Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 10
44 UMFl LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER2003
Fræðslustarf- leiðtogaskóli
Hlutverk stjórnarmanna í félögum
( tæp hundrað ár hefur ung-
mennafélagshreyfingin unnið
að margvíslegu fræðslu- og
skólastarfi. Ein af ástæðum fyrir
stofnun hreyfingarinnar er að
vinna að því að skapa ungu
fólki tækifæri til mennta. Jónas
Jónsson frá Hriflu vann meðal
annars ötullega að þessum mál-
um.
Lýðháskólar, félagsmálaskóli, sí-
menntun, leiðtogaskóli og marg-
vísleg námskeið eru á meðal þess
fræðslustarfs sem unnið hefur ver-
ið í hreyflngunni gegnum árin. Það
nýjasta í fræðslumálum hjá UMFÍ
er samstarf við danska íþróttalýð-
háskólann í Danmörku um að
UMFÍ sendi íslenska nemendur í
skólann. Þá nýtur Leiðtogaskólinn,
sem stendur fyrir stuttum hagnýt-
um námskeiðum, vinsælda, bæði
innan hreyfingarinnar, hjá sveitar-
félögum og fjölmörgum fyrirtækj-
um og félagasamtökum. Valdimar
Gunnarsson er fræðslustjóri UMFÍ.
Gott samstarf
„Það má segja að þetta samstarf
okkar við fþróttafýðháskólann í
Sondeborg í Danmörku hafi komið
mjög vel út. Við erum með tíu
krakka í skólanum í vetur og það
komust færri að en vildu. Skólinn
kemur á móts við UMFÍ með náms-
gjöld og að auki styrkjum við nem-
endur til námsins." Valdimar segir
að íþróttalýðháskólinn í Danmörku
sé Islendingum að góðu kunnur.
„Það hafa fjölmargir íslendingar
verið í skólanum á undanförnum
30-40 árum þar sem lögð er mikil
áhersla á félagslega þjálfun sem nýt-
ist nemendum hvort heldur er í fé-
lagsstörfum eða daglegu lífi.“
Leiðtogaskólinn
UMFIhefur starfrækt Leiðtoga-
skólann frá hausti 2001. Skólinn
stendur fyrir stuttum hagnýtum
námskeiðum sem nýtist vel fólki í
forystustörfum, bæði innan hreyf-
ingarinnar og utan. Meðal náms-
efnis í Leiðtogaskólanum er ræðu-
mennska og framkoma, samskipti,
markmiðasetning, leiðtogafræði,
kynningartextar og fjölmiðlatengsl.
„Við höfum lagt áherslu á að vera
með færustu fyrirlesara landsins í
skólanum og jafnframt reynt að
skapa skemmtilega stemningu á
námskeiðunum, meðal annars
með hópefli, leikjum og ýmsum
þrautum." Valdimar segir að Leið-
togaskólinn bjóði upp á tvö nám-
skeið í vetur, fyrir og eftir áramót,
og standi hvort námskeið um sig
fjóra til fimm daga.
KASTAÐ í GULLFOSS: Nemendur í norrænum leiðtogaskóla UMFl og NSU, sem haldinn
var hér á landi í sl. sumar, bregða á leik við Gullfoss.
Valdimar Gunnarsson, fræðslustjóri UMFl.
Fræðsla á Netinu
Valdimar segir að gögn um
fræðslumál megi finna á heimasíðu
UMFÍ. „Við erum um þessar mund-
ir að setja inn á heimasíðuna
kennslugögn frá Félagsmálaskól-
anum og þá má einnig minna á að
á heimasíðunni er að finna eitt
stærsta leikritasafn landsins sem
bæði félög og skólar geta nýtt sér,“
segir Valdimar Gunnarsson,
fræðslustjóri UMFÍ, og vill hvetja
félög og einstaklinga til að kynna
sér það fræðslustarf sem í boði er
hjá UMFÍ.
-f-
<3
ÍRiSJOamJDV
U...ferskasti barínn íbcenum
Að starfa í félagi
Leiðtogaskólinn hefur jafnframt
staðið fyrir námskeiðum þar sem
farið eryfir hlutverk stjórnarmanna
í félögum. „Þetta eru styttri nám-
skeið sem við höfum haldið um allt
land. Þessi námskeið hjá okkur
byrja í október og standa í allan vet-
ur eftir því sem félög óska.“ Valdi-
mar segir að meðal efnis sem farið
sé í á námskeiðunum sé hlutverk
stjómar og stjórnarmanna, fjáröfl-
unarleiðir, áhrifaríkari fundir, und-
irbúningur funda, markmið, kynn-
ingar og fræðslumál, ræðu-
mennska og framkoma.
VIÐ ERUM í FAXAFENI 9
Sími: 588 0222 • www.salatbarinn.is
Nemendur á vegum UMFl í íþróttaskólanum í Sanderborg.
t
v
á
£