Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Blaðsíða 14
14 Magasín Fimmtudagur 18. september 2003 Árinu eldri I Hin hliðin Páll Pétursson Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv. menntamálaráð- herra, verður 89 ára 20. september. Holdgervingur Mjóafjarðar, en þar í sveit var hann bóndi, hrepp- stjóri, kennari og fleira. Á þingi í mörg ár fyrir Fram- sókn. Hefur skrifað allmargar bækur, meðal annars um sögu fjarðarins fagra. Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og rithöfundur, er 58 ára 18. september. Hann hefur verið leikari en einnig skrifað vinsæl verk, svo sem Blessað barnalán, Saumastofuna og Týndu teskeiðina. Skrifaði einnig leikgerð Ofvitans eftir meistara Þórberg. Tengist LR sterkum böndum - sem og ímynd þess. Finnbogi Hermannsson, fréttamaður RÚV á ísa- firði, verður 58 ára 20. september. Hann las guðfræði um hríð en sneri sér síðan að kennslu vestur á fjörð- um svo sem á Núpi og Súðavík. Lögregluþjónn á Isa- firði um hríð - en frá 1989 fréttamaður Ríkisútvarps- ins vestra. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskips, verð- ur 52 ára 24. september. Bæjarstjóri á Akranesi og síðar í Garðabæ. Tók við stjórn óskabarns þjóðarinn- ar fyrir nokkrum árum - og þykir hafa staðið þar sína plikt með prýði. Formaður Samtaka atvinnulífsins. Einar Már Guðmundsson rithöfundur er 49 ára 18. september. Er einn dáðasti rithöfundur þjóðarinnar. Hv ***, ^ MR Sló rækilega í gegn með Englum alheimsins. Flestar bækur hans hafa fengið góðar undirtektir. Fékk Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir nokkrum 8K \ -s- árum. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt verður 49 ára 21. september. Var um skeið varaþingmaður Fram- sóknar og hefur víða lagt orð í belg, ekki síst um um- hverfismál ýmiss konar. Starfar í dag sem skipulags- stjóri á Akranesi. Er formaður Landverndar. Rammstein breytti lífi mínu ÚTGEFANDINN: Eitt af því sem hann gerir í „frístundum" er að heimsækja garða- og sumarbústaðaeigendur og taka viðtöl og myndir. Páll Pétursson gefur út ritið Sumarhúsið og garðurinn, ásamt konu sinni. Eitt slíkt er nýkomið út og er einkar glæsilegt. Nafn: Páll Pétursson. Aldur: 43 ára. Maki: Auður I. Ottesen. BÖrn: Áslaug 21 árs, Guðni Páll 16 ára og Fríða Brá 14 ára. Stjúpsonur minn er H. Mörður Gunnarsson sem er 23 ára. Menntun og starf: Stúdentspróf frá Samvinnuskólanum, ýmis nám- skeið sem tengjast útgáfustarfi og tölvuvinnslu. Eg og kona mín rek- um Rit og rækt ehf. sem gefur m.a. út tímaritið Sumarhúsið og garður- inn og fjölda ferðabæklinga. Við höfum einnig staðið fyrir sýning- unni Sumarhúsið og garðurinn. Bifreið: Subaru Impreza 1998. Fallegasta kona/maður sem þú hefur séð utan maka: Égverð að segja Catherine Zeta-Jones. Hún er líka svolítið lík elstu dóttur minni. Helstu áhugamál og hvað gerir þú í frístundum? Frístundirnar fara oft í eitthvað sem tengist vinn- unni. Fer í ræktina 2-3 sinnum í viku og stunda blak með öldunga- liði Aftureldingar í Mosfellsbæ. Ég ætla líka að taka meira af myndum í framtíðinni. Uppáhaldsmatur: Ég kann vel við indverskan mat og reyni að elda slíkan mat sjálfur þegar ég hef tæki- færi til. Uppáhaldsdrykkur: íslenska vatnið beint úr krananum. Fallegastí staður á Islandi: Uppi á Reynisfjalli vestan við Vík í Mýr- dal. Þar horfir maður niður á Reyn- isdranga, í vestri blasir Dyrhólaey við og Vestmannaeyjar í fjarska, Eyjaljalla- og Mýrdalsjökular í norðri og Hjörleifshöfði í austri. í góðu skyggni sjást Öræfajökull og Vatnajökull. Eftirlætisstaður erlendis: Kaup- mannahöfn. Með hvaða liði heldur þú í íþróttum? Ég er Aftureldingar- maður. í fótbolta hef ég alltaf verið heitur fyrir Vestmannaeyingum. Með hvaða bók ertu á náttborð- inu? „Hver myrti Molero" eftir Mario Vargas Llosa og bók um staf- ræna ljósmyndun. Eftirlætisrithöfundur: Ég hef ver- ið að lesa bækur eftir Henning Mankell undanfarið. Af íslenskum höfundum líkar mér best við Arn- ald Indriðason. Eftirlætistónlistarmaður: Tón- leikarnir með Rammstein í Laugar- dalshöllinni breyttu lífi mínu. Hef alltaf verið rokkari Fylgjandi eða andvígur rikis- stjorninni: Fylgjandi. , Hvaða þjóðþrifamál á ísiandi er brýnast að bæta úr? Ég tel að það sé brýnast að útrýma fátækt í land- inu og koma húsi yfir höfuðið á heimilislausum einstaklingum. Hvað ætlaðir þú að gera þegar tú yrðir stór? Bflstjóri ífsspeki: Að koma heiðarlega fram við aðra. gun@dv.is Yfir 30 mismunandi uppstillingar til sýnis í verslun okkar. ■ Allar innréttingar til afgreiðslu af lager ptemberti I Allnr innréttinnnr til nfnmirS<;lii nf Innnr IÚllit: Spónl. hlynur fs Útlit: Hvít fulning Útlil: Ölur Útlit: Hvít fulning jr Útlit: Ölur / Útlit: Kirsub.fulning Útlit: Hvít slétt Q Útlit: Kirsuberjafulning Breidd120sm Breiddl20sm íj Breidd 80 sm Breidd 90 sm Breiddl25sm Q Breidd 90 sm Breidd 95 sm Q Breiddl20sm Einnarhandar HitastýrS blöndunartæki blöndunartæki m- bruna- og f. handlaug m. lyftit. vatnsöryggi. Kr. 5.900,- stgr Fró kr. 9.800,- Slgr. Sturtuhorn rúnnaö. Heil sveigS öryggisg|er/ segullæsing. 80x80 sm kr. 37.950, - stgr. 90x90 sm kr. 41.950, - stgr. Sturtuhorn. Öryggisgler, segullæsing. 70x70 sm kr. 20.750,- stgr. 80x80 sm kr. 20.750,- stgr. Sturtuhlíf f. baSkar þrískipt. Öryggisgler. 125x140 sm kr. 16.900,- stgr. Einnarhandar blöndunartæki f. baS m. sturtusetti Kr. 5.900,- stgr i- Gala Nila handlaug í borS 56x47 sm Uppgefnar breiddir miSast viS Verb kr. neSri skápa. ekki heildarbreidd. 7.900,- stgr. WC meS festingum og harSri setu. Tvötöld skolun. Stútur í vegg eSa gólf. Verð frá kr. 17.900,- stgr. Innbyggt WC. Meö öílum fylgihl. Verð kr. 37.450,- stgr. V. Fellsmúla • S. 588 7332 OpiS: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga 10-14 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.