Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Qupperneq 2
36 UttFl LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER2003
Allir velkomnir til starfa
- þátttaka skiptir máli
ALDREIAÐ GEFAST UPP: Nemendur í Leiðtogaskóla UMFl og NSU ásamt kynningarfulltrúa UMFl á toppi Snæfellsjökuls.
Allt frá stofnun UMFÍ1907 hef-
ur ungmennafélagshreyfingin
unnið að markmiðum sem
koma fram í yfirskriftinni rækt-
un lýðs og lands.
Með ræktun lýðs og lands er átt
við það mikilvæga verkefni að
rækta sj'álfan sig, gefa af sér og taka
þátt í samfélagslegum verkefnum,
rækta fjölskyldu sína, vini og nán-
asta umhverfi. Þetta eru mikilvægir
og stórir þættir í lffi hvers einstak-
lings. Þá hefur hreyfingin jafnframt
unnið að ræktun landsins með
landgræðslu, skógrækt og fjöl-
mörgum umhverfisverkefnum.
f stefnu UMFÍ segir að allir séu
velkomnir til starfa út frá eigin getu
og hæfileikum. Öll viljum við í eðli
okkar vinna eða sigrast á krefjandi
verkefnum. Þá skiptir miklu máli
að setja sér markmið út frá eigin
getu og hæfileikum og sigrast á
raunhæfum markmiðum.
Við getum ekki öll orðið heims-
meistarar eða gengið á hæstu tinda
heims. Fyrir sum okkar er það jafn
mikið afrek að fara í sund á hverj-
um degi eða ganga á þrjú fjöll á ís-
landi á einu sumri. Innan UMFÍ er
þátttaka stærsti sigurinn.
Hraðinn í þjóðfélaginu er mikill.
Við fslendingar erum skyndilega
orðnir rfkir og búum í stórum hús-
um og eigum nýja bíla, förum í
ferðalög til útlanda, grillum stór-
steikur reglulega og pöntum pitsur
þess á milli.
Allt kostar þetta peninga sem við
vinnum fyrir með löngum vinnu-
dögum. Við puðum í vinnunni dag-
inn langan til að standa undir lífs-
gæðakapphlaupinu. Um helgar
brunum við síðan úr borginni og
þéttbýlinu, eitthvað upp i sveit til
að leita að sjálfum okkur. Þegar öllu
er á botninn hvolft eru það ekki fer-
metrarnir á steinsteypunni og
tommustærðin á dekkjunum sem
veitir okkur lífshamingju. Fjöl-
skyldan, vinirnir og áhugamálin
veita okkur hamingjuna og því
þurfum við að hlúa vel að þessum
þáttum í lífi okkar.
Ungmennafélag íslands hefur í
gegnum tíðina lagt áherslu á sam-
verustundir fjölskyldunnar, meðal
annars með margvíslegum verk-
efnum á sviði íþrótta, menningar
og umhverfismála.
Landsmót UMFÍ er stærsti
íþrótta- og menningarviðburður á
landinu og haldinn á þriggja ára
fresti. Unglingalandsmót UMFÍ um
verslunarmannahelgina hefúr
einnig vaxið og þróast með hverju
mótinu og nýtur mikilla vinsælda
meðal fjölskyldufólks.
UMFÍ er í dag hreyfing sjötfu
þúsund fslendinga sem koma úr
meira en fjögur hundruð deildum,
tæplega þrjú hundruð ungmenna-
og íþróttafélögum og nítján hér-
aðssamböndum. Mörg íþrótta-
bandalög hafa sótt um aðild að
UMFÍ og því möguleiki að hreyf-
ingin muni stækka enn frekar á
næstunni og ungmennafélagsand-
inn og hugsjónir hreyfingarinnar
ná til enn fleiri landsmanna.
í sérblaði DV um starfsemi ung-
mennafélagshreyfingarinnar er
fjallað um helstu verkefni hreyfing-
arinnar og sagt frá því helsta í starf-
semi hennar um þessar mundir.
Páll Guömundsson
kynningarfulltrúi
Unglinqalandsmótið á ísafirði
Unglingalandsmótið sem haldið
var á ísafirði um verslunarmanna-
helgina heppnaðist vel í alla staði.
Um sjö þúsund gestir lögðu leið
sína á mótið og var framkvæmd
þess mótshöldurum til mikils
sóma. Unglingalandsmótin um
verslunarmannahelgina hafa hlotið
mikil og jákvæð viðbrögð bæði á
meðal ráðamanna í landinu og eins
á meðal almennings, ekki síst fjöl-
skyldufólks.
HART BARST: Á Unglingalandsmóti UMFl á Isafirði kepptu rúmlega 1000 keppendur í átta
íþróttagreinum. Að keppni lokinni eru þó allir vinir og þá tekur við margvísleg skemmtun
og afþreying.
GÁSKl OG LEIKUR: Setning Unglingalandsmóts á (safirði var tilkomumikil þegar þúsund ungmenni gengu inn á leikvöllinn undir merkjum
sinna félaga.