Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Blaðsíða 6
6 Magasín Fimmtudagur 11. september 2003 Útlit og heilsa Grasaiækningar Náttúruleg lækning GRASALÆKNIRINN: Jón segir grasalækningar tvímælalaust eiga erindi við okkur í dag. Hann er alls eldd á móti hefðbundnum lælcningum en finnst nauðsynlegt að bjóða þeim sem það kjósa upp á náttúrulega meðferð sem hafi litlar sem engar aukaverkanir. Doktor.is Vil harka- legt kynlíf Eftir að ég varð ófrísk hefég viljað mjög harkaiegt kynlif. Því hefur fylgt það að mað- urinn minn fær sáðlát of fljótt. Hvað er hægt að gera við þessu? Svar: Ég geng nú ef til vill svo- lítið langt í því að reyna að svara þessu þar sem upplýsing- arnar eru ekJd miklar. Ég leyfi mér að ganga út frá því að þetta bráðasáðlát hjá manninum þínum sé nýlunda. Hafi ekki verið vandamál áður og að þessi spenningur þinn og ágengni í kynlífi sé einnig nýlunda. Ef svo er giska ég á að þessi ákefð þín setji manninn þinn úr jafnvægi. Hann verði óöruggur um hvað þú ert að fara fram á og hvert þú stefnir með kynlíf- inu. Gleymi að passa upp á sjálfan sig. Talaðu um ákefðina Ég ráðlegg þér að ræða við hann um þessa nýju ákefð þína þannig að þú segir honum eftir hverju þú ert að sækjast. Ég myndi einnig ráðleggja þér að láta í bili að minnsta kosti stjómun kynlífsins í hendurnar á honum þegar hann veit eftir hverju þú ert að sækjast. Þrátt fyrir ákefðina og ágengni þína ráðlegg ég ykkur einnig að leggja meiri áherslu á forleikinn og lengja hann. Reyndu einnig að halda aftur af ákafanum og ágengninni og leggðu meiri áherslu á nautn, sem lengst framan af forleiknum. Líttu á ákefðina og ágengnina sem rúsínuna í pylsuendanum sem þú ætlar að treina eins lengi og þú getur. Bráðasáðlát Ekki er þó víst að þetta dugi. Ef þetta bráðasáðlát er farið að hrjá hann þannig að hann sé farinn að hafa áhyggjur af því og kvíða gagnvart því að það gerist enn og aftur er kominn vítahringur sem erfltt getur ver- ið að brjótast út úr án aðstoðar. Gangi ykkur vel www.Doktor.is. „Ef við ætlum að njóta þess að vera full af lífi og orku verðum við að borða fjölbreytta fæðu og stunda einhverja hreyfingu sem hentar okicur. Seinni hálfleikur í líf- inu spilast eftir því hvernig fyrri hálfleikur var spilaður. Það skiptir því öllu máli að hugsa vel um lík- amann strax frá byrjun," segir Jón Einarsson, grasalæknir og nuddari. Hluti af uppeldinu Jón er grasalæknir í sjöunda ætt- lið. Hann starfar sem slíkur í Sam- túni 42 í Reykjavík ásamt systkin- um sínum, Éinari og Ólöfu. Grasa- lækningar lærðu þau systkinin af móður sinni, Ástu Erlingsdóttur, en hún tók við af föður sínum, Erlingi Filippussyni, sem lærði aftur af móður sinni. „Að læra grasalækningar var í raun bara hluti af uppeldi okkar. Það varð ekkert komist hjá því að læra þetta," segir Jón. Streitusjúkdómar algengir Þegar Erlingur, afi Jóns, starfaði sem grasaiæknir voru það aðallega fæðutengdir sjúkdómar sem hann meðhöndlaði. í dag eru breyttir tímar og nú eru streitusjúkdómar mun algengari. Jón segir fólk aðal- lega kvarta undan streitu, tengdri vinnu, og hann mælir með því að fólk reyni umfram allt að forðast það að taka vinnuna með sér heim. „Það getur verið gott að fara í 20-40 mínútna gönguferðir á lcvöldin til að hreinsa hugann og ná að slappa af. Það er æskilegt að vera aðeins með hugann við eitt í einu. Ef það tekst minnkar stressið til muna.“ Læknar magakveisu bama „Með grasalækningum er hægt að meðhöndla flestalla sjúkdóma," segir Jón. „Ég hef meðhöndlað með góðum árangri frjósemisvandamál, frjó- kornaofnæmi, gigt, brunasár, stækkun og bólgur í blöðruháls- kirtli, blöðrubólgu, asma og margt, margt fleira. Mér finnst þó lang- skemmtilegast að meðhöndla magakveisu hjá börnum. Ungbörn geta með engu móti sagt til um hvað er að hrjá þau þegar þau finna til og eina ráð þeirra er að gráta. Því vekur það með mér alveg sérstakar tilfinningar að geta linað verki þeirra." ' „Ég hef meðhöndlað með góðum árangri gigt, brunasár, stækkun og bólgur í blöðruhálskirtli, blöðru- bólgu, asma og margt, margt fleira.“ Ferskt hráefni best Jón mælir með því að ávallt sé notað ferskt hráefni við elda- mennsku. „Allt of margar unnar kjötvörur innihalda efni sem sum okkar þola ekki. Saltpétur er til dæmis í sumum brauðostum, reyktum mat, áleggi margs konar og mörgu fleira. Saltpéturinn veld- ur því til dæmis að exem og frunsur verða þrálátt vandamál. Oft er hægt að losna við exemið og frunsurnar með því að taka unnar matvörur úr fæðunni. Fólk ber þó á sig einhver svakalega fín exem- eða frunsu- krem en athugar ekki hver er rót vandamálsins - einmitt unnar matvörur." Jón segir að í dag sé svo algengt að afleiðingin sé meðhöndluð en ekki orsökin. Annað dæmi um slíkt séu til dæmis áhrifin sem bakflæði hefur á asma. „Bakflæði getur nefnilega framkallað asma og gætu sumir dregið úr einkennum asmanns og jafnvel læknað hann með því að meðhöndla bakflæðið," segir hann. Ýtt undir æðakölkun Þótt vítamín séu bráðnauðsyn- leg fyrir líkamann geta sum þeirra þó verið óholl í of stórum skömmt- um. „Ef þú tekur lýsi en vilt einnig taka fjölvítamín þá er nauðsynlegt að taka fjölvítamfn sem heitir Vítamínus, annars færðu of stóran skammt af D-vítamíni og það getur ýtt undir æðakölkun,“ segir Jón og heldur áfram: „Ekkert dýr drekkur mjólk eins langt fram eftir ævinni og maður- inn og sumir hafa mjólkuróþol án þess að vita af því. Allir þeir sem ég hef ráðlagt að hætta að drekka mjólk, allt fólk sem komið var á fullorðinsaldur, hættu að finna fyr- ir þreytu sem þeir kvörtuðu áður undan. Þreyta getur nefnilega verið vísbending um ofnæmi. Ef þú skemmir fyrir þér með röngum lifnaðarháttum er svo margt sem fylgir, svo sem lítið sjálfsmat og þol, ónæmiskerfið er í ólagi og svo mætti lengi telja.“ Ekki á móti hefðbundnum lækningum. Jón segir graslækningar tvímæla- laust eiga erindi í dag. Hann tekur það þó fram að hann sé alls ekki á móti hefðbundnum lækningum, sér finnist aðeins nauðsynlegt að bjóða þeim sem það kjósa upp á náttúrulega meðferð sem hefur litl- ar sem engar aukaverkanir. „Við grasalæknar sjáum þó ekki um að sjúkdómsgreina fólk, við viljum að fólk fái sjúkdómsgrein- ingu hjá lækni, enda hafa þeir allt sem þarf til þess. Hvort einstakling- ar fái svo meðferð hjá lækni eða leiti óhefðbundinna lækninga er þeim þó algerlega í sjálfsvald sett. í dag eru þeir þó æ fleiri sem leita óhefðbundinna leiða til að ná heilsu." tobba@dv.is GÓÐURÁRANGUR: Myndimar sýna barn sem hlaut alvarleg brunasár. Jón notaði þekldngu sína sem grasalæknir til að meðhöndla sár barnsins og er árangurinn al- veg hreint ótrúlegur. HÁRSNYRTIR: „Var rekinn heim og sagt að láta klippa mig,“ segir Villi Þór. Klippir á Krókhálsinum Sjá má ýmis svipmót í hártísku um þessa mundir. Yngri kyn- slóðin er hrifin af villtu hári. Hin- ir ráðsettari vilja hins vegar vera snöggklipptir. Þetta er ekki ólíkt því sem hefur alltaf einkennt tískuna. Sjálfur er ég Bítlabarn og var sem strákur rekinn heim úr skóla og sagt að láta klippa mig,“ segir Villi Þór, hársnyrtimeist- arinn góðkunni, sem sl. föstudag opnaði stofu á nýjum stað að Krók- hálsi 1 í Reykjavík. Síðustu ár hefur hann rekið stofuna Hárlist.is við Skólavörðustíg - en þar áður var hann í 23 ár með stofu við Ármúla. Hún hét Hársnyrting Villa Þórs - rétt eins og nýja stofan á Krókhálsi. í uppsveitum Reykjavíkur En nú er Villi Þór kominn með stofu í uppsveitum Reykjavíkur, eins og hverfin ofan Elliðaáa eru stund- um kölluð. „Þegar ég opnaði stofu í Ármúlan- um árið 1974 voru engar slíkar í hverfinu enda ekkert nema iðnaðar- starfsemi þar. í dag eru Ármúlinn með öðrum svip. Ég reikna með að innan ekki langs tíma verði flóra allrar starfsemi hér uppi á Hálsum orðin mun fjölbreyttari en hún er í dag og fyrsta skrefið í þá vem er að nú skuli hafa verið opnuð hársnyrti- stofa í hverfinu." sigbogi<s>dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.