið og sagt: „Skipulag miðhá-
lendisins er hagsmunamál allra
landsmanna [...].“
Meirihlutann skipuðu þeir Ólaf-
ur örn Haraldsson, Árni M.
Mathiesen, Kristján Pálsson, ísólfur
Gylfi Pálmason og Hjörleifur Gutt-
ormsson, með fýrirvara.
Ekkert neitunarvald
Mikið var rætt um það við af-
greiðslu frumvarpsins hvort sveit-
arstjórn skyldi vera bundin af
svæðisskipulagi samvinnunefndar-
innar.
Mikið var rætt um það
við afgreiðslu frum-
varpsins hvort sveitar-
stjórn skyldi vera bund-
in afsvæðisskipulagi
samvinnunefndarinnar.
Allir fulltrúar meirihluta um-
hverfisnefndar sem tjáðu sig töldu
svo vera. Guðmundur Bjarnason
umhverfisráðherra var (nokkuð
óvænt) ósammála því en Páll
Hreinsson lagaprófessor segir í
álitsgerð, sem hann vann fyrir ári,
að sá skilningur ráðherrans gangi
þvert gegn ákvæðum skipulags-
laga.
Fram kom hjá Ólafi Erni Haralds-
syni að umhverfisnefnd hefði leitað
mjög eftir því við sveitarstjórnar-
menn um allt land hvort þeir vildu
að eitt einstakt sveitarfélag hefði
neitunarvald gagnvart tillögu sam-
vinnunefndar um svæðisskipulag.
„Það var má heita einróma álit
sveitarstjórnarmanna [...] að þetta
væri óheppilegt," sagði Ólafúr Örn.
Hjörleifur Guttormsson var sam-
mála og sagði: „Það er út af fyrir sig
að mínu mati mjög mikilvægt og
styrkir viðleitni til heildstæðrar
málsmeðferðar þannig að heild-
stæð sjónarmið fái notið sín í þessu
og þá ríkir ekki stöðvunarvald á
einstökum reitum sem skipt er upp
milli sveitarfélaga á þessu svæði."
Össur Skarphéðinsson tók til
máls og velti fyrir sér hvort ekki
væri hreinlega óþarft fyrir sveitar-
félögin að gera aðalskipulag fyrst
þau væru bundin af svæðisskipu-
laginu. Hann sagðist telja „æski-
legt“ að svæðisskipulagið væri
bindandi fyrir hvert sveitarfélag og
fagnaði því að nefndarmenn teldu
svo vera: „Þá er náttúrlega búið að
taka mikið vald af sveitarfélögun-
um. Um það hef ég ekkert nema
gott eitt að segja, það er mikilvægt
að þessi skilningur liggi fyrir.“
olafur@dv.is
ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON: Segir umhverfisnefnd hafa leitað mjög eftir því við sveitar-
stjórnarmenn um allt land hvort þeir vildu að eitt einstakt sveitarfélag hefði neitunarvald
gagnvarttillögu samvinnunefndar um svæðisskipulag.
Skipulagsstjórí um Norðlingaölduveitu:
Hreppsnefnd er bundin af
niðurstöðu samvinnunefndar
Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps er bundin af niður-
stöðu samvinnunefndar um
miðhálendið varðandi Norð-
lingaölduveitu, að sögn Stefáns
Thors skipulagsstjóra.
Landsvirkjun sló sem kunnugt er
Norðlingaölduveitu á frest nýverið,
í kjölfar þess að Skeiða- og Gnúp-
verjahreppur lýsti andstöðu við
áformin. Forstjóri Landsvirkjunar
hefur lýst því yfir að hann telji að
fyrirtækið hafi lögin sín megin, en
hreppurinn geti hins vegar tafið
málið.
Þótt fá mál hafi fengið jafnmikla
umfjöllun undanfarna daga hefur
nær ekkert verið fjallað um þennan
þátt málsins, sem þó mætti kalla
kjarna þess; hafa hreppsnefndir
neitunarvald gagnvart fram-
kvæmdum á miðhálendinu eða
ekki?
Ekki frjálst val
Svæðisskipulag á miðhálendinu
er í höndum samvinnunefndar um
miðhálendið, sem skipuð er tólf
fulltrúum af öllu landinu. Eins og
DV greindi frá í gær liggur fyrir lög-
fræðiálit Páls Hreinssonar lagapró-
fessors um að sveitarstjórnum sé
skylt að taka inn í aðalskipulag
framkvæmdir sem gert er ráð fyrir í
staðfestu svæðisskipulagi. Valdið
virðist því í höndum samvinnu-
nefndarinnar, sem nýverið tók til
meðferðar nýja tillögu Landsvirkj-
unar að Norðlingaölduveitu - þá
sem hreppsnefndin lýsir sig and-
víga.
Forstjóri Landsvirkjun-
ar hefur lýst því yfir að
hann telji að fyrirtækið
hafi lögin sín megin, en
hreppurinn geti hins
vegar tafið málið.
Stefán Thors skipulagsstjóri er
sammála áliti Páls: „Ef samvinnu-
nefndin ákveður að breyta svæðis-
skipulagi til samræmis við virkjun-
aráformin og umhverfisráðherra
staðfestir það, eru sveitarstjórnirn-
ar bundnar af því,“ segir Stefán.
Hann segir að sveitarstjórnin geti
hins vegar farið fram á það við ráð-
herra að hann staðfesti ekki svæð-
isskipulagið og að þá myndu ráð-
herra og Skipulagsstofnun væntan-
lega reyna að leita sátta.
Ólíkt öðrum samvinnunefndum
sveitarfélaga um skipulag getur
meirihluti samvinnunefndar um
miðhálendið tekið ákvörðun þrátt
fyrir andstöðu einstakra sveitarfé-
laga sem hlut eiga að máli.
o/afur@dv.is
SKIPULAGSSTJÓRINN: StefánThors segir
að sveitarfélög komist ekki undan því að
hlíta svæðisskipulagi um miðhálendið
nema með atbeina ráðherra, sem geti
neitað að staðfesta skipulagið.