Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Blaðsíða 28
28 DVSPORT FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003
D V Sport
Keppni í hverju orði
Netfang: dvsport@dv.is
Sfmi: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889
Barcelona ætlar að bjóða í Henry
KNATTSPYRNA: Joan Laporta,
forseti Barcelona, hefur lýst þvi
yfir að hann muni gera allt sem
í hans valdi stendur til þess að
fá Thierry Henry yfir á Nou
Camp næsta sumar.
„Ég elska Thierry Henry," sagði
Laporta við spænska blaða-
menn í gær. „Hann er einn
besti ef ekki besti framherji
heims í dag. Það væri frábært
ef hann léki fyrir Barcelona og
það gæti vel gerst.Til þess að
það sé raunhæfur möguleiki
verðum við þó að standa okkur
vel í vetur og tryggja okkur
sæti í meistaradeildinni. Ef það
gengur eftir munum við skipu-
leggja okkur vel og ef þjálfar-
inn hefur áhuga þá munum við
reyna að kaupa Henry," sagði
Laporta og bætti við að félag
eins og Barcelona hefði ávallt
efni á toppleikmönnum.
„Við munum ekki eyða pening-
um sem við eigum ekki en
Barcelona á ávallt til peninga
til þess að fjárfesta í stórstjörn-
um á borð viðThierry Henry,"
sagði Joan Laporta, forseti
Barcelona.
EFTIRSÓTTUR: Barcelona vill
krækja ÍThierry Henry.
E V R Ó P A
MEISTARADEILD
A-riðill
Bayern Miinchen-Celtic 2-1
0-1 Thompson (57.), 1-1 Makaay
(73.), 2-1 Makaay (86.).
Lyon-Anderlecht 1-0
1-0 Juninho (26.).
B-riðill
Arsenal-lnter 0-3
0-1 Cruz (21.), 0-2 Van Der Meyde
(24.), 0-3 Martins (41.).
D. Kiev-L. Moskva 2-0
1-0 Rincon (74.), 2-0 Rincon (84.).
C-riðiil
AEK Aþena-Deportivo 1-1
0-1 Oandiani (12.), 1-1 Tsartas
(86.).
PSV Eindhoven-Monaco 1-2
0-1 Morientes (32.), 0-2 Cisse (56.),
1-2 Bouma (65.).
D-riðill
Juventus-Galatasaray 2-1
1- 0 Del Piero (5.), 1-1 Sukiir (18.),
2- 1 Ferrara (73.).
R. Sociedad-Olympiakos 1-0
1 -0 Kovacevic (80.).
ÍBV-ÍR
30-34(17-16)
Dómarar:
Brynjar Einarsson og
Vilbergur F. Sverrisson
2/10
Gæði leiks:
7/10
Áhorfendur:
230.
Maður leiksins:
Ingimundur Ingimundarson, (R
Gangur leiksins:
0-1,5-2, 8-8,12-12, (17-16), 18-16,
20-20,24-26, 26-31, 30-34.
ÍBV
Mörk, þar af víti (skot/vftl) Hraðauppht.
Sigurður Ari Stefánsson 8(13)0
Robert Bognar 7(13) 1
Davlð Óskarsson 5/1 (9/2)0
Björgvin Rúnarsson 3(5)2
Zoltán Belányi 3(6)0
Sigurður Bragason 3(10)1
Erlingur Rlchardsson 1 il 10
Samtals: 30/1 (57/2)4
Fiskuð víti
Zoltán Belányi 1
Kári Kristjánsson 1
Varin skot, þar af viti (skot á sig/víti)
Jóhann Guðmundsson 16/2 (50/4) 32%
Brottvlsanln 22 mlnútur (Erlingur Ric- hardsson og Davíð Óskarsson fengu rautt fyrir þrjár brottvísanir).
fR
Mörk, þar af viti (skot/vftí) Hraðaupphl.
Ingimundur Ingimundarson 9 í 11; 1 Einar Hólmgeirsson 6 (8/1) 2
Bjarni Fritzson 6(8)3
Fannar Þorbjörnsson 5(6)0
Sturla Ásgelrsson 4/2 (6/2)0
Ragnar M. Helgason 2(3)0
Hannes Jón Jónsson 2(5)0
Tryggvi Haraldsson Samtals: 00/1)0 34/2 (48/3) 6
Fiskuð viti
Sturla Ásgeirsson 1
Júllus Jónasson 1
Fannar Þorbjörnsson 1
Hannes Jón Jónsson 1
Varin skot, þar af viti (skot á sig/vfti)
Ólafur H. Gislason 15/1 (45/2) 33%
Brottvfsanln 16 mlnútur (Elnar Hólmgeirs-
son fékk rautt fyrlr 3 brottvisanir).
1, umferð meistaradeildar Evrópu lauk í gær:
Arsenal steinlá
á heimavelli
8 leikir fóru fram í Meistara-
deild Evrópu í gær og lauk þar
með 1. umferð riðlakeppninn-
ar. Margar stórviðureignir fóru
fram víðs vegar um Evrópu þar
sem hæst bar stórsigur Inter á
Arsenal í Lundúnum, 3-0, og
nauman 2-1 sigur Bæjara á
Glasgow Celtic.
Leikur Bayern Miinchen og Celt-
ic var í A-riðli ásamt því að Lyon og
Anderlecht mættust f Frakldandi.
Heimamenn fóru með sigur, 1-0.
Sigur Bæjara var síst öruggur og
kom sigurmarkið ekki fyrr en
skammt var til leiksloka og var það
af skrautlegri gerðinni. Roy Makaay
skaut af löngu færi skoti sem átti ef-
laust að vera sending en rúllaði í
gegnum vörnina og í markið. Það
voru hins vegar gestirnir frá
Skotlandi sem komust yflr og var
þjálfari þeirra, Martin O’Neill, ekki
ánægður með lokaúrslitin.
„Ég hefði verið svekktur með eitt
stig en á endanum fengum við ekk-
ert. Þetta var frábært framtak af
hálfu minna manna, við skoruðum
mark og stjórnuðum leiknum. Úr-
slitin eru áfall því okkur leið mjög
vel í þessum leik,“ sagði O’Neill.
í B-riðli mátti Arsenal þola sitt
stærsta heimavallartap í meistara-
deildinni er Inter Milan kom í
heimsókn og skoraði þrjú mörk
gegn engu. Næsti leikur Arsenal er
gegn Manchester United á Old
Trafford og var Arsene Wenger,
þjálfari Lundúnarliðsins, bjartsýnn
þrátt fyrir allt saman. „Við gerðum
mistök á báðum endum vallarins.
Inter lék vel en er greinilega ekki
ósigrandi og endurspegla úrslitin
ekki getumun liðanna. Það eina
sem við getum gert upp úr þessu er
að láta verkin tala en það eru enn
fimm leikir eftir í riðlinum og við
erum á toppi ensku deildarinnar,”
sagði Wenger.
Gríski heimavöllurinn reynist
enn sterkur en AEK Aþena náði þar
jafntefli við spænsku risana í
Deportivo La Coruna, 1-1.
Grikkirnir skoruðu þó ekki fyrr en í
blálokin. í hinum leik riðilsins vann
Monaco heldur óvæntan sigur á
PSV Eindhoven. Spánverjinn Fern-
ando Morientes skoraði sitt fyrsta
meistaradeildarmark fyrir Frakk-
ana en hann kom í haust til liðs við
þá frá Real Madrid.
„Ég hefði verið svekkt-
ur með eitt stig en á
endanum fengum við
ekkert. Þetta var frá-
bært framtak afhálfu
minna manna, við skor-
uðum mark og stjórn-
uðum leiknum.“
Evrópumeistaramir hófu titil-
vörnina á 2-1 sigri á Galatasaray
þar sem Hakan Súkúr er aftur
mættur til leiks. Honum líður
greinilega langbest í tyrkneskum
búningi því að hann skoraði eina
mark þeirra í leiknum. Að síðustu
vann Real Sociedad góðan 1-0 sig-
ur á gríska liðinu Olympiakos.
eirikurst@dv.is
IR-sigur í Vestmannaeyjum
Eyjamenn tóku á móti ÍR-ing-
um í gærkvöld í hröðum en
jafnframt skemmtilegum leik.
Eyjamenn komu mjög ákveðn-
ir til leiks gegn silfurliði síðasta
tímabils og voru yfir í hálfleik,
17-16. EnlR-ingar tóku völdin
í síðari hálfleik og sigruðu með
fjórum mörkum, 30-34.
Leikurinn var mjög hraður eins
og sjá má á markaskorun liðanna í
fyrri hálfleik, alls 33 mörk á 30
mínútum. Eyjamenn stilltu upp
framliggjandi vöm og það var
heist þegar skyttur ÍR-inga, þeir
Ingimundur Ingimundarson og
Einar Hólmgeirsson, sóttu að
Eyjamönnum að inhver vandræði
sköpuðust. Einar þurfti reyndar að
fara af velli eftir aðeins rúmlega
mínútu leik en sneri aftur
skömmu síðar. Síðari hálfleikur
var ekki eins vel leikinn af liðun-
um, bæði reyndu þau áfram að
keyra á sama hraða en um leið og
leikmenn urðu þreyttir fjölgaði
mistökunum. Þrátt fyrir þetta var
leikurinn í jafnvægi framan af.
Þegar rétt um tfu mínútur vom
liðnar af hálfleiknum snerist leik-
urinn hins vegar ÍR-ingum í vil.
Dómarar leiksins, sem höfðu haft
ágætis tök á leiknum fram að því,
gerðu sig seka um vægast sagt
mjög slaka dómgæslu, sem helst
bitnaði á Eyjamönnum. Þannig
fengu þeir ótvírætt að finna fyrir
refsivendi Vilbergs Sverrissonar
sem gerði í því að reka menn út af.
Sumir dómamir vom auðvitað
réttir en aðrir svo kolrangir að slíkt
á ekki að sjást á meðal þeirra
bestu.
Erlingur Richardsson var vægast
sagt mjög óhress með dómgæsl-
una: „Þetta var fínn handbolti hjá
báðum liðum. Svo gerðust bara
vissir hluúr í seinni hálfleik sem
urðu til þess að annað liðið stakk
af. Dómararnir misstu hreinlega
völdin - og ekki í fyrsta skipú - en
þeir eiga alls ekki að dæma á með-
al þeirra bestu. Þeir hafa dæmt
héma 6-7 sinnum og leikimir alltaf
farið út í svona viúeysu. Ef við eig-
um að taka þátt í þessari deild þá
heimtum við að okkur verði sýnd
meiri virðing en sú að senda stráka
sem kunna hreinlega ekki að
dæma. Þeir höfðu alltof mikið að
segja um úrslit leiksins, ráku okkur
hvað eftir annað út af og virtust
hreinlega ekki vita það sjálfir hvað
þeir vom að dæma á köflum. Þetta
er kannski bara einn af þessum æf-
ingaleikjum dómaranna áður en
deildarkeppnin byrjar eftir ára-
mót.“
Ingimundur Ingimundarson,
besti maður ÍR-inga var fyrst og
fremst ánægður með stigin tvö.
„Þetta var fyrst og fremst vinnusig-
ur en við áttum ekki góðan leik í
dag, sérstaklega ekki í vörninni.
Við börðumst hins vegar vel en
Eyjamenn vom ekkert auðveldir í
dag. Mér fannst hins vegar fyrst og
fremst okkur að kenna hvernig
leikurinn þróaðist, við vomm slak-
ir í vöminni. Hraðinn var líka of
mikill, hvomgt liðið réð við hrað-
ann enda var mikið um mistök í
leiknum.” jgi